Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Sport DV Aigars Lazdins skoraði þrjú mörk fyrir Pór gegn ÍR á föstudagskvöld. Sannfærandi hjá Mosfellingum - unnu Selfyssinga örugglega, 20-24 „Ég átti ekki von á þessu, okkur hefur gengið illa upp á síðkastið en ég hef trú á því að með þessum sigri þjappi liöið sér saman og komist á beinu brautina," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftur- eldingar eftir sigurinn á Selfyss- ingum í Esso-deildinni á Selfossi á fostudag. Lokatölurnar voru 20-24, gestunum í vil. Sigur Afturelding- ar var sannfærandi og hefði getað orðið mun stærri en Mosfellingar voru Selfyssingum fremri á öllum sviðum. Leikurinn var bragðdaufur og hvorugu liðanna tókst að sýna sín- ar bestu hliðar. Jafnræði var með liðunum framan af en þegar leið á fyrri hálfleik sýndu gestimir meira frumkvæði og náðu mest fjögurra marka mun og í hálfleik var staðan 9-13. Þrátt fyrir að vöm Selfyssinga héldi nokkuð aftur af Mosfellingum var sóknarleikurinn ekki góður og mörg færi fóru í súginn. í síðari hálfleik var allt við það sama, Selfyssingar minnkuðu mun- inn reyndar í tvö mörk en komust ekki lengra þvi að Afturelding jók muninn á skömmum tíma í fimm mörk og við það sat. Það var sama til hvaða ráða heimamenn gripu í sókninni gestimir áttu gott svar. Sóknarleikur Selfoss var oft ráð- leysislegur og vítanýtingin engin en þrjú víti fóru forgöröum Eftir bragð- daufar 60 mínútur hafði Afturelding því fjögurra marka forskot og Sel- fyssingar töpuðu fyrsta heimaleik sínum í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að Afturelding ætti að- eins átt „meðaldag" var ýmislegt sem gladdi augað. Sverrir Björns- son stóð sig vel í vöm og sókn og skoraði 10 mörk og Reynir Þór varði 21 skot, þar af tvö víti. Gísli Guðmundsson var bestur Selfyss- inga en hann varði einnig 20 skot, þar af eitt víti. -gks sigur ÍR-inga ÍR-Þór 35-31 0-1, 3-2,1-4, 9-5,13-6,14-9 (18-11), 19-11, 23-17, 26-20, 27-24, 31-27, 35-31 ÍBi Mörk/viti (skot/viti): Sturla Ásgeirsson 9/5 (12/5), Einar Hólmgeirsson 8 (11), Fannar Þorbjömsson 5 (5), Bjarni Fritzon 4 (6), Brynjar Steinarsson 4 (8), Kristinn Björgúlfsson 3 (3), Ragnar Helgason 1 (1), Kári Guðmundsson 1 (3), Tryggvi Haralds- son (1), Erlendur Stefánsson (1). Hraóaupphlaupsmörk: 7 (Sturla 4, Fannar 2, Einar). Víti: Skorað úr 5 af 5. Fiskuð viti: Brynjar 2, Kári, Fannar, Kristinn. Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 25/1 (56/7, hélt 11, 45%). Brottvisanir: 6 mínútur. Þór: Mörk/viti (skot/víti): Goran Gusic 8/3 (10/3), Páll Viðar Gíslason 8/3 (14/4), Rene Smed Nilsen 5 (7), Amar Gunnars- son 4 (10), Aigars Lazdins 3 (6), Þorvald- ur Þorvaldsson 2 (5), Þorvaldur Sigurðs- son 1 (2), Bjami Bjamason (1), Brynjar Hreinsson (4). Hraöaupphlaupsmörk: 5 (Páil, Rene, Aigars, Goran, Þorvaldur Þ.). VitU Skorað úr 6 af 7. Fiskuú viti: Brynjar 2, Arnar, Rene, Aigars, Goran, Þorvaldur Þ. Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (39/4, hélt 2, 26%), Bjöm Bjömsson 0 (6/1, hélt 0,0%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson (6). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 130. Maöur loiksins: Hreiðar Guðmundsson, ÍR Selfoss-Aftureld. 20-24 1-0, 3-3, 5-5, 6-9, 8-11 (9-13), 9-14, 12-15, 13-18, 15-19, 17-20, 18-22, 19-23, 20-24. Selfoss: Mörk/víti (skot/viti): Robertas Pauzuolis 6 (15/1), Þórir Ólafsson 4 (8), Valdimar Þórsson 3 (9/2), Hannes Jón Jónsson 3 (6), Ramunas Mikalonis 3 (8), Ómar Vignir Helgason 1 (2). Hraóaupphlaupsmörk: 3 (Þórir, Valdimar, Hannes). VitU Skorað úr 0 af 3. Fiskuö viti: Þórir, Pauzuolis, Valdimar Varin skot: Gísli Guðmundsson 20/1 (44/2, hélt 9, 45%). Brottvisanir: 6 minútur. Aftureldins: Mörk/víti (skot/viti): Sverrir Björnsson 10 (12), Magnús Már Þórðarson 5 (6), Bjarki Sigurðsson 4/1 (6/1), Páll Þórólfsson 3 (9/1), Daði Hafþórsson 2 (2), Níels Reynisson (1), Valgarð Thoroddsen (2). Hraöaupphlaupsmörk: 2 (Daði, Páll). Víti: Skorað úr 1 af 2. Fiskuó víti: Hjörtur, Sverrir. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 21/2 (41/3, hélt 12, 51%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggóson og Valgeir Ómarsson (8). Gœói ieiks (1-10): 4. Áhorfendur: 198. Maðvit' letkstus. Svot rir Björnsson, Aftuivldingu Góður ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri á fóstudagskvöld, 35-31, i leik þar sem lítið fór fyrir varnar- leik, sérstaklega hjá gestunum. Reyndar má segja að varnarleysi hafi verið hjá Þórsurum því ÍR-ingar áttu mjög auðvelt með að komast í gegn- um vömina hvað eftir annað. Það var ekki annað að sjá á leik- mönnum Þórs að markmiðið væri eingöngu að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því voru kraft- amir sparaðir í vörninni. Þetta gekk ekki upp hjá norðanmönnum og ekki líklegt að leikir vinnast þegar liðið fær á sig 35 mörk. Menn gerðu sig Valsmenn vilja sjálfsagt gleyma viðureigninni gegn ÍBV á fóstudagskvöld sem allra fyrst. Eftir að hafa leikið níu leiki í röð án þess að lúta i lægra haldi var komið að skuldadögunum en það voru Eyja- menn sem fógnuðu í leikslok nokkuð öruggum sigri. Það leit samt allt út fyrir að þetta yrði leikur kattarins að músinni því Valsmenn komu mjög beittir til leiks. Sigfús Sigurðsson reyndist Eyjamönnum erfiður fyrri hluta leiks og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. En barátta ÍBV skilaði lið- inu aftur inn í leikinn. Fyrirliði þeirra, Arnar Pétursson, fékk tveggja minútna brottvísun og bekk- urinn fékk svo aörar tvær mínútur fyrir kjaftbrúk hans. En þetta var það sem Eyjamenn þurftu á að halda og eftir að Amar kom aftur inn í KA-menn töpuðu öðrum leik sín- um í röð á heimavelli í Essodeild karla þegar Framarar sigraðu 22-29 í leik þar sem dómurunum Antoni og Hlyni tókst að eyðileggja leikinn strax í fyrri hálfleik. Framarar byrjuðu leikinn betur og höfðu greinilega kynnt.sér vel framliggjandi vörn KA-manna. Vand- ræði dómaranna hófust snemma og á tímabili voru fjórir leikmenn KA í skammarkróknum en skömmu síðar voru þrír leikmenn Fram komnir þangað og þeir svartklæddu búnir að missa allar sjónir af öllu sem gæti kallast handknattleikur og gáfu KA- mönnum meira að segja tveggja mín- ansi oft seka um að hlaupa ekki