Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 27 « Sport DV Leikmaður helgarinnar: Jerzy Dudek, Liverpool Efasemdir horfnar Jerzy Dudek kom á nokkuð skyndilegan hátt til Liverpool 31. ágúst sí. þegar Gerard Houllier ákvað að festa kaup á tveimur markvörðum, Dudek og Chris Kirkland. Þar með var ljóst að dagar Sanders Westervelds hjá Liverpool væru taldir en hann hafði oft staðið sig vel milli stanganna hjá félaginu. En Dudek var fljótur að þagga niður í flestum efasemdaröddum með góðri frammistöðu og hafi ein- hverjar óánægjuraddir hljómað enn eru þær sjálfsagt endanlega úr sögunni eftir leik Liverpool og Derby um helgina. Þar bjargaði hann Liverpool oft með frábærri markvörslu þeg- ar Derby sótti hvað mest í slðari hálfleik og kórón- aði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu frá Fabrizio Ravanelli skömmu fyrir leikslok. Dudek hóf feril sinn með Sokol Tychy og lék fyrsta leik sinn með aðalliði félagsins keppnistímabilið 1995-96. Hann hafði aðeins leikið 15 leiki með liðinu þegar Feyen- oord keypti hann til að leysa af Ed de Goey. Þar hefur honum gengið vel og var m.a. kjörinn besti mark- vörður hollensku deildarinnar keppnistímabilið 1998-99. í sumar munaði minnstu að hann gengi til liðs við Arsenal en þau kaup duttu upp fyrir þegar Arsenal ákvað að kaupa Richard Wright í staðinn. Phil Thompson, sem gegnir nú starfi fram- kvæmdastjóra, segir um Dudek: „Hann hefur ver- ið frábær síðan hann kom til liðs- ins og hefur haft mjög róandi áhrif á það. Hann sýndi frábæra mark- vörslu þegar hann varði víta- spyrnuna og hann hlýtur að hafa verið með sjálfstraustið í lagi eftir að hafa leikið vel 1 leiknum. Hann er alltaf rólegur og yfirvegaður og þetta var mjög vel varið.“ -HI Jerzy Dudek Fæddur: 23. mars 1973. Hæð: 185 cm. Þyngd: 79 kg. Llð: Sokol Tychy, Feyenoord og Liverpool. Landsleikir/Mörk: 19/0. Robbie Fowler er hér í kröppum dansi viö Rufus Brevett í fyrsta leik sínum fyrir Leeds. Fowler náði sér engan veginn á strik í markalausum leik. Reuters Enska úrvalsdeildin í gær: Leeds féll niður Kí ENGLAND -; - ------------------------ Úrvalsdeild Man. Utd-Chelsea ..........0-3 0-1 Melchiot (6.), 0-2 Hasselbaink (64.), 0-3 Eiöur Smári Guðjohnsen (86.) Aston Villa-Leicester......0-2 0-1 Akinbiyi (12.), 0-2 Scowcroft (52.) Blackburn-Middlesborough . . 0-1 0-1 Boksic (44.) Charlton-Newcastle.........1-1 0-1 Speed (73.), 1-1 MacDonald (83.) Derby-Liverpool ...........0-1 0-1 Owen (6.) Ipswich-Arsenal ...........0-2 0-1 Ljungberg (5.), 0-2 Henry (56., v.) Sunderland-West Ham........1-0 1-0 Phillips (85.) Fulham-Leeds ..............0-0 Everton-Southampton........2-0 1-0 Radzinski (50.), 2-0 Pembridge (87.) Staðan i í úrvalsdeild Liverpool 13 9 2 2 23-11 29 Arsenal 14 7 5 2 30-15 26 Leeds 14 6 7 1 16-8 25 Newcastle 14 7 3 4 24-18 24 Chelsea 14 5 8 1 19-11 23 Aston Villa 14 6 5 3 18-14 23 Man. Utd 14 6 3 5 31-26 21 Tottenham 14 6 3 5. 21-18 21 Everton 14 5 5 4 20-17 20 Bolton 14 5 5 4 18-17 20 Blackburn 15 4 7 4 21-17 19 Fulham 14 4 7 3 15-13 19 Sunderland 15 5 4 6 13-15 19 Middlesborolð 5 4 6 17-20 19 Charlton 14 3 6 5 17-19 15 West Ham 14 4 3 7 16-27 15 Leicester 15 3 4 8 9-25 13 Southamp. 