Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 Fréttir x>v Genealogia Islandorum tapaði milljón á dag: llla brenndir hluthafar tala um svikamyllu Ævintýralegt fyrirtæki með latneska nafnð Genealogia Islandorum, Ætt- fræöi íslendinga, náði því ekki að fagna tveggia ára afmæli. Fyrirtækið skilur eftir sig ljóta skuldaslóð, upp á hátt í 400 milljónir króna, og þeir sem tapað hafa fé tala í viðtölum við DV um svikamyllu. Félagið varð furðu fljótt gjaldþrota og virðist hafa tapað allt að milljón á dag hvem meðan það starf- aði. Talsverð undrun ríkir víða yfir hlutaíjárframlagi helsta hugmynda- fræðings fyrirtækisins, Þorsteins Jóns- sonar, ættfræðigrunni sem löggiltir endurskoðendur mátu á 124.205.924 krónur. Þaö mat mun vera kannað í sambandi við búskiptin, sem og furðu- legt bókhaldsforrit sem aldrei kveikti viðvörunarljós. Einstaklingur tapaði 160 milljónum Tilgangurinn méð Gen.is, sem er styttra nafn á latneska heitinu, var að skapa erfðafræðistöð Urðar Verðandi Skuldar ættfræðigninn til að vinna með í vísindarannsóknum - en einnig bókaútgáfa ættfræðirita, stéttartala og héraðslýsinga sem þótti ágæt hliðar- grein. Gen.is starfaði frá því í maí 1999 fram á síðasta vor. Farið var að hrikta í stoðum hins unga fyrirtækis í nóvem- ber 2000 og aldrei auðnaðist því að vinna að upphaflegu verkefni sínu. Lýstar kröfur í þrotabú Genealogia em upp á 340 milljónir króna, en Sögu- steinn (áður Byggðir og bú) varð gjald- þrota upp á 22 milljónir króna. Einn einstaklingur, Tryggvi Pétursson, mun hafa tapað 160 milljónum króna á þátt- töku í fyrirtækinu, en hann var stjórn- arformaður Genealogia. Hann vill ekki ræða málið í fjölmiðlum enn sem kom- ið er. Genealogia Islandorum virðist hafa haft háleit markmið og mönnum kem- ur saman um að hugmyndir Þorsteins Jónssonar útgáfustjóra, sem var helsti hugmyndasmiðurinn, hafi um margt verið góðar. En ekkert gekk eftir. Smn- ir vilja kenna um áhugaleysi Þorsteins sem hafl meira sinnt jarðakaupum fyr- ir Sigurjón Sighvatsson, félaga sinn í Ameríku, en ættfræðinni. Þorsteinn hafnar þessu meö öllu, áhugann hafl ekki vantað en kannast viö að Sigurjón hafl hringt í sig í umræddu ferðalagi. Ættfræðingar fyrirtækisins, Tómas Albertsson og Sigurður Hermundar- son, eru sammála um að gagnagrunnur sá sem Þorsteinn lagði fram sem hluta- fé í Gen.is hafi ekki virkað sem skyldi. Bókasafn, talsvert að vöxtum, hafi heldur ekki verið nægilega gott. I þess- um eignarhluta voru líka sjö gömul ljósmyndasöfn. Notast viö 40% ávöxtunar- kröfu „Við matið á eignarhlutanum var notast við svokallaða aðferð frjáls fjár- flæðis," segir endurskoðandi Deloitte & Touche. „Þá er reiknað hvert núvirði framtíðarsjóðsstreymi félagsins verði miðað við ákveðna ávöxtunarkröfu. Þá Genealogia Islandorum Hér er Lyngháls 10 - stórar hugmyndir uröu aö stórri brunarúst. Tryggvi Pétursson. var notast við rekstrar- og greiðsluáætlun fé- lagsins sem unnin var af Ingólfl Am- arsyni viðskipta- fræðingi, í sam- vinnu við forsvars- menn félagsins. Þannig má sjá hversu miklu eign- arhlutinn