Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
Fréttir I>V
Tannlæknar álykta harkalega gegn tryggingayfirtannlækni og tryggingakerfinu:
Ríkið hefur 300 millj-
ónir af sjúklingum
Tannlæknar sem DV hefur rætt
viö áætla að Tryggingastofnun rík-
isins hafi 300 milljónir króna árlega
af sjúklingum sem eiga rétt á endur-
greiöslum úr hendi ríkisins. Endur-
greiðsla fyrir tannlækningar
tryggðra sjúklinga hefur ekkert
breyst hjá stofnuninni síðan um
mitt ár 1998 þrátt fyrir hækkanir á
þjónustu tannlækna. Þetta bitnar á
börnum, öldruðum og öryrkjum.
Mikil ólga er í tannlæknastétt
vegna samskiptanna við Reyni
Jónsson, tryggingayfirtannlækni
hjá Tryggingastofnun.
„Mörgum tannlæknum finnst lik-
ast því að umsókn til TR sé með-
höndluð eins og um sé að ræða til-
raun til að stela úr sjóðum stofnun-
arinnar, þá líður manni ekki vel,“
sagði Gunnar Rósarsson, varafor-
maður Tannlæknafélags íslands, í
samtali við DV.
„Þegar sást fyrir endann á samn-
ingum þá gerðist það að samninga-
nefnd ríkisins virtist hafa verið lögð
niður. Það er eðlilegt að illa gangi
að semja við tannlækna ef enginn er
viðsemjandinn. Það er líka ósann-
gjarnt að skella skuldinni á okkur
að nefndin starfi ekki,“ sagði Gunn-
ar. Heilbrigðisráðherra hefur látið
þau orð falla að ekki sé hægt að
hækka endurgreiðslur fyrr en búið
sé að semja við tannlækna og jafn-
framt að erfítt sé að semja við tann-
lækna. Enn fremur hefur heyrst frá
ráðuneytinu að hér sé um hags-
munamál tannlækna að ræða.
Gunnar segir þetta rangt, hér sé um
hagsmuni sjúklinga að ræða.
Gunnar segir að tannlæknar hafi
slakað verulega á kröfum sínum.
Hann segist vita að ráðherra vinni að
því að setja á fót nýja samninganefnd,
sem verður stýrt úr ráðuneytinu en
ekki frá Tryggingastofnun, en þar
hafi menn ekki reynst vandanum
vaxnir að mati tannlæknanna og
tryggingayfirtannlæknir iðulega sýnt
faglega vankunnáttu að þeirra mati.
Sjúklingar hafi sumir fengið afar
dónalegar móttökur í tannlækninga-
deild Tryggingastofnunar, auk þess
sem yfirtannlæknirinn hafi att sjúk-
lingum á móti tannlæknum sinum.
Aðalfundur Tannlæknafélags Is-
lands samþykkti fyrir rúmri viku með
öllum atkvæðum ályktun þar sem seg-
ir að reglugerðir um endurgreiðslurétt
tryggðra sjúklinga séu ekki byggðar á
faglegum grunni. Endurgreiðsla sé svo
harkalega skorin niður að tannheilsu
tryggðra sjúklinga sé stofnað í hættu.
„TR hefur tvívegis á undanfómum
tveimur árum verið staðin að því að
mistúlka reglugerðir um réttindi aldr-
aðra og þroskaheftra, sjúklingum í
óhag. í fjöldamörgum tilfellum hafa að-
standendur bama og fatlaðra þurft að
standa í deilum til að geta notið rétt-
inda sinna,“ segir í aðaifundarsam-
þykktinni sem 37 tannlæknar skrifuðu
undir. -JBP
Seyöisfjörður:
Koma Norrænu
undirbúin
Skipulagsstjóri ríkisins hefur fellt úr-
skurð og fallist á fyrirhugaða gerð hafn-
armannvirkja á Seyðisfirði. Á þessu ári
eru veittar 40 milljónir í framkvæmdina
og 'verður fyrsti hluti verksins boðinn
út fljótlega en það er útkeyrsla á fyrstu
görðunum og ferging á athafnasvæði.
