Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 DV 11 Fréttir Flutningabílstjórar í kapphlaupi viö strangar EES-reglur: Segjast neyddir til að borða á hótelinu DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Glæsilegur Geirfugl GK lítur glæsilega út eftir breytingarnar eins og sjá má á myndinni. Breyttu nótaskipi í línuskip fyrir 90 milljónir króna Nýlokið er breytingum á Geir- fugli GK, sem áður hét Háberg GK, úr nótaskipi í línuskip hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts hf. á Akranesi. Kostuðu breyt- ingamar um 90 milljónir króna en Skagamenn áttu besta tilboðið í skipið og sigruðu meðal annars erlendar skipasmíðastöðvar. Það er Þorbjörn-Fiskanes sem á Geir- fugl og er þetta Qórða línuskip þeirra og er skipið 366 brúttólestir að stærð og sennilega stærsta línuskip íslenska flotans. Skipið liggur nú við bryggju á Akranesi og ef allt reynist vel við reynslu- siglingu þá verður farið beint á miðin eftir þann túr. -DVÓ Flutningabílstjórar sem annast vöruflutninga um Austurland frá Reykjavik hafa fram undir það siðasta fengið mat sendan frá Hótel Skaftafelli i Freysnesi yflr í Shell-sjoppuna sem er spottakom frá hótelinu, sunnan þjóð- vegarins. Nú hefur þessi þjónusta ver- ið lögð niður þar sem hóteleigendur sjá sér ekki fært að halda henni áfram við óbreyttar aðstæður. „Við höfum notið frábærrar þjónustu í Freysnesi, fengið sendan mat í Shell- sjoppuna þegar komið er þangað klukk- an 10 til 12 á kvöldin ásamt öllum nýj- ustu upplýsingum um veður og færð þegar þess þarf með, og þjónustan er búin að vera slík að annað eins þekkist bara ekki,“ segir Sveinbjörn Tómasson, flutningabilstjóri í Neskaupstað. Sveinbjöm segir að aðstaðan í sjopp- unni sé fyrir neðan aiiar hellur og t.d sé þar ekkert pláss fyrir borð né stóla og gluggakistan eini staðurinn til að leggja matarbakkana á og dugir skammt ef margir mæta í einu. „Fyrir nokkm var hætt að koma með mat til okkar í sjoppuna svo nú verðum við að fara upp á hótel að borða þegar búið er að setja ohu á bílana, en þá er nú orðið litið eftir af hvíldartímanum," segir Sveinbjörn. „Það er nú svo að bíla- DV-MYND JÚLÍA IMSLAND. Þúsund þjala smiöur. Anna María Ragnarsdóttir, hótelstjóri i Freysnesi, bregöurýmsu fyrirsig, meöal annars tankar hún bíla, stóra og smáa. stæði hótelsins em ekki hönnuð fyrir 6-10 fulllestaða flutningabíla með aftaní- vögnum. Sjoppan er á góðum stað og gott pláss fyrir flutningabílana á plan- inu og vonum við að Shell bæti úr að- stöðunni hið fyrsta og staðurinn upp- fylli nútímakröfúr ferðamanna. Þegar DV hafði samband við Jón Benediktsson í Freysnesi sagði hann að margítrekuð hefði verið beiðni til Skelj- ungs um stækkun á skálanum svo hægt væri að veita þá þjónustu sem þar þyrfti að vera til staðar en ekkert gerðist. Ráðist gegn kláðan- um á næsta ári Miklar líkur eru á að farið verði í herferð til að útrýma kláða í sauðfé á hluta af Norðurlandi snemma á næsta ári. Svæðið sem um er að ræða er frá svokallaðri Miðfjarðargirðingu í Vest- ur-Húnavatnssýslu og að Héraðsvötn- um í Skagafirði. Fyrir skömmu vora haldnir tveir kynningarfundir um málið í Skagafirði og áður höfðu verið haldnir fundir í Húnavatnssýslunum. Halldór Runólfsson yflrdýralæknir segir að bændur sem komið hafi á kynningarfundina séu fremur jákvæð- ir fyrir að fara í þessa aðgerð enda hafi komið eindregnar áskoranir frá