Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Sport Argentína efst hjá veðbönkum Það var ekki að sökum að spyrja að veðbankar víðs vegar hrundu af stað spám um hverjir myndu verða heimsmeistarar í knattspyrnu þegar dráttur í riðlakeppnina lá fyrir um helg- ina. Argentína er talin líklegust til að hreppa titilinn, að mati veðmangara. Ítalía kemur þar í humátt á eftir og heimsmeistar- ar Frakka eru settir i þriðja sæt- iö. Englendingar eru settir í sjötta sætið. Langfæstir hafa hins vegar minnstu tiltrú á Sádi Araöbum. -JKS Sverrir hafnaði boði frá Noregi Sverrir Sverrisson, leikmaður Fylkis í Árbænum, hafnaði á dögunum tilboði frá norsku 1. deildar liði. „Ég vildi ekki fara frá góðri vinnu og eins líður mér vel hjá Fylki og vil vera þar áfram,“ sagði Sverrir Sverrisson sem ný- verið framlengdi samning sinn við Fylki um tvö ár. Áður en Sverrir gekk í raðir Fylkis lék hann um tveggja ára skeið með sænska liðinu Malmö. -JKS Þórður áfram á Kanaríeyjum Þórður Guðjónsson, sem er hjá spænska liðinu Las Palmas frá Kanaríeyjum, fer ekki til hol- lenska liðsins Roda Kerkrade eins og allt stefndi í. Roda seldi í sumar sóknarmann til Gron- ingen í Hollandi en fékk hann í hausinn aftur þegar hnémeiðsli, sem leikmaðurinn átti í, tóku sig upp að nýju og Roda var dæmt til að taka hann aftur. Þetta hafði það í fór með sér að ekkert varð af kaupum Roda á Þórði. Þórður sagði í samtali við DV- sport að þaö væri þó ekki útilok- að að hann gengi til liös við lið- ið síðar. „Þeir sögðu að ef þeir yrðu búnir aö losa sig við ein- hverja leikmenn þegar vetrarfrí- ið kæmi myndu þeir gjarnan vilja vera í sambandi. En það er ekkert sem maður bíður eftir og ég sé það ekki endilega gerast." Þórður er þó ánægður með að eftir þetta er komin ákveðin verðhugmynd og Las Palmas hefur lækkað verðið töluvert frá fyrsta boði. Þórður hefur ekkert fengið að leika með Las Palmas í vetur og vill komast frá félaginu. -JKS/HI Góður árangur Emmu í Svíþjóð Emma Furuvik náði góðum árangri á alþjóðlegu svigmóti á skíðum í Tárnaby í Svíþjóð um helgina. Emma lenti í öðru sæti en sigurvegari varð Lina Jo- hansson frá Svíþjóð sem kom 0,80 sekúndum á undan Emmu í mark. Þetta var fyrsta mótið sem Emma tekur þátt í í vetur en fyr- ir annað sætið um helgina fær hún 46 FlS-stig. Emma hafði ver- iö frá vegna meiðsla í um tvö ár. -JKS Dregið í riðla deildarbikarsins Dregið hefur verið í riðla í deildarbikarnum í knattspymu. Efri deOd karla er tvískipt og í A-riðli leika ÍA, FH, Þór, A„ KR, Breiöablik, Stjaman, Víkingur R. og Fylkir. I B-riðli leika Þróttur, R„ Val- ur, Keflavík, KA, Grindavík, ÍBV, Fram og Dalvík. -JKS DV Dregið 1 riðla heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu: Getum á góðum degi lagt hvaða lið sem er - sagði Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englendinga Á laugardaginn var var dregið í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í borginni Pusan í S- Kóreu. Opnunarleikur mótsins verður viðureign heimsmeistara Frakka og Senegals í A-riðli 30. mai og því lýkur síðan með úrslitaleik 30. júní. Mjög mikil spenna ríkti yfir drættinum en landsliðsþjálfar- ar allra þjóða sem eiga lið í úrslita- keppninni voru samankomnir í Pusan. Riðlar keppninnar eru átta talsins og verður keppt bæði í Jap- an og S-Kóreu. í A-riðli leika