Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 26
42 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________ Jóhanna Baldvinsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára_________________________ Björgheiöur Jónsdóttir, Akursbraut 22, Akranesi. 75 ára_________________________ Hulda Alda Daníelsdóttir, Víghólastíg 9, Kópavogi. Jónína Gunnarsdóttir, Gullsmára 10, Kópavogi. 70 ára_________________________ Bragi Sigurþórsson, Vogalandi 3, Reykjavík. Garöar Steinsen, Smyrlahrauni 20, Hafnarfiröi. Halla Eyrún Guöbjörnsdóttir, Háaleitisbraut 113, Reykjavík. Páll Þórisson, Reynivöllum 5, Egilsstööum. 60 ára_________________________ Sæunn Hjaltadóttir, Ólafsvegi 8, Ólafsfiröi. 50 ára_________________________ Eygló Óskarsdóttir, Heimavöllum 7, Keflavík. Guðrún Ólafsdóttir, Arnarsmára 22, Kópavogi. Jóhanna Gunnþórsdóttir, Strandaseli 6, Reykjavík. Siguröur Jósef Björnsson, Baröastööum 21, Reykjavík. Svava Björg Jóhannsdóttir, Hlíðarvegi 52, Ólafsfirði. Þóra Haraldsdóttir, Vesturbergi 52, Reykjavík. 40 ára________r________________ Ágúst Stefán Ólafsson, Háarifi 57 Rifi, Snæfellsbæ. Guöfríöur Erla Traustadóttir, Berustöðum 2, Hellu. Guölaug Rakel Guöjónsdóttir, Melgeröi 30, Kópavogi. Guörún Berta Guösteinsdóttir, Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi. Linda Björk Ólafsdóttir, Borgarholtsbraut 64, Kópavogi. Sigríöur Elliöadóttir, Melasíðu 3a, Akureyri. Þórhallur Vilhjálmsson, Bólstaöarhlíö 12, Reykjavík. Persónuleg, alhiióa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Elnarsson útfararstjóri Bryndis Volbjarnardóttir útfararstjóri Útfararstofa íslands Suöurhlíö35- Sími 581 3300 allan sólarhringinn. WWW.Utforjn.is Smáauglýsingar vasir.as Andlát Jensína Óskarsdóttir frá Hellissandi, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á Landspít- alanum viö Hringbraut fimmtud. 15.11. Ásta Sigríöur Magnúsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík föstud. 16.11. Valgaröur Bjarnason, Reynimel 80, Reykjavík, lést fimmtud. 15.11. Kjartan F. Jakobsson, Eskihlíö 24, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund föstud. 16.11. Stefán Brandur Stefánsson lést á líkn- ardeild Landspítalans fimmtud. 15.11. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 DV Fólk í fréttum Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. Ættjardarljóð Ingibjargar eru meö því allra besta sem ort hefur veriö í þeim dúr á 20.ustu öld.Hún hefur auk þess unnið ómetanlegt þrekvirki meö þýö- ingum sínum á helstu verkum Dostojevskíj, beint úr frummálinu. Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf- undur hlaut verðlaun Jónasar Hall- grímssonar á degi íslenskrar tungu eins og fram kom í DV-frétt á laugardag. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavik 21.10. 1942 og ólst þar upp og í Kópa- vogi. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1962 og mag. art.