skilar i framtíðinni, sem er þá virði hans í dag. Hafa ber í hug að stór hluti tekna fé- lagsins i framtíðinni era háðar óvissu og vora áætlaðar af forsvarsmönnum félagsins og er þess vegna m.a. notast við 40% ávöxtunarkröfu," segir endur- skoðandi Deloitte & Touche, Gunnar Þór Ásgeirsson í september 1999. Hluthafar Islandorum vora 14 og stærsti hluthafinn eiginkona Þorsteins Jónssonar, Hrefna Steingrímsdóttir, með 99 milljóna króna hlut, eða 48% hlutafjárins. Urður Verðandi Skuld og Baugur vora með 20 milljónir hvort fé- lag, Tryggvi Pétursson með 17,5 millj- óna króna hluta, Burðarás 12,5 milljón- ir og Sjóvá-Almennar með 10 milljónir króna. Átta hluthafar áttu minna. Nafn Þorsteins Jónssonar er ekki meðal hluthafanna. Jólabækur í stað ættfræði Jóhann Páll Valdimarsson bókaút- gefandi kom frá Forlaginu yfir á Lyng- hálsinn fyrir til- stuðlan Þorsteins Jónssonar og varð framkvæmdastjóri Gen.is Hann stóð stutt við og hvarf aftur úr höfuð- stöðvum fyrirtæk- isins við Lyngháls 10 eftir að gefa út um þrjá tugi jóla- bóka af almennu tagi og tók með sér nánast allt nema nafn fyrirtækisins og borgaði fyrir um 5 miiljónir króna. Um mitt þetta ár var ljóst að fyrir- tækið var gjaldþrota og skuldir miklar. Stjómarformaður félagsins, Tryggvi Pétursson, hefur tapað öllu sínu og meira tfl, að sagt er. Margir fleiri eiga um sárt að binda vegna Gen.is og sum- ir þeirra telja að þama hafl verið á ferðinni ein stór svikamylla. Þegar Jóhann Páll Valdimarsson gekk tfl liðs við Gen.is með bókaforlag sitt tók fyrirtækiö miklum breytingum. Það óx hratt og áður en varði vora um 50 manns á launaskrá. Megnið af þess- um mannskap var áður en varði að vinna við útgáfu almennra jólabóka, en meginmarkmiði Gen.is var í raun ýtt til hliðar. Þetta skapaði mikinn titring milli Jóhanns Páls og Þorsteins, og Jón Birgir Pétursson blaöamaður Jóhann Páll Valdimarsson áiiuJJijij ekki batnaði útlitið þegar ljóst var í nóvember 2000 að fyrirtækið var í mesta basli. Síðar átti eflir að koma í ljós að vandamálin vora stórvægileg, hundraða milljóna króna öfugur höfuð- stóll og engin björgun möguleg. Bók- haldsforriti er kennt um að ekki kvikn- aði á aðvöranarljósum. Flestir menn í viðskiptum vita nokkurn veginn hvemig gengur og þurfa ekki bókhalds- forrit til. Virtir fagfjárfestar í Gen.is kunnu því illa þegar i ljós kom að þau höföu verið að koma á fót almennri bókaút- gáfu en ekki ættfræðifyrirtæki eins og meiningin var. Meðan Jóhann Páll sendi frá sér hverja bókina af annarri bólaði ekki á ættfræðiverkum, né held- ur nothæfum grunni til erfðafræðilegr- ar rannsóknarvinnu. Raunar vora ætt- fræðingar fyrirtækisins og fleiri starfs- menn famir að líta á ættfræðigrunn Þorsteins sem „algjöran graut og að mestu ónothæfan" eins og einn starfs- manna orðaði það. Erfið útgáfa í ættfræðigeiranum Þorsteinn JónSson er vel kunnur fyr- ir útgáfu yfir hundrað binda af ætt fræðibókmn, stéttartölum og héraðslýs ingum, myndarlegum bókum og vin- sælum hjá hópum fólks. Hann haföi rekið allmörg lítil fyrirtæki um