14 3 1 10 11-24 10 Derby 14 2 4 8 10-24 10 Ipswich 15 1 6 8 14-24 9 1. deild: Bradford-Millwall..........1-2 Coventry-Wimbledon.........3-1 Crystal Palace-Bumley......1-2 Grimsby-Man. City .........0-2 Nott. Forrest-Watford .....0-0 Rotherham-WalsaU...........2-0 Sheff. Utd-Preston.........2-2 Stockport-Crewe ...........0-2 Wolves-WBA.................0-1 Portsmouth-Norwich.........1-2 Bamsley-Sheff. Wed.........3-0 Heióar Helguson lék síðari hálfleik- inn með Watford í markalausu jafn- tefli liðsins gegn Nottingham Forrest. Lárus Orri Sigurósson lék allan leikinn með WBA í 1-0 útisigri á Wolves. WBA er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, þremur stigum á eftir Wolves. Burnley náði efsta sætinu af Úlfunum með sigri sínum á Crystal Palace. Watford er í 12. sæti deildar- innar með 29 stig. Brentford fór heldur illa að ráði sínu í 2. deildinni þegar liðið tapaöi 5-3 fyrir Wycombe á útivelli eftir að hafa komist í 2-0 og síöan 3-2. Ólafur Gott- skálksson og ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn fyrir Brentford. Leik tslendingaliðanna Peter- borough og Stoke, sem vera átti á laugardag, var frestað vegna mikillar bleytu á heimavelli Peterborough. í þriðja sætið Þrátt fyrir það er Stoke enn í öðru sæti deildarinnar með 40 stig en Brentford er í því þriðja með 39 stig. Brighton er efst í deildinni með 43 stig eftir 0-2 sigur á Bury. -HI SKOTLAND Leeds mistókst að endurheimta annað sætið í gær þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli við Ful- ham á Craven Cottage. Fulham var heldur meira með boltann en vörn Leeds með Danny Mills og Rio Ferdinand sem bestu menn áttu frá- bæran leik og héldu sóknarmönn- um Fulham að mestu niöri. Fulham fékk þó nokkur góð færi til að skora sem þeir nýttu ekki, bæöi vegna eig- in klúðurs og góðar markvörslu Nigel Martyn. Leeds stillti upp þriggja manna sóknarlínu með Alan Smith, Mark Viduka og Robbie Fowler en enginn þeirra lét neitt verulega að sér kveða. Fyrsti leikur Fowlers með Leeds var því ekki minnisstæður og vonast hann eílaust til þess að fall sé fararheill í þessum efnum. Fowler sagðist eftir leikinn vera feginn að þessi leikur væri frá. „Það er augljóslega gott að þessi leikur er búinn. Það skiptir miklu máli að koma honum frá. Leeds er með frá- bært lið og allir leikmenn eru í heimsklassa. Við höfum lagt hart að okkur á æfingum og ég er viss um að það mun brátt leiða af sér að mörkin komi,“ sagði hann. Það var öllu meira fjör á Goodi- son Park í Liverpool þegar heima- menn í Everton tóku á móti South- ampton. Fyrri hálfleikur einkennd- ist af töluverðri baráttu en bæði lið fengu þó góð færi til að komast yflr. í siðari hálfleik var hins vegar Ev- ertonliðiö töluvert sterkara og það var því fyllilega sanngjamt þegar Tomas Radzinski kom Everton yfir eftir frábæra sókn upp vinstri kant- inn. Watson sendi þá á Radzinski sem tók á mikinn sprett, stakk varn- armennina af og afgreiddi boltann síðan fram hjá Paul Jones í marki Southampton. Everton fékk nokkur færi til viðbótar og Daninn Thomas Gravesen fékk meðal annars tvö dauðafæri sem bæði fóru forgörð- um. Hann átti síðan eftir að koma töluvert meira við sögu. Hann bjarg- aði á línu eftir skalla frá South- ampton-mönnum og lagði síðan upp annað mark Everton fyrir Mark Pembridge. Southamtpon er því eft- ir sem áður í þriðja sæti deildarinn- ar en Everton lyfti sér upp í níunda sæti meö þessum sigri. -HI Aberdeen-St. Johnstone . . . . . 1-0 1-0 Winters (23.) Celtic-Hibemian . 3-0 1-0 Hartson (10.), 2-0 Hartson (39.), 3-0 Lennon (71.) Dundee-Rangers . 0-0 Hearts-Dunfermline . 1-1 0-1 Nicholson (72.), 1-1 Simmons (89., v.) Kilmarnock-Dundee Utd. . . . . 2-0 1-0 Mahood (31.), 2-0 Hay (55.) Livingston-Motherwell . . . . . 3-1 1-0 Xausa (20.), 2-0 sjálfsmark (22.) 3-0 Causa (40.), 3-1 McFadden (77.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.