-prófi í kvikmynda- stjórn frá Kvikmyndaháskólanum í Moskvu 1969, stundaði spönskunám á Kúbu á árunum 1970-75. Ingibjörg stundaði leikhússtörf í Teatro Estudio í Havana á Kúbu 1970-75, var blaðamaður viö Þjóð- viljann 1978-81, var stundakennari í þýskri kvikmyndagerð við HÍ 1979 og 1980 og hefur síðan stundað þýð- ingar og önnur ritstörf. Ingibjörg var formaður Vináttufé- lags íslands og Kúbu um árabil, sat í stjórn Vináttufélags Islands og Ví- etnam frá 1980, var í miðstöð Rauð- sokkuhreyfingarinnar frá 1978 og meðan hún starfaði, sat í stjórn Rit- höfundasambandsins 1992-98 og var formaður þess 1994-98, situr í út- hlutunarnefnd styrkja Snorra Sturlusonar frá 1992, sat í ritnefnd tímarits Máls og menningar 1977-2000 og var aðstoðarritstjóri tímaritsins 1993-2000, i félagsráði Máls og menningar frá 1977 og var á framboðslistum fyrir Alþýðubanda- lagið í Reykjavík. Ingibjörg hefur sent frá sér fimm ljóðabækur: Þangað vil ég fljúga, útg. 1974; Orðspor daganna, útg. 1983; Nú eru aðrir tímar, útg. 1989; Ljóð, útg. 1991; Höfuð konunnar, útg. 1995. Ljóðaúrvalið Rigning í Reykjavík, eftir Ingibjörgu, kom út á ungversku i Búdapest 2001. Ljóð eftir Ingibjörgu hafa birst í fjölda ís- lenskra og erlendra safnrita og timarita. Hún ritstýrði bókinni ís- lensk orðsnilld, útg. 1988. Ingibjörg hefur þýtt á íslensku eftirtalin skáldverk: Eftir Manuel Scorza: Rancas - þorp á heljarþröm, skáldsaga, útg. 1980; Eftir Mikhaíl Bulgakov: Meistarinn og Margarita, útg. 1981; Örlagaeggin, útg. 1991; Hundshjarta, 1992. Eftir Dostojev- skí: Glæpur og refsing, útg. 1984; Fá- vitinn, tvö bindi, útg. 1986 og 1987; Karamazov-bræðurnir, tvö bindi, útg. 1990 og 1991; Tvífarinn, útg. 1994; Minnisblöð út undirdjúpun- um, 1997; Djöflarnir, útg. 2000. Eftir Rybakov: Börn Arbats, útg. 1989. Eftir Ljúdmílu Petrúshevskaju: Ódauðleg ást, smásögur, útg. 1993. Eftir Tomas Tranströmer: Sorgar- gondúll og fleiri ljóð, útg. 2001. Ingibjörg hefur þýtt fjölda leik- rita, s.s. eftir Tsjekov: Vanja frændi; Mávurinn; Þrjár systur; Kirsuberja- garðurinn; ívanov. Eftir Razúmovskaja: Kæra Jelena. Eftir Manuel Puig: Koss köngulóarkon- unnar. Hún þýddi þrjár leikgeröir: Fávitann og Djöflana eftir Dostojev- skí, og Feður og syni, eftir Túr- genjev. Ingibjörg fékk Menningarverð- laun DV fyrir bókmenntir 1988; Við- urkenningu úr Rithöfundasjóði rík- isútvarpsins, 2000; Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar, 2000. Fjölskylda Ingibjörg giftist 1966 fyrri manni sínum, Idelfonso Ramos Valdés, kvikmyndastjóra á Kúbu, en þau skildu 1977. Sonur Ingibjargar og Ramos er Hilmar Ramos, f. 13.6.1975, þýðandi, búsettur í Reykjavík en kona hans er Þórunn Inga Gísladóttir, mynd- listarnemi við Listaháskóla íslands og er dóttir þeirra María Ramos Hilmarsdóttir, f. 21.2. 1998. Ingibjörg giftist 1981 seinni manni sínum, Eiríki Guðjónssyni. Hann er sonur Guðjóns Einarsson- ar, lengst af skrifstofustjóra í Reykjavík, og Kristínar Eiríksdótt- ur kennara. Ingibjörg og Eiríkur skildu 1993. Dóttir Ingibjargar og Eiríks er Kristín, f. 3.11. 1981, myndlistar- nemi i Kaupmannahöfn. Hálfbróðir Ingibjargar, samfeðra, var Gunnar Haraldsson, f. 1938, d. 1989, verslunarmaður á Sauðár- króki. Alsystkini Ingibjargar eru Rann- veig Haraldsdóttir, f. 1945, ritari við Alþingi; Þröstur, f. 1950, blaðamað- ur í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Har- aldur Björnsson, f. 16.5.1917, d. 16.9. 