Þessum fyrsta áfanga á að vera lokið í
febrúar á næsta ári.
Ríkið leggur síðan 213 milljónir fram
á næsta ári og þá verður boðinn út
næsti áfangi, þegar rekið verður niður
stálþil. Stefnt er að því að ljúka verkinu
þannig að hægt sé að taka á móti nýju
Norrænu á áætluðum tíma en fram-
kvæmdum við skipið miðar vel. -KÞ
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um deilu tannlækna og ríkisins:
Trúi ekki öðru en
menn nái saman
„Það hefur verið pattstaða í þess-
um málum tannlæknanna, það hafa
ekki náðst samningar við Trygg-
ingastofnun. Ég legg áherslu á að
menn reyni að ná samkomulagi og
leggi sig fram í því efni og þá ekki
síður tannlæknarnir en aðrir. Ásak-
anir hafa gengið á vixl, meðal ann-
ars þær að tannlæknar vilji ekki
samninga. Nú verður gerð úrslitaat-
renna í þessu máli, þvi verður ekki
trúað að menn nái ekki saman,“
sagði Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra í gærdag þegar hann var
inntur eftir deilu tannlækna og
Tryggingastofnunar.
Ráðherrann vinnur þessa dagana
að því að setja á
fót nýja viðræðu-
nefnd sem mun
reyna að koma í
höfn samningum
milli tannlækna
og ríkisins en
þeir hafa ekki
verið til í rúm
þrjú ár. Nefndin
mun starfa á nót-
um ráðuneytisins
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráö-
en ekki Tryggingastofnunar eins og
áður var. „1 þessum málaflokki hef-
ur verið ófriður um árabil og slæmt
að svo sé. Ég legg mikla áherslu á
að samskiptin við þessa heilbrigðis-
stétt komist í samningaform eins og
viö aðra, það semja allir aðrir,
nema sjúkraliðarnir sem við höfum
auðvitaö miklar áhyggjur af.
Jón Kristjánsson sagðist ekki
vilja taka þátt í neinum slag milli
ríkis og tannlækna og vildi ekki
segja til um hvort rétt væri að ríkið
væri að hlunnfara sjúklinga um 300
milljónir á ári sem verður þá eins
konar sparnaður ríkissjóðs. Ráð-
herrann kom að búi þar sem all-
mörg aðkallandi mál bíða úrlausn-
ar, til dæmis samningar við tann-
lækna, sjúkraliða og deilumál við
öryrkja.
-JBP
Samningur fjármálastofnana og neytenda:
Dregið úr vægi ábyrgða
I gær var undirritað sérstakt
samkomulag um notkun ábyrgða á
skuldum einstaklinga. Er vonast til
að takast megi að draga úr vægi
ábyrgða einstaklinga og að lánveit-
ingar verði miðaðar við greiðslu-
getu greiðanda. Að samkomulaginu
standa Samtök banka og verðbréfa-
fyrirtækja f.h. aöildarfélaga sinna,
Samband íslenskra sparisjóða f.h.
sparisjóða, Neytendasamtökin og
viðskiptaráðherra af hálfu stjóm-
valda.
Samkomulagið byggist á eldra
samkomulagi en meginbreytingin
sem gerð hefur verið felur í sér
aukna upplýsingagjöf til ábyrgðar-
manna eftir að til skuldaábyrgðar
eða veðsetningar er stofnað.
Ábyrgðarmaður skal nú geta kynnt
sér niðurstöðu greiðslumats lántak-
anda áður en hann gengst í ábyrgð,
en samkvæmt nýja samkomulaginu
fer greiðslumat ávallt fram nema
annars sé óskað. Einnig skal nú til-
kynna ábyrgðarmanni um hver ára-
mót hvaða kröfum hann er í ábyrgð
fyrir, hverjar eftirstöðvar eru, hvort
þær eru í vanskilum og þá hversu
miklum. -BG
Abyrgöarmenn upplýstir
Frá undirritun samningsins um auknar upplýsingar til ábyrgðarmanna á
skuldum einstakiinga sem bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, Neytenda-
samtökin og viðskiptaráðuneyti standa að.
