Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 ÐV Fréttir Bjargaðist eftir þriggja tíma bið á brúarþaki Svanborgar SH: Ljósin þau björtustu sem ég hef séð Lóðaútboð gagnrýnt Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að borgaryfirvöld hafi komið íbúðareig- endum og bygging- arverktökum í Grafarvogi í veru- leg vandræði með lóðaútboði og það hafi valdið verulegri hækkun á verði fasteigna í borginni. - Eyþór Garðarsson lýsir björgun sinni og baráttu „Það er auðvitað röð tilviljana sem bjargar mér, þó ég annars trúi því að enginn maður fari fyrr en hans tími er kominn," segir Eyþór Garðarsson, sjómaður í Grundar- flrði. Hann bjargaðist giftusamlega þegar vélskipið Svanborg SH 404, úr Ólafsvík, strandaði sl. föstudags- kvöld við Skálasnagavita á utan- verðu Snæfellsnesi. Þrír aðrir voru um borð; einn þeirra fannst látinn á laugardag og tveggja er enn leitað. Sigmaður úr þyrlusveit Varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli bjargaði Eyþóri þar sem hann beið í þrjár klukkustundir við hrikalegar að- stæður á brúarþaki hins strandaða skips. Eyþór ræddi við DV í gær um lífsreynslu sína og þrekraun. Fárviðri á fimm mínútum „Við mættum til skips í Ólafsvík um klukkan hálfníu á föstudagsmorg- un og byrjuðum á að fá okkur kaffi,“ sagði Eyþór í upphafi frásagnar. „Lagt var úr höfn um klukkan níu og fyrst tók skipstjórinn stefnuna út fyrir Rif og við köstuðum pokanum þar sem heitir Brimnes. Þar tókum við eitt eða tvö köst og fiskuðum 200 til 300 kg. Síðan var ákveðið fara suður fyrir nes, á svonefnda Sandabrún. Skip- stjórinn sagði að þar skyldum við taka tvö eða þrjú höl áður en hvessti. Þetta gerðum við og afli var ágætur." Eyþór segir að hið besta veður hafl verið, hægur andvari sem stóð að landi. Skipstjórinn hafl verið byrjað- ur að stefna í land en aftur á dekki stóðu skipverjar og gerðu að afla. „En síðan hvessti skyndilega og skall á fárviðri. Það gerðist á innan við fimm mínútum," segir Eyþór. Hann segir skipverja hafa verið búna að festa pokann aftur á, en þegar veður versn- aði og ágjöf varð meiri hafl skipstjór- inn sagt mönnum að skera hann frá. Ólögin riðu yfir „Veðrið var orðið vitlaust," segir Eyþór, sem telur að þegar hér var komið sögu hafl klukkan verið um 15.30. Vindur hafi staðið af VSV og skipstjórinn beitt skipinu upp í vind. Það hafi heldur verið að síga á stjórn- borðshlið, þannig að út í bakborðann hafi verið settur poki til að þyngja það þeim megin. „Skyndilega fengum við brot á skipið og við það drapst á vél- inni. Þá kallaði skipstjórinn og sagði að við skyldum koma okkur í björgun- argalia, sem við gerðum," segir Ey- þór. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hvers vegna drapst á vélinni. Eftir þetta tók við hröð atburðarás þar sem við fátt varð ráðið. „Ég hljóp rétt inn í brú til að fara í galla. Þá var skipstjórinn að kalla eftir þyrlunni, en áður hafði hann verið í sambandi við einhverja báta. Skipstjórinn skaut björgunarbátnum út stjórnborðsmeg- in og bað mig að halda honum þar, þannig að hann fyki ekki. Það gerði ég, stóð við lunninguna og hélt í bát- inn. Strákarnir, vélstjórinn og stýri- maðurinn, fóru hins vegar fram á stefni að huga að akkerunum. Stjórn- borðsakkerið fór fyrst en akkerið á bak lét á sér standa. Það féll að lokum og náði festu í botni. Þannig tókst að halda skipinu fóstu ofurlitla stund á meðan skipstjórinn fór niður í vél. Honum tókst að setja vélina í gang, en á henni drapst aftur eftir örfáar mín- útur,“ segir Eyþór og bætir við að í þessari atburðarás hafi hvert ólagið eftir annað riðið yflr skipið. Reyndu að fíkra sig í land Á endanum misstu bæði akkerin . festu - þegar aðeins voru um 20 til 30 metrar upp í kletta. Þangað rak skip- ið mjög hratt. „Það var orðið skugg- sýnt og ég hef ekki