Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 25
2í FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 JETV Tilvera Nýtt á myndbandi: Villta vestrið á tuttugustu öld Sumar kvikmyndir sem fara beint á myndbandamarkaðinn ættu skilið að fá möguleika í kvikmynda- húsi. Slík kvikmynd er All the Pretty Horses, sem Billy Bob Thorton leikstýrir og er hún fyrsta kvikmynd hans bak við myndavél- ina frá því hann leikstýrði og lék í verðlaunamyndinni Sling Blade. Myndin sem frumsýnd var vestan- hafs fyrr á árinu hefur yfirleitt feng- ið ágæta gagnrýni og þykir hún vel skrifuð og vel leikin mynd um menn og konur sem lifa í leifum af Villta vestrinu, horfa til horfms tíma með söknuði. Úrvalsleikarar eru í helstu hlutverkum og ber þar fyrst að nefna stórstjörnurnar Matt Damon og Penelope Cruz. Aðrir eru til að mynda Bruce Dem, Henry Thomas, . Lucas Black (lék dreng- inn í Sling Blade), Ruben Blades, Sam ara, Blevin, á leið þeirra. Hann hef- ur verið sakaður um hestaþjófnað og slæst í for með þeim. Þegar þeir félagar koma til Mexíkó fá þeir vinnu hjá ríkum landeiganda, þar sem vandræðin byrja. Það slettist upp á vinskapinn hjá Cole og Blevin um sama leyti og Cole verður ástfanginn af fallegri dóttur landeigandans. Ekki bætir það úr skák að eigendur hestsins sem Blevin á að hafa stolið eru komnir til Mexíkó og eru þeir allir þrír fangelsaðir þótt tveir þeirra hafi ekki komið nálægt þjófnaðin- um. Hafi verið einhver vafi um það í huga Cole og Rawlins að villta vestrið væri horfið þá komast þeir að hinu sanna í þeim efnum í fram- haldi af fangelsuninni. Billy Bob Thorton skaust upp á stjörnuhimininn fyrir fimm árum þegar hann sendi frá sér Sling Blade. Var hann tilnefndur til ósk- arsverðlauna sem besti leikari og fékk óskarinn fyrir handrit sitt. Hef- ur hann síðan verið iðinn við kol- ann og leikið í mörgum kvikmynd- um og var tilnefndur aftur til ósk- arsverðlaunanna, nú í aukahlut- verki, fyrir leik sinn í The Simple Plan. Einkalíf kappans hefur verið á milli tannanna hjá slúðurdálkahöf- undum. í dag er hann kvæntur Ang- eline Jolie. Áður hafði hann verið trúlofaður Lauru Dern, sem vissi ekki betur en að hann ætlaði að gift- ast henni þegar hún las það í blöð- unum að Jolie væri komin í hennar stað. Það er Skífan sem gefur út All the Pretty Horses og er hægt að nálgast hana á öllum myndbandaleigum. -HK Kúrekarnir Matt Damon, Lucas Black og Henry Thomas í hlutverkum sínum. Shepard og Robert Patrick (X-files). All the Pretty Hors- es gerist 1949. Texas- búarnir John Grady Gole og Lacey Rawlins eru ósáttir við þró- unina í heima- ríki sínu og ákveða að söðla um og halda til Mexíkó í leit að atvinnu og ævin- týrum. Þeir hitta fyr- ir ungan flakk- Alejandra Penelope Cruz leikur fagra dóttur landeiganda sem heillar kúrekana. Uppáhalds myndin Guðfaðirinn og Being There bestar - segir Ómar Jóhannsson, eigandi myndbandaleigunnar Heimabíós Margir héldu niðri í sér and- anum síðastliðið sunnudags- kvöld þegar Ómar Jóhannsson, eigandi sjoppunnar og vidoeleig- unnar Heimabiós, vann milljón í spurningaþættinum Viltu vinna milljón? fyrstur íslendinga. Ómar er mikill áhugamaður um kvikmyndir og segist alltaf horfa á spólu þegar hann kemur heim eftir vinnu. „Blessaður vertu, ég gæti ekki sofnað öðru- vísi.“ Uppáhaldsmyndirnar „Ég hef mestan áhuga á gam- anmyndum og krimmum en ég held að Guðfaðirinn I og II séu bestu myndir sem ég hef séð. Ég var að horfa á þær aftur um dag- inn og myndirnar eru enn í fullu gildi.