Alþýðublaðið - 20.03.1969, Síða 9

Alþýðublaðið - 20.03.1969, Síða 9
1 Alþýðu'blaðið 20. marz 1969 9 x Ragnar Kjartansson, varaformað- ur hinnar íslenzku framkvæmda- nefndar Herferðar gegn hungri, sótti 9. Evrópufund HGH, sem haldinn var í Róm, dagana 24.—28. febrúar. Við inntum Ragnar frétta af þess- um fundi. — Þessi fundur var haldinn í að- alstöðvum FAO, matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Fundirnir eru haldnir árlega og á þeim koma saman fulltrúar frá V-Evrópu og raunar víða að. Þessi fundur var einkumfnikilvægur, því að á honum var rætt starfið, sem. fram hefur farið frá byrjun; gerð úttekt á því og rætt einnig væntan- legt starf á öðrum þróunaráratugn- um, frá 1970 til 1980. — Hvað virðist ykkur helzt hafa áunnizt? — Mesti árangur í Evrópu er tvímælalaust sá, að tekizt hefur að vekja fólk ti! umhugsunar um þessi svokiilluðu vandamál þróunarland- anna. Og það á ekki einungis við um fólkið, heldur einnig ríkisstjórn- ir landanna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna hefur gert þá stefnuyfirlýsingu, að ]% af þióðartekjum þróuðu rikjanna fari til að byggjá upp at- vinnu- og efnahagslíf bróunarland- anna svonefndu. Velflestar rikis- stjórnir hafa sett se'r ákveðið mark í þessum efnum og eru sumar hverj- ar komnar vfir 1% og hugsa sér að halda áfram með ákveðnum áætí- unum. — Hvenær tóku Islendingar fyrst þátt í þessum fundum? — Þnð var árið ’65, en þá fór ég ti! Rómar, og síðan tókum við aftpr þátt árið ’67, þegar Örlygur Geirsson fór til Parfsar. — Þurfið þið að kosta ykkur sjálfir? — Utanríkisráðuneytið hefur styrkt okkur til þessara ferða. — Hvaða mál voru rædd flelri en þau, sem þú hefur þegar nefnt? — Það voru ýmis sérmál á dag- skrá, eins og nauðsyn þess, að korna á aukinni fræðslu og menntun um vanda þróunarlandanna. Þróunaráætlun unga fólksins var einnig rædd, þ.e.a.s. hvernig bezt megi gera það virkt í þessum mál- um. Hér á landi, til dæmis, tekur ungt fólk mjög stóran þátt í slíku starfi. — Hvað fannst þér um að sækja þessa ráðstefnu? — Þetta var náttúrlega engin skemmtiferð; stíf fundarhöld frá morgni til kvölds, og það er talsverð áreynsla. En þetta var mjög fróðlegt, ekki sízt íyrir mig persónulega; ég vakn- aði til vitundar um það, að við Islendingar þurfum að gera betur. Við erum langt á eftir nágranna- löndunum, hvað það snertir. Einnig gafst mér kostur á að ræða persónulega við ýmsa aðila. Eg ræddi til dæmis við einn í fræðslu- deild slofnunarinnar, sem lét mér í ,té ýmsar myndir og önnur gögn, sem koma að góðu haldi hér heima. — Telurðu þýðingarmikið, að við sækjum þessar ráðstefnur? — Eg tej það mjög mikilvægt, já. Við getum mikið lært á þeim. Ragnar Kjartansson. HIÐ VÍGÐA VATN Þeir eru að gaspra utn Gvendarbrunna, um göróttan drykk og sýklaher, en þetta eru lallar, sem lítið kunna, og lítið vita, hvað g'era ber. Ég hlusta ekki par á þvílíkt þvaður, allt þrugl uni mengun er vitlejVsa tóm, að vísu er ég lítill lærdómsmaður, en læt mér nægja minn kristindóm. Þeir þrástagast á að sjóða og sjóða, ég sé eklq neina þörf fyrir slíkt: vatnið er helgað af Gvendi góða og guði sjálfum til eilífðar vígt. tKKERT MISRÉTTI HÉR! Mamma hefur í mbrgu að snúast um morguninn og kallar til barn anna með nafni til bess að vekja bau í skólann. Það sézt engin 'hr'eyfing neins\ staðar. En þegar hún byrjar að kalla í annað sinn, rís upp lítill kollur í minnsta rúminu og segir í svefnrofununi: „Segja mi me“. HEIJMSKULEGA SPURT! „Ég er beztur í reikningi“, segir Torfi, þegar hann kemur heim úr sjö ára bekknum sínum. „Hvernig veiztu bað?“ spyr pabbi I „Ég er kominn lengst“. 1 ,.Já, en reiknarðu þá rétt líka?“ „Þess þarf ég ekki. Kennarinn leiðréttir dæmin“. ÆiÉ og ég valdi þau úr, sem mér þóttu skemmtilegust. Bréfin eru skrifuð um aldamót, en Rannveig var búsett í Vestur- heimi og gift Sigtryggi Jónassyni, sem var mikill framkvæmdamaður þar. — Þú hefur áður komið fram í Við, sem heima sitjum? — Já, og núna síðast var ég með þátt um Torfhildi Hólm. Gerður er kennari við Gagnfræða skóla verknáms, þar sem hún kennir aðallega íslenzku. ÚTVARP ÚTVARP SJÓNVARP VERÐUR LIST UM LANDIÐ VAKIN UPP? í kvöld klukkan 21.15 verður í útvarpinu þátturinn A rökstólum og lil umræðu verður aðstaða og útbreiðsla íslenzkrar Jistar. Björgvin Guðmundsson, stjórn- andi þáttarins, er erlendis, en við fcngum Guðmund Jónsson, söngvara, sem er einn þátttakenda, ti! að segja okkur frá þættinum. — I þessum þætti verður rætt um að vekja upp garnlan og góðan draug, List um landið. En eins og flestir muna var List um landið listkynningar, sem útvarpið og aðr- ir aðilar stóðu fyrir að flytja fólki úti um landsbyggðina. Það var vet- urna ’55, ’56 og ’57. En þetta lognaðist út af, því það voru ekki réttir aðiljar, sem stóðu að þessu og fjármagn skorti. Það vantaði sem sagt skipulagningu og aðstöðu til ?ð framkvæma. ! Geysimikiö fyrirtæki — Nú vnrst þú forstöðumaður þessa fyrirtækis á sínum tíma, Guð- mundur. Hvernig mæltist þetta fyr- ir hjá dreiíbýlingum? — Mjög vel, sem vonlegt var. Þetta var geysimikið fyrirtæki. Við fórum á veturna, því’að það þýðir ekki að vera bara með skemmtanir í. sveitum á sumrin þegar enginn hefur tíma til að sækja þær. Og Jistkynningar þar þekkjast varla. — Hverjir taka fleiri þátt í um- ræðunum í kvöld? — Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, sem er manna fróðastur um samkomuhúsin á landinu og notkun þeirra og svo Helgi Sæm- undsson, sem tók þátt í List um Jandið á sínum tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.