1988, verkamaður og sjómaður í Reykjavík, og k.h., Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir, f. 14.5. 1917, d. 6.4. 1991, húsmóðir. Ætt Haraldur var sonur Bjöms, kirkjusmiðs í Reykjavík Friðriks- sonar, b. á Gestsstöðum Magnússon- ar, b. á Skáldsstöðum Jónssonar, bróður Sigurðar, langafa Geirs Hall- grímssonar forsætisráðherra. Móðir Magnúsar var Guðrún, systir Sig- ríðar, ömmu Matthíasar Jochums- sonar. Guðrún var dóttir Ara, b. á Reykhólum Jónssonar og Helgu Ámadóttur, pr. í Gufudal, Ólafsson- ar, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Bjöms var Ingibjörg Bjöms- dóttir, b. á Klúku í Miðfirði, bróður Ólafar, langömmu Grims, langafa Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Björn var sonur Bjöms, ættfoður Tröllatunguættarinnar Hjálmars- sonar. Móðir Ingibjargar var Helga, systir Guðlaugar, ömmu Snorra Hjartarsonar skálds. Móðir Haralds var Ingibjörg Haraldsdóttir, b. á Hvalgröfum á Skarðsströnd Brynj- ólfssonar, b. í Kjörvogi Jónssonar. Móðir Brynjólfs var Hólmfríður Jónsdóttir, systir Þórðar, langafa Gests, föður Svavars sendiherra. Sigríður var dóttir Guðmundar, verkamanns i Reykjavik Magnús- sonar, bróður Jóns, fóður Guðgeirs, forseta ASÍ. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Ingi- bjargar var Agatha Einarsdóttir, b. á Fremra-Hálsi Bjömssonar. Móðir Einars var Úrsúla, systir Helgu, formóður Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, Þráins Bertelssonar, Össurar Skarphéðinssonar og Marðar Árnasonar. Úrsúla var dóttir Jóns, ættföður Fremra- Hálsættar Árnasonar. Móðir Sigríð- ar var Rannveig Majasdóttir. Þór Jónsson vélfræðingur hjá Landsvirkjun Þór Jónsson, vélfræðingur hjá Landsvirkjun, Tryggvagötu 32, Selfossi, er sextugur í dag. Starfsferill Þór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var i Melaskóla, Gagnfræðaskólanum við Hring- braut, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms, stund- aði nám við Iðnskólann í Reykja- vík, lærði vélvirkjun hjá Héðni, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1962, stundaði nám við Vélskóla íslands og lauk þaðan vélstjóra- og vélfræðinámi 1965. Þór starfaði hjá Héðni til 1962 og var þar í sumarvinnu til 1965 að undanskildu einu sumri er hann var á Gullfossi. Þá var hann vélstjóri á Kyndli i nokkra mán- uði. Þór hóf störf hjá Landsvirkjun 1966 og hefur starfað þar síðan. Hann hefur verið vélfræðingur við Búrfellsvirkjun, Sigölduvirkj- un og síðar við Sogsvirkjanimar. Fjölskylda Þór kvæntist 21.10. 1967 Elísa- betu Pétursdóttur, f. 4.12. 1948, sjúkraliða. Hún er dóttir Péturs Eiríkssonar, fiskmatsmanns í Reykjavík og eins af Drangeyjar- sundköppunum, og Mörtu Finn- bogadóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Dætur Þórs og Elísabetar eru Hulda, f. 10.7.1967, bankagjaldkeri í Reykjavík, gift Sigurði Erni Ein- arssyni, starfsmanni Flugleiða, og eiga þau einn son; Kristín, f. 13.10. 