Frakkar, Senegal, Úrúgvæ og Danmörk. B-riðla skipa Spánverjar, Slóvenar, Paragvæar og Suður-Afríka. í C-riðli eru Brasilía, Tyrkland, Kína og Kosta Ríka. I D-riðli eru Suður-Kórea, Pól- land, Bandaríkin og Portúgal. E- riðil skipa Þýskaland, Sádi-Arabía, Irland og Kamerún. I F-riðli leika Argentína, Nígeria, England og Sví- þjóð. I G-riðli eru Ítalía, Ekvador, Króatía og Mexíkó. H-riðil skipa Japan, Belgía, Rússland og Túnis. Eins og vænta mátti upphófust töluverðar vangaveltur eftir drátt- inn um möguleika og svo virtist sem menn hölluðust að því aö F-rið- illinn væri mjög tvisýnn. Englend- ingar mæta Argentínu eins og þeir reyndar einnig gerðu í keppninni fyrir fjórum árum í Frakklandi. Sá leikur í 16 liða úrslitunum er mörg- um í fersku minni en Argentínu- menn sigruðu í leiknum eftir fram- lengdan leik. David Beckham, fyrir- liði enska landsliðsins í dag, sagði fyrir dráttinn að hann ætti sér þann draum að mæta Argentínu á nýjan leik og hann fékk ósk sína uppfyllta. Draumurinn rætist Beckham sagðist ætla að bæta fyrir mistök sín í leiknum í Frakk- landi þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið. Sven Göran Erikson sagði eftir dráttinn riðilinn vera mjög erfiðan og í raun gæti allt gerst og ekkert lið gæti bókað fyrir- fram sigur á andstæðingi sínum. „Við verðum að mæta vel undir- búnir til leiks, nýta verður vel tím- ann fram að keppninni en ég fæ rúmar þrjár vikur með allan mann- skapinn áður en flautað verður til leiks. Við ætlum okkur að sjálf- sögðu að komast áfram en það verð- ur síður en svo auðvelt. Mér finnst það kostur út af fyrir sig aö leika alla leikina í sama landinu. Við eig- um fyrir hendi mannskap til að gera góða hluti og það er mitt mat að á góðum degi getum við lagt hvaða lið sem er,“ sagði Svíinn Sven Göran en Englendingar leika alla sína leiki í riðlinum í Japan. Olsen nokkuð sáttur Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sagði að danska liðið hefði ef- laust getaö fundið sér erfiðari and- stæðinga. Hann taldi þó danska lið- ið eigi möguleika á að komast upp úr A-riðlinum ásamt Frökkum. „Frakkar hafa á að skipa sterkasta liðinu í riðlinum. Úrú- gvæ og Senegal eru sýnd veiði en ekki gefin. Ég hef fulla trú á mínu liði en það er engum blöðum um það að fletta að þetta er hörkuriðill og flóknari en sýnist í fyrstu," sagði Morten Olsen. Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka, sagði að þeir færu til keppninnar með það að leiðarljósi að verja titilinn sem þeir unnu á heimavelli fyrir fjórum árum. Fyrsti leikur hættulegur „Þaö hefur sýnt sig í gégnum sögu keppninnar að það að leika opnunarleikinn er mjög erfitt. Minni liðin, ef svo skyldi kalla, hafa oft velgt þeim stærri verulega undir uggurn," sagði Lemerre. Bruno Metsu, þjálfari Senegal, sagöi að sínir menn hefðu varla get- að fundið sér erfiðari andstæðing í fyrsta leik. Hann sagði að það gæti brugðið til beggja vona fyrir sína menn í keppninni. Spánverjar, sem ekki hafa riðið feitum hesti frá stórmótum þrátt fyrir miklar væntingar, lentu í við- ráðanlegum riðli að sumra mati. Þjálfari þeirra, Jose Antonio Camacho, sagði eftir dráttinn viss- ara að menn héldu sig á jörðinni. Það væri ekkert hægt að bóka í heimsmeistarakeppni. Camacho bjartsýnn „Vissulega er ég bjartsýnn enda bjartsýnismaður að eölisfari. Öll liðin eru