aftur í vöm eftir að boltinn tapaðist og er það ekki vænlegt til árangurs. Það var hins vegar góð stemning í liði ÍR og þó svo að gestirnir hafi skorað 31 mark þá þurftu þeir að hafa meira fyrir sínum mörkum en ÍR-ingar. Sóknarleikurinn var stór- skemmtilegur og sáust mörk í öllum regnbogans litum. Einar Hólmgeirs- son skoraði nokkur glæsileg mörk úr þrumuskotum og skoraði alls átta mörk þrátt fyrir að hafa verið utan vallar megnið af seinni hálfleik. Sturla Ásgeirsson nýtti vítin vel og var fljótur fram í hraðaupphlaupin. vörn Eyjamanna skoraði Sigfús að- eins eitt mark og fékk boltann nán- ast aldrei í hendumar. Eyjamenn komust yfir í fyrsta skipti tíu sek- úndum fyrir leikhlé og staðan í hálf- leik var 14-13. Mindaugas Andriuska gerði svo fjögur fyrstu mörk ÍBV í seinni hálf- leik á meðan Valsmenn skoruðu að- eins eitt og Eyjamenn komnir með fjögurra marka forystu. Sú forysta hélst nanast til leiksloka. Um miðbik hálfleiksins gerðist umdeild atvik þegar leikklukkan var ekki stöðvuð en mönnum bar ekki saman um hvort dómarapar leiksins höfðu gef- ið merki um það. Geir Sveinsson, þjálfari Valsmanna gekk fulllangt í mótmælum sínum og heföi með réttu átt að fá, í það minnsta tveggja mín- útna refsingu. Geir var að vonum heldur ósáttur útna brottvísun fyrir athugasemd frá áhorfanda. Sóknarleikur KA var helsti Akkilesarhællinn en batnaði eftir að Einar Logi Friðjónsson, örv- hent skytta, kom inn á og sá til þess að munurinn í leikhléi var aðeins tvö mörk. Það var eins og bæöi lið hefðu hugsað sinn gang í leikhléi og síðari hálfleikur hófst með ágætum hand- bolta. Mönnum fór þó fljótt að hlaupa kapp í kinn og mátti litlu muna að slagsmál brytust út. Dóm- ararnir breyttu líka sínum leik og hættu hreinlega að reka út af (einn í síðari hálfleik) en mörg brot orkuðu enn tvímælis og oft mátti sjá KA- Hreiöar Guðmundsson varði vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar ÍR-ingar voru að hrista gestina af sér. Þórsrar hafa sýnt það í vetur að þeir eiga ekki í erfiðleikum að skora mörk. Vandamálið er hins vegar vamarieikurinn og er hann nokkuð sem leikmenn verða að bæta. Páll Viðar Gíslason var góður að vanda og stjórnaði sókninni vel. Goran Gusic var öflugur í seinni hálfleik og skoraði sjö mörk í hálfleiknum. Markvarslan var í lágmarki og engin furða þar sem lítil sem engin vörn var fyrir framan. -Ben í leikslok. „Það er alltaf erfitt að spila í Vestmannaeyjum og við vor- um meðvitaðir um það. Það lítur auðvitað ekki vel út þegar maður fer að setja út á dómgæslu eftir tapleik en mér finnst það almennt mikið vandamál hvað gætir mikils mis- ræmis hjá dómurum milli leikja og jafnvel milli sókna. Ég mun hins vegar seint kenna þeim um tapið héma i Eyjum, maður tapar yfirleitt leikjum út á sína eigin getu og þannig held ég að þetta hafi verið í dag.“ Arnar Pétursson, fyrirliöi heima- manna, var hins vegar í öðrum gír eftir leikinn. „Maður er í próflestri núna þannig að maður er svolítið eins og kýmar á vorin þegar þeim er hleypt út. Núna verðum við bara að halda okkur á jörðinni og halda áfram að bæta leik okkar.