Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 32
36 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V Bar-Par í Keflavík Leikfélag Keflavíkur frumsýnir leikritiö Bar-Par eftir Jim Cartwright í kvöld. Eins og nafnið gefur til kynna gerist verkið á bar. Það dregur upp skemmtilega mynd af því fjölbreytta mannUfl sem þar er. Steinn Ármann Magnússon er leikstjóri sýningarinnar. 2. sýning er á sunnudag. Opnanir ■ ÞÓRUNN EVA í GALLERÍ NEMA HVAÐ Þórunn Eva Hallsdóttir, nem- andi á 3. ári í textíl, opnar sýningu sína, Límband, í Gallerí Nema hvað í dag, klukkan 17. ■ ELKE MOHRMAN I TEYMIS- HOLLINNI Elke Mohrman opnar sölusýningu á málverkum í Teymls- höllinni (Borgartúni 30, 5. hæö) í dag. Fundir ■ FYRIRLESTUR I LISTAHASKOL- ANUM Bandaríska myndlistarkonan Ronl Horp heldur fyrirlestur í Lista- háskóla Islands, Laugarnesvegi 91, stofu 024, og hefst hann kl. 20. ■ HUGVÍSINPAÞING Hugvísinda- stofnun og Guðfræðistofnun standa í sameiningu fyrir Hugvísindaþingi í dag og á morgun. Þar verða haldnir á milli 60 og 70 fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar á sviði hugvís- inda. Klassík ■ SEMBALTONLEIKAR I Norræna húsinu, eru tónleikar sem hefjast kl. 20.00. Þar spilar Aina Kalniciema, einn fremsti semballeikari Lettlands, lettneska tónlist og barokkverk. ■ EISTNESK OG ÍRSK TÓNLIST i kvöld verður eistnesk og írsk tónlist í Deiglunni á Akureyri, flutt af þrem- ur Eistlendingum sem allir eru starf- andi tónlistarkennarar á Norður- landi. Þeir eru Jaan Alavere á harm- óniku, fiðlu og gítar, Tarvo Nömm á bassa ásamt Mait Trink sem syngur og spilar á gítar. Leikhús ■ ISLENSKI PANSFLOKKURINNT kvöld sýnir Islenskl dansflokkurinn þrjú ný íslensk verk á nýja sviði Borgarleikhússins. Sýningin hefst kl. 20 ■ ÓPERAN í kvöld sýnir íslenska óperan Töfraflautuna eftir Mozart. Sýningin hefst kl. 20. ■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir í kvöld Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson og hefst sýningin kl. 20. ■ BRÚPKAUP TONY OG TÍNU Leik félag Mosfellsbæjar sýnir í kvöld leikritiö Brúðkaup Tony og Tínu í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ. Leik- stjóri er Guðný María Jónsdóttir. ■ ENGLABÖRN Leikritiö Englabörn veröur sýnt á vegum Hafnarfjaröar- lelkhússlns í kvóld kl. 20. Sýningin er stranglega bönnuð börnum. ■ KRISTNIHALD UNPIR JOKU Leikritið Kristnlhald undlr Jökli eftir Halldór Laxness verður flutt í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20. ■ NEMENPALEIKHÚSIÐ í kvöld sýnir Nemendaleikhúsið leikritið Tú- skildlngs óperuna eftir Brecht. ■ GAMAN í KJALLARANUM Skemmtikvöld meö Erni Arnasynl og Karli Ágústi Úlfssyni í Leikhúskjall- aranum. Húsiö opnaö kl. 19.30. Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is Trúarstef í kvikmyndum: Clint Eastwood sem Kristur Bíógagnrýni Skassið hamið? Ari Eldjárn skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Smárabíó/Stjörnubíó - Evil Woman Kvikmyndaaðlaganir trúarstefja er yfirskrift málstofu sem meðlimir Deus ex cinema standa að á Hugvís- indaþingi á morgun, 3. nóvember. Gunnar J. Gunnarsson flytur fyrir- lestur sem nefnist Kærleiksóður Páls postula í kvikmyndinni Blár eftir Kieslowski, Pétur Pétursson fjallar um Gretti, HaUgrím Pétursson og Clint Eastwood í fyrirlestri sem nefn- ist Jesúgervingar í bókmenntum og kvikmyndum. Fyrirlestur Þorkels Ágústs Óttarssonar