1970, bankagjaidkeri í Reykjavík, gift Sveinbimi Þormar, tölvufræð- ingi hjá Halló ísland, og eiga þau tvo syni; Guðríður, f. 17.1. 1977, nemi, búsett í Keflavík en maður hennar er Jóhann Júlíusson tré- smiður. Systkini Þórs eru Kristín, f. 21.5. 1934, rannsóknarmaður hjá Hörpu hf; Einar, f. 15.9. 1935, starfsmaður Skeljungs; Þorkell, f. Þórir G. Baldvinsson, arkitekt og for- stöðumaður Teiknistofu landbúnaðar- ins, fæddist á Granastöðum í Ljósavatns- hreppi 20. nóvember 1901. Hann var son- ur Baldvins Baldvinssonar, bónda og oddvita á Granastöðum og Ófeigsstöð- um í Kinn og víðar, og Kristínar Jakobínu Jónasdóttur húsfreyju. Þórir lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1922, stundaði nám við MR, við San Francisco Polytechnic Highschool í Bandaríkjunum 1923-25 og nám í arki- tektúr við University of California Extension School of Architecture 1924-26. Þórir starfaði á Teiknistofu landbúnað- arins í tæp fjörutíu ár, frá 1930, og var for- stöðumaöur hennar frá 1937. Þórir G. Baldvinsson Um 1930 var Þórir, ásamt Gunnlaugi Hall- dórssyni, Bárði ísleifssyni og Ágústi Páls- syni helsti boðberi nýrrar róttækrar stefnu í byggingarlist, funksjónalismans. Þetta má gleggst sjá á teikningum hans af húsi Vilmundar Jónssonar, Ingólfs- stræti 14, og Samvinnubústöðunum, vestan Bræðraborgarstígs. Síðan átti funksjónalismi islensku arkitektanna eftir að veðrast og aðlagast íslenskum aðstæðum. Þórir hafði umtalsverð áhrif á íslenska byggingarlist á öldinni, einkum með teikningum mannvirkja ís- lenskra sveitabýla. Hann var auk þess prýðilegur rithöfundur, skrifaði ýmislegt um byggingarlist hér á landi og samdi smásögur og ljóð. Hann lést 3. október 1986. 14.4. 1940, deildarstjóri við Lands- bankann; Óskar, f. 19.11. 1941, vél- fræðingur í Svíþjóð; Öm, f. 16.12. 1944, skrifstofustjóri hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar; Svanborg, f. 14.4. 1947, húsmóðir í Lúxemborg; Guðmundur Ingi, f. 29.4. 1949, húsgagnasmiður og skrifstofumaður; Ásgeir, f. 30.10. 1951, starfsmaður við Landsbank- ann. Foreldrar Þórs: Jón Þorkelsson, f. 14.11. 1908, d. 17.7. 1990, verk- stjóri hjá Shell, og k.h., Guðríður Einarsdóttir, f. 2.11. 1911, d. 6.9. 1985, húsmóðir. Þór verður með tvíburabróður sínum hjá systur þeirra í Lúxem- borg á afmælisdaginn. Haukur Torfason, Sólvöllum 11, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju þriöjud. 20.11. kl. 13.30. Magnea B. Sigurjónsdóttir veröur jarð- sungin frá kirkju Óháöa safnaðarins þriðjud. 20.11. kl. 15. Þorsteinn Valdimarsson, Ánahlíö 4, Borgarnesi, verður jarösunginn frá Borg- arneskirkju miövikud. 21.11. kl. 14. Útför Maríu Jóhönnu Vilhelmsdóttur, Sogavegi 125, Reykjavík, fer fram frá kapellunni í Fossvogi 20.11. kl. 13.30. Útför Gísla Guömundssonar, Óöinsgötu 17, Reykjavik veröur gerð frá Fossvogskirkju 21.11. kl. 13.30. Útför Sigríðar Valdemarsdóttur, Birkimel 8b, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni miövikud. 21.11. kl. 15.00. Jarösett verður frá ísafjarðarkirkju föstud. 23.11. kl. 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.