verðugir andstæðingar og við verðum að fara með gát gegn hvaða liði sem er,“ sagði Camacho. Luiz Felipe Scolari, þjálfari Bras- ilíu, var hins vegar ekkert að skafa utan af hlutunum og var í sjöunda himni með riðilinn sem Brasilía leikur í. „Þetta er góður riðill og á eðlileg- um degi eigum við að komast upp úr honum en engu aö síður megum við ekki vera með neitt vanmat," sagði Scolari. Tyrkirnir, sem leika í sama riðli, voru heldur ekki svo óhressir með dráttinn. Hakan Sukur, einn skæð- asti leikmaður Tyrkja, sagði að Kína og Kosta Rika hefðu fram- bærilegum liðum á að skipa. „Þetta er riðill sem allt getur gerst í. Brasilía sýnist sterkast en við stefnum að því að komast áfram,“ sagði Sukur. -JKS Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, og Amodu Shaibu, nígeríski starfsbróðir hans, stinga saman nefjum eftir dráttinn í Pusan á laugardag. Þjóðirnar leika í sama riðli á heimsmeistaramótinu. Reuter Guðjón Valur beittur - skoraöi átta mörk í 13 marka sigri Essen gegn Willstátt íslendingaliðið Essen i þýsku Bundeslígunni í handknattleik vann stórsigur á Willstátt, 38-25, um helgina og fór Guðjón Valur Sig- urðsson á kostum með Essen, Hann skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur leikmanna liðsins. Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk. Essen er í þriðja sæti meö 20 stig. Gústaf meö sex mörk Gústaf Bjarnason skoraði sex mörk fyrir Minden sem sigraði Post Schewrin, 36-27. Sigurður Bjamason skoraði fjög- ur mörk fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir geysisterku liöi Lemgo, 27-20, á útivelli. Kiel, sem trónir á toppn- um með 24 stig, sigraöi Gummers- bach, 29-25, en viðureign liöanna fór fram í Köln að viðstöddum 18.500 áhorfendum sem er aðsóknar- met í þýska handboltanum. Daninn Nikolaj Jakobsen skoraði sjö mörk fyrir Kiel en hjá Gummersbach var Kóreubúinn Yoon markahæstur með 11 mörk. Róbert Sighvatsson og Gylfi Gylfason og samherjar í Dusseldorf sigruðu Concordia Delitzsch, 22-24, í 2. deild suðurriðils. Dússeldorf er í 6. sæti riðilsins með 17 stig. Conversano í ööru sæti Á Italíu eru Guðmundur Hrafn- kelsson og félagar í Coversano í öðru sæti eftir sigur á Rovigo, 23-24, á útivelli. Liö Hilmars Þórlindsson- ar tapaði hins vegar fyrir Ancona, 41-34. Aö loknum 12 umferðum er Bologna efst með 36 stig, fullt hús stiga, en þrjú stig eru gefin fyrir sig- ur. Conversano er í öðru sæti með 28 stig og Prato er í þriðja sæti með sama stigafjölda. Dýrmætt stig í súginn Þýsku meistararnir í Mag- deburg urðu að gera sér að góðu jafntefli, 27-27, á útivelli við Vardar Skopje í D-riðli meist- aradeildar Evrópu í handknatt- leik um helgina. I hálíleik var staðan 16-11 fyrir Magdeburg. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg í leikn- um. Liðin áttust við í Magdeburg í fyrri leiknum um þar síðustu helgi og vann þýska liðiö þar 14 marka sigur. I þýskum netmiðlum í gær kemur fram að Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, er mjög óhress með dómara leiksins en þýska liðið var utan vallar í 18 mínútur og fékk dæmt á sig átta vítaköst. I sama riðli sigraði Fot- ex Vesprem franska liðið Cham- bery, 26-28, og er efst í riðlinum með 8 stig. Magdeburg hefur 4 stig, Chambery 3 og Vardar 3. Tvö efstu liðin fara áfram. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.