Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Hallœri Jjölskyldunnar Þaö fór ekki mikið fyrir fréttinni um fjölskyldulíf lands- manna í DV á fimmtudag. Henni var ekki komið fyrir á for- síðu eins og venja er með stærstu tíðindi dagsins, heldur laumað á innsíðu og stóð þar myndlaus með lítilli fyrir- sögn. Þar var sagt að kjarnafjölskyldan væri komin í minnihluta í samfélaginu en í staðinn hefðu blandaðar fjöl- skyldur náð meirihluta. Þetta er ekki smáfrétt. í reynd er hér um merkileg kaflaskil að ræða. Þegar fram líða stund- ir munu þessi tíðindi fá sína forsíðu í annálabókum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa orðið stórfelldar breyt- ingar í lífi fjölskyldna í íslensku þjóðfélagi. Kjarnafjölskyld- an hefur verið á hröðu undanhaldi á seinni árum. Blandað- ar fjölskyldur, þar sem eru stjúpbörn eða óhefðbundin sam- setning, eru komnar í meirihluta í samfélaginu. Lausung og frjálsræði í fjölskyldumálum hefur líklega aldrei verið meiri hér á landi. Skilnaðir þykja orðið svo sjálfsagðir að stóru vinahóparnir parast upp á nýtt á um það bil 15 árum. Raðkvæni þykir sjálfsagt og eðlilegt. Við þessu var að búast. Mjög líklega herðir enn á þess- ari þróun á næstu árum. Efalítið verða birt viðtöl innan fárra ára við fólk sem vinnur sér það eitt til frægðar að hafa verið í hjónabandi með sama makanum allt sitt líf. Raðkvæni mun aukast til slíkra muna að menn fara að huga að því hvort orðið fjölkvæni eigi ekki betur við. Fáir munu verða til þess að kippa sér upp við þessa þróun. Og allra síst kirkja flestra landsmanna og því síður stjórnvöld en hvorar tveggja stofnanirnar sofa vært í þessum efnum. Á íslandi hefur um langt árabil verið rekin samfélags- stefna sem níðist á fjölskyldunni, einkum ungu barnafólki í sambúð og síðar hjónabandi. Valdamiklum stjórnmála- mönnum, sem komnir eru af barneignaraldri, hefur verið sama. Þeir líta gjarna á mótbárur í þessum efnum sem hvert annað tuð. í þeirra augum er venjulega fjölskyldan á íslandi þægilegur vasi sem auðvelt er að vaða ofan í með fégráðuga fingur. Árásirnar á fjölskylduna og gildi hennar hafa verið öflugar og hitt beint í mark. Augu íslenska velferðarkerfisins hafa beinst að sjúku fólki og einstæðingum og einstæðum foreldrum, en heil- brigðar fjölskyldur hafa einfaldlega gleymst, svo vægt sé til orða tekið. í reynd beinist skatta- og bótakerfi landsmanna gegn fjölskyldunni. Fólk geldur þess að eiga börn og búa saman. Einfalt og landsþekkt reikningsdæmi hvetur fjöl- skyldufólk til að slíta samvistum og splundra upp heimil- inu. Mesti níðingsskapurinn í þessum efnum beinist gegn barnahjónum í námi. Ríkið vill ekki svoleiðis fólk. Venjulegar fjölskyldur, þar sem bæði hjónin vinna úti og börnin þrjú eru að feta sig upp skólakerfið, eru að mati stjórnvalda hátekjustétt. Þær eru ofurskattlagðar. Skattar og gjöld af öllu sem tengist börnum þessa fólks eru ofur- skattar. Leikskólar eru víða af svo skornum skammti að fremur er litið á þá sem sendingu af himnum ofan en sjálf- sagða hluti. Samfelldur skóladagur er nýyrði en lengi vel hefur grunnskólatími verið svo tættur að annað foreldrið þarf að aka bæinn á enda góðan hluta úr vinnudegi. í reynd má færa rök fyrir því að ríkinu sé illa við börn. Á íslandi eru fóstureyðingar ókeypis en hjón sem eiga erfitt með að eignast börn þurfa að greiða fyrir það svo ríku verði að stórsér á fjárhag þeirra. Og eftir því sem hjón eiga erfiðara með að eignast börn er það þeim dýrara. Hér væri hægt að tala