Norðurland:
Hagsmunasam-
tök fýrirtækja
stofnuð
Samtök fyrirtækja á Norðurlandi
sem eiga að vinna að uppbyggingu
og samvinnu fyrirtækjanna, voru
stofnuð á Akureyri í gær. Markmið
samtakanna eru að huga að hags-
munum fyrirtækja á Norðurlandi
og þrýsta á framkvæmdir og samn-
inga til að bæta rekstrarumhverfi
fyrirtækja á svæðinu. Að vinna að
uppbyggingu atvinnulífs og stuðla
þannig að öflugra og fjölbreyttara
atvinnulífi á svæðinu og að skapa
vettvang fyrir fyrirtæki til að
standa sameiginlega sem sterk heild
að samningaviðræðum við ríki,
sveitarfélög og aðra aðila.
í tilkynningu um stofnfundinn
segir að undirmarkmið samtakanna
séu aö kanna rekstrarumhverfi fyr-
irtækja á Norðurlandi, hvaða leiða
sé hægt að leita, hvaða leiðir hafa
verið reyndar og með hvaða ár-
angri. Að búa til tengsl og sambönd
við rétta aðila sem geta haft áhrif til
hagsbóta. Hvernig hægt sé að nýta
byggðastefnu, ríkisvaldið, atvinnu-
þróunarfélög, bæjarfélög, fjölmiðla
o.fl. Einnig að knýja fram breyting-
ar í þágu norðlenskra atvinnufyrir-
tækja, sem hjálpa til að gera fyrir-
tækin samkeppnishæfari á lands- og
heimsmælikvarða.______-gk
Samfylking í Hafnarfirði:
Framboðslisti
samþykktur
Fyrsti fram-
boðslistinn, sem
fram kemur fyrir
sveitarstjórnar-
kosningarnar
næsta vor, var
samþykktur ein-
róma á félags-
fundi hjá Sam-
fylkingunni í
Hafnarfirði í
gærkvöldi. Lúð-
vík Geirsson mun leiða listann en í
sex efstu sætunum eru: Lúðvík
Geirsson bæjarfulltrúi, Gunnar
Svavarsson framkvæmdastjóri, Ellý
Erlingsdóttir grunnskólakennari,
Jóna Dóra Karlsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Rúnar Árnason stjóm-
málafræðingur og Hafrún Dóra Júl-
íusdóttir skrifstofumaður. Flokkur-
inn er nú með 5 bæjarfulltrúa af 11.
Athygli vekur að Valgerður Hall-
dórsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins,
er nú í 7. sæti en hún tapaði stöðu
sinni í prófkjöri flokksins á dögun-
um. Greinilegt er að niðurstaða
prófkjörs er látin halda sér varð-
andi það að þeir sem lentu þar í sex
efstu sætunum eru í sex efstu sæt-
unum á hinum endanlega lista. -BG
Lúövík Geirsson.
Bruninn í Klukkurima:
Söfnun hafin
Hafin hefur verið söfnun til
styrktar fjölskyldunni sem misst
allt í brunanum í Klukkurima í síð-
ustu viku. Innbúið var ótryggt og
húsmóðirin liggur enn á spítala þar
sem hún brenndist á fótum og hönd-
um. Þá hlaut hún minni háttar
brunasár í andliti og hálsi. Ekki er
endanlega ljóst hversu lengi hún
mun eiga i því. Fjölskyldan hafði
áður gengið í gegnum mikla erfið-
leika sem hún var að reyna að
vinna sig út úr þegar þessi bruni
átti sér stað. Hjónin eru nú á göt-
unni með tvær stelpur. Þeir sem
vilja hjálpa fjölskyldunni með pen-
ingagjöf geta lagt inn á reikning
0132-05-060011, kt. 140467-2949 í
Landsbankanum í Smáralind. Þá
má hafa samband í síma 695-2020 ef
menn vilja veita annars konar hjálp
en peninga. -MA