sveit- arstjómum í Húnaþingi um málið. Yf- irdýralæknir segir líklegt að í aðgerð- DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Kláöanum veröur útrýmt Ólafur Valsson héraösdýralæknir og Siguröur Siguröarson, sérfræöingur í sauöfjársjúkdómum, á kynningarfundi í Skagafirði á dögunum þar sem rætt var um útrýmingu kláöa í sauöfé. ina verði farið á tímabilinu janúar til mars 2002, þegar búið verður að ná fé úr fjöllum og á hús. Hann segir að nauðsynlegt sé að tvísprauta allt féÝtil að þetta átak heppnist sem best, en um 55 þúsund fjárÝmunu vera á þessu svæði. Einnig mun í tvígang fara fram sótthreinsun á flárhúsum samfara spautuninni. f áætlun varðandi herferðina er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði kostnað við lyfið, bæði í féð og til hreinsunar á gripahúsum. Viðkomandi sveitarfélög munu sjá um sótthreinsunina en bændur greiða dýralæknum fyrir sprautunina á fénu og sjá um tiltekt í fjárhúsum. -ÖÞ Nýjar reglur EES setja flutningabíl- stjóram strangar reglur um vinnutíma í akstrinum og samkvæmt þeim regl- um skulu flutningabílstjórar ekki aka lengur en átta tíma í hverri ferð og stansa í 45 mínútur eftir fjögurra tíma akstur. Náist ekki til ákvörðunarstað- ar á þessum tíma skal annar ökumað- ui- taka við akstrinum og segir Svein- björn að sektir við broti á þessum regl- um séu átján þúsund krónur. Sveinbjörn segir að þessar nýju regl- ur eigi öragglega eftir að hafa áhrif á ferðir þeirra í vetiu þegar færð versn- ar og oft geti tekið langan tíma að kom- ast milli staða yfir veturinn. -JI J^o/aAoftctffUfncAztöAitn *jP liíiSfe- HL ,3 f Innifalið: Myndataka afbömunum þínum og j 1 || 40 jólakort. Verð 8.000 ISI/ Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020 Efhún erekki skaiég hundur heita! V: 1.080 þ. TILBOÐ 890 þ. stgr. Skoda Oktavia 1600, 4 d., skr.12/’98, grár, ek. 34 þ. km, bsk., álf., aukaf., s/v-dekk, vetrarpakki. Crysler Intrepid ES 3,2 I, 4 d., árg.1998, beis, ek. 60 þ. km, ssk., leður, sóll., abs, 245 hö. V: 2.750 þús. V: 990 þ. TILBOÐ 890 þ. stgr. MMC Lancer 1,3 GLXI, 4 d., skr. 5/’99, hvítur, ek. 51 þ. km, bsk. MMC Pajero 2,5 I, DTI, 5 d„ skr. 7/’97, blár/grár, ek. 177 þ. km, bsk., aukad. + felgur. V: 1.590 þús. V: 950 þ. TILBOÐ 850 þ. stgr. VW Polo 1,0 I, Basic, 3 d„ skr. 3/’00, hvítur, ek. 27 þ. km, bsk. Land Rover Defender 2,5 I, DT, 5 d„ skr. 11/'96, blár, ek. 107 þ. km, bsk„ toppl., krók. VSK-bíll V: 1.750 þús. V: 790 þ. TILBOÐ 690 þ. stgr. VW Polo 1,0 I, 3 d„ skr. 11/’99, hvítur, ek. 41 þ. km. bsk. Jeep Cherokee Jamboree 2,5 I, 5 d„ árg.1994, hvítur, ek. 98 þ. km, bsk„ álf„ aukaf., s/v-dekk V: 750 þús. V: 590 þ. TILBOÐ 450 þ. stgr. Hyundai Elantra stw, 1,8 I, skr. 2/’96, vínr., bsk„ álf. Nissan Terrano II EXE, 5 d„ skr. 2/’98, grænn, ek. 150 þ. km, bsk„ leður, toppl. o.fl. V: 1.620 þús. VW Transporter Pickup, 4x4, dísil, 2 d„ skr. 6/'95, grænn, ek. 97 þ. km, bsk. V: 890 þús. GOTT ÚRVAL BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐNUM. GÓÐ INNIAÐSTAÐA ÚRVAL VÉLSLEÐA Á SKRÁ OG Á STAÐNUM. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18. LAUGARDAGA FRÁ 10-14. Viðmiðunarverð á notuðum bílum er hægt að reikna út á bgs.is fBÍLASAUNNj Möldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 MMC Pajero 2,8 I, DTI, 5 d„ skr. 9/’98, beis, ek. 45 þ. km, ssk„ abs, krók., spoi. V: 2.750 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.