um augljós skilaboð en líklega hefur kerfið einfaldlega gleymt að hugsa. í fjölskyldumálum er ekki heil brú í framkvæmd þess. Á meðan fækkar kjarnafjölskyldum á íslandi. Það er stefna stjórnvalda. Sigmundur Ernir Skoðun >». Afkoman og fiskveiðistjórnarkerfið „Reyndin varð hins vegar einatt sú að veiðam- ar voru lengst af reknar með töluverðu tapi eða meira og minna allan áttunda áratug siðustu aldar og langt fram á hinn níunda. Enda skiptu tap og gróði litlu fyrir útgerðina. “ í stjórnartíð sinni á árun- um 1980-1983 var Gunnar Thoroddsen heitinn, þáver- andi forsætisráðherra, spurður þeirrar spumingar af fréttamanni Sjónvárps hvort hann hefði ekki áhyggjur af afkomu útgerð- ar, þar sem við blasti halli er næmi a.m.k. tíu af hundraði. Svarið sem spyrillinn fékk var önnur spurning, það er hvort út- gerðin hefði ekki ætíð verið rekin með halla. Fátt varð um svör og spurningar eigi fleiri. Fiskveröið sem lægst Allar götur, nokkuð fram á níunda áratuginn eða að tilurð fiskmarkaða, var verðmyndun sjávarfangs meira og minna handstýrt af framkvæmda- valdinu. Verðlagsráð ákvað það verð er vinnslan skyldi greiða útgerðinni fyrir fisk til vinnslu. í orði kveðnu var markmiðið það að hvort um sig, veiðarnar og vinnslan, yrðu rekin hallalaus. Reyndin varð hins vegar einatt sú að veiðarnar voru lengst af reknar með töluverðu tapi eða meira og minna allan áttunda áratug síð- ustu aldar og langt fram á hinn ní- unda. Enda skiptu tap og gróði litlu fyrir útgerðina. Vegna tengsla við vinnsl- una gat rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja skilað nokkrum hagnaði þrátt fyr- ir tap útgerðar. Læðist því að sá grunur að eitt helsta hlutverk Verðlagsráðs hafi verið að ákveða laun sjó- manna þar sem þeir voru ráðnir upp á aflahlut en verkafólk i vinnslu ekki. Einatt var þeirri fullyrð- ingu haldið fram. Það var þvi óhjákvæmilega hagur sjávarút- vegsfyrirtækja sem bæði stunduðu veiðar og vinnslu að fiskverð væri sem allra lægst. Hátt og lágt raungengi Á árum mikillar verðbólgu og nei- kvæðra raunvaxta var ekki höfuð- atriði að hagnast bókhaldslega. Vegna neikvæðra raunvaxta gat út- gerð og annar rekstur haldist áfram snuröulaust þrátt fyrir hallarekstur. Skuldirnar rýrnuðu í verðbólgunni en eignir héldu verðgildi sínu. Þegar borið er saman rekstrarumhverfi út- gerðar nú og fyrir hálfum öðrum ára- tug þarf einnig að taka tillit til af- urðaverðs og raun- gengis. Lágt raun- gengi er hentugt fyrir útflutningsgreinar því raungengi gefur til kynna innlent verðlag miðað við erlendan gjaldmiðil. Lágt raungengi táknar þvi að útflutn- ingsgreinar fá inn- lendan kostnað greiddan af afurða- verði í ríkari mæli en væri raungengi hátt. Nú er raungengi um 30% lægra miðað við laun en var á fjórða ársfjórðungi 1981 og á árunum 1983-1985 var raungengi til muna hærra en nú er og því óhagstæðara útflutn- ingsfyrirtækjum. Líklegt er einnig að verð sjávaraf- urða hafi það sem af er þessu ári ver- ið nokkru hærra á erlendum mark- aði en árin 1983-1985. Samanburður er þó torveldur þar sem um fjöl- breytilegan markað er að ræða en reynt hefir verið að staðvirða út- flutningsverð sjávarafurða með neysluverðsvísitölu helstu viðskipta- landa.. Aðrir þættir en fiskveiði- stjórnunarkerfið Það sem gerir öll skilyrði sjávarút- vegs nú hagstæðari en á fyrri helm- ingi níunda áratugarins eru því bæði hærra afurðaverð á fostu verði og til muna lægra raungengi sem er útflutn- ingsgreinum til hagsbóta. Ýmis kostnaður er þó til mikilla