nefnist Hið fagra fall. Sagan af Adam og Evu í kvik- myndinni PleasantviOe og erindi Áma Svans Daníelssonar fjaUar um brottkast manns og kvikmyndina Cast Away í ljósi lögmáls og fagnaðarer- indis. Málstofan hefst kl. 14 og lýkur kl. 15.30, boðið verður upp á fyrirspumir og umræður eftir hvern fyrirlestur þannig að þetta er gott tækifæri fyrir áhugafólk um trúar- og siðferðisstef í kvikmyndum að kynna sér málið. Útlagin býr yfir innri styrk Pétur Pétursson, prófessor við Guð- fræðideUd Háskóla íslands, er einn þeirra sem halda fyrirlestur á þinginu þar sem hann fjaUar um Gretti, Hall- grim Pétursson og Clint Eastwood og Jesúgervinga í bókmenntum og kvik- myndum. „Þegar talað er um Kristsgervinga í bókmenntum og kvikmyndum er ekki átt við persónu Jesú í Biblíumyndum heldur skírskotun tU hans. Persónur myndina á sama tíma og litil stúlka er að lesa í Opinberunarbókinni. Hún lítur upp og sér byssumanninn koma á bleikum hesti. Hann tekur að sér hlutverk prestsins og bjargvættsins í samfélaginu. Það er einnig skírskotað til endur- komu Krists í myndinni því aðalper- sónan var talin látin og rís því upp frá dauðum sem svar við bænum fólks á þrengingartlmum." Pétur segir greinilega að Eastwood notfæri sér skírskotunina og að hann sé ekki einn um það. „Ég get til dæm- is bent á myndir eins og Breaking the Waves þar sem kona er í hlutverki Kristgervings og í Gestaboði Babettu er kona sem mettar fjöldann." Grettir sem þjóðarkristur Þegar Pétur er spurður um tengsl Hallgríms Péturssonar sálmaskáld við Kristsgervinga segist hann styðjast við merka grein eftir Halldór Laxness sem heitir Inngangur að Passíusálm- um. „Halldór bendir á að í vitund þjóðarinnar hafi sálmaskáldið runnið svo saman við viðfangsefnið sitt í Passíusálmunum að hann fái eigindir Jesú Krists. í inngangi að útgáfu sinni á Grettissögu segir Halldór að Grettir sé hvort tveggja í senn útlagi og hetja, hann er eins konar þjóðarkristur og dauði hans mjög harmrænn fyrir þjóðina." Pétur segir að Grettir sé hetja og þegar bróðir hans hefnir hans úti í Miklagarði fær hann upprisu æru . Trúarlegar skírskotanir Pétur Pétursson, prófessor viö Guðfræðideild Háskóla ísiands, er einn þeirra sem halda fyrirlestur á Hugvísindaþingi, hann fjallar um Jesúgervinga í bók- menntum og kvikmyndum. sem fá ýmsa eiginleika, þurfa að glíma við sömu vandamál og lenda í svipuðum aðstæðum og Kristur. Þem- an snýst oft um þjáningu og vænting- ar þess að ákveöin persóna muni frelsa eða leysa aðra úr þjáningu, hætta lífi sínu eða deyja fyrir málstað- inn. Fræðimenn telja sig sjá ýmislegt þessu líkt í vestrum, útlaginn er brott- rækur úr samfélaginu og útskúfaður eins og Jesú. Útlaginn býr yfir innri styrk og er tákn fyrir einhvað sem er siðferðilega hátt skrifað af lítilmagn- anum, hann er tryggur og heiðarlegur á sinn hátt. Hann er misskilinn og á jaðri samfélagsins en um leið með tærari og betri siðferðiskennd en aðr- ir.