Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 31 Sport Þetta er goð fjol skylduíþrótt Ingi Valtýsson fer mikið á skauta og oftast nær með fjölskyldu sinni, þ.e. eiginkonunni og tveimur börn- um, Kristínu fimm ára og Amari Braga níu ára. Börnin æfa bæði isknattleik hjá Biminum. Ingi hefur fariö með fjölskylduna á skauta í mörg ár. „Kristín hefur verið á skautum frá tveggja ára aldri en Arnar Bragi ákvað hins vegar að byrja á skautum um leið og hann fór að æfa íshokkí sex ára gamall. Það má segja að þá hafi skautabakterían byrjað hjá okkur." Ingi skautaði sjálfur þegar hann var yngri. „Það var aöalfjörið þegar maður var krakki. Þá var maður bæði á Tjöminni og Melaveliinum og við forum einstaka sinnum á Tjörnina þegar viðrar vel. Þá tökum við fram kylfurnar og pökk- inn en það má ekki gera í almenn- ingstímanum í Skautahöllinni." Aðstaðan núna er hins vegar öll önnur og betri. „Ferðum á skauta hefur fjölgað með tilkomu haliar- innar og þessi aðstaða gerir gæfumuninn. Maður getur verið hér í hvemig veðri sem er og svo er líka hægt aö leigja skauta hérna ef maður vill ekki endilega eiga þá.“ Ingi er eins og fleiri heillaður yf- ir því hversu fjölskylduvæn þessi íþrótt er. „Þetta er mjög góð fjöl- skylduíþrótt og íþrótt á borð við ísknattleik er mjög uppbyggjandi fyrir krakka. Þeir ná upp góðu út- haldi og jafnvægi og hafa það að auki virkilega gaman af þessu. Og það er alls ekki eins mikið ofbeldi í þessari íþrótt eins og virðist oft vera þegar maður sér hana i sjón- varpinu." Ingi segist öruggur um að halda þessu áfram. „Þetta er i raun hluti af fostudagsrúntinum hjá okkur að koma hingað í Skautahöllina og við höfum alltaf gaman af því,“ sagði Ingi aö lokum. -HI Feðginin Ingi Valtýsson og Kristín Ingadóttir búa sig áöur en þau fara aö renna sér út á svelliö. DV-sport heimsækir Skautahöilina í Laugardal: Skautaíþróttin er Íshokkí er flott íþrótt Ragnar Kristjánsson, 11 ára, steig fyrst á skauta sjö ára gamall. Hann hefur tekið það miklu ástfóstri við þá að hann byrjaði fyrir hálfu ári að æfa ísknattleik með Birninum i Reykjavík. „Mér fannst alltaf gaman á skautum og svo fannst mér þetta líka flott íþrótt," sagði Ragnar þegar hann var spurður af hverju hann fór að æfa ísknattleik. Hann sagðist m.a. hafa séð íþróttina nokkrum sinnum í sjónvarpinu og þegar hann var spurður hvort hann hefði verið hrifinn af slagsmálunum sagði hann: „Já, dálítið." Ragnar segist líka vel í íþróttinni. „Það er bara mjög gaman að skauta og taka svolítið á. Gengið hefur reyndar verið misjafnt hjá okkur í vetur.“ Ragnar fer einnig töluvert á skauta utan æfingatímans. „Ég kem oft hingað í skautahöllina til að renna mér á skautum og hef gert það lengi. Ég byrjaði að fara á skauta með mömmu og pabba og fer stundum með þeim en líka með vinum mínurn," segir Ragnar. Hann er harðákveðinn í því að halda áfram að æfa íþróttina eitthvað áfram. „Ég veit reyndar ekki hvað ég geri það lengi. Kannski í svona 3-4 ár,“ segir Ragnar að lokum áður en hann dreif sig aftur að renna sér með vinum sínum. -HI Ragnar Kristjánsson. Bylting varð á aðstöðu til skautaiðkunar hér