muna hærri nú en þá, s.s. fjármagnskostnaður, sem rakinn verður til mikiU- ar aukningar skulda undan- farinna ára, og fjármuna- eignar sem þarf að afskrifa svo og til þess að lán eru nú að fullu ýmist gengistryggð eða verðtryggð. Aðrir óvissuþættir við rekstur eru auk fyrrgreindra liða verð ýmissa aðfanga, innlendra sem erlendra. Ljóst er því að það eru allt aðrir þættir en fiskveiði- stjórnunarkerfi sem skýra munu afkomu útvegs nú og á níunda áratugi síðustu ald- ar. Hinn mikli handstýrði hallarekstur útvegs á árum áður var því alls óháður því fiskveiðistjórnun- arkerfi er þá rikti. Þá heföi fram- kvæmdavaldinu er hafði ákvörðun gengis og þess verðs er vinnslan greiddi verið í lófa lagið að úthluta hagnaði og halla eftir hentugleikum. Kristjón Kolbeins Brottkast í Meint brottkast sjómanna á góðu hráefni hefur lengi verið haft á orði en nú liggur það á borði eftir frábær- an (á)róður kvikmyndatökumanna Sjónvarpsins. Og maður furðar sig á sinnuleysi eða öllu heldur afneitun stjórnmálamanna sem sett hafa þau ólög sem sjómönnum er ætlað að starfa eftir. Stór hluti fólks virðist vilja viðhalda óréttinum en er reiðu- búið að taka „hóflegt veiðigjald" af útgerðinni. Mörgum virðist gjörsam- lega fyrirmunað að skilja almenn hugtök eins og réttlæti og sanngirni. Hvaða réttlæti er fólgið í því að hafa afhent auðlindina fáum útvöld- um sem síðan yfirgáfu atvinnugrein- ina með gróðann? Það verður varla sátt um þetta mál í þjóðfélaginu fyrr en veiðiheimildir verða aftur teknar inn í hús og þær síðan boðnar út til tímabundinnar leigu. Það verður að firna þessar heimildir eða hreinlega taka þær til baka i eitt skipti fyrir öll. Auðvitað er útgerðin í vanda eft- ir að hafa keypt „þýfið“ - aflaheim- ildirnar - og skuldsett sig þess vegna. Kirkjufólki kemur það líka við Sjávarútvegurinn er án efa mál málanna í íslenskri pólitík. Og um það mál þarf að ræða á öllum sviðum þjóðlífsins. Kirkjan (og þá á ég við safnaðarfólk um land allt) á fullt er- indi í þá umræðu á forsendum trúar og guðfræði. Það er hennar skylda og köllun að spegla málefni líðandi „Margir skilja ekki að hœgt er að hafa skoðanir sem byggjast á siðferðisvitund, heimspeki, guðfrœði eða trú án þess að sá sem þœr setur fram hafi nokkur tengsl við einhvem stjómmálaflokk. “ - Frá nýlegu kirkju- þingi í Dómkirkjunni. kirkjunni stundar í fagnaðarerindi Krists sem boðar þjóðfélags- legt réttlæti, frið og farsæld handa öllum. Sumir stjórn- málamenn eru að vísu ekki hrifnir af þvi að kirkjan tjái sig um þjóðfélagsmál. Þeir vilja þæga kirkju sem ónáð- ar hvorki né spillir þeim friði sem menn halda sig geta sótt til kirkju sinnar. En friöurinn sem Jesús talaði um er af öörum toga. Hann er shalom, þar sem jafnvægi kraftanna ríkir, friður sem er ávöxtur réttlætis en ekki einhver fjarræn sæla sem fæst á dekurdögum í einhverjum andlegum nuddpottum. Kristur sagði meira að segja að hann væri ekki kominn til þess aö boða frið heldur sundur- þykki. Þar var hann að visa til þeirra átaka sem eru óhjákvæmileg þegar menn skynja ekki tákn tím- anna. Heilbrigt samfélag leyfir skoðana- skipti og hvetur til samræðu. Sam- ræðan er einn af hornsteinum lýð- ræðisþjóðfélags. Menn blanda sér í umræðuna til þess að hafa áhrif. Og þeir sem ekki þola slík afskipti presta eða annarra stétta eiga vart nokkurt erindi í opinbera þjónustu á sviði stjómmála. Óflokksbundnar skoðanir Prédikun og pólitík eiga saman. En um leið skal það áréttað að pré- dikun og flokkspólitík eiga enga