Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 25 Útgáfufélag: Útgðfufélagiö DV ehf. Útgáfustjórí: Eyjólfur Sveinsscn Framkvæmdastjóri: Hjaltl Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Verkfallsvopn og einkarekstur Flugumferðarstjórar ætla enn á ný að beita verkfalls- vopni. Á sama tíma og ferðaiðnaður heims berst í bökk- um í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum, ætlar fá- menn stétt á íslandi að sækja fram með kröfur um bætt- an hag. Með hótun um verkfaU stefna flugumferðarstjórar al- þjóðlegum samningum íslendinga um flugumferðar- stjórn í hættu. Þar með mun verkfallsvopnið snúast í höndunum á þeim sem því beita. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir réttilega í DV í gær að málið snú- ist um trúverðugleika og hvort stjórnun flugumferðar um flugstjórnarsvæði íslands verði í höndum íslendinga í framtiðinni: „Það liggur ljóst fyrir að tæknin er með þeim hætti að aðrar þjóðir geta tekið við þessari þjón- ustu af okkur íslendingum. Allt annað er sjáifsblekk- ing.“ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur varpað þeirri sjálfsögðu spurningu fram hvort hugsanlegt sé að koma við einkarekstri við stjómun flugumferðar. Hug- myndir ráðherrans, þó ómótaðar séu, eru vissulega at- hyglisverðar og um margt skynsamlegar. Ekkert mælir gegn því, þó pólitískir tækifærissinnar reyni að halda öðru fram, að hugað sé að einkarekstri á þessu sviði sem öðrum. Hér á hið sama við og í heilbrigðiskerfinu; sá sem greiðir fyrir þjónustuna þarf ekki þar með að veita hana. í leiðara fréttabréfs Samtaka atvinnulífsins bendir Ari Edvald framkvæmdastjóri á þá augljósu staðreynd að ís- lensk ferðaþjónusta geti ekki búið við síendurteknar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra: „Víða í nágranna- löndunum hefur flugþjónusta verið einkavædd, eða skref stigin í átt til viðskiptavæðingar, svo sem með stofnun hlutafélaga um reksturinn. Á þetta m.a. við um Danmörku, Bretland, írland og Kanada. í þessum og fleiri nágrannalöndum okkar verða flugumferðarstjórar að semja um sín kjör við fyrirtæki eða stofnanir sem ekki geta samið um launakjör umfram það sem mark- aðstengdur rekstrargrundvöllur leyfir.“ Hótun fLugumferðarstjóra sýnir enn og sannar á hvaða villigötur íslensk kjarabarátta hefur ratað. Þegar fámenn stétt getur tekið heilu atvinnugreinarnar og jafnvel heila þjóð í gíslingu verður að grípa til aðgerða. Því miður hefur löggjafinn gengið fram fyrir skjöldu og veitt einstökum hópum, fjölmennum og fámennum, ótrú- leg völd - völd sem þeir eru greinilega tilbúnir til að misnota. Fáar stéttar hafa notið meiri kjarabóta á undanförn- um árum en flugumferðarstjórar. Samkvæmt upplýsing- um Samtaka atvinnulífsins hefur kaupmáttur dagvinnu- launa þeirra aukist um 111% frá 1987. Að jafnaði eru mánaðarlaun flugumferðarstjóra 522 þúsund krónur á mánuði. Að baki þessum launum er mikil ábyrgð og vinna. En það er misskilningur hjá flugumferðarstjórum ef þeir standa í þeirri trú að ofbeldi muni enn skila þeim bættum kjörum umfram aðrar stéttir. Samgönguráðherra hefur varpað fram hugmyndum sem vert er að láta reyna á og í þeim efnum getum við sótt lærdóm til annarra landa. Eina lausnin til frambúð- ar er að losa það kverkatak sem flugumferðarstjórar hafa á íslenskum samgöngum. Óli Björn Kárason DV Skoðun Skattalækkun afþökkuð? Það hefur talsvert verið rætt ura þá hugmynd að lækka sérstaklega skatta á landsbyggðinni til þess aö sporna gegn hinni óhag- kvæmu og alvarlegu