Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 14
14 Menning Áshildur Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónleika í Salnum annað kvöld: Tengir okkur viö himnana DV-MYND BRINK Áshildur Haraldsdóttir fiautuleikari Hún veit ekki til þess aö sónata Jolivet hafi verið spiluö hér á landi áöur en veit líka núna af hverju ... „Viö œtlum að spila nokkuó kraft- mikil og voldug verk mióaó við flaut- una og hennar bókmenntir, “ segir Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari sem heldur spennandi tónleika í Salnum annaó kvöld ásamt Önnu Guðnýju Guö- mundsdóttur píanóleikara. „Þetta er heljarinnar prógramm fyrir okkur báð- ar, engar kampavínsbúbblur eða miní- atúrur - og þó, kannski inn á millii“ Og hún brosir sínu bjarta brosi. „Við leikum eina sónötu, mikla og stóra, ljóðræna og hlýja eftir Bohuslav Martinu frá 1945. Svo er sónata frá 1958 eftir franska tónskáldið André Jolivet sem var nemandi Oliviers Messiaen og samdi mikið fyrir flautu. Manuela Wiesler var dugleg að spila verk eftir hann, en ég veit ekki til þess að þessi sónata hafi verið spiluð hér á landi áður og ég veit núna af hverju. Það er ótrúlega erfitt að koma henni saman. Ég hef mjög mikið að gera á flautuna, Anna Guðný er með ótrúlega mikið af nótum hjá sér og þar að auki er ég að gera eitt meðan hún er að gera eitthvað allt annað! En það eru mun færri verk til fyrir flautu en pí- anó eða fíðlu og maður lendir í að spila býsna oft sömu verkin. Þó að það sé gam- an þá reynir fólk, þegar það er orðið jafn- gamalt og ég, að finna eitthvað nýtt til að glíma við - og þetta verk svalaði þeirri löngun minni. Þessi sónata er líka ný fyrir Önnu Guðnýju þó að hún hafi leik- ið mikið af flautuverkum gegnum tíð- ina.“ Sambland af jarðarför og svallveislu Flautan var uppáhaldshljóðfæri Jolivets. „Hún syngur, grætur og tengir okkur við himn- ana,“ sagði hann um þetta eftirlæti sitt, og Ás- hildur og Anna Guðný leika annað verk eftir hann, Chant de Linos, dæmigert keppnisstykki, erfitt og brilljant. „Maður sýnir allar túlkunar- hliðar sínar þar. Það er eiginlega hvirfilbylur!" segir Áshildur. „Línos var sonur Appollós og þetta er jarðarfarar- eða sorgarsöngur sem brýst inn á milli út í svallveislu og dans. Mjög skrýtið verk en kraftmikið." Einnig er á dagskránni sónata eftir Hummel sem var samtímamaður Beethovens og lærði tónsmíðar hjá Haydn og Mozart. „Ég hef ekki spilað hana áður hér á íslandi," segir Áshildur, „þetta er siðklassískt verk, hefðbundið í formi og afar fallegt. Og þá er bara eftir að telja upp lítið og létt franskt verk eftir flautuleikarann Phil- ippe Gaubert sem samdi mörg verk fyrir flautu í upphafi 20. aldar. Það er meðal annars honum að þakka að flautan var eins vinsæl og raun ber vitni í Frakklandi á þeim tíma, þvi hún var í lægð á 19. öld.“ Þetta síðastnefnda verk er hið eina á dagskránni sem Áshildur hefur leikið hér á landi áður en hin hefur hún leikið erlendis fyrir utan hina erfíðu sónötu eftir Jolivet sem er æfð sérstaklega fyr- ir þessa tónleika. Hluta af dag- skránni flutti hún nýlega í Tun- bridge Wells í Englandi og fékk prýðilega dóma. „Dásamlegur leikur og töfrandi sviðsframkoma héldu áheyrendum föngnum frá upphafi til enda,“ sagði einn gagn- rýnandinn og kenndi tæknilega fullkomnun hennar við galdur. Ópraktískur íbúafjöldi Áshildur hélt síðast einleikstón- leika hér heima í mars. Þá léku hún og Nína Margrét Grímsdóttir allt aðra og öðruvísi efnisskrá en nú. Er ekki svolítið fáránlegt að leggja á sig alla þessa vinnu fyrir eina tónleika? „Nei, veistu það að svona hugs- ar maður bara fyrst," segir Ás- hildur. „Ég man að þegar ég lék fyrst konsert með hljómsveit þá fannst mér ég vera að draga þung- an vagn á eftir mér og var alveg búin. En þegar maður öðlast meiri reynslu þá er maður fljótari að læra og þetta er bara hluti af daglegu lífi manns sem starfandi listamaður, ekki neitt stórkostlegt átak.