Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 14
-* 30 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Sport i>v * Veiðivon Skotveiðimenn sem hafa haft samband viö DV-Sport, eru ekki sammála veiöistjóra, Áka Ár- manni Jónssyni, aö ekki megi stytta veiðitímann á næstu árum. Einn sem hafði samband sagði að miklu minna væri af rjúpu núna en fyrir einum eða jafnvel tveimur árum. Það var að heyra á formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur að framtíðarsvæði félagsins yrði viö Elliöaámar. Þessa dagana er bókin Fluguveiðar á íslandi að koma út og þykir bókin mjög glæsileg. Lárus Karl Ingason hefur tekið myndirnar í bókina og eru þær um 500. Loftur Atli Eiriksson blaðamaður sá um textann ásamt fleiri góðum mönnum. Stangveiðiárbókin sem Guð- mundur Guðjónsson á Morgun- blaöinu hefur skrifað síðustu árin er að koma út. Fleiri verða veiðibækumar ekki i ár. Svo virðist sem Ólafur Skúlason hafi sagt skilið við Reynisvatn og Laxalón, en aug- lýsing var frá honum í fjölmiðl- um fyrir skömmu. En Ólafur hefur byggt upp stórfyrirtæki með hörkunni, enda hafa marg- ir veiðimenn veitt í Reynisvatni og fengið þar flna veiði. Þeir hafa veitt um 110 þúsund fiska á þeim átta árum sem hann hefur verið með reksturinn þarna. Ekki er vitað á þessari stundu hver muni taka við svæöinu en það ætti að skýrast á allra næstu dögum. Veiðimenn hafa reynt fyrir sér með veiði i Hvammsvík í Kjós og margir fengið góða veiði. Fiskurinn í vatninu er vænn og tekur vel í hjá veiði- mönnum. -G. Bender Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur: Arthur Bogason, Jóhann Steinsson, Árni Eyjólfsson, Bjarni Ómar Ragnarsson, Gylfi Gautur Pétursson, María Anna Clausen og Porsteinn Ólafs. DV-mynd G.Bender Fjörleg kosning á 200 manna aðalfundi SVFR - koma færri útlendingar til veiða vegna hörmunganna í Bandaríkjunum? „Þaö er óhætt að segja að laxveið- in síðasta sumar hafi valdið tölu- verðum vonbrigðum. Aðeins veidd- ust 29.600 laxar og þar af 5.300 laxar í Rangánum einum,“ sagði Bjarni Ómar Ragnarsson, formaöur Stangaveiðifélags Reykjavíkur á að- alfundi félagsins um siðustu helgi. Um 200 manns mættu á fundinn og fór þar fram fjörleg kosning. „Skilyrði fyrir veiðar voru frekar óhagstæðar, lítill snjór í fjöllum og leysingavatn því í lágmarki og eins bætti mikil þurrkatíð um mitt sum- arið ekki úr skák. Þetta kann að vera hluti af skýringunni á slakri veiði en hið dulafulla náttúrufar leikur þar einnig stórt hlutverk. Þessi litla veiði hlýtur að valda veiöimönnum og veiðiréttareigend- um nokkrum áhyggjum þótt við þekkjum af reynslunni að veiði- menn eru bjartsýnismenn hinir mestu og eiga ávallt von á góðri veiði næsta sumar. Það er því ekki að undra að umræöan um hógværð í veiðinni, eins og um veiða og sleppa-fyrirkomulagið, séu að verða meira áberandi manna i milli. Við teljum okkur finna fyrir þvi að veiðimenn sætti sig við minni afla, en þó hefur þaö lítið breyst að hver veiðimaður vill gjarnan koma með fisk heim úr sinni veiðiferö. í þeim efnum er mikill munur á einum laxi eða engum! Þar sem nokkuð hefur dregið úr góðærinu er ekki ólíklegt að minni eftirspurn verði eftir veiðileyfum næsta sumar. Og eins telja margir að hörmungarnar í Bandaríkjunum valdi því að færri útlendingar komi hingað næsta sumar til aö veiöa. Sala veiðileyfa hjá félaginu gekk ágætlega síðasta sumar. Um 90% af veiðileyfum félagsins seldust en alls seldust veiðileyfi fyrir 106 mUljónir. SVFR hefur verið boðin lóð í Ell- iðaárdalnum tU að byggja þar hús fyrir starfsemi félagsins. Lóðin er þar sem nú stendur gamla eldisstöð- in. Þetta er glæsileg lóð sem er stað- sett aðeins uppi í hlíð þannig að út- sýni yfir EUiðaárdalinn er mjög mikið og faUegt. Mikiö hefur verið rætt um þessi mál innan stjórnar og margar hugmyndir komið fram,“ sagði Bjarni Ómar meðal annars í sinni ræðu. „Rekstur félagsins gekk ágætlega, salan minnkaði reyndar aðeins en mér þykir ágætt að ná þó 90% sölu af heUdarveltu talið. Velta félagsins er tæpar hundrað tuttugu og fjórar miUjónir, þar af veiðileyfasala rúm- ar hundrað og sex miUjónir," sagði Bergur Steingrímsson fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur á fundinum. Félagsmönnum fjölgaði um 88 á árinu og eru félagsmenn 2483 núna. Bergur talaði um sölumálin, nefndir félagsins, veiðina á svæðum félagsins og fleira sem var í gangi hjá Stangaveiðifélaginu á árinu. Fjörleg kosning var í stjórnina en Árni Eyjólfsson fékk Uest atkvæðin, Jóhann Steinsson var í öðru sæti og Arthur Bogason í því þriðja. Bjami Júlíusson féll úr stjórninni. „Þetta er búinn að vera góður tími í þau átta ár sem ég hef setið í stjórn félagsins og það hafa mörg góð mál komist í gegn,“ sagði Bjarni Júlíusson í samtali við DV-Sport þegar fundinum lauk. „Ég vona að ég standi undir þeim væntingum sem félagsmenn gera tU mín með því að kjósa mig í stjóm,“ sagði Arthur Bogason, formaður smábátaeigenda, skömmu eftir að hann var kosinn í stjórn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Um 200 félagsmenn mættu á fund- inn, sem þykir ágætt, en núna eru 2.483 í félaginu. Þrettán árnefndir eru starfandi innan félagsins og er sú stærsta í Norðurá í Borgarfirði. Fundurinn var haldinn á Hótel Loftleiðum. -G. Bender Bjarni ómar Ragnarsson, formaöur SVFR, óskar Arthuri Bogasyni til ham- ingju meö kosninguna í stjórn félagsins. DV -mynd G. Bender suimnno

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.