byggða- röskun. Hugsunin á bak við þessa aðgerð er sú að bæta lífskjörin á landsbyggðinni og stuðla þannig að þvi að fólk setjist þar að. í rauninni má segja að við höfum farið aðrar leiðir á síðustu árum að sama markmiði. Mjög margt hefur verið gert til þess að bæta sérstaklega lífs- kjörin á landsbyggðinni með jafnandi aögerðum. Tökum dæmi: Húshitunar- kostnaður hefur mjög víða lækkað svo um munar í samræmi við ákvæði í byggðaáætlunum. Fjárframlög til þess að jafna námskostnað voru þrefólduð á sex árum, símakostnaður er nú hinn sami ails staðar á landinu og stigin hafa verið stór skref til þess að minnka kostnað við gagnaflutninga, þó enn sé þar verk að vinna. Skattalækkanir til fólks á lands- byggðinni bæta kjörin með því að minna er greitt til samneyslunnar. Lækkun útgjaldaliða á borð við orku, námskostnað eða símgjöld gerir það aö verkum að meira er tO ráðstöf- unar til annarra hluta. Lækkun fasteigna- skatta á landsbyggö- inni Nauðsynlegt er síðan að minna á þá gríðarlega miklu breytingu sem varð á nú um síðustu áramót. Þá var horfið frá því að leggja á fasteigna- skatta í samræmi við tilbúinn álagningarstofn, sem ekki var i neinu samræmi við markaðs- verð húseigna. Landsbyggðar- búinn, þar sem markaðsverð ibúða var helmingi lægra en í Reykjavík, greiddi sams konar fasteignaskatta og höfuð- borgarbúinn, sem naut eignahækkun- arinnar sem þar hefur orðið síðustu árin. Lögin frá því um síðustu áramót afnámu þetta. Árangurinn var lækkun á fasteignasköttum á landsbyggðinni upp á 1,1 til 1,2 milljarða króna og mun- ar sannarlega um minna. Ég skoðaði Vestfirði sérstaklega. Þar var niðurstaðan sú að með þessari breytingu lækkaði álagning fasteigna- gjaldanna um ríflega 100 milijónir sem skiptust því sem næst jafnt á millli at- vinnulífs og einstaklinga. Þetta er sjálf- sagt réttlætismál en um leið ein öflug- „Mig undrar það satt að segja að atvinnu- rekendur á höfuðborgarsvæðinu skuli ekki sjá sóknarfæri í þessu með því að flytja úr húsnæðisokrinu og undan háum fasteigna- sköttum á höfuðborgarsvæðinu og út á land. Þar hljóta aukin færi að liggja. “ - Séð yfir Skeifuna, þekkt iðnaðar- og verslunar- hverfi í höfuðborginni. asta byggðaaðgerð hefur verið. sem framkvæmd Hvaö dvelur at- vinnurekendur á höfuðborgar- svæðinu? Á þetta ber að leggja áherslu. Mig undrar það satt að segja að atvinnurek- endur á höfuðborg- arsvæðinu skuli ekki sjá sóknarfæri í þessu með því að flytja úr húsnæð- isokrinu og undan háum fasteignaskött- um á höfuðborgar- svæðinu og út á land. Þar hljóta auk- in færi að liggja. Það er margsann- að að ýmis störf sem nú eru unnin á höf- uðborgarsvæðinu, í rándýru húsnæði þar sem fasteigna- skattamir eru hærri, væri hægt að sinna utan þess. Og óhjákvæmilega vek- ur það áleitnar spurningar um hvað dvelji forsvars- menn atvinnufyrirtækjanna i landinu. Réttilega kvarta menn undan háum vöxtum en gæti það ekki verið leið und- an vaxtabyrðinni að lækka skuldir fyr- irtækjanna með því að koma starfsem- inni fyrir á landsbyggðinni í ódýrara húsnæði og greiða af því í leiðinni lægri opinber gjöld. Að afþakka skattalækkun Forsvarsmenn fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði og eiga miklum skyldum að gegna við fjölda hluthafa hljóta að skoöa þetta af fullri alvöru. Annað er fullkomið ábyrgðarleysi. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi bókstaf- lega sparað sér fjárfestingar upp á tugi milljóna í húsnæði með þvi fyrirsvars- mennimir hafa kosið því starfsvett- vang utan þéttbýlisins á suðvestur- hominu. Reynslan sýnir að erfitt er að koma svona hugsun inn í heilabú þeirra sem alltaf geta sótt sér aura i vasa skattborgara. En hvað með þá sem hafa þá skyldu að gæta ítrasta aðhalds og lækka kostnaðarliði? Hafa þeir ekki velt fyrir sér möguleikanum til skatta- lækkana og minni fjármagnskostnaðar með því að staðsetja atvinnurekstur sinn á landsbyggðinni? - Eða kjósa merrn bara að afþakka skattalækkun- ina? Einar K. Guðfinnsson Varnaglar við vopnaskaki Fyrir skömmu var sýndur á einni sjónvarpsstöðinni myndbútur sem vakti athygli mína. Þetta var tiltölu- lega stutt myndskeiö i einkennilegu grængulu ljósi og sýndi ógreinilegar figúrur síga eftir reipi niður á jörð- ina. Þegar þangað kom hlupu sumar figúrurnar fram og aftur milli ein- hvers sem leit út fyrir að vera hús- veggir en aðrar húktu á hækjum sín- um og létu sem minnst fyrir sér fara. Þessu athæfi fylgdi skruðningur og hávaði. Fyrsta hugsunin var sú að hér hefði ég lent á auglýsingu fyrir nýj- an tölvuleik en þegar glaðbeittur maður í jakkafötum birtist á skján- um og skýrði svo frá að þarna hefði áhorfandinn orðið vitni að fyrstu að- gerðum sérsveita Bandaríkjahers í Afganistan áttaði ég mig á að svo var ekki. Nokkru síðar var tilkynnt að enginn hefði fallið í árásinni þvi eng- ir talibanar hefðu verið í herstöðinni sem ráðist var á, hins vegar var gef- ið í skyn að sérsveitin hefði hnuplað vasakompu Ómars, múlla þeirra talí- bana. „Deja vu“ Meðan ég horfði á myndskeiðið kom yfir mig þessi undarlega tilfinn- ing sem stundum gerir vart við sig: mér fannst eins og ég hefði séð þetta allt saman áður. Brátt rann upp fyrir mér ljós og ég minntist myndskeiðs úr sjónvarpinu frá fyrstu árum þess, 1967 eða ‘68, þar sem hermenn gráir fyrir járnum hlupu um í sama einkenni- lega tilgangsleysinu en þá í frumskógi. Það kváðu við drunur og hvellir og síðan birtist glaðbeittur jakkafata- klæddur maður á skjánum og sagði frá því að aðgerðir landgönguliða Bandaríkja- hers i Víetnam hefðu borið ríkulegan árangur og þeir hefðu afl- að mikilvægra upplýsinga um fyrir- ætlanir skæruliða. í framhaldi af þessari frekar ónotalegu lifsreynslu rifjaðist upp hvernig forystumenn viðreisnar- stjórnarinnar og leiðtogar Sjálfstæð- is- og Alþýðuflokks studdu aðgerðir Bandaríkjastjórnar í Víetnam nær skilyrðislaust löngu eftir að lang- flestir kollegar þeirra í Vestur-Evr- ópu voru ýmist farnir að mótmæla stríðsrekstrinum hástöfum eða a.m.k. lýsa yfir alvarlegum efasemd- um um hann. Ekki verður betur séð en það sama sé uppi á teningnum núna. Að vísu hafa ekki margir vestræn- ir leiðtogar lýst yfir beinni andstöðu við hernað Bandaríkjamanna í Afganistan, enn sem komið er, en þeir eru heldur ekki margir - að is- lenskum ráðamönnum og nútíma- lega jafnaðarmanninum Tony Blair frátöldum - sem hafa lýst yfir skil- yrðislausum stuðningi sínum. Flest- ir hafa haft vit til að slá einhverja varnagla. Ódulbúin hefndarárás En þótt ráðamenn þegi þunnu hljóði hefur almenn- ingur tekið við sér. Loft- árásir þar sem sjúkrahús, birgðastöðvar Rauða kross- ins og íbúðarhús verða harðast úti, efth því sem best veröur séð, hljóta að vekja andúð fólks. Það þarf enga herstjórnarsnillinga eða sérfræðinga til að sjá að sprengjukast af því tagi sem við verðum nú daglega vitni að þjónar engum til- gangi í leitinni að bin Laden, enda viðurkenndi bandaríski varnarmála- ráðherrann að allsendis væri óvíst að sá kauði næðist nokkurn tíma. Árásirnar á Afganistan eru ekkert annað en