Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 10
10 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 Fréttir I>V J Opiö virka daga 10-19. SUÐURNESJUM SÍMI 421 4888-421 5488 Toyota Land Cruiser GX 3,0 turbo dfsil, nýskráður 06/98, ekinn 56 þús,, 5 gíra, 38" breyting, 7 manna. Loftdæla, dráttarkrókur, silfurgrár, einn eigandi. Verð 3.380 þ., ath. skipti. Toyota Land Cruiser GX intercool- er turbo dísil, nýskráður 05/00, ekinn 27 þús., 35“ breyting, sjálfskip- tur, svartur, kastaragrind, krókur, fil- mur, varahjólshlíf, spoiler o.fl.o.fl. Verð 4.250 þús. 1 *•... ■ joM|| Bpg- ^ Toyota Landcruiser 100 VX dísel turboToyota LandCruiser VX 3,0 turbo dísil, nýskráður 07/99, ekinn 56 þús., leður, 7 manna, sjálfskiptur, gullsanseraður, krókur. Verð 3.200 þús., ath. skipti. HT turbo, nýskráður 07/99, ekinn 50 þús., sjálfskiptur, leður, tölvustýrð fjöðrun, 38" breyting, er á 35", tölvukubbur, dr-beisli, aukamiðstöð, vínrauður, o.fl. Verð 5.950 þús. Nissan Patrol 2,8 turbo dfsil, háþekja, árgerð 1993, ekinn 240 þús., 33" breyting, 5 gíra. Verð 1.090 þús. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser GX 3,0 turbo disil, nýskráður 08/2000, ekinn 45 þús., sjálfskiptur, silfurgrár, dr-beisli. Verð 3.490 þús. Ath. skipti. Mitsubishi Pajero 2,8 intercooler turbo dísil, árgerð '98, nýskráður 12/97, ekinn 100 þús., 33" breyting, dökkgrænn, 5 gíra. Verð 2.300 þús. Ath. skipti. Nissan Terrano 3,0 SE V-6, nýskráður 10/93, ekinn aðeins 90 þús., sjálfskiptur, 33" breyting, toppeintak. Verð 950 þús. Nissan Terrano II Luxury, nýskráður 03/98, ekinn 94 þús., blár, 5 gira, 31" dekk, krókur, blár, leður, lúga. Verð 1.930 þús. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 80 4,5 bensín , árg. 1995, ekinn 124 þús., 44 breyt- tur, er á 38", tveir millikassar, 140 I tankur, sjálfskiptur, leðurtopplúga, glæsilegur bíll. Verö 3.500 þús. Toyota Land Cruiser 3,0 turbo dísil intercooler, nýskráður 02/98, ekinn 110 þús., 38" breyting, aukatankur, sjálfskiptur, 7 manna, kastaragrind, 4 kastarar, o.fl. o.fl. Verð 3.480 þús., ath. skipti. Nissan Terrano II sport, 2,4 bensín, nýskráður 06/00, ekinn 44 þús., hví- tur, 5 gíra, 5 dyra, 7 manna. Verð 2.250 þús. Toyota Land Cruiser VX 3,0 turbo dísil, nýskráður 01/2000, ekinn 32 þús., 33", 16" breyting, grillgrind, leður, sjálfskiptur, filmur. Verð 3.890 þús. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser GX turbo dísil intercooler, árgerð '94, ekinn 240 þús., 38" breyting, lækkuð drif, læs- tur framan og aftan, hvítur, sjálfskip- tur glæsilegur bíll. Verð 2.850 þús., ath. skipti. 'fV v- SP-FJÁRMÖCNUN HF www.sp.is Hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum: Ökumenn keyra hægar Hraði í Hvalfjarðargöngunum hefur lækkað töluvert eftir að hraðamyndavélar voru settar upp í göngunum í byrjun ágúst og hafa vélarnar því sannað gildi sitt. Sam- kvæmt frétt á Lögregluvefnum var af alls rúmlega 14.200 ökutækjum sem fóru um göngin á um tveggja vikna tímabili í nóvember 301 öku- maður kærður fyrir of hraðan akst- ur. Það þýðir að um tveir af hverj- um hundrað ökumönnum voru kærðir fyrir hraðakstur en að 98 af hverjum hundraði hafi keyrt á rétt- um hraða. Þá hafa hraðamælingarn- ar einnig orðið til þess að færri keyra á miklum hraða í gegnum göngin og er mjög lítið um akstur á Hvalfjarðargöng. meira en 100 km hraða en það var nokkuð algengt fyrstu vikurnar eft- ir að vélarnar voru settar upp. Flestar kærur þessa dagana eru vegna hraða frá rúmlega 80 km/klst. til rúmlega 90 km/klst. Auk hraðamyndavéla i Hvalfjarð- argöngum á lögreglan i Reykjavík rauðljósamyndavélar og hraða- myndavélar sem notaðar eru vítt og breitt um borgina. Kærur í nóvem- ber vegna þessara véla voru alls 108 og því var heildarfjöldi „myndavéla- kæra“ alls 409 kærur í nóvember. Dómur féll nýlega í máli sem höfðað var vegna aksturs á móti rauðu ljósi þar sem rauðljósamyndavél „upp- götvaði“ brotið. Ökumaður neitaði því að rautt ljós hefði verið komið áður en hann ók yfir stöðvúnarlínu. Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði brotið gegn þeim ákvæðum umferðarlaga sem tilfærð voru í ákærunni. -MA Sykurneysla íslenskra barna gífurleg: Fimmta hvert barn of feitt Fimmta hvert bam er of þungt á íslandi skv. nýlegum rannsóknum og eru líkur á að þúsundir grunn- skólabarna verði árlega fyrir einelti í skólum, m.a. vegna offitu. Þetta kom fram hjá Ástu Möller þing- manni (D) sem spuröi heilbrigðis- ráðherra um úrræði heilbrigðiskerf- isins á Alþingi í liöinni viku. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að heilbrigöisstarfs- menn skoðuðu frávik um þyngd barna og veittu ráögjöf. Stundum væri of feitum vísað til sérfræðinga, s.s. barnalækna. Hins vegar væri vandi feitra barna margþættur og ekki nema að hluta tengdur heil- Asta Möller. Jón Kristjánsson brigðiskerfmu. Gæta yrði að mörg- um þáttum og yrðu fjölmargir aö koma að lausn, s.s. leikskólar og grunnskólar. Sigriður Ingvarsdóttir (D) sagði að hver íslendingur drykki að með- altali 160 litra af sykruðum gos- drykkjum og þar af væri hlutdeild barnanna mikil. Hún taldi að matar- æðið skipti hvað mestu í þessu vandamáli. Mikilvægt væri að bjóða upp á hollar skólamáltíðir en því miður væri lítið um það í skólum landsins. Guðmundur Árni Stefánsson taldi vart á færi ráðherra að fá þjóðina til að skipta um mataræði heldur væri ábyrgðin í höndum foreldranna. Ummæli Guðmundar Árna sýna að hann hefur ekki skilning á vand- anum að mati Ástu og lýsti hún vandlætingu vegna þeirra. -BÞ Verð á geisladiskum: Edda hækkar ekki verðið Edda, miðlun og útgáfa, hefur ákveðið að fara ekki að fordæmi Skífunnar og hækka verö á geisla- diskum, útgefnum nú fyrir jólin. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að þar sem verð á geisladisk- um hafi verið hækkað í samræmi við gengislækkun krónunnar fyrr á þessu ári hafi ekki verið taldar forsendur fyrir frekari hækkun- um. Viðmiðunar-útsöluverð á geisladiskum frá Eddu er því 2.399 kr. en brögð hafa verið aö því að einstakir smásöluaðilar hafi hækkað verð á geisladiskum Eddu miðlunar til samræmis við verð- hækkanir annarra útgefenda. Vilja forsvarsmenn Eddu taka fram að slíkar aðgerðir séu alfarið á ábyrgð viðkomandi smásöluað- ila. Edda, miðlun og útgáfa, hefur sent frá sér hátt á þriðja tug nýrra titla á þessu ári, m.a. með Megasi, Eddu Heiðrúnu Backman, Rússí- bönum, Ham, Úlpu og fleiri. -ÓSB Byssumaður handtekinn Lögreglan á Akureyri handtók karlmann aðfaranótt sunnudags, vopnaðan haglabyssu. Maðurinn hafði gert sér leik að því að skjóta út um glugga á íbúð í Glerárhverfi sem hann var einsamall í en engin slys urðu á fólki við þessa iðju hans. Að sögn Lögreglunnar á Ak- ureyri gekk vandræðalaust að handtaka manninn sem mun hafa verið undir áhrifum einhverra vímuefna. -snæ Erill í Reykjavík: Kvartað vegna jólalaga Helgin hjá Lögreglunni i Reykja- vík var nokkuð erilsöm. Einkennd- ist hún af útköllum vegna jólaboða sem haldin voru víðs vegar um bæ- inn. Eitthvað var um minni háttar pústra bæði i heimahúsum og í mið- bænum en þeim mun fleiri kvartan- ir bárust vegna hátt spilaðra jóla- laga i jólapartíum. Mikið af fólki var í miðbænum og ölvun töluverð. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.