Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 14
14
Útlönd
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
I>V
REUTER-MYND
David Trimble
Snurða gæti hlaupið á þráðinn í friö-
arferlinu á Norður-írlandi ef leiötogi
hófsamra mótmælenda nær ekki
kosningu sem fyrsti ráðherra
heimastjórnarinnár.
Óvíst um kosn-
ingu Trimbles
David Trimble, leiðtogi hófsamra
mótmælenda á Norður-írlandi, gerir
sér vonir um að verða kjörinn fyrsti
ráðherra heimastjórnarinnar þegar
þingið kemur saman í dag. Blikur
eru hins vegar á lofti þar sem marg-
ir smáflokkar mótmælenda, sem ef-
ast um heilindi Irska lýðveldishers-
ins (IRA), vilja reyna að koma í veg
fyrir kosningu Trimbles. Hann á þó
stuðning kaþólskra vísan.
Friðarferlið á Norður-írlandi fékk
byr undir báða vængi fyrir rúmri
viku þegar IRA tilkynnti að hann
væri þegar byrjaður að eyða vopn-
um sínum, eins og krafist hafði ver-
ið lengi.
Vandræðin hrönnuðust hins veg-
ar upp fyrir Trimble í gær þegar
annar andófsmanna innan flokks
hans neitaði að styðja hann.
Matarpakkarnir
nú í bláum lit
Bandaríska landvarnaráðuneytið
ætlar að setja matarpakkana sem
varpað er niður til þurfandi í
Afganistan í bláar umbúðir í stað
gulra áður til að koma í veg fyrir að
þeim verði ruglað saman við klasa-
sprengjur í sama lit sem ekki hafa
sprungið.
Einhver dráttur verður þó á að
breytingarnar verði gerðar en ekki
eru uppi áform um að hætta að
varpa niður klasasprengjum og mat-
arpökkum í gulum umbúðum.
„Það er óheppilegt að klasa-
sprengjumar, þær sem ekki hafa
sprungið, skuli vera í sama lit og
matarpakkarnir," sagði Richard
Myers, yfirmaður herráðsins.
Styttist í innrás Norðurbandalagsins í höfuðborgina Kabúl:
Ekkert hlé gert á loft-
árásum yfir bænadagana
Bandarískar B-52 risasprengjuflug-
vélar héldu áfram að dæla sprengjum
yfir hæðirnar norður af höfuðborginni
Kabúl í bítið í morgun í þeim tilgangi
að veikja vamarlínu hersveita tali-
bana sem nú verjast hertöku höfuð-
borgarinnar en talsmenn Norður-
bandalagsins segja nú aðeins daga-
spursmál hvenær hún verði hertekin.
Að sögn sjónarvotta urðu vélamar
ekki fyrir loftvarnaskothríð talibana,
sem gefur til kynna að tekist hafi að
eyðileggja allan loftvarnabúnað þeirra
í borginni, enda flugu vélarnar ótrú-
lega lágt. Sprengjum hefur ekki verið
varpað á sjálfa höfuðborgina siðustu
fjóra daga en í nótt var þó einni ein-
stakri sprengju varpað á skotmark inn-
an borgarmarkanna.
Talsmenn Norðurbandalagsins segja
heri þeirra nú undirbúa innrás í borg-
ina og er þar lögð áhersla á að æfa
götubardaga sem væntanlega verða
harðir þegar þar að kemur. Þeir segja
einnig að ekkert verði dregið úr sókn-
inni á Ramadantímanum sem eru
Hermaöur Noröurbandalagsins
Einn hermanna Norðurbandalagsins,
sem nú sitja um höfuðborgina
Kabúl, fylgist hér með óvininum.
bænadagar múslíma sem standa í heil-
an mánuð frá miðjum nóvember og
ekki búist við að talibanar geri það
heldur frekar en síðustu árin. „Enda
kæmi vopnahléð aðeins talibönum til
góða,“ er haft eftir háttsettum foringja
í her Norðurbandalagsins. Talsmaður
Bandaríkjahers tók i sama streng í gær
og sagði að ekkert hlé yrði gert á loft-
árásum yfir bænadagana.
Víst er að talibanastjórnin mun
reyna að færa sér það í nyt og hafa
þeir hvatt múslíma heimsins til að
snúa til vamar gegn meintum ofsókn-
um og hafa pakistanskir múslímar þeg-
ar flölmennt yfir landamærin til Af-
ganistan, talibönum til stuðnings.
Talibanar hafa undanfarna daga
staðið að handtökum 25 meintra stuðn-
ingsmanna Norðurbandalagsins og var
búist við að aftökur þeirra hæfust í
dag.