ódulbúin hefndarárás ör- væntingarfulls fólks með það eina markmið að drepa nógu marga ef það skyldi geta sefað örlítið þann sársauka sem atburðimir 11. septem- ber ollu. Þetta eru viðbrögð af því tagi sem við sjáum daglega hjá ráðamönnum i ísrael, blóðhefnd þar sem sá er drep- inn sem til næst hverju sinni, sekt eða sakleysi skiptir engu. Þetta er sú stefna sem íslenskir ráðamenn lýsa nú stuðningi við hver í kapp við ann- an og hamast jafnframt við að fara með rétttrúnaðarþuluna um að at- burðir undanfarnar vikur sýni nauð- syn þess að styrkja herinn á Kefla- víkurflugvelli enn frekar. Þann her sem stjómað er frá húsi sem óðir sjálfsmorðsflugmenn vopnaðir dúka- hnífum og naglaþjölum lögðu i rúst 11. september síðastliðinn. Ó, hó aldrei að víkja. Guðmundur J. Guðmundsson „Árásimar á Afganistan eru ekkert annað en ódulbúin hefndarárás örvœntingarfulls fólks með það eina mark- mið að drepa nógu marga ef það skyldi geta sefað örlít- ið þann sársauka sem atburðimir 11. september ollu.“ Guðmundur J. Guðmundsson s agnfræöingur Ummæli Hverfum frá forsjárhyggju „Ég tel nauðsyn að breyta áfengislöggjöf ís- lendinga. Hún er að grunni gömul og var byggð á sjónarmiðum forsjárhyggju sem ekki eiga við, átti raunar aldrei við að mínu áliti ... Það sem gera þarf er að breyta í frjálsræðisátt en viðhafa eðlilegar heimildir löggæslu og dómstóla til að grípa inn í ef óeðlilega er farið með áfengi, t.d. það afhent fólki undir lög- aldri. Með frjálsræðisákvæðum í löggjöf má fella niður ríkisstofnunina ÁTVR og fela almennri verslun landsmanna það hlutverk að fullu að annast öll við- skipti og þjónustu með þessar vörur eins og allar aðrar almennar matvörur. Eftirlit lögreglu verður ekki erfiðara eða kostnaðarsamara en nú ... Látum ekki deigan síga á baráttunni fyrir frjálsara og betra samfélagi." Árni Ragnar Árnason, alþingismaður á Frelsi.ls Aðhald foreldranna „Núna þegar sveitarfélögin hafa tek- ið við grunnskólunum eru foreldrarnir miklu betur í stakk búnir að veita skól- unum aðhald og fylgjast með því sem þar er gert. Eilítiö er farið að bera á metingi á milli skóla. Foreldrar hafa t.d. brugðist ókvæða við ef hallað hefur á þeirra skóla í samanburði á einkunn- um, ekki síst í stærðfræði. Vonandi eiga menn líka eftir að beina sjónum sínum að öðrum þáttum sem erfitt er aö meta í einkunnum. Það sem mestu máli skiptir er að börnin komi sem hæfir einstaklingar út í lífið. Og ekki er verra aö þau geti svolítið glamrað á hljóðfæri, dregið pensil og spriklað í íþróttum." Kristján Þorvaldsson í leiðara Séð og heyrt Júlíus Vtfill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjáljstædisflokks: Undarlegt og van- hugsað útspil „Tillaga um að selja Perluna hæstbjóðanda er undarlegt og van- hugsað útspO. Það er gert í þeim öfugsnúna tilgangi að beina augum borgarbúa frá vandræðagangi R-listans með fyrirtækið Lina.net. í gegnum þetta sjá allir. Perlan er meira en vinsæll veitingastaður. Byggingin er orðin öflug ímynd borgarinnar þar sem verulegur hluti starfseminnar er endurgjaldslaus þjónusta við erlenda og inn- lenda ferðamenn sem leggja leið sína þangað til þess að njóta einstaks útsýnis. Tillagan endurspegl- ar litinn skilning á mikilvægi ferðamennskunnar. Ég er ekki andsnúinn þvi að Reykjavíkurborg losi sig viö eignir og rekstur sem aðrir geta sinnt en það verða menn að gera af skynsemi og einurð.