útgáfu sína, en ljóst er að peningamál þeirra fyrirtækja vora ekki alltaf sem skyldi. Þrátt fyrir vandræði í peningamálum i fyrirtækjum Þorsteins varð hann þó aldrei gjaldþrota persónulega en gekkst undir nauðasamninga. Tilraunir hans og þeirra sem lögðu til flármuni í Genealogia Islandorum mistókust hrapallega. Gen.is lifði stutt og bjart- sýnisspár Þorsteins Jónssonar útgáfu- stjóra og félaga hans uröu að engu. Ljóst er að margir hafa brennt sig illa á þátttökunni í því fyrirtæki. Meðal þeirra er hinn góðkunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund. „Ráðagerðir Þor- steins vora uppi í skýjunum, en auðvit- að komust menn síðan að því að þetta gat alls ekki gengið eftir,“ segir Mats sem lagði nánast allt sitt í fyrirtækið. Hann segist hafa ákveðið að taka þátt í Genealogia Islandorum þegar honum bauðst það, einkum vegna þess að svo- kallaðir fagflárfestar, öflug fyrirtæki, komu til sögunnar og lögðu fram tals- vert fé í fyrirtækið. Björgunartflraun Páls Braga Krist- jónssonar í aprfl í vor stóð stutt. Það .tók Pál Braga aðeins örfáar mínútur að sjá hvers kyns var. Genealogia Island- orum varð ekki bjargað. Langsott að gera mig að bloraboggli - segir Þorsteinn Jónsson sem býður þrotabúi Islandorum 6 milljónir fyrir ættfraeðigrunninn sem hann vann „Ég hef verið gerður að blóra- böggli fyrir flárhagslegu skipbroti fyrirtæksins. Það er þó ljóst að þess- um hópi starfsmanna tókst ekki að vinna saman að réttri og farsælli uppbyggingu fyrirtækisins. Það er nokkuð langsótt að draga útgáfu- stjóra ættfræðirita þar til ábyrgð- ar,“ segir Þorsteinn Jónsson sem hefur gert tilboð í ættfræðigrunn sem hann vann sjálfur og metinn var á 124 milljónir af löggiltum end- urskoðendum. Hann bauð fyrir grunninn 6 milljónir króna. Annað tilboö kom frá íslenskri erfðagrein- ingu, 5 milljónir króna. Þor- steinn segir í viðtali við DV að aldrei hafi verið lokið viö að smíða ættfræðiforrit, ekki hafi verið hægt aö setja ættfræöiupplýsingam- ar saman í einn gagna- grunn. Upplýsingar voru því í tugum tölvuskjala sem voru ótengd og mikil vinna að raða saman ættfræðiupp- lýsingunum. Þorsteinn segir að samkvæmt skipuriti séu skýrar línur hvar ábyrgð Qármála í Genealogia Island- orum lá - hjá stjóm, fram- kvæmdastjóm og rekstrar- stjórn. „Þetta voru sorgleg endalok fyrirtækisins og ég harma þau, eins og allir aðrir,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að ætlunin hafi verið aö steypa saman allri ættfræðiskráningu Þorsteinn sinni og samstarfsfólks síns, Jónsson. sem birst hefur í yfir 100 bindum bóka, og öðru eins efni í óútgefhum ritum um ættfræði. Auk þess vora gögn úr ýmsum tölvu- tækum ættfræðigrunnum, aðallega í Espólínforriti. Stærsti grannurinn er með um 550 þúsund einstaklinga. Þorsteinn segir að áherslur frá upphaflegu markmiði hafi breyst með tilkomu Jóhanns Páls sem fram- kvæmdastjóra og fyrirtækinu ekki til góðs. „Fyrsta desember 2000 var öll- um starfsmönnum sagt upp. Ástæö- an var aðallega að færa fyrirtækið nær upphaflegum markmiðum. End- urskipulagning