samleið. Hér á landi hefur mótast sú leiða venja að draga menn í flokks- dilka ef þeir tjá sig og hafa skoðun á þjóðfélagsmálum. Margir skilja ekki að hægt er að hafa skoðanir sem byggjast á siðferðisvitund, heim- speki, guðfræði eða trú án þess að sá sem þær setur fram hafi nokkur tengsl við einhvern stjórnmálaflokk. Þar fara oft fremstir flokksbundnir menn sem skortir hæfileikann til að stunda heilbrigöa samræðu eða eru svo blindir að þeir geta ekki horft á málin nema út frá gefinni flokkslínu. Ef einhver segir eitthvað afgerandi t.d. um umhverfismál þá er sá hinn sami væntanlega spyrtur við Vinstri græna. Ef hann tjáir sig um kvótamál er hann settur í flokk með Samfylkingunni eða stjórnar- andstöðunni. Þessi hugsunarháttur sem skilur allt út frá eigin forsend- um og skipaðri flokkslínu hefur tap- að hæfileika samræðunnar eða jafn- vel aldrei búið yfir þeim hæfileika. Slíkt fólk vill eintal samkvæmt bók- staf flokksins. Stærsti flokkurinn? Þjóðirkjan er stór flokkur, líklega fiölmennasta félag á Islandi, en hún er kölluð til að vera byltingarafl kærleikans og spegla öH málefni þjóðfélags og einstaklinga í boðskap þess Drottins sem hún játar trú á. Kirkjufólk starfar í öllum stjórn- málaflokkum, en kirkjan sem hreyf- ing má aldrei verða þjónn neinnar stjórnrpálastefnu, neins flokks. Þá er hún orðin að einskonar sértrúar- hópi. En henni ber að vera pólitísk í þeim skilningi að vera spámannleg rödd í samtíðinni á hverjum tíma. Kirkja sem ekki tekur þátt í þjóðfé- lagsumræðunni gerir sig seka um al- varlegt brottkast úr boðskap Krists. Örn Bárður Jónsson Örn Bárður Jónsson prestur Sameiginlegt hatur „Leiðtogar Norður- bandalagsins eiga hins vegar fátt sameiginlegt annað en hatur á tali- bönum, sem hefur und- anfama daga fengið út- rás í fiöldamorðum í helstu borgum Afganist- ans. Fátt mun vera þeim siður í hug en að hleypa „hófsömum" talibönum að völdum, hvað þá að stjóm Pakist- ans fái nokkurn íhlutunarrétt í mál- efni Afganistans. Markmið Norður- bandalagsins eru að fara sínu fram í norðri en leyfa ættbálkahöfðingjum að taka suðurhluta landsins og ráða þar hver yfir sínum skika. Þar með verða sunnanmenn sundraðir og ekki líkleg- ir til ógna norðanmönnum í bráð.“ Sverrir Jakobsson á Múrinn.is Læknað á eigin kostnað „Fyrir látlausan íslending sem ekki hefur alið langan aldur í fram- varðasveit Framsóknarflokksins er auðvitað ekki hlaupið að því að sjá hvað er at- hugavert við að læknir lækni fólk og þiggi fyrir það greiðslu. Þessi starfsemi læknisins mun ekki draga úr möguleikum heil- brigðiskerfisins til að lækna annað fólk. Frekar mætti halda því fram að því fleiri sem láta lækna sig á eigin kostnað þeim mun fleiri sé hægt að veita aðstoð á kostnað annarra. En svona einfalt er þetta víst ekki því Jón ráðherra segist vera „illa svik- inn“ ef ekki verði fljótlega farið að krefia ríkið um þátttöku í greiðsl- unni tfl læknisins sem ekki hefur í hyggju að starfa á kostnað rikisins." Pistill á Vef-Þjóöviljanum ^efþjóðvíljinn Spurt og svarað Hver eru athyglisverðustu skilaboðin frá landsfundi Samfylkingt Einar Skúlason, formadur ungra framsóknarmanna: Umbúðir utan um ekki neitt „Athyglisverðustu skilaboðin sem við fáum frá þessum fundi eru kannski þau að Samfylkingar- fólk heldur enn i vonina. Það kom saman tO fundar og talaði kjarkinn hvað í annað. Þarna gerðust eng- in stórkostleg pólitísk tiðindi. Ég bjóst við bitastæð- ari niöurstöðu í Evrópumálum en ekki því að frestað yröi í eitt ár að taka afstöðu