“ - En ef íbúafjöldinn væri meiri gætirðu kannski endurtekið tónleikana nokkrum sinn- um ... Væri það ekki gaman? „Jú, rosalega gaman," viðurkennir hún. „Ég hef líka stundum farið með tónleika út á land og ætla að gera það eftir jól, það er mjög skemmti- legt. En auðvitað væri fmt að geta bætt einu núlli aftan viö fólksijöldann, þetta er náttúrlega ákaf- lega ópraktískt - og vafalaust fyrir fleiri iðn-, list- og atvinnugreinar en flautuleik!" Bókmenntir Frásögn færð í tónlist orða Guðbergur Bergsson er mikilvirk- ur höfundur en meðal fjölmargra bóka hans eru aðeins þrjár ljóðabæk- ur: Endurtekin orð frá 1961; Flateyjar- Freyr frá 1976, að mínu mati ein ferskasta ljóðabók áttunda áratugar- ins, og sú sem hér er um rætt, Stígar, sem kom út nú í haust, tuttugu og fimm árum síðar. Stígar er alluffifangsmikil bók, rúmar 70 síður í sérstæðu broti, lág en ákaflega breið sem hentar bókinni vel, því hendingar Guðbergs eru víða langar, oft heilar málsgreinar. Mér vefst hins vegar tunga um tönn þegar á að ræða um þessa bók sem ljóðabók. Vissulega eru órímuð og óstuðluð eða lítt stuðluð ljóð engin nýmæli en text- ar Guðbergs hafa auk þess fæst þau einkenni sem að öðru jöfnu einkenna ljóð. Þannig bregður vart fyrir liking- um eða myndhvörfum né því sem meira máli skiptir: þeirri samþjöppun máls sem fremur öðru einkenn- ^ ir ljóðið. ' Þetta þarf þó ekki Guðbergur Bergsson Eftirtektarveröur útúrdúr. að vera galli í sjálfu sér, ljóðið má vel við nýmælum og nýjum viðmið- um, og Guðbergur virðist sjálfur gera sér grein fyrir slíkum andmæl- um. Þannig segir hann í lok ljóðsins „Eitthvað um fegurð fært í hijóm orða“: Þetta er ekki Ijóó, kunna þeir aö segja eöa hugsa sem lesa oró mín. Kannski er þaó rétt. Þá neyðist ég til aó verja mig meö því aó vitna í Dante: Líti maóur af skynsemi á Ijóölistina gefur auga leió að hún er frásögn fœró í tónlist orða. Máski er það þess vegna sem mér líka best þeir textar (þau ljóð) sem nálgast mest frásögnina, þeir sem mætti nefna örsögur. Textar eins og „Lissabon ljóðsins", „Hugljómun", „Efst á La Cava Baja 1988“, „Hugs- un speglar aðra hugsun“ og „Sjálfs- morð á Yangtsefljóti“. Aðrir textar (önnur ljóö) eru hugleiðingar um frelsi, vald, árstíð, dauða og fegurð, svo fátt eitt sé nefnt. Margt er þar athyglisvert en sjaldnast orðað það hnitmiðað aö verði eftirminnilegt. Þá er líkt og tónlistin sé fjarri. Stígar eru eftirtektarverður útúrdúr í höfundarverki Guðbergs Bergssonar - en vart nema útúrdúr. Geirlaugur Magnússon Guðbergur Bergsson: Stígar. JPV útgáfa 2001. . mannsgaman Maður án fjalla Henti mig eitt árið aö tala við hokinn mann og gráhærðan um guðleysi. Hann bjó í húsi undir hlíð í Kópavogi og hafði að því er mér var sagt sankað að sér alla vega biblíum í mikinn árafjöld. Hann tók á móti mér 1 anddyrinu eins og smávaxinn guð. Vænn maður fannst mér, hægur og mildur á brá og nærvera hans kenndi mér að gjama líður manni hest þar sem undrun ygglir svip. Hann staulaðist með mér niður í dimman og kaldan kjallara undir húsi sínu og þar fórum við um þröngan gang uns komið var í lágreist herbergi sem geymdi fleiri bækur guðs en ég hafði nokkumtíma séð. Þarna stóðu þær í dökku litunum sinum hvem metrann af öðrum, frá gólfi og upp i loft, all- an hringinn. Á miðju gólfsins var svolítill stóll og hringlaga borð með lampa, eins og maður ætti að sitja þar og kynna sér kraft- inn í kenningunni. 