nákvæmt tíma- DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÖTTIR Þakklátur „Annars skit ég ekki hvernig ég fór að því aö ná svona góöri festu allan þennan tíma sem ég beiö þjörgunar. Ég hef þó sterka fætur og sterkar hendur og haföi tak. Enn meiri var þó þrekraun skipstjórans og stýrimannsins, þegar þeir reyndu aö fikra sig í land, “ segir Eyþór meðal annars hér í viötalinu. skyn á atburðarásina. Skipið fór upp í klettana með miklu höggi og við það fór vélstjórinn fyrir borð. Hann hafði staðið við hlið mér. Við skipverjarnir þrír sem eftir vorum ákváðum að skríða upp á brúarþak þar sem við skorðuðum okkur fasta. Skipstjórinn var með neyðartalstöð á sér og í gegn- um slitrótt samband fregnuðum viö að tuttugu mínútur væru í þyrluna. Við vorum þó óttaslegnir um að í þessu myrkri fyndu þyrlumenn okkur ekki, því í brotsjónum höfðu við misst öll neyðarblys og -eldflaugar og öll ljós voru brotin af skipinu." Að sögn Eyþórs skorðaðist Svan- borgin fast uppi í klettinum. Frá stefni hennar í hamrastálið voru að- eins fjórir til sex metrar, að hann tel- ur. Stýrimaður og skipstjóri ákváðu því að fara ofan af stýrishúsinu og fram á stefni og reyna þannig land- töku. Þeir höfðu með sér stjaka og af stefninu náðu þeir að festa hann í klettasnös. En einmitt þá reið mikið ólag yfir skipið, það kastaðist frá og fór að velkjast um í grjótinu. Land- taka með þessu móti reyndist eftir þetta ógerleg - og félagarnir tveir flkruðu sig til baka og aftur fyrir stýr- ishús. „Við gátum kallast á fyrst um sinn. En síðan kom þvílík fylla, skipið fór á bólakaf, ég slóst utan i mastrið sem ég hafði skorðað mig við og hálfvankað- ist. í yfirliðskenndinni kallaði ég til strákanna, en fékk ekkert svar. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég væri orðinn einn.“ Var farinn aö súpa sjó En meðan þessu leið voru björg- unarsveitarmenn að komast að strandstaðnum. „Þegar ég sá ljós þeirra á bjargbrúnninni pumpaðist ég allur upp. Ljós björgunarmann- ana voru þau björtustu sem ég hef séð á ævinni. Einn þeirra klifraði niður á klettasyllu og milli okkar hafa ekki verið nema fjórir til fimm metrar. Hann kallaði til mín og sagði mér að vera rólegur, ætlunin væri að skjóta til mín fluglínu. Sjálf- ur taldi ég slíkt vera fráleitt; ágjöfin var mikil, ég fór meira á kaf í hverri gusu og var farinn að súpa sjó.“ Og loks kom þyrla. Eyþór segir hana hafa fyrst sveimað yfir sér of- urlitla stund, en sveimað frá. Hafl þá sett að sér þá hugsun að björgun úr landi væri ekki gerleg. En síðan hafi þyrlan komið aftur..og ég sá að þeir voru að slaka niður manni. Og hvílík hetja. Sigmaðurinn lenti á brúarþakinu um það bil einn metra frá mér, en um leið og hann tyllti fótum kom alda og kastaði honum til. Ég náði að grípa í manninn, en þurfti þá að sleppa því taki sem ég hafði haft í þrjá klukkutíma. Ólögin köstuðu okkur til og frá um brúar- þakið. Vírinn flæktist, en án nokk- urs fums losaði sigmaðurinn um hann og kom mér í lykkjuna. Um leið tókum við flugið og ég var hífð- ur upp á bjargbrún." Viljastyrkur á ögurstundu Eyþór segir að á bjargbrúninni hafi orðið nokkur rekistefna meðal manna um hvað gera skyldi og hvort hann væri slasaður. Hann sagði svo ekki vera og þegar hann var komin í þurr klæði gekk hann um tveggja kílómetra leið með björgunarmönnum. „Ég sagði að mest væri um vert að þyrlan héldi áfram leitarstörfum. Ég gat gengið, enda hafði ég nægan tíma eftir að ég var kominn í land. í læknisskoðun á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík kom í ljós að ég var með rifinn liðþófa, slitin liðbönd og fleira slíkt,“ segir Eyþór. Hann segir margt hafa farið um hug sinn þær klukkustundir sem hann stóð á brúarþakinu. Hann seg- ir frásögnina af skipverjunum á dráttarbátnum Goðanum, sem biðu á brúarþaki í