Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 I>V Fréttir 11 Húsnæöi Leikfélags Akureyrar heldur hvorki vatni né vindum: Hrollkaldir leikarar striplast í ónýtu húsi - óforsvaranlegt að bjóða upp á þetta, segir leikhússtjóri Samkomuhúsið á Akureyri, hús- næði Leikfélags Akureyrar, heldur hvorki vindum né vatni og er svo komiö að heilsu leikaranna er nán- ast stefnt í hættu. Að sögn Sigurðar Hróarssonar leikhússtjóra hefur Akureyrarbær ekki staðið sig sem skyldi í viðhaldi hússins. Hann tel- ur brýnt að fá aukafjármagn til að koma því í viðunandi horf. „Skúrinn sem hýsir búningaað- stöðu leikara, fórðun og fleira er gjörsamlega ónýtur og heldur hvorki vatni né vindum. Þar er ekki hægt að hita almennilega upp og það frýs í leiðslunum. Við höfum með öllum ráðum reynt að gera eig- anda hússins, Akureyrarbæ, grein fyrir því að úr þessu verði að bæta,“ segir leikhússtjóri. Sigurður treystir sér ekki til að segja um hvort kvef sé algengara hjá leikurum LA en annars staðar vegna aðstöðunnar. Leikarar þekki ástand- ið og kunni leiðir til að reyna að sporna gegn heilsuleysinu. „Þaö breytir hins vegar ekki því að menn eru í bókstaflegri merkingu að striplast alla daga i búningsaðstöð- unni. Menn eru að fara í og úr fötun- um og ef frostið fer niður fyrir 5 gráður þá verður ekki almennilegur hiti þarna inni. Þá frýs i leiðslunum og afleiðingin verður sú að hvorki er hægt að nota salerni né vaska. Það er gjörsamlega óforsvaranlegt að bjóða upp á þetta,“ segir leikhússtjóri. Hann telur að 10-15 milljónir króna þurfi til að koma aðstöðunni í sæmilegt horf en það sé aðeins hluti þess sem gera verði fyrir hús- ið. Hvað þetta varði skilji á milli að- stöðu hjá LA og annarra atvinnu- leikhúsa. Leikfélag Reykjavíkur sé t.d. að setja tugi milljóna í nýjan glæsilegan sal í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsið hafi fengið hundr- uð milljóna i endurbætur. Akureyr- arbær veiti eina og hálfa- milljón ár- lega fyrir fast viðhald Samkomu- hússins. „Auðvitað grunar mann að ástæð- an fyrir þessu sé að menn líti ekki til Samkomuhússins sem framtíðar- leikhúss. Enn er stefnt að því að hér rísi stórt menningarhús en þetta eru bara óskyld mál. Samkomuhús- ið er menningarverðmæti og það er skylda bæjarins að gera vel við það.“ -BÞ Matarkarfa DV og Bónuss í DV-Innkaupum: Tveir áskrifendur með 15 þúsund krónur í Bónus DV-MYND SBS Nöturleg starfsskilyröi Siguröur Hróarsson viö vask í búningsherbergi leikara hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Húsið er óþétt og frýs vatniö í krönunum aö vetrarlagi. Tveir heppnir áskrifendur DV, þær Margrét Amardóttir og Svan- hildur Guðmundsdóttir, hafa þegar dottið í lukkupottinn og hlotð Mat- arkörfu DV og Bónuss, 15 þúsund króna vöruúttekt í Bónusverslun- unum. Dregið er um matarkörf- una í viku hverri og niðurstaðan birt í DV-Innkaupum, nýju fylgi- riti DV sem er í blaðinu hvern fimmtudag. Allir reglulegir áskrifendur DV eiga þess kost að vinna þrjár 5.000 króna ávísanir á í versl- unum Bón- uss svo það er til mikils að vinna að vera áskrif- andi. Ávisanirn- ar má nota að vild, eina í einu eða allar Blað sem borgar sig Margrét Arnardóttir (að ofan) og Svanhildur Guömunds- dóttir meö ávísanirnar góðu sem gilda í verslunum Bón- uss. Hvor um sig er meö þrjár 5000 króna ávísanir en þær geta allir reglulegir áskrifendur DV hlotið. þrjár í einni Bónusferð. Það munar svo sannarlega um minna en 15.000 krónur í heimilisbókhaldinu. Margrét Arnardóttir var himinlif- andi, sagði meiriháttar að geta farið í Bónus og fyllt ísskápinn heima. Svanhildur hugsaði sér