á landi þegar Skautahöllin í Laugardal var opn- uð fyrir nokkrum árum og er óhætt að segja að nokkur spreng- ing hafi orðið í iðkun með tilkomu hennar. Nú þegar frystir er fólk óðum að taka fram skautana og höllin að fyllast af ungum sem öldnum sem una sér við góða hreyfingu. Hilmar Björnsson forstööumað- ur Skautahallarinnar segir að eft- ir sprenginguna sem varð með til- komu Skautahallarinnar hafi fjöldi iðkenda nánast staðið í stað. „Við sjáum hins vegar á árinu í ár að skautaiðkun fylgir töluvert veðráttu. Iðkun eykst þegar fer að frysta en minnkar þegar vorar og þá skiptir litlu máli þó að iðkunin fari fram innan dyra við sömu að- stæður árið um kring.“ Hilmar telur að það sem heilli fólk við skautaíþróttina sé hveru góð fjölskylduíþrótt þetta er. „Starfsemin hér skiptist í nokkra hluta. Sá stærsti er hin almenna skautamennska þar sem skólakrakkar koma og skauta. En það er einnig mikið um að fjöl- skyldur komi saman á svellið enda eru fáar íþróttir þar sem fólk er meira saman. Svo eru félögin með öflugt starf bæðf í ísknattleik og listhlaupi. Skautaíþróttin er þó mjög ung hér á landi miðað við þær aðstæður sem við búum við hér.“ Hilmar telur einnig að skautai- þróttin sé mjög góð alhliða hreyf- ing. „Þetta þjálfar upp þol, styrk og jafnvægi. Hreyfingamar eru mjúkar og meiöslahætta þvi lítil. En menn verða þó að fara varlega þegar þeir eru að byrja.“ Margir kynntust skautum í fyrsta skiptið á Tjörninni en Hilmar segir þó visst gat vera í þessari kunnáttu hjá fólki á aldin- um 30-40 ára. „Það hefur ekki ver- ið mikið skautað á Tjörninni, trú- lega vegna þess að veðráttan hefur breyst á þann hátt að tækifærin hafa ekki verið mjög mörg til þess. Það er því kynslóð hér á höf- uðborgarsvæðinu sem hefur til- tölulega lítið kynnt skautaíþrótt- inni. Þetta stendur okkur sérstak- lega fyrir þrifum gagnvart full- orðna fólkinu því það er sérstak- lega erfitt fyrir það að stíga á Hilmar Björnsson, forstöðumaður Skautahallarinnar. skauta í fyrsta skiptið. Það er mun auðveldara fyrir börn.“ Hilmar segir að reynt hafi verið að halda skautanámskeið fyrir fullorðna til aö gera þessum ald- urshópi kleift að læra á skauta en lítil aðsókn hafi verið í það. „Það hefur hins vegar verið algengt aö fulloröið fólk byrji að skauta með börnunum sínum. Fólki finnst þetta almennt ekki erfið íþrótt þegar það er komið af stað. Stærsti hópurinn sem kemur því á skauta eru annars vegar börn og unglingar og hins vegar fiölskyldur. „Þama er hins vegar fólk á öllum aldri, frá 4 ára og upp í áttræöa. Þetta er því íþrótt fyrir fólk á öllum aldri.“ Hilmar segir að það sem helst standi framþróun íþróttarinnar fyrir þrifum sé að það vanti tíma DV-myndir Brink fyrir íþróttahópana. „Við reynum þó að deila þeim tímum sem við höfum út sanngjamt milli félaga og almennings og eins og staöan er núna náum við að anna eftir- spurn. En það verður mikil fram- for eftir um tvö ár þegar önnur skautahöll kemur í Grafarvogi í tengslum við fiölnota íþróttahúsið sem er að rísa þar,“ segir Hilmar að lokum. -HI góð alhliða hreyfing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.