í því mikflvæga máli með póstkosningum. Slíkt er ekki í samræmi við málflutning margra Evrópusinna í röðum flokksins. Samfylkingarfólk viröist forðast átök eins og nokkur kostur er. Umgjörð fundarins virðist þó hafa tekist vel þannig að segja má að þetta hafi ver- iö faUegar umbúðir utan um ekki neitt." Ingvi Hrafn Óskarsson, formadur ungra sjálfstœdismanna: Enginn botn í Evrópuumrœðu „Mér finnst merkUegast að eng- inn botn skuli hafa náðst í þessa Evrópuumræðu flokksins. Samfylk- ingin virðist enn vera klofin í málinu, eða að minnsta kosti hefur forystan ekki kjark tU þess að taka af skar- ið. Staðan er því enn sem fyrr sú að enginn íslenskur stjómmálaflokkur hefur sett aðUdarumsókn að ESB á oddinn. Mér fmnst það koma úr hörðustu átt þegar Samfylkingin gagnrýnir stjórn efnahagsmála - ég hef ekki orðið var við neina heildstæða stefnu í þeim mál- um. í grundvaUaratriðum rekur Samfylkingarfólk gamaldags kröfugerðarpólitík þar sem krafist er auk- inna framlaga tU hinna aöskiljanlegustu mála eftir því hvað efst er á baugi í umræðunni á hverjum tima.“ Katrín Júlíusdóttir, í framkvœmdastjóm Samfylkingar: H Andstœðingum ' er brugðið „Samfylkingin hefur með fundin- um skerpt áherslur sinar verulega og formaðurinn og forystan öll koma mjög sterk út úr þessum fundi. Við erum einnig eftir þetta búin að skapa Samfylkingunni verulega sér- stöðu í íslenskum stjómmálum vegna tUlagna okkar í Evrópu-, auðlinda- og lýðræðismálum. I þessum mála- flokkum höfum við gengið lengra en aðrir. Samfylk- ingin er jafnaðarflokkur sem vUl réttlátt og sanngjarnt samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla. Ég trúi því að andstæðingum okkar sé nokkuð brugðið eftir þenn- an fund sem við komum ákaflega sterk út úr, ekki síst vegna þess hve sterkt bakland viö höfum. Vel heppn- aður fundurinn er gleggsta dæmið um það.“ Sverrir Jakobsson, VG og pistlahöf. á Múrinn.is Deilt um keis- arans skegg „Mér fannst athyglisvert hve margir gamlir alþýðubandalags- menn voru kjömir í framkvæmda- stjóm flokksins, svo sem þau Anna Kristín Gunn- arsdóttir, Jóhann Geirdal og Flosi Eiríksson. Þetta bendir tU að Samfylkingin sé eitthvað annað en gamli Alþýðuflokkurinn endurborinn, eins og sum- ir hafa haldið fram. Af þeim málefnum sem þarna voru tU umræðu fangaði ekkert athygli mfna. Fjöl- miðlar hafa aðaUega sagt okkur frá tiUögum um formsatriði, eins og það hvað flokkurinn vUl heita. Það em í mínum huga fyrst og fremst deUur um keisarans skegg; flokkur sem veit hvað hann vfll þarf ekki að rífast innbyrðis um slíka hluti.“ 4) Landsfundur Samfylkingar var um helgina. Evrópumál settu svip sinn á umræðu, auk þess sem segir í stjórnmálaályktun að reisa þurfi íslenskt efnahagslíf við, eftir alvarieg mistök í efnahagsstjórn. Á ofanverðri 20. öld, í valdatíð Matthíasar Bjarna- sonar, hæstráðanda tU sjós, þeyttu fiskifræðingar talnarunum og línuritum framan í hann og von bráð- ar fékk sendingin heitið Svarta skýrslan. Setti hroU að landsmönnum þegar þeir seint og um síðir átt- uðu sig á inhihaldi hennar. Stofnar þorskfiska voru á hraðferð sömu leið og sUd- in áður fyrr. Gekk sú þróun þvert á allar vonir um að úfærslur auðlinda- lögsögunnar, með sínum striðum og viðskiptahremmingum, myndu auka aflasæld og þar með hlut íslenska flotans margfaldlega. En svo brá við eftir að útlendingar voru reknir af íslandsmiðum og togkraftur LÍÚ efldur upp úr öllu valdi að veiðin minnkaði ár frá ári og aö þvi kom að fiskifræðingar sögðu stopp og lögðu