“ Byssumaður og prestur „í kvikmyndinni Pale Rider með Clint Eastwood er bein skírskotun til Opinberunarbókar Jóhannesar og riddarans á bleika hestinum (6. katli, 8. vers). Útlaginn kemur ríðandi inn í Deus ex cinema Á síðustu Jónsmessu opnaði hópur áhugamanna nýjan vef á netinu sem nefnist Deus ex cinema (www.dec.hi.is) og á honum er að fmna fróðleik og upplýsingar um kvikmyndir og trúarstef. Að lokum segir Pétur að menn hafi lengi velt því fyrir sér í bókmenntum af hverju þjáningin er til ef guð er góður. „Þegar kvikmyndagerðarmenn vísa í alþekkt stef úr Biblíunni tengir fólk það oft siðfræðilegum og djúp- stæðum trúarlegum viðfangsefnum án þess að gera sér grein fyrir því að um trúarlegar tilvitnanir sé að ræða. Fólk er almennt að fjarlægjast trúna en á sama tíma er það að horfa á trúarleg stef í kvikmyndum eða eins og kunn- ingi minn orðaði það: hetju- og hasar- myndir af öllum gerðum eru vaðandi í trúarlegu efni og fólk gleypir við því.“ -Kip Eastwood sem bjargvætturinn Clint Eastwood og Shiriey MacLaine í myndinni Two Mules for Sister Sara frá árinu 1969. í mörgum af myndum Eastwood er að finna sterk trúarleg stef. Ójafn leikur? Hver skyldi nú vera sterkari í sjómann. Evil Woman telst seint vera merkileg kvikmynd en á þó sína spretti. Handritshöfundamir virð- ast hafa alla vega áttað sig á því að miklu má bjarga fyrir horn með lit- ríkum persónum þótt fléttan sé létt- væg, enda tekst það ljómandi vel í þessari mynd. Svo hlaupið sé yfir fléttuna í stuttu máli samanstendur hún af þessu: Þrír lúðalegir vinir, sem eru saman í hljómsveit sem spilar bara Neil Diamond-lög, slitna í sundur þegar einn þeirra verður ástfanginn af mikilli kynbombu. Stúlkan sú er stjómsöm, illa innrætt og til að bæta gráu ofan á svart reynir hún að breyta drengnum eftir fremsta megni og gengur svo langt aö gömlu vinunum líst ekki lengur á blikuna. Grípa þeir þá til sinna ráða og þiggja meðal annars hjálp hjá snar- geðveikum fótboltaþjálfara sem hafði djúp áhrif á þá á táningsárun- um. Hvemig allt fer svo að lokum er hins vegar best að gefa ekki upp. Aðalleikarar eru sex. Bestir em þeir Jack Black og Steve Zahn sem stela senunni hvað eftir annað sem aíbrýðisömu vinimir J.D. og Wayne og gamla kempan R. Lee Ermey sem lék liðþjálfann í Full Metal Jacket fer á kostum sem geðveiki fótbolta- þjálfarinn. Snúum okkur þá að kvenmönnunum. Amanda Peet leik- ur skassið og er alveg hreint ágæt en vesalings Amanda Detmer þarf hins vegar að reiða sig á nunnubún- ing til að fólk brosi og er það miður. í raun em bæði hlutverkin samt frekar vanþakklát og það skín í gegn að þau em skrifuð af körlum. Þá er röðin komin að sjálfum aðalleikar- anum, Jason Biggs, sem er hundleið- inlegur og sá eini sem á varla einn fyndinn punkt í gegnum alla mynd- ina, enda tel ég að hann sé ekki á heimavelli í þessu hlutverki. Hann leikur „sæta strákinn“ og án þess að fara út í djúpar vangaveltur um hvort drengurinn sé fríður eða ekki þá finnst mér hann samt taka sig betur út í hlutverki klaufska lúðans. Fátt stendur eftir til að tala um nema kannski gestaframkoma söngvarans Neil Diamond sem tekst ekki nógu vel upp, hefði mátt hafa meiri húmor fyrir sjálfum sér. Hann nær því miður ekki að slá Alice Cooper viö þegár hann lék sjálfan sig í Wayne’s World sem var mjög fyndið og skemmtilegt. Og tak- ið eftir þessu að lokum: þessi mynd svarar ekki neinum spurningum um lifið og tilveruna og hún vekur mann heldur ekki til umhugsunar um mikið. En það er hægt að hlæja mikið að henni sem er ekkert nema gott á þessum síðustu og verstu tím- um ... Leikstjóri: Dennis Dugan. Handrlt: Greg DePaul og Hank Nelken. Kvikmyndataka: Arthur Albert. Tónlist: Mike Simpson. Leikarar: Jason Biggs, Steve Zahn, Jack Black, Amanda Peet og R. Lee Ermey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.