I morgun bárust fréttir frá Pakistan
um að mOtisbrandssmit hefði fundist á
ritstjórn eins stærsta dagblaðs lands-
ins en að sögn ritstjórans mun það
hafa borist með boðsendu bréfi sem
barst blaðinu f fyrri viku.
Vel vopnum bunir bandariskir landgonguliöar
Bandarískir landgönguliðar um borð í herskipinu Peleliu, sem er á Arabíuflóa undan Pakistan, bíða hér um borð í skip-
inu eftir að fara um borð í herþyrlu sem flytja átti þá og nokkra félaga þeirra til hernaðaraðgerða í Afganistan. Eins og
sjá má eru þeir vel vopnum búnir, enda þjálfaðir til að starfa við verstu hugsanlegu aðstæöur.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
farandi eignum:
Baldursgata 36, 0301, 53,4 fm íbúð á 3.
hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Bemharður Guðmundsson, gerðarbeið-
endur Íslandsbanki-FBA hf. og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 6. nóvem-
ber 2001, kl. 10.00.
Berjarimi 9, 0203, íbúð á 2. h., geymsla,
merkt 0007, m.m. og stæði í bílageymslu
B7, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Stef-
ánsdóttir og Egill Guðlaugsson, gerðar-
beiðandi Húsasmiðjan hf., þriðjudaginn
6. nóvember 2001, kl. 10.00.
Brautarholt 24, 010301, 3. hæð, Reykja-
vík, þingl. eig. Skeifan ehf., gerðarbeið-
andi Landsbanki íslands hf., höfuðst.,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001, kl.
10.00.
Drápuhlíð 36, 50% ehl. í 0201, 139 fm
íbúð á 2. hæð ásamt geymslu í kjallara
m.m., Reykjavík, þingl. eig. Drífa Björk
Þ. Landmark, gerðarbeiðendur Frjálsi
fjárfestingarbankinn hf. og lón Magn-
geirsson, þriðjudaginn 6. nóvember 2001,
kl. 10.00.
Dvergabakki 24, 0301, 87,8 fm íbúð á 3.
hæð t.v. m.m. og herbergi í kjallara 0003,
Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Ámi
Kjartansson og Guðrún Júlíana Ágústs-
dóttir, gerðarbeiðendur Iðunn ehf. bóka-
útgáfa og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001, kl.
10.00.
Háberg 7,0301, 3ja herb. íbúð á 3ju hæð,
Reykjavík, þingl. eig. Þórir Þórisson og
Halldóra Kristín Valgarðsdóttir, gerðar-
beiðendur Ibúðalánasjóður og Ríkisút-
varpið, þriðjudaginn 6. nóvember 2001,
kl. 10.00.
Heiðargerði 76, 0201, rishæð, þingl. eig.
Guðmundur Eggertsson, gerðarbeiðandi
Landsbanki Islands hf., höfuðst., þriðju-
daginn 6. nóvember 2001, kl. 10.00.
Hringbraut 43, 0302, 76,2 fm 3ja herb.
íbúð á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl.
eig. Helga Sumarliðadóttir, gerðarbeið-
andi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins,
B-deild, þriðjudaginn 6. nóvember 2001,
kl. 10.00.
Kambsvegur 34, 0101,91,2 fm íbúð á 1.
hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Samúel
J. Valberg, gerðarbeiðendur Búnaðar-
banki íslands hf. og Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, þriðjudaginn 6. nóvember
2001, kl. 10.00.
Lágaberg 1, Reykjavík, þingl. eig. Des-
form ehf., markaðsdeild, gerðarbeiðandi
Sparisjóður vélstjóra, þriðjudaginn 6.
nóvember 2001, kl. 10.00.
Njálsgata 25,010101,1. hæð, Reykjavík,
þingl. eig. Guðlaugur Kristján Júlíusson,
gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðju-
daginn 6. nóvember 2001, kl. 10.00.
Skálagerði 11, 0103, 3ja herb. íbúð á 1.
hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Bjami
Gunnlaugs Bjamason, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðju-
daginn 6. nóvember 2001, kl. 10.00.
Skeljagrandi 7, 50% ehl. í íbúð, merkt
0101, Reykjavík, þingl. eig. Hallfríður
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Búnað-
arbanki Islands hf., þriðjudaginn 6. nóv-
ember 2001, kl. 10.00.
Þingás 25, 50% ehl„ Reykjavík, þingl.
eig. Sigurður Sveinsson, gerðarbeiðandi
Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn
6. nóvember 2001, kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bergstaðastræti 10B, Reykjavík, þingl.
eig. Hjördís Brynja Mörtudóttir, gerðar-
beiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar,
þriðjudaginn 6. nóvember 2001, kl.
11.00.
