Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Qupperneq 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 DV Lax og silungs veiðivörur Sportvörugerðin Skipholti 5, Reykjavík, s. 562-8383 I desember er Kolaportið opið virka daga kl. 12-1‘S' og helgar kl. 11-18 úrvo X "> hei.nS—'"" Islensk tónlist Klassísk tónlist Popptónlist Harmonikutónlist afavara lufestir Itínvei Jólakjólar kr. 2500 Kínversk skip kr. 1000 • Kínversk nœrföt Handmóluð kr. 1000 kínversk skart- gripaskrín kr. 900 lconotn framleiðsla nsk hönnun Nóttföt kr. 850 Vettlingar kr. 400 Vöggusett kr. 1750 jnnhattar húfum og höttum Veislujakkar fró kr. 3500 ikjurum, Kveikjarar frá kr. 500 Húfur og hattar fra kr. 900 Jgf ; ■fíi \ KOLAPORTIÐ - Opið alla daga ^ Enn seinkun á útsendingum Stöðvar 1: I loftið í febrúar „Markaöurinn er einfaldlega ekki móttækileg- ur sem stendur fyrir nýrri sjón- varpsstöð. Þannig að okkur fannst heillavænlegast að biða fram yflr áramótin," segir Hólmgeir Baldurs- son, stofnandi Stöðvar, aðspurður að því hvers vegna stöðin væri ekki enn komin í loftið eins og áætlað var. Hólmgeir bendir á að þær sjónvarpsstöðvár sem fyrir eru hafi ekki átt sjö dag- ana sæla enda auglýsingamarkaður- inn ekki beysinn og þess vegna hafi Stöð 1 kosið að taka það rólega og bíða betri tíma. „Stöðin hefur einnig verið að setja upp sitt eigið dreiflkerfi og það hefur tæknilega séð verið meira en að segja það,“ útskýrir Hólmgeir. Tilraunaútsendingar eru nú þegar hafnar á höfuðborgarsvæðinu og munu þær að sögn Hólmgeirs nást á öllu Faxaflóasvæðinu fyrir áramót. Forsvarsmenn stöðvarinnar vonast til að þeir þurfi þó ekki að biða leng- ur en fram í febrúar til að geta haf- ið alvöruútsendingar. Fyrir utan kvikmyndir og breska og banda- ríska þætti hefur stöðin einnig gert samning við Saga Film um gerð á sex íslenskum þáttum. Má þar nefna þátt með Jónasi Jónassyni í anda útvarpsþáttar hans Kvöldgest- ir á Rás 2 og Mummi í Mótorsmiðj- unni mun einnig verða með eigin spjallþátt. -snæ Hólmgeir Baldursson. Afsönnuðum að stofnunin lam- aðist vegna mannabreytinga - segir Theodór A. Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar á Sauðárkróki ustu ára. Brottflutningur fólks frá stöðum þar sem atvinnulífið hefur víða verið að veikjast og verð fast- eigna fallið stórlega í samanburði við fasteignir í þenslunni á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta ástand hafi valdið mismunun milli landsbyggð- ar og höfuðborgarsvæðis. Veðhæfni landsbyggðarinnar hafi fallið hjá lánastofnunum, myndast hafi eyða sem erfltt sé að fylla. „Við þurfum á meira ijármagni að halda og einnig þurfa lánastofn- anir á landsbyggðinni að vinna vel saman þannig að betri nýting fáist á fjármagninu og einhver hagræð- ing,“ sagði Theodór A. Bjamason. -ÞÁ „Uppi voru getgátur um að stofn- unin myndi lamast við þær miklu mannabreytingar sem urðu við flutninginn 1. júní en aðeins einn starfsmaður flutti með norður. Okk- ur hefur tekist að afsanna það. Þetta eru t.d. allt sérfræðingar sem komu að lánamálunum hjá okkur, há- skólamenntað fólk, fullorðið fólk með víðtæka reynslu og ungt og vel menntað. Þessi samsetning er mjög álitleg og veitir festu og stöðug- leika,“ segir Theodór A. Bjarnason, forstjóri Byggöastofnunar. Þessar vikurnar er unnið að því að