“ Sigriður Stefánsdóttir, formaður VG í Reykjavík: Fjármunum betur varið í annað „Ég vildi aldrei að borgin byggði Perluna, hef aldrei viljað að við ætt- um hana og finnst því fint að losna við hana. Ég gæti trúað þvi að Perlan væri ekki þægileg markaðsvara, en borgarbúar eiga ekki að þurfa að greiða af svona fyrirtæki. Fjármunum þorg- arbúa er betur varið í annað en að greiða 50 milljón- ir króna á ári með þessari byggingu sem mér hefur aldrei þótt vera nein prýði af. Strákar hafa óskaplega mikla tilhneigingu til þess að reisa sér minnismerki eins og Davíð gerði með Perlunni og eins Ráðhúsinu. Nú þegar búast má við að harðni á dalnum í efna- hagsmálum þjóðarinnar og þar að auki erum við komin inn i kosningavetur er eðlilegt að við skoðum hvaða böggum sé hægt að velta af borginni." Eyþór Amalds, borgarstjórakandídat Sjálfstœdis- flokks: Nœr að selja sam- keppnisrekstur „Aifreö Þorsteinsson hefur mikla reynslu af því að selja notaða hluti og telur sjálfsagt að nýta megi þá góðu reynslu í borgarkerfinu. Nýleg kaup Orkuveitunnar á tal- stöðvakerfi Linu.net fyrir hundruð milljóna króna sanna það að Alfreð kann margt fyrir sér í þessum efnum. Sérstaka athygli vekur hæfUeikinn tU að selja sama hlutinn oft á mUli skyldra aðila. Ekki er ólíklegt að selja verði umtalsvert af eignum borgar- innar tU að borga upp skuldirnar sem hafa hrann- ast upp hjá þeim félögum, en það að byrja á að selja Perluna, Ráðhúsið eða Tjörnina er aö byrja á öfug- um enda. Nær væri að selja það sem sannarlega er í samkeppni og þá fyrir viðunandi verð.“ Mörður Ámason, varaþingmadur Samfylkingar: Alfreð snjall og farsœll „Það þarf sérstakar ástæður tU að stunda opinberan samkeppnisrekst- ur og hér eru engar slíkar. Perlan er ekki menning- ar- og lýðræðisstofnun eins og Ríkisútvarpið, eða sprotafyrirtæki í nýsköpun eins og Lina.net. Með þessu er aUs ekki verið að hnýta í Perluna sjálfa, sem er merkUegur arkitektúr og oröin eitt af tákn- um borgarinnar. Alfreð Þorsteinsson er farsæU og snjaU stjórnmálamaður sem Reykvíkingar eru heppnir að hafa í forustusveit og ég hygg að þessi ráðagerð auki enn veg hans í borgarmálunum. Gárungamir hafa að vísu bætt því við tUlöguna að hér sé loksins komin lausnin á „búUu“-vandan- um í miðbænum - nú megi sem hægast flytja alla súlustaðina í þessa frekar afviknu stórbyggingu, Kem því svona á framfæri án ábyrgðar." Aifreb Þorsteinsson lagöi fram tillögu þessa efnis á fundi í stjóm Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Hann segir borgina árlega greiöa um 50 milij. kr. meö Perlunni og aö byggingakostnaður hennar sé á núviröi 2,5 milljarðar kr. + Niðurníddur miðbær Helstu fréttir nýliðinnar helgar voru um annríki lög- reglunnar við að stilla tU friðar i heimahúsum og um árekstra og bílveltur á dreifbýlisvegum. Tíðinda- laust var í miðbæ höfuð- borgarinnar þar sem undir- ritaður hélt sig sæU og glað- ur og öldungis óhræddur um líf og limi í þeim parti landsins sem úthúðað er meira en nokkru öðru hverfi á byggðu bóli. ímyndin um skuggahlið- ar miðbæjarins koma úr hörðustu áttum. Kaupmenn eru öðrum dug- legri að sanna að ekki sé farandi í borgarhlutann vegna þess hve lítið er þar af bilastæðum og að þau sem þar eru svo rándýr að ekki er í þau leggjandi. Þetta er einhver undarleg- asti áróður sem fasteignaeigendur og þeir sem reka verslanir og veitinga- hús láta eftir sér að básúna út um dreifbýli borgarinnar. Þeir eru ein- faldlega að frábiðja sér viðskiptavini og sýnir það heldur dapurt verslun- arvit og á sinn þátt í að leitað er ann- að til að versla og frílysta sig. íbúar Grjótaþorpsins láta ekki sitt eftir liggja að