Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 19. NOVEMBER 2001 Fréttir DV DVJVIYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Frá afhendingu gjafarinnar. Gáfu lyfjadælu og geislaspilara Krabbameinsfélag Akraness og ná- grennis gaf lyflækningadeild Sjúkra- húss Akraness nýlega lyfjadælu sem er þægileg og einfold sólarhrings- dæla fyrir verkjastillandi lyf eins og morfln. Dælan nýtist vel sjúklingum sem njóta liknandi meðferðar á deildinni. DeUdin á annars konar dælu sem hefur m.a. verið lánuð á aðrar deUdir og í heimahús, því er þörf á annarri dælu sem nýtist þá frekar á deUdinni. Félaginu barst á árinu góð gjöf frá einstaklingi hér í bænum og vildi það sjá tU þess að hún nýttist vel. Jafnframt gaf félagið deUdinni tvo geislaspilara með heyrnartólum, ásamt nokkrum góðum slökunar- diskum. Krabbameinsfélagið á Akranesi á sér langa sögu og hefur síðustu ár verið að styrkjast og eflast. Til að gera félagið sýnUegra og aðgengi- legra er fyrirhugað að ráða starfs- mann og hafa opna skrifstofu tvo til þrjá daga í viku. Minnt er á mikUvægi þess að kon- ur mæti í bijóstaskoðun þegar þær fá bréf frá leitarstöðinni/heUsugæsl- unni. Á Akranesi var einmitt haldin kvennanámstefna í lok janúar um konur og heUbrigði og tókst hún mjög vel og mættu um 100 konur. Einnig fengu ungar konur miUi þrí- tugs og fertugs bréf um m.a. mikil- vægi leghálsskoðunar og aö mæta í brjóstaskoðun þegar þær yrðu boð- aðar. Stefht er að því að ná á sama hátt tU karlanna. -DVÓ Sameiningarkosningar á Suðurlandi: Niðurstaðan onnur en að var stefnt - í uppsveitum Árnessýslu. Rangæingar sögðu já „Þessi niðurstaða er vonbrigði, enda önnur en að var stefnt," segir Margeir Ingólfsson, formaður hreppsráðs Biskupstungna, við DV. I kosningum um sameiningu fjög- urra sveitarfélaga í vestanverðum uppsveitum Árnessýslu samþykktu ibúar í Biskupstungum, Laugardal og ÞingvaUasveit að sameinast en íbúar í Grímsnes- og Grafnings- hreppi sögðu nei. Þar voru 47% kjósenda með sameiningu en 53% á móti og ekki munaði nema tíu at- kvæðum að úrslitin færu á hinn veginn. Bæði Margeir og Sveinn Sæland oddviti benda þó á að þrátt fyrir þessa niðurstöðu sé hægt að halda áfram, það er í þeim sveitarfélögum þar sem meirihluti var meðmæltur sameiningu. „Við höfum heimild samkvæmt sveitarstjórnarlögum til þess því 2/3 íbúa þeirra sveitarfé- laga sem atkvæði greiddu sam- þykktu,“ segir Sveinn. Hann segir engar ákvarðanir um framhaldiö þó hafa verið teknar. Stórsameining í Rangárþingi Þá var á laugardag samþykkt að sameina sex sveitarfélög í Rangár- vallasýslu, það er austanverða sýsl- una. Alls voru 1.114 á kjörskrá og var kosningaþátttaka um 65,2%. Kosið var um sameiningu Austur- og Vestur-EyjatjaUa-, Austur- og Ur Biskupstungum Ibúar t Turtgurtum, Laugardal og Þingvallasveit samþykktu aö sameinast. Grímsnesingar sögöu aftur á móti nei. Óvíst er um áframhald sameiningarferlisins. Vestur-Landeyja-, Fljótshlíðar- og Hvolhrepps. Minnstur var stuðning- urinn við sameiningu undir Austur- Eyjafjöllum, eða 55%. Ibúar í Hvol- hreppi voru jákvæðastir - þar sögðu um 90% kjósenda já. „Þetta er hið besta mál,“ sagði Ágúst Ingi Ólafs- son, sveitarstjóri á Hvolsvelli. Hann sagði að nú færi af stað vinna við hnýta ýmsa lausa enda vegna sam- einingar en