0, nei, ekki sagðist hann hafa áhuga á inni- haldinu, en þeim mun áhugasamari væri hann um tungumál og mállýskur og díalektur allskonar. Og hefði alltaf verið. Ég hváði vissulega og hann útskýrði þau einfóldu sannindi í eyru mín að einfaldasta leiðin til að kynnast fjölbreytileika mannsins tungna væri að safna saman öllum heimsins biblíum; engin bók hefði verið þýdd á jafn mörg tungumál og þessi kunnasta bók allra bóka. Ég kinkaði kolli, fullur fræða og skimaði eftir hillunum. Þarna voru þær blessaðar á búlgörsku og swahili, finnsku og kirgísku, mandarín og rússnesku. Og karlinn baðaði fingrum eftir kiljunum og leiddi mig í allan sannleika um muninn á milli semísk- hamískra mála og indóevrópskra mála, fyrir nú utan altaímálin og astrónesísk mál. Og þegar hann var farinn að fletta upp í bókum sínum á sínó-tíbesku og úrölsku féllust mér eiginlega bæði hugur og hendur. Ég spurði hann hvort ekki þætti skrýtið að hann trúlaus maðurinn safnaði svona mörg- um biblíum. Ekki fannst honum það. Hann mæti það við trúna að hún hefði fært honum öll þessi tungumál. En engin fjöll. Hann þyrfti engin fjöll. -SER MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 I>v Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Kvöldsýning á Bláa hnettinum Blái hnötturinn var eitt af verðlaunaverkunum í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefhi af hálffar aldar afmæli þess og hefur notið mikiila vinsælda. Verkið hefur hingað til verið sýnt að degi til um helgar, en vegna fjölda áskorana hef- ur verið ákveðið að hafa kvöldsýningu á miðviku- dagskvöldið enda á þetta makalausa ævintýri er- indi við alla aldurshópa. Hljómsveitin múm samdi tónlistina í sýningunni og er hún nú fáan- leg á geisladiski. Ailur ágóði rennur til hjálpar- starfs í Afganistan. Þá leikur múm nokkur lög af diski sem væntanlegur er eftir áramót fyrir sýn- ingargesti sem síðan gefst kostur á að ræða við Andra Snæ Magnason, höfund verksins, og nokkra leikara úr sýningunni um verkið og tiiurð þess. Sýningin hefst kl. 20. Forsala aðgöngumiða er í Þjóðleikhúsinu og í Félagsstofnun stúdenta 19. og 21. nóvember kl. 13-16. eyvinduroghaila.com Kl. 12.05 á morgun heldur Guðmundur Brynj- ólfsson leikhúsfræðingur fýrMestur 1 Norræna húsinu í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags ís- lands sem hann nefnir „eyvinduroghalla.com - hið ó/al/þjóðlega leikrit þá frægast það var.“ Þar tengir hann saman velgengi Fjaila-Eyvindar Jó- hanns Siguijónssonar á erlendri grund í byrjun 20. aldar og nútima umræðu og orðræðu um svo- kallaða alþjóðavæðingu og ýmsa frasa sem henni tengjast. Hvað gerði þetta verk Jóhanns svo vin- sælt, var það hið „þjóðlega", það „alþjóðlega" eða það „óþjóðlega"? Nánari upplýsingar um dagskrá hádegisfund- anna er að fmna á slóðinni http://www.akadem- ia.is/saga og þeir eru birtir á vefritinu kistan.is. Töfraflautan - aukasýningar Töfraflautan hefur gengið fyrir fúllu húsi í ís- lensku óperunni frá frumsýningu í september og vegna mikiilar aðsóknar hefur veriö bætt við tveimur aukasýningum 23. og 24. nóvember. Þær verða hinar aúra síðustu, því að þeim loknum hverfa söngvaramir til annarra starfa heima og heiman. Tilraunaeldhúsið í dag kl. 12.30 kynnir TUraunaeldhúsið starf- semi sína í Listaháskóla íslands, Laugamesvegi 91, stofu 024. Félagar i Tilraunaeldhúsinu eru meðal annars þekktir fyrir að tefla saman lista- mönnum úr ólikum listgreinum, til dæmis Magn- úsi Pálssyni og Stiiluppsteypu, Megasi og Gjöm- ingaklúbbnum. Á sama tíma á miðvikudaginn í stofu 113 i Skipholti 1 fjallar Valgerður Tinna Gunnarsdótt- ir, iðnhönnuður og kennari við LHÍ, um sýning- una „Kollur í kassanum" sem hún vann i sam- starfl við Karen Chekerdjian kollega sinn í Beimt og um þátttöku þeirra í hinni árlegu húsgagna- sýningu Salone Del Mombile í Milanó í apríl 2001. Söguleg leikstjóm Á þremur kvöldum frá 26. nóv. mun Sveinn Einarsson leiksfjóri gefa innsýn i starf og hlutverk leikstjórans í leik- húsinu í Opna Listaháskólan- um. Fyrsta kvöldið rekur hann sögu leikstjómar í leik- listarsögunni, annað kvöldið fiailar hann um strauma og stefimr leikhússins á 20. öld; þriðja kvöldið lýsir hann í hveiju starf leikstjórans er raunverulega fólgið og tekur mið af eigin reynslu en hann á að baki um 80 sviðsetn- ingar hér heima og erlendis. Kennt verður i Skip- holti 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.