“ -jgi menn grípa um andlit sér eftir að hafa látið reyna á sterka vöm Fram- ara. Leikurinn hélst jafn fram í miðj- an hálfleikinn en þegar á leið varð lið KA fullkappsfullt og sóknirnar erfiðar. Framarar gengu á lagið og tókst þeim að skora sex af síðustu sjö mörkum leiksins og vinna sann- gjarnan sigur. KA-liðið var ekki svipur hjá sjón í leiknum en þó var ljósið að sjá í leik Einars Loga framan af þátttöku hans og breytinguna á sóknarleiknum. Framarar hafa spilað betri leiki og fallegri en Hjálmar Vilhjálmsson og Róbert Gunnarsson voru þeirra bestir. -ÓK KA-Fram 22-29 0-1, 2-2, 2-7, 7-8, 8-12, (10-12), 11-12, 15-15, 19-21, 21-24, 22-29. KA: Mörk/viti (skot/viti): Einar Logi Friö- jónsson 5 (8), Heimir Ámason 4 (10), Jón- atan Magnússon 4/2 (10/3), Sævar Ámason 3 (4), Andrius Stelmokas 2 (3), Ingóifur Ax- elsson 2 (4), Jóhann Gunnar Jóhannsson 1 (1), Arnar Þór Sæþórsson 1 (1). Hraöaupphlaupsmörk: 1 (Heimir). Viti: Skoraö úr 2 af 3. Fiskuð víti: Ingólfur, Jóhann, Sævar. Varin skot: Egedijus Petkevicius 7/1 (23/4, hélt 3, 30%), Hans Hreinsson 1 (14/3, hélt 1, 7%) Brottvisanir: 14 mínútur. Fram: Mörk/viti (skot/viti): Hjálmar Vilhjálms- son 8 (11), Björgvin Þór Björgvinsson 6/4 (9/4), Maxime Fedioukine 5 (6), Róbert Gunnarsson 4/1 (6/2), Guðjón Finnur Drengsson 4 (8), Sebastian Alexandersson 1/1 (1/1), Ingi Þór Guðmundsson 1 (2), Lár- us Jónsson (3). Hraóaupphlaupsmörk: 4 (Guðjón 2, Hjálmar, Fedioukine). VitU Skorað úr 6 af 7. Fiskuð viti: Lárus 3, Ingi, Fedioukine, Guðjón, Róbert. Varin skot: Sebastian Alexandersson 13/1 (34/2, hélt 4, 38%), Magnús Erlends- son 0 (1/1, 0%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson (2). Gœói leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 250. Maður leiksins: Róbert Gunnarsson. Friun ÍBV-Valur 34-29 0-1, 2-6, 8-8, 11-11 (14-13), 17-13, 22-17, 25-22, 33-26, 34-29. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Mindaugas Andriuska 13/4 (22/5), Arnar Pétursson 8 (11), Petras Raupenas 4 (7), Sigurður Ari Stefánsson 3 (4), Sigurður Bragason 3 (4), Svavar Vignisson 1 (2), Kári Kristjánsson 1(2), Jón Andri Finnsson 1 (1). Hraóaupphlaupsmörk: 1 (Sigurður Ari). Viti: Skorað úr 4 af 5. Fiskuó vitU Svavar 2, Sigurður Ari, Mindaugas, Jón Andri. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18/1 (47/6, hélt 10, 38%). Brottvísanir: 10 mínútur. Valur: Mörk/víti (skot/viti): Markús Máni Michaelson 7/2 (13/3), Freyr Brynjarsson 7 (11), Sigfús Sigurðsson 5 (5), Bjarki Sigurðsson 3/1 (6/1), Snorri Guöjónsson 3/2 (9/2), Einar Gunnarsson 2 (3), Ásbjöm Stefánsson 2 (2). Hraóaupphlaupsmörk: 2 (Freyr, Einar). Viti: Skorað úr 5 af 6. Fiskuð viti: Sigfús 2, Snorri, Ragnar Ægisson, Bjarki, Freyr. Varin skot: Roland Eradze 11/1 (31/5, hélt 5, 35%), Pálmar Pétursson 1 (3/1, hélt 0, 33%) Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson (3). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 250. Maftur leiksins: Aruar Péturs.soii. IBV Fyrsta tap Valsmanna - gegn frískum Eyjamönnum í Eyjum, 34-29 Annar sigur Fram í röð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.