einnig gott til glóðar- innar. Hvorug kvenn- anna hafði nokkum tíma unnið í happ- drætti eða getraunum áður og var það ekki til að minnka ánægjuna. DV-Inn- kaup fjall- ar um innkaup íslend- inga á jákvæð- um og léttum nótum og á að vera bæði kaupendum og selj- endum vöru og þjón- ustu til gagns og gam- ans. DV-Innkaup vill eiga náið samstarf bæði við neytendur og seljendur vöru og þjónustu - fá fréttir af nýjungum, tilboðum og áhugaverðum upp- ákomum auk ábend- inga um það sem vel er gert. Neytendur og seljendur eru hvattir til að hafa samband símleiðis, bréfleiðis eða með tölvupósti. Netfangið er inn- kaup@dv.is . Heimilisfangið er: DV-Innkaup, Þver- holti 11, 105 Reykja- vík. -hlh Sameiningarkosningar: Þingeyingar kjósa á morgun Frá Húsavík. Kosið verður um sameiningu ellefu sveitarfélaga í Þingeyjar- sýslum á morgun. Ekki er þó kosið um heildarsameiningu allra þessara sveitarfélaga, heldur er um nánast tvö aðskil- in mál að ræða, annars vegar sameiningu 4 sveitarfélaga í S- Þingeyjarsýslu og hins vegar sameiningu 7 sveitarfélaga í báðum Þingeyjarsýslunum. Stærri sameiningarkosningin varðar Skútustaðahrepp, Reykjahepp, Aðaldælahrepp, Húsa- vík, Tjömeshrepp, Kelduneshrepp og Öxarfjaröarhrepp. Kjörfundur verður í Reykjahlíðarskóla og Skjól- brekku í Mývatnssveit, í félags- heimilinu Heiðarbæ í Reykjahreppi, í félagsheimilinu Ýdölum í Aðal- dælahreppi, félagsheimilinu Sól- vangi í Tjörneshreppi, félagsheimil- inu Skúlagarði í Kelduneshreppi, í Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri í öx- arfjarðarhreppi og á Húsavik verð- ur kosið í Borgarhólsskóla. Atkvæði verða talin að kosningu lokinni í hverju sveitarfélagi fyrir sig. í hinni kosningunni verður kosið um sameiningu Bárðdælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps. Kjörfundur verð- ur kl. 12-20 í Barnaskóla Bárðdæla, að Breiðumýri í Reykjadal, Ljós- vetningabúð og Skógum í Fnjóska- dal. Atkvæði verða talin strax að lokinni kosningu -gk Ungur maöur lamaður eftir vinnuslys á Akureyri: Verkstjórinn dæmdur sekur Verkstjóri hjá SJS-verktökum á Akureyri hefur í Héraðsdómi verið dæmdur sekur um brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Verkstjórinn er tal- inn hafa vanrækt að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna þegar fyrir- tækið var að rífa þakið af íþrótta- skemmunni við Árstíg á Akureyri. Alvarlegt slys varð þegar nýliði í vinnu fór í gegnum þakið áriö 1999 og niður á gólf hússins með þeim af- leiðingum að hann lamaðist. Hann var tvítugur þegar óhappið varð. Héraðsdómur telur að verkstjór- inn hafi ekki tryggt að fullnægjandi fallvarnir væru á staðnum, m.a. handrið og merkingar á þakinu um lítið burðarþol. Hann er því dæmdur til greiðslu 100.000 króna sektar auk greiöslu alls sakarkostnaðar. -BÞ M-Benz E 300 dísil, ek. 280 þús. 5 gíra, leður. Verð 950 þús. 100% fjármögnun með 14,95% vöxtum til allt að 60 mán. Skráðu bílinn á Bilfang.is Bilfang Malarhöfði 2 Sími 567- 2000 Góðir bílar til sölu Ford Transit dísil, árg. 1994. Verð 780 þús. BMW 7281 steptronic, ek. 15 þús., 06/99, einn með öllu. Verð 4.850 þús., áhv. 2,8 TM Daewoo Lanos, árg. 2001, ek. 13 þús. Verð 850 þús. Toyota 4Runner, árg. 1992, ssk., 33', ek.137þús. Verð 680 þús. M. Benz E 240 Avantgarde, árg. 1998, ek. 130 þús., silfurl., „16 álf., toppl. Verð 1350 þús. Áhv. 2100 þús. Bílalán. Nissan Patrol TD, árg. 1997, ek. 170 þús. á boddíi, nýupptekinnmótor, ek. 0. Verð 1.950 þús. M-Benz C-200 dísil, árg. 1994, ek. 360 þús. Verð 780 þús. Uppl. ísíma 821-7660 eða 695-2860

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.