Eyjarslóð 5, 010201, verslunar- og þjón-
ustuhúsnæði á 2. hæð m.m., Reykjavík,
þingl. eig. ÍS-EIGNIR ehf., gerðarbeið-
endur Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 6. nóvem-
ber 2001, kl. 10.30. '
Frostafold 119, 0102, 3ja herb. íbúð á 1.
hæð, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Ema
Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalána-
sjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudag-
inn 6. nóvember 2001, kl. 13.30.
Hverfisgata 82, 010501, 96,8 fm á 5.
hæð, Reykjavík, þingl. eig. Sigtún 7 ehf.,
gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Toil-
stjóraembættið, þriðjudaginn 6. nóvem-
ber 2001, kl. 10.00._________________
Kleppsvegur 32, 040103, 2ja herb. íbúð á
l. hæð norð-vesturhluta ásamt geymslu
m. m., Reykjavík. þingl. eig. Valdís Gunn-
laugsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, útibú, þriðju-
daginn 6. nóvember 2001, kl. 11.30.
Mosarimi 2, 0101, 1. íbúð f.v. á 1. hæð,
88,6 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Gottskálk Ágúst Guðjónsson, gerðarbeið-
endur Hekla hf., Ibúðalánasjóður og
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis,
útibú, þriðjudaginn 6. nóvember 2001, kl.
14.00.
Rósarimi 2, 0102, 2. íbúð frá vinstri,
geymsla á 1. hæð, samtals 75,6 fm m.m.
og bílastæði nr. 4, Reykjavík, þingl. eig.
Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Guð-
mundur Sigurðsson, gerðarbeiðandi
Rósarimi 2-4, húsfélag, þriðjudaginn 6.
nóvember 2001, kl. 14.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Shevardnadze rekur
Edúard Shevar-
dnadze, forseti Ge-
orgíu, rak ríkis-
stjórn sína í gær til
að reyna að róa al-
menning eftir
tveggja daga harðar
mótmælaaðgerðir á
götum höfuðborgar-
innar. Almenningur óttaðist að til
stæði að hefta frelsi fjölmiðla.
Dauðarefsing í Færeyjum
Færeyska lögþingið ætlar á næst-
unni að taka afstöðu til þess hvort
eldgömul lög um dauðarefsingu í
Færeyjum skuli numin úr gildi.
Meira en hundrað ár eru liðin frá
siðustu aftöku þar.
Afturganga á Grænlandi
Lars Emil Johansen, fyrrum for-
maður grænlensku heimastjórnar-
innar, ætlar að bjóða sig fram í
kosningunum til danska þingsins
fyrir krataflokkinn Siumut.
ekki í felum
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, er ekki i felum, þótt hann
hafi verið fluttur á óþekktan staö af
öryggisástæðum, að sögn starfs-
mannastjóra Hvíta hússins.
Rússar bráðnauðsynlegir
Forsætisráðherrar Bretlands og
Ítalíu, Tony Blair og Silvio
Berlusconi, urðu sammála um það í
gærkvöld að Rússar yrðu að gegna
meira lykilhlutverki en til þessa í
stríðinu gegn hryðjuverkum.
Blair bókar Concorde
I sætisráðherra Bret-
j lands, hefur tryggt
, tj sér hljóðfráu far-
I * * 1 þegaþotuna Concor-
t • - M de þegar hann fer í
Æ skyndiheimsókn til
y Bush Bandaríkja-
viku. Það er jafnframt fyrsta al-
menna flug breskrar Concordeþotu
eftir að frönsk Concordeþota hrap-
aði við París í fyrra.
Berbar mótmæla i Alsír
Þúsundir berba í Alsír fóru um
götur bæja i Kabýlíuhéraði í gær til
leggja áherslu á pólitískar kröfur
sínar og til að minnast upphafs
skæruhernaðar gegn Frökkum 1954.
Páfi til Búlgaríu
Jóhannes Páll páfi
ætlar í fyrstu heim-
sókn sína til Búlgar-
íu á næsta ári og
mun meðal annars
fara til höfuðborgar-
innar Sofiu. Búl-
görsk stjórnvöld
sögðu í gær að þau
vonuðu að heimsóknin myndi binda
enda á getsakir um að Búlgarar
hefðu tengst banatilræðinu við páfa
fyrir tuttugu árum.
Hótanir í Makedóníu
Forseti þings Makedóníu hótaði í
gær að stöðva umræður um stjórn-
arskrárbreytingar nema allir al-
banskir flokkar samþykktu þær.
Hvetur til viðræðna
Hubert Védrine, utanríkisráð-
herra Frakklands, hvatti Indverja
og Pakistana í gær til að ræða sam-
an til að koma í veg fyrir versnandi
samskipti vegna Kasmírs.