mistókst en fyrirtæk- ið var þó rekið í tæpt hálft ár eftir uppsagnimar," sagði Þorsteinn Jóns- son í gær. -JBP Umsjón: Gytfi Kristjánsson netfang: gylfik@dv.is Arthur í slaginn Arthur Bogason, formaöur Landssambands smábátaeigenda, hef- ur ákveðið aö taka slaginn og gefa kost á sér til setu í stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, en aðalfund- ur félagsins verð- ur um næstu I helgi. Sjálfkjörið er í stjórnina um önnur sæti en þrjú og Arthur berst um eitt þeirra sæta við þrjá núverandi stjórnarmenn I SVFR. Þeir eru 1 Bjarni Júlíusson, Jóhann T. Steinsson og Ámi Eyjólfsson. í nýútkomnum Veiðifréttum SVFR kynna fjórmenningarnir sig og þar má m.a. lesa setningar eins og þess- ar: „Þeir sem þekkja mig vita að ég er viljugur til verka ..." - „Stanga- veiði er mér ástríða" - „... tel mig hafa heilmikið fram að færa“ og. heiti ég því að reynast ykkur og fé- laginu sjálfu öflugur liðsmaður". Ekki er annað að sjá en þama sé hið mesta mannaval á ferðinni. Jón iðinn í púltinu Hér um árið var ræðutími Hjör- leifs Guttormssonar á Alþingi mældur í „Hjörlum". Þeirri ræðu- mælingareiningu er ekki beitt leng- ur, enda Hjörleifur farinn af þingi. Það þýðir þó ekki að menn séu hætt- ir að tala oft og mikið í þingsöl- um, aldeilis ekki. Besta dæmið um það er Jón Bjarnason, þing- maður VG, en svo virðist sem hann hafi skoðanir á hverju einu og ein- asta þingmáli og brýn nauðsyn sé að þær komi fram. Jón boðar að ekkert lát verði á ræðum sínum i þingpúltinu á Alþingi og sagði í einni af flölmörgum ræðum sínum þar sl. fimmtudag að hann myndi koma „aftur og aftur“ í ræðustólinn á næstunni. Brottkastarinn Níels Ársælsson, útvegsmaður og skipstjóri Bjarma frá Tálknafirði, hefur heldur betur verið í sviðsljós- inu að undanfomu eftir brottkastið mikla úr bát hans fyrir Sjónvarpið. Það nýjasta er að Níels segir at- burðinn hafa ver- ið sviðsettan en það segja sjón- varpsmenn útilok- að. Það er ekki gott að henda reið- ur á Níels, hann | sagði við DV að morgni að sinn bátur hefði hvergi komið nærri brottkastsmyndunum og hótaði málsókn ef hann væri bendlaður við það. Um kvöldið við- urkenndi hann verknaðinn og sagði haugalygi að hann hefði hótað mál- sókn, nokkrum klukkustundum eft- ir að fleiri en einn og fleiri en tveir höfðu hlustað á hann af segulbands- tæki segja þau orð. Handboltinn víkur Það er búið að flýta stórleiknum i handboltanum á Akureyri, leik Þórs og KA sem fram átti að fara annað kvöld, og verður hann í kvöld. Ástæðan er sú að það er leikið í Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu annað kvöld!!! Þetta er alveg satt. Þórsar- ar, sem munu margir hverjir vera aðdáendur Liverpool, gátu ekki hugsað sér að vera í handbolta á sama tíma og goðin þeirra væru að sparka bolta í bítlaborginni. Ekki þótti ráðlegt að flytja leikinn aftur á miðvikudag því þá er Arsenal að keppa, en Atll Hilmarsson, þjálfari KÁ, er sagður hafa taugar til þess liðs og vilja vera heima við það kvöldið. Hún er ekki öll eins vitleysan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.