“ Ómar segist ekki geta gert upp á milli þeirra og þó að þriðja myndin sé líka góð vilji hann ekki setja hana í sama gæðaflokk. „Hún er skörinni lægra." „Uppáhaldsgamanmyndin mín er Being There með Peter Sellers. Að minu viti er hún al- veg einstök gamanmynd með dramatískri undiröldu." Nú vandast málið Þegar Ómar er spurður hvort hann haldi sérstaklega upp á ein- hvern leikara þagnar hann um stund og segir að nú vandist mál- ið. „Tveir af mínum uppáhalds- leikurum eru reyndar látnir en það voru þeir Peter Sellers og Laurence Olivier. Af núlifandi leikurum held ég mikið upp á Anthony Hopkins, A1 Pacino og Johnny Depp, þetta eru allt klassamenn." Gamanmyndir og krimmar Ómar Jóhannsson segist horfa á eina mynd á dag til aö sofna eftir vinnu en hann rekur myndbandaleiguna Heimabíó. Some Like It Hot „Að mínu viti þarf mynd að hafa bitastæðan söguþráð til að teljast góð. Persónurnar þurfa að vera trúverðugar og leikstjórnin í lagi. Góður leikstjóri getur reyndar bjargað lélegu handriti en hann getur líka eyðilagt gott handrit." í lokin viðurkennir Ómar að hann hafi alltaf haldið mikið upp á gamanmyndini Some Like It Hot með Jack Lemmon, Tony Curtis og Marilyn Monroe. „En það er bara okkar á milli.“ -Klp m Wit Dauðastríð Mike Nichols er einn fremsti leik- stjóri Bandaríkj- anna og jafnvígur á kvikmyndir sem og leikhús. í Wit fær hann tækifæri til að sameina þessa krafta sína og þegar maður á borð við Nichols á í hlut þá er ætl- ast til mikils af honum. Því miöur nær hann ekki að búa til kvikmynd úr leikhúsi í þetta skiptið. Wit sem er einstaklega áhrifamikið verk fer aldrei nema með tærnar inn í kvik- myndaheiminn. Emma Thompson (sem skrifar handritið ásamt Nichols) leikur há- skólaprófessor, Vivian Bearing. Hún fær þann úrskurð að hún sé með ólæknandi krabbamein. Lækn- irinn fær hana til að taka þátt i til- raunaverkefni með lyf sem hann segir mjög sársaukafullt en eigi eft- ir að lengja líf hennar. Við fylgj- umst síðan með Bearing í nútíð og fortíð, hvernig sjúkdómurinn breyt- ir henni, hvernig læknarnir nánast hugsa aðeins um hana sem tilraun og hvernig kvöl hennar eykst eftir«n» hverja meðferð. Það verður að segja Mike Nichols til vorkunnar að hann fær einstak- lega erfiðan texta til að kvikmynda. Heimur Bearings er í klassískum bókmenntum og hún er, sem og þeir sem umgangast hana, stanslaust að vitna í ljóð og ævi sautjándu aldar skáldsins, Johns Donne. Textinn er djúpur og framsetning hans góð en myndrænn er hann ekki. Það sem gerir myndina fyrst og fremst áhrifamikla er leikur Emmu Thompson sem er einstakur,*-~ svo ekki sé meira sagt. Hún leggur allt sem hún á í hlutverkið og upp- sker eftir því. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mike Nichols. Bandaríkin, 2001. Lengd: 99 mín. Leikarar: Emma Thompson. Christopher Uoyd, Eileen Atkins og Audra McDonald. Bönnuð börnum innan 12 ára Marlene ★★ Prímadonna Mikið hefur ver- ið skrifað um Mar- lene Dietrich, þýsku leikkonuna sem heillaði alla eftir að hún lék í Bláa englinum. Leið hennar lá til Hollywood þar sem frami hennar var mikill og er hún ein af stóru stjörnum kvikmyndanna á síðustu öld. Marlene Dietrich var þýsk og það eru Þjóðverjar sem gera myndina Marlene sem lýsir lifshlaupi hennar sem var fjölskrúðugt. Marlene gift- ist aðeins einu sinni en átti marga elshuga og ástkonur. í myndinni er staldrað við einkalíf hennar, lítið farið yfir veg hennar á listabraut- inni en hún var á seinni árum ekki síður þekkt sem söngkona. Marlene var einn þeirra þýsku listamanna*4 sem tóku afgerandi afstöðu gegn Hitler og ferðaðist um allan heim í siðari heimsstyrjöldinni til að skemmta hermönnum (kom meðal annars til Islands). Marlene ristir ekki djúpt. Það er farið fljótt yfir sögu. Mér virðist vera reynt að bera i bætifláka fyrir hana í sambandi við fjölskylduna, um leið og látið er liggja að því að hún hafi átt eina sanna ást. Eitt- hvað sem erfitt er að trúa. Sú sem leikur Marlene, Katja Flint. nær ágætum tökum á persónunni. Að lokum má geta þess að í hlutverki^® elshuga hennar er Heino Ferch sem næstum náði að eyðileggja eina að- alpersónuna i Mávahlátri. Hér sannar Ferch að hann er vondur leikari. -HK Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Joseph Vilsmaier. Þýskaland, 2000. Leikarar: Katja Flint, Herbert Knaup og Heino Ferch. Lengd: 122 mín. Bönnuö börnum ^ innan 12 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.