Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 I>V REUTER-MYND Sigurvegarinn í Kosovo Ibrahim Rugova, leiötogi hófsamra Albana i Kosovo, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum um helgina. Rugova vill viöur- kenningu á sjálf- stæði Kosovo Ibrahim Rugova, leiðtogi hóf- samra Albana í Kosovo, lýsti í gær yfir sigri í sögulegum þingkosning- um sem fóru fram í héraðinu á laug- ardag. Hann hvatti við það tækifæri ríki heims til að viðurkenna sjálf- stæði Kosovo þegar í stað. Bráðabirgðaúrslit kosninganna verða ekki kunngerð fyrr en i dag en engu að síður sagði Rugova ljóst að flokkur hans, Lýðræðisbandalag Kosovo, hefði farið með sigur af hólmi. Á Vesturlöndum var mikil ánægja með kosningarnar sem menn sögðu fyrstu lýðræðislegu kosningamar í þessu serbneska hér- aði þar sem meirihluti íbúanna er af albönsku bergi brotinn. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá í júní 1999 þegar loftárásir NATO á Júgóslavíu bundu enda á þjóöernishreinsarnir stjórnar Júgóslavíu í Kosovo. Powell telur Osama bin Laden enn vera í Afganistan: Leynisveitir CIA í lykilhlutverki REUTER-MYND Noröanmaöur á bæn Liösmaöur Noröurbandalagsins, sem berst viö hersveitir talibana í Afganist- an, hefur lagt frá sérAK-47 árásarriffilinn sinn og fariö úr skónum á meöan hann fer meö bænir sínar nærri þorpinu Maidan Shahr, skammt frá Kabúl. Leynilegar sveitir bandarísku leyniþjónustunnar CIA og litlar eftir- litsvélar hennar hafa gegnt lykilhlut- verki í baráttunni gegn al-Qaeda hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens í Afganistan, að því er banda- ríska blaðið Washington Post hafði i gær eftir áreiðanlegum heimildar- mönnum sínum. Ekki hefur áður ver- ið greint frá tilvist þessara vopnuðu sveita CIA. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann teldi að bin Laden, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir árásunum á New York og Washington í septem- ber, væri enn innan landamæra Afganistans. „Ég held að hann sé enn í Afganist- an og það er orðið erflðara fyrir hann að fela sig, þar sem talibanar missa sífellt meira land,“ sagði Powell. Sendiherra talibana í Afganistan sagði að bin Laden væri ekki lengur á yfirráðasvæði talibana. Þá sagði hann að bin Laden væri ekki lengur gestur talibana. Breska blaðið Sunday Times sagði í gær að breskar og bandarískar sér- sveitir einbeittu sér að að leita bin Ladens á 80 ferkílómetra svæði í suð- austurhluta Afganistans. Breska landvamaráðuneytið vildi ekki stað- festa fréttina í gær. Norðurbandalagið, sem berst gegn talibönum, féllst í gær á að koma til viðræðna við aðra andstæðinga tali- bana um myndun nýrrar stjómar. Viðræðumar munu fara fram í Evr- ópu, hugsanlega á næstu dögum. Norðurbandalagið hafði áður krafist þess að fundirnir yrðu haldnir í Afganistan. Ákvörðun þessi hefur dregið mjög úr ótta manna við að í kjölfar hrak- fara talibana á vígvellinum undan- fama daga myndi blossa upp enn eitt borgarastríðið milli ættbálka lands- ins. Talibanar ráða enn yfir Kandahar í sunnanverðu Afganistan og Kunduz í norðri og voru gerðar loftárásir á borgimar í gær. Andstæðingar tali- bana hafa umkringt Kunduz og boðið þúsundum talibana sem verjast enn að gefast upp. Boðið nær þó ekki til erlendra vopnabræðra talibana. Fréttir herma að erlendu skæruliðarnir í sveitum talibana hafi drepið félaga sína sem vildu gefast upp. Vertu viðbúinn vetrarfærðinni V Hjá Suzuki bílum býðst einstaklega fjölbreytt úrval fjórhjóladrifsbíla. Alit frá nettum og einstakiega sparneytnum bæjarbíl eins og Wagon R+ upp í nýjasta og stærsta jeppann, Suzuki Grand Vitara XL-7, sjö sæta glæsijeppa með 2.7 L173 hestafla vél. Allir Suzuki fjórhjóladrifsbílarnir eru byggðir á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki í smíði rúmgóðra og sparneytinna jeppa og fólksbíla. Grand Vitara 2.0L, 5 dyra Grand Vitara XL-7 2.7L, 7 sæta Grand Vitara 1.6L, 3 dyra Verð kr. 2.420.000 Verð kr. 3.080.000 Verð kr. 2.110.000 Wagon R+ 1.2L, VerðTcr. 1.375.000 Baleno Wagon GLX 1.6L, Verðkr. 1.955.000 ^ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. w ww. suzukibi lar. is J Páfi hvetur til bæna Jóhannes Páll páfi hvatti leiðtoga allra trúarbragða til að koma á fund í janúar til að biðja fyrir friði og vinna að því að binda enda á vopnuð átök. Fundurinn verður í ítalska bænum Assisi og sagðist páfi vona að hann yrði til að bæta samskipti kristinna og múslíma. Bjartsýnn á árangur Sendifulltrúi leiðtoga uppreisnar- manna í Tsjetsjeníu sagði eftir við- ræður við ráðamenn í Moskvu í gær að hann væri bjartsýnn á friðar- samning við Rússa. Brýn þörf fyrir aðstoð Rauði krossinn segir að brýn þörf sé fyrir vatn, matvæli og aðrar nauðsynjar við borgina Mazar-i- Sharif í norðurhluta Afganistans. Sharon hafnar tiimæium Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hafnaði í gær tilmælum full- trúa Evrópusambandsins um að ganga til viðræðna við Palestínu- menn á grundvelli áætlunar sem þjóðir heims hafa lagt fram. Sharon sagði að Palestínumenn hefðu ekki gert nóg til að binda enda á ofbeldi. Tengdir bin Laden Spænskur dómari fór í gær fram á að átta meintir félagar í íslömsk- um harðlíunusamtökum yrðu úr- skurðaðir i gæsluvarðhald þar sem þeir tengdust hryðjuverkaárásun- um i september. Powell varar Rússa við Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- L i ríkjanna, varaði í gær við því að sam- búð Bandaríkja- manna og Rússa * Ma kynni að versna ef i ljós kæmi að Rússar _JS hefðu gerst sekir um að aðstoða írana við framleiðslu kjarnorkuvopna. Olíuskip sökk Drekkhlaðið skip sem grunað er að hafi veriö að smygla olíu frá írak sökk í Persaflóa í gær eftir að bandarísk eftirlitssveit fór um borð. Sósíalisti lýsti yfir sigri Georgi Parvanov, leiðtogi sósíalista- flokksins í Búlgar- íu, lýsti i gærkvöld yfir sigri í síðari umferð forsetakosn- inganna. Parvanov sigraði fráfarandi forseta, Petar Stoja- nov, með litlum mun. Sparnaður við lyfjakaup Sænska rikið ætlar sér að spara fimm milljarða íslenskra króna með því að skylda apótek til að afgreiða alltaf ódýrustu lyf til sjúklinga, sama hvað stendur á lyfseðlinum, samkvæmt tillögu sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Stríðinu mótmælt Allt að eitt hundrað þúsund manns fóru um götur Lundúna i gær og hrópuðu vígorð gegn hernað- inum í Afganistan og hvöttu til að loftárásunum yrði hætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.