hún tekur gildi eftir sveitarstjómarkosningar næsta vor. Ekkert hefur verið ákveðið um nafn á nýju sveitarfélagi en leitað verður til íbúa um hugmyndir þar um. I vor var felld tillaga um samein- ingu allra sveitarfélaga í Rangár- vallasýslu. Eftir þessa samþykkt í austurhluta sýslunnar verða fimm sveitarfélög í sýslunni. Á milli Rangárvalla-, Djúpár- og Ásahrepps eru komnar af stað viðræður um sameiningu. -sbs./ NH - alltafá fimmtudögum DV-MYND SH Krakkarnir í Vík fagna degi íslenskrar tungu Nemendur og kennarar grunnskóla Mýrdalshrepps efndu til kaffihúsakvölds á degi íslenskrar tungu. Sérstakur gestur kvöldsins var hinn þjóökunni fréttamaö- ur Ómar Ragnarsson sem skemmti gestum meö upplestri og söng. Nemendur og kennarar lögöu einnig sitt af mörkum til að skemmta viöstöddum. Afkoma Hampiðjunnar fyrstu 9 mánuði ársins: Hagnaðurinn 177 milljónir - þokkalega sáttir, Rekstrartekjur Hampiðjunnar og dótturfélaga fyrstu 9 mánuði ársins námu alls 2.527 milljónum króna sem er 812 milljónum króna meiri sala en á sama tímabili áriö 2000. Veltuaukning vegna tilkomu dóttur- félaganna Cosmos Trawl í Dan- mörku og Hafl í Noregi nemur 544 milljónum króna. Heildarvöxtur veltu samstæðunnar er 47% en innri vöxtur er 16%. Hagnaður sam- stæðunnar fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var 298 milljón- ir króna eða 11,5% af tekjum. Á sama tímabili í fyrra var þessi hagnaður 179 milljónir króna eða 10,2% af tekjum. Hagnaður Hamp- iðjunnar fyrir tímabilið janú- ar-september árið 2001 var 177 millj- ónir króna en var 146 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2000. Eigið fé i lok timabilsins er 1.637 milljónir króna og hefur hækkað um 338 milljónir króna frá áramót- um. Niðurstaða efnahagsreiknings hefur hækkað úr 3.776 milljónum króna um sl. áramót i 5.004 milljón- ir króna í lok september. Þessi aukning er að stórum hluta tilkom- in vegna innkomu dótturfélaganna Cosmos Trawl í Danmörku og Hafi í Noregi í efnahagsreikninginn. Eiginijárhlutfall í lok tímabilsins segir forstjórinn er 32,7% og veltufé frá rekstri er 193 milljónir króna sem er 65% aukning frá árinu áður. Að sögn Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra fyrirtækisins, eru menn þokkalega sáttir við niðurstöðuna. „Þriðji ársfjórðungur hefur yfirleitt verið fremur slakur hjá Hampiðj- unni og svo er einnig nú. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliöi í þessum ársfjórðingi er 35 milljónir króna en sambærileg hagnaðartala í þriðja ársfjórðungi árið 2000 var 28 milljónir króna. Salan minnkaði hjá okkur í júlímánuði og fyrri hluta ágústmánaðar en hefur verið ágæt síðan. Upphafleg áætlun okkar gerði ráð fyrir að sala fjórða ársfjórðungs yrði um 700 milljónir króna en við gerum nú ráð fyrir að sala þess árs- fjórðungs verði um 800 milljónir og heildarsala ársins því liðlega 3,3 milljarðar króna. Við gerum einnig ráð fyrir því að 11% EBITDA mark- mið ársins náist. Samkeppnistaða okkar hefur batnað verulega á þessu ári í kjölfar lækkunar krónunnar og verður nú að teljast mjög góð. Af- koma dótturfélaga okkar erlendis er í heild sinni örlítið betri en á síðasta ári en samt ekki góð og vinnum við markvisst að því að laga hana,“ seg- ir Hjörleifur. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.