margar stundir eftir þyrlu þegar báturinn strandaði í Vöðlavík árið 1994, hafa setið sterkt í sér. Kveðst hafa hugsað að úr því björgun hefði tekist einu sinni með slíku móti hlyti slíkt að endurtaka sig. Svona hafl hann eflt með sér vonina. „Annars skil ég ekki hvernig ég fór að því að ná svona góðri festu allan þennan tíma sem ég beið björgunar. Ég hef þó sterka fætur og sterkar hendur og hafði tak. Enn meiri var þó þrekraun skipstjórans og stýrimannsins þegar þeir reyndu að fikra sig í land. Viljastyrkur þeirra á ögurstund er mér óskiljan- legur. Þeir voru hetjur og gáfust aldrei upp. Þegar skipstjórinn klifraði niður af brúarþakinu sagði hann: „Eyþór minn, farðu með bæn- irnar fyrir okkur“ og það gerði ég. Mér varð í þessari baráttu allri einnig hugsað til móður minnar, eiginkonunnar og barnanna, ekki síst yngstu dótturinnar sem var í aðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík." Lífiö heldur áfram Eyþór Garðarsson, sem er 34 ára að aldri, hefur verið til sjós frá ung- lingsaldri. Hann hefur gert út eigin bát frá Grundarfirði, en hafði verið í afleysingum á Svanborginni í á aðra viku. „Lífið heldur áfram," seg- ir Eyþór og kveðst ætla að halda áfram til sjós. Á þessari stundu er þó þakklæti honum efst í huga, ekki síst til sigmanns þyrlusveitar Varn- arliðsins. „Á meðan við eigum hetj- ur eins og hann þarf heimurinn ekki að hafa áhyggjur. Þessum manni á ég líf mitt að launa og ég hlakka til að hitta hann eins og ég hef ráðgert að gera einhvern næstu daga.“ -sbs Hætt komin Fimm ungmenni voru hætt kom- in við höfnina á ísafirði á föstudags- kvöldið þegar bíll sem þau voru í vó salt á bryggjukantinum. Fólkið komst sjálft út úr bílnum og lögregl- an kom til bjargar áður en bíllinn fór í höfnina. Aukinn kostnaður Samkvæmt tölum sem BSRB hef- ur tekið saman hefur lyfja- og lækniskostnaður almennings hækk- að gríðarlega á síðustu árum. Dæmi eru um að kostnaður sjúklings hafi hækkað um tugi þúsunda. Mbl. greindi frá Rafræn kjörskrá Borgarráð vill að félagsmálaráðherra beiti sér fyrir breyt- ingu á lögum svo sveitarstjórnum verði heimilt að hafa rafræna kjör- skrá við sveitar- stjórnarkosningar i vor. Ef breytingin á sér stað verða kjósendur ekki bundnir við eina kjördeild heldur geta þeir kosið á öllum kjörstöðum í sveitarfélaginu. Sjúkraliðar samþykkja Félagsmenn Sjúkraliðafélags ís- lands samþykktu kjarasamninga fé- lagsins við Fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg, sjálfseignarstofn- anir í Reykjavík og nágrenni og Launanefnd sveitarfélaga. Atkvæð- in voru talin á föstudag og var sam- ingurinn samþykktur með tilskild- um meirihluta atkvæða. Launafrysting Hugmynd um launafrystingu var varpað fram á fundi stjórnar Flug- leiða og stéttarfélaga starfsmanna fyrir skömmu. Rætt er um að frysta launin í allt að átján mánuði. Mbl. greindi frá. Sameiningarviðræður Hreppsnefnd Hraungerðishrepps samþykkti á fundi sínum i síðustu viku að óska eftir því við sveitar- stjórnir Villingaholtshrepps, Gaul- verjabæjarhrepps og Árborgar að teknar verði upp hið fyrsta viðræð- ur um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Mbl greindi frá Fjögur innbrot Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tilkynnt um fjögur innbrot i gær. Brotist var inn i tölvufyrir- tæki, hjá gullsmið, í söluturn og myndbandaleigu. Tekist hefur að 1 upplýsa tvö innbrotin en hin eru í I rannsókn. | Slakir jólasveinar Kveikt var á jóla- trénu á Tjarnar- götutorgi í Reykja- nesbæ um helgina. Jólasveinarnir sem tóku þátt í athöfn- inni þóttu illa und- irbúnir. Skeggið á þeim var laust, þeir voru í strigaskóm en ekki gúmmí- stígvélum, eins og jólasveinar eru vanir, og þeir kunnu ekki einfóld- ustu jólalög. Víkurfréttir sögðu frá. -kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.