níða hverfið. Það eru ófagrar lýsingarnar á því sem fram fer á þeim slóðum þegar skemmtana- fýsnin grípur um sig á síðkvöldum og heldur vöku fyrir ibúum gömlu og rómantísku timburhjallanna, sem margir eru orðnir svo finir að minn- ir á flottustu dúkkuhús. í borgarstjórn og á Alþingi fara fram ástriðuþrungnar umræður um Sódómu Reykjavíkur, sem allar bein- ast að einum bletti, miðbænum. Þar þrífst sjálf erfðasyndin og ílest það sem henni heyrir til, svo sem pen- ingagræðgi og hápunktar fyrirlitleg- ustu karlrembu. I miðbænum er öll- um fýsnum gefinn laus taumurinn. Oddur Olafsson blaöamaöur myndir eru að byggja hótel ofan á það og geyma bæ Ingólfs í kjallaranum. Myndarlegra væri að reisa byggingu yfir gamla bæjar- stæðið og ætti það ekki að þjóna öðrum tilgangi en að vera vernd yfir það sem eft- ir er af landnámsbænum. Þar væri komið fyrir ágripi af sögu Reykjavíkur og öðru þvi sem lýtur að land- náminu og þróun staðarins. Það myndi lyfta ásýnd borgarinnar mun betur en gamli Fialakötturinn í hótelútgáfu, eins og nú stendur til að reisa á lóð- inni. Þannig á að falsa gamlar minj- ar ofan á sögulegustu fomminjar sem enn hafa fundist hér á landi. Svona ríður tómlætið og jafnvel andstyggðin á miðbænum ekki við einteyming. En samt sem áður er miðbæjarkjarninn kannski eini un- aðsreiturinn í borginni og er fjölsótt- ari en nokkur annar staður á land- inu. Má hér aðeins minna á Kolaportið sem er ekki síður líflegt en marg- rómaðir verslanaklasar í fokdýrum mammonsmusterum. Bjartari tónn Leitun mun á fróðari manni um sögu Reykjavíkur en Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur er. Fyrir skemmstu stakk hann niður penna og skrifaði grein um miðbæinn þar sem honum fer sem fleirum að of- bjóða allt það níð sem viðhaft er um elsta hluta Reykjavíkur og bendir á að bæjarhlutinn hafi aldrei litið bet- ur út og að mannlíf þar sé síst verra en á öðrum tímaskeiðum. Hér kvað við annan og bjartari tón en venjan er þegar fjallað er um mið- punkt stjómsýslu lands og borgar. Þrátt fyrir allt er gamli miðbærinn og verslunargöturnar sem frá hon- um liggja líflegasti partur íslands með öllum sínum veitinga- og öldur- húsum sem margir telja að lýsi hnignun. Staðreyndin er sú að síðan bær varð að borg hafa veitinga- og skemmtanahús verið mörg í hverf- inu og misjafnt orð farið af þeim. Meira að segja dönsuðu stundum konur með brjóstin ber í gamla Sjáif- stæðishúsinu og þótti engum mikið. Að lokum skal beðið um fleiri lög- reglumenn til að sinna heimilisböli úthverfanna. Oddur Ólafsson Tískuskoðun Miðað við allt umtalið, og fréttim- ar af hegðun fólks í því hverfi Reykjavíkur sem kallað er miðbær, er mesta furða að þar skuli yfirleitt þrífast mannlíf og jafnvel að þar er eftirsótt að búa. En sú er samt raun- in á og sé betur að gáð eru kostir þessa borgarhverfis margfalt meiri en það sem aflaga kann að fara. En það er ekki í tísku að tala vel um elsta bústað landsins eða sýna hon- um ræktarsemi. Það er meira að segja þrefaö um hvort varðveita eigi elstu mannvistarleifar sem fundist hafa hérlendis og talsverðar líkur benda til að hafi veriö bústaður fyrsta fólksins sem nam hér land. Sjálfsagt er að varðveita bæjar- stæðið sem fornminjafræðingar grófu upp í sumar. Einhverjar hug- Miðað við allt umtalið og fréttimar af hegðun fólks í því hverfi Reykjavíkur sem kallað er miðbœr er mesta furða að þar skuli yfirleitt þrífast mannlíf og jafnvel að þar er eftirsótt að búa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.