koma stofnuninni fyrir á þriðju hæð Ártúns. Stefnt er að því að um áramót verði öll stofnunin komin undir eitt þak en Þróunasviðið er enn til húsa i Stjórnsýsluhúsi Skagaflarðar. „Við erum að vinna að því að efla faglegt yfirbragð stofnunarinnar. Við höfum byggt upp faglegt vinnu- ferli, með ákveðinni festu í úr- vinnslu erinda sem stofnuninni ber- ast. Þannig skipulagning á að verja stofnunina gagnvart því að lenda i vafasömum eða umdeilanlegum málum. Við erum svo sem lítið hrifnir af slysum úr fortíðinni og finnst slæmt þegar verið er að sverta forvera okkar vegna þeirra. Við viljum frekar reyna að tryggja framtíðina og efla stofnunina til þeirra verka,“ sagði Theódór. Talsvert hefur verið flallað um lánveitingar Byggðastofnunar á þessu ári, að þær séu ekki nægar. Theodór segir að vissulega þurfi Byggðastofnun á mun meira flár- magni að halda en sú staða sem er uppi eigi orsakir í byggðaþróun síð- Fyrstu nemendurnlr útskrifast úr Hafnarskólanum Páll Pétursson félagsmálaráöherra afhendlr nemanda í fyrsta útskrlftarhópi Hafnarskólans prófskírteini. Hafnarskólinn annast starfsnám fyrir hafnar- verkafólk og starfsfólk vöruhúsa. Skólinn var stofnaöur á síöasta ári að frumkvæöi Samskipa, í samvinnu viö Menningar- og fræöslusamband alþýöu og stéttarfélagiö Eflingu. Try ggingay f irlæknir: Starfsendurhæf- ing mikilvæg Menntunarstig öryrkja er yfir- leitt lægra en annarra og þeir hafa i meira mæli en aðrir unnið við ófaglærð störf en gerist og gengur meðal þjóðarinnar. Þar sem fara saman lægra menntunarstig og þrengri atvinnutækifæri hjá ör- yrkjum en gerist meöal alþjóðar má ætla að aukin starfsendurhæf- ing og flölbreyttari námstækifæri séu til þess fallin að bæta stöðu þessa fólks; sem er að detta út af vinnumarkaði vegna heilsubrests, erflðra starfa eða ónógrar mennt- unar. Þetta segir meðal annars í grein eftir Sigurð Thorlacius trygg- ingayfirlækni og fleiri i nýjasta Læknablaðinu. Þar er fjallað um stöðu þeirra íslendinga í dag sem urðu öryrkjar árið 1997. Greinin byggist á könnun sem gerð var meðal 967 öryrkja. Svör bárust frá nærfellt 70% þeirra. Um það hvers vegna öryrkjar komi einkum úr hópi þeirra sem minni menntun hafa segir í greininni að þær hömlur sem öryrkjar búa við valdi hér oft miklu og takmarki tækifæri og kjör - en í öðrum til- vikum verða menn öryrkjar vegna þess að þeir hafa unnið erfðari störfln í þjóðfélaginu. Þá segir loks í greininni að með- altekjur íslendinga sem séu virkir á vinnumarkaði virðist vera nær tvöfallt hærri en öryrkja. Laun fyr- ir þau störf sem helst megi búast við að öryrkjum bjóðist séu hins vegar mun lægri. Það að laun fyrir þau störf sem öryrkjum helst bjóð- ast séu lítið hærri en örorkubæt- umar ýti ekki undir vilja til vinnu ef heilsan bresti. „Því er mikilvægt að i boði sé starfsendurhæfing sem getur orðið til að auka líkurnar á því að viðkomandi fái störf sem eru hærra launuð og ekki erfiðari en svo að hann ráði við þau.“ -sbs DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Verjast vafasömum málum TheódórA. Bjarnason og hans fólk hjá Byggöastofnun á Sauöárkróki vinnur aö því aö skapa vinnuferli sem á aö koma í veg fyrir vafasöm og umdeild mál sem þekkt voru meöan stofnunin starfaöi fyrir sunnan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.