Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 r>-v 7 Fréttir Stórar jarðvegsnámur í alfaraleið undir áhrifum umhverfismats: Námugröftur var lengst af stjórnlaus - segir Ari Trausti Guðmundsson Sportvörugerðin hf. Skipholti 5, sími 562 8383 f snjó og hálku 140 133 m lina, brautarondi 130 110 100 80 60 Dekk/bremsuteg. Grafið sýnir meðalbremsuvegalengd 3ja umferða á þurrum ís á 60 km/klst. *Samkvæmt prófun sem framkvæmd var á íslandi af viðurkenndum aðilum, síðastliðinn vetur, á bremsuvegalengdum ýmissa vetrardekkja, kom í Ijós að BLIZZAK dekkin frá Bridgestone eru betri en nagladekk í hálku og snjó. • Frábær í snjó og hálku • Meiri stöðugleiki • Miklu hljóðlátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin þægindi • Minni mengun - meiri sparnaður Víöa um land má sjá ummerki at- hafna mannsins. Landið er grafið út og oft í misgöfugum tilgangi. Á mörgum stöðum virðist skortur á skipulagslegu samhengi hlutanna og eftir standa þá gjarnan svöðusár eins og augnstungin hræ á víðavangi. Ekki er sú þó alitaf raunin og til eru dæmi um jarðvegs- nám þar sem frágangur er til fyrir- myndar en þau eru færri. Þegar ekið er um Þrengslin á miili Reykjavíkur og Þorlákshafnar blasir við á vinstri hönd mikið jarðrask. í hlíðum Lambafells hefur um áraraðir staðið yfir umfangsmikii efnistaka. Blasa ummerkin við vegfarendum og stinga vissulega í augu náttúruunn- enda. Einhvers staðar verða þó vondir að vera og ekki fer hjá því að umsvif- um manna í nútímaþjóðfélagi fylgi jarðrask og ýmiss konar námagröftur. Húsbyggingar, vegagerð, hafnargerð og flugvaUagerð, svo eitthvað sé nefnt, kalla á mikla efnisnotkun. Þriðji hluti Gott malarefni er sjaldnast á bygg- ingarstað og því verður stundum að sækja efni um óravegu. Grjótnám til hafnargerðar í Reykjavík hafa menn leyst með því að sprengja klappir í Geldinganesi og á árum áður m.a. í Öskjuhlíð. Reyndar mun það hafa ver- ið gagnrýnt á sínum tíma þegar húsa- lengjumar við Sundaborg ofan Sunda- hafnar vom byggðar að þar hafi menn byggt hús beint ofan á bestu grjótnám- ur Reykjavíkur. Nær hefði verið að nýta námumar fyrst og byggja síðan á svæðinu. Þó menn ætli hugsanlega ekki að brenna sig á sama soðinu varð- andi Geldinganes skortir þar greinilega heildstæða skipulagstefnu. Enn liggja ekki fyrir fullmótaðar hugmyndir um hvemig menn hugsa sér heildarútlit svæðisins að grjótnáminu loknu. Geld- inganes er þó miklu stærra svæði held- ur en mjög svo umdeilt land sem nú er lagt undir flugvöll i Vatnsmýrinni. I Þrengslunum virðist svipað vera uppi á teningnum. Þó að svæðið verði trúlega aldrei nýtt undir byggð þá er vissulega að þessu sjónmengun á með- an framkvæmdir standa yfir. Spyrja má hvort þarna hafi ekki verið farið fram af meira kappi en forsjá og eins hvort ekki séu til heppilegri og minna áberandi svæði til malartöku. Skárra en kropp um allar jarðir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur segir að þó ekki sé prýði að jarövegsnáminu í Lambafelli i Þrengsl- um þá sé skárra að hafa fáar stórar jarðvegsnámur en smákropp út um all- ar jarðir. Hann segir að þar séu menn að sækjast eftir brotabergshroða sem er sambland af bólstrabergi og mó- bergi. Slíkt efni megi nota sem undir- DV-MYND GVA Vatnsskarösnáma noröan Kleifarvatns Gríðarlega mikið 'efni er búið að taka í ýmsum tilgangi úr Vatnsskarðsnámunni. Hún er að þvi leyti betur staösett en náman í Þrengslunum að hún er fjær fjölförnum þjóövegi. Reikna má með að þarna verði tekið malarefni áfram næstu árin. lag undir vegi og annað þar sem ákveð- in komastærð er ekki höfuðatriði. „Því hafa menn m.a. sótt i Stapa- fellið við Keflavík, Lambafellið og Ingólfsfjallið á Suðurlandi. Almenna reglan er sú að betra er að hafa fáar stórar námur en margar litlar. Að því leyti er náman í Lambafellinu for- svaranlegri en margt annað.“ Lengst af stjórnlaust Ari Trausti segir menn þó fyrst og fremst sækja í þessa námu vegna þess að hún er nálægt mjög góðum vegi. Tvær aðrar námur eru t.d. við Blá- fjallaveginn, nær Hafnarfirði, og i Vatnsskarði við Krýsuvíkurveginn. „Þessar námur hafa verið lengi í dr-ift og mér frnnst þær huggulegri heldur en þetta endalausa kropp út um allt. Auðvitað er þetta nauðsyn- legt því einhvers staðar verður að taka efnið. Þetta hefur þó lengst af verið stjórnlaust og ekki skipulagt af neinu viti. Það er ekki fyrr en á sið- ustu árum sem reglur voru settar um mat á umhveríisáhrifum. Nú falla námur af tiltekinni stærð undir slíkt mat. Þar með er strax kominn ákveð- in hemill á námareksturinn," segir Ari Trausti Guðmundsson. Hann seg- ir menn þó enn fara fram hjá um- hverfismatinu með því að fá leyfi landeigenda til efnistöku i litlum námum sem ekki falla undir skilyrði um umhverfismat. Að þessu séu víða gríðarlega mikil lýti og þá gjaman ekki gengið frá námunum að lokinni efnistöku. „Slíkt er mjög dapurlegt," segir jarðeðlisfræðingurinn. -HKr. .v: * DVJvlYND BRINK Stór jarövegsnáma í Þrengslunum Lambafellið sunnanvert við Þrengslaveginn er sundurgrafið af margra ára efnistöku. Þó flestir telji þetta til mikilla lýta þá er samt stööug þörf fyrir gott malarefni. Því telja sumir illskárra að hafa það i stórum skipuiögðum efnisnámum eins og þessari. Smurstöðin Klöpp, Vegmúla sími 553-0440 Smur- Bón & Dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562-6088 ESSO-Geirsgötu 19, sími 551-1968 Smur- og Dekkjaþjónusta Breiðholts Jafnarseii 6, simi 587-4700 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs Gylfaflöt 3, simi 567-4468 Gísli Stefán Jónsson Akranesi Hjólbarðaþjónusta Gunna Gunn Keflavík, sími 421-1516 B R Æ Ð U R N HJÓLBARÐAR Lágmúla 9 • Sími 530 2800 Höfum opnað dekkjaþjónustu við B0SCH-HÚSIÐ, bakvið Ármúla 1. Hagstætt verð á dekkjum og skiptingu næstu daga. BO. Dekkjaþjónustan, símí 530-2837

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.