fram sína Svörtu skýrslu tU varnar stofnum í útrýmingarhættu. Nú voru góð ráð dýr því efnahags- hrun af áður óþekktri stærðargráðu blasti við héldi fram sem horfði. Upp úr þessu mélinu tóku stjórnvöld að sér stjórn fiskveiða í því skyni að vernda stofnana fyrir ofveiði svo að þeir mættu stækka og tímgast á ný og efnahagur þjóðarinnar glæðast. Kvótakerfið var lögfest af LÍÚ og Alþingi. Sjávarútvegsráðherra hrær- ir síðan í því með reglugerðum sem gefnar eru út annað slagið. ýmsum sortum og gerðum vitna um að undirmálsfiski sem málfiski sé kastað í sjó tfl að leika á markaðinn og fiskvemdina. Sjónvörp eru sögð ljúga með myndum eða segja satt með myndum og valdsmenn heimta gögn til að lögsækja kvótasvindl- ara. Útgerðarmenn vitna um að þeir viti ekki til að nokkrum veiddum fiski sé kastað í sjó og aðrir útgerð- armenn vitna um að ekki sé útilokað að þeir hafi fyrir- skipað að skip þeirra komi ekki að landi nema með finasta málfisk. í gamalt horf Öll er þessi umræða með svipuð- um óraunveruleikablæ og opinbera fiskverndin sjálf og öU hennar af- kvæmi í lagasetningum, reglugerð- um, frávikum ýmiss konar og sátta- gerðum sem aldrei friða nokkra sál fremur en fiskinn i sjónum. Lögin segja fiskislóðina eign þjóð- Háaloftið Oddur Olafsson skrifar: Fiskvernd í verki Ósætti Nær tveggja áratuga reynsla af stjóm fiskveiða er einkum sú að afl- inn minnkar, Hafró leggur tU ein- hvern hámarksafla og sjávarútvegs- ráöherra bjargar útgerð og byggðar- lögum með því að auka aflaheimild- ir fram yfir ráögjöf fiskifræðinga og kvótaeigendur græða á tá og fingri. Eitt hið besta við kerfið er að nú skuldar útgerðin fyrrverandi kvóta- höfum upphæðir sem helst er aö finna í gögnum um stjömufræði. En peningunum er vel varið í fram- kvæmdaþensluna við dauðan sjó sunnanverðs Faxaflóa og í arðsöm fjármálaumsvif í útlandinu. Svo undarlega sem það kann að hljóma er rifist jafnt og þétt um þessa góðu stjóm fiskveiöa og henni fundiö flest til foráttu. Annað slagið rýkur þjóðarsálin upp á háa c-ið út af einhverjum tilteknum atriðum sem varða verndun fiskistofnanna. Um þessar mundir stendur yfir enn ein hrinan um brottkast fiskafla og eru flestir sótraftar á sjó dregnir til að vitna um fyrirbærið, ýmist með eða á móti. Sérfræðíngar af ír Öll er þessi umrœða með svipuðum óraunvemleikablce og opinbera fiskvemdin sjálf og öll hennar afkvœmi í lagasetningum, reglugerðum, frávikum ýmiss konar og sáttagerðum sem aldrei friða nokkra sál fremur en fiskinn í sjónum. arinnar. Með reglugerðum er nokkrum einstaklingum og hlutafé- lögum afhent eignin til fullra um- ráða og mega þeir útvöldu leigja hana eða selja ef þeir kæra sig ekki um að gera út. Eign þjóðarinnar, sem er framseld til einstaklinga, erf- ist til afkomendanna þegar þeir falla frá, ef þeir eru ekki búnir að sejja hana öðrum einstaklingum áður. Því er haldið fram að fiskverndin leggi byggðarlög og heilu landshlut- ana í eyði þegar einkakvótinn er seldur milli bæja. Hvort sem það er rétt eða ekki þá er staðreynd að langstærsti hundraðshluti allra veiðiheimilda er í eigu útgerða og einstaklinga á landsbyggðinni. En af- raksturinn ratar með dularfullum hætti í fjárfestinga- og fjármálasoll- inn syöra eða í alþjóðavæöingunni. Samt kvað þetta vera besta fisk- veiðistjórnun i heimi og er árangur- inn sá, að þorskaflinn er lélegri en nokkru sinni var spáð í Svörtu skýrslunni, sem var upphaf laga um vernd fiskistofna í útrýmingarhættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.