Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 SIEMENS Xaski sem eiga heima hjá þér! ;• . ' -. -u'; > 64.900 kr. stgrT) Uppþvottavél SE 34234 Ný uppþvottavél. Eínstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. C73.900kr.stgr. Kæli- og frystiskápur KG31V420 Nýr glæsilegur skápur. 190 I kælir, 90 I frystir. Hxbxd = 175x60 x64sm. 64.900 kr. stgr) Bakstursofn HB 28024 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. C59.900 kr. stgr. Þvottavél WXB1060BY Frábær ný rafeindastýrð þvottavél á kostakjörum. 1000 sn./mín. 49.900 kr. stgn) Helluborð ET 72654EU Keramíkhelluborð með áföstum rofum. Flott helluborð á fínu verði. (79 14.7Ö0 kr. stgr) Nýr þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtír. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þérdraumaslmann. 900 kr. stgr. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. ,900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. Umboðsmenn um land allt. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Landið x>v Hugað að fiskinum Þorskurinn fékk fóöur annan hvern dag, aðallega loðnu og kolmunna. Siglufjörður: Þorskeldi heppnast vel Búið er að slátra um 1800 þorsk- um sem hafðir voru í eldiskví i fimm mánuði i Siglufirði. Kristján Sigtryggsson, einn eigenda Dúunn- ar sf., sem stóð að eldinu, sagði í samtali við fréttamann að fiskurinn hefði verið veiddur í tilraunina á handfæri seinni hluta júnímánaðar. Niðurstaða tilraunarinnar er sú að þyngd fiskanna jókst nánast um helming á þeim fjórum mánuðum sem þeir voru í eldi. Aðstandendur tilraunarinnar eru mjög ánægðir með árangurinn, ekki síst þá stað- reynd að afíoll voru nánast engin. Eingöngu var settur smáfiskur á bilinu 1-1,5 kg í eldiskvína. Fiskur- inn fékk fóður annan hvern dag, loðnu og kolmunna - alls um 9 tonn. Síðasta mánuðinn var fiskinum hins vegar ekkert gefið að éta. Nið- urstaða eldisins varð sú að upp úr eldiskvínni komu 4,8 tonn af fiski sem var söluvaran en nokkrir fisk- ar höfðu ekkert vaxið frá í vor. Kristján segir þetta betri útkomu en nokkur þorði að vona og væri þegar ákveðið að halda áfram næsta vor með fisk í tveimur kvíum og byrja eldið fyrr en í sumar. Þess má að lokum geta að eigendur Dúunnar sf. gera út samnefnda trillu og kom hún í góðar þarfir við að flytja fóð- ur handa fiskinum. -ÖÞ DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Síldin fryst Vinna við frystingu á síld hjá Haraldi Böðvarssyni. Kraftur færist í síldveiðina Líf færðist í sUdveiðarnar í lok síðustu viku og hafa mörg skip fengið ágætan afla. Veiðin hefur verið í Víkurál út af Vestfjörðum að undanfórnu og þar hefur veiðst stór og falleg sUd sem flokkast vel tU manneldisvinnslu. ÖU nótaskip HB hafa verið í síldinni undan- fama daga. Elliði landaði í fyrra- kvöld 270 tonnum sem skipið veiddi í flottroU, Ingunn kom með 600 tonn í gærkvöld og sá afli fékkst einnig f flottroll. Víkingur kom í fyrradag með um 250 tonn sem skipið fékk í nót sem verður að teljast gott þar sem sUdveiði I nót hefur almennt gengið treglega að undanfornu. Síldarfrysting fyrir Rússlandsmarkað gengur vel. í morgun var búið að frysta rúm 700 tonn af sUd á vertíðinni. -DVÓ Landsbankinn: Þjónustan skert Bankastjóri Landsbankans átti fund með bæjarstjóra sl. föstudag og tilkynnti honum um fyrirhugaðan samdrátt hjá bankanum á Seyðis- firði. í framtiðinni stendur bæjarbú- um til boða þjónusta Landsbankans frá hálfeitt tU fjögur á daginn, eða þrjá og hálfan tíma virka daga. Starfsfólki verður sagt upp og síðan endurráðið í hálft starf. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.