Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 15
15 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 _______________________________________________________________ DV ________Útlönd Bandaríski tali- baninn hjálpfús Tvítugi Bandaríkjamaðurinn, sem barðist í liði talibana í Afganistan og var handtekinn í upp- reisn fanga við Mazar-i-Sharif, hef- ur veitt yfirvöldum gagnlegar upp- lýsingar. Bandarískir embættis- menn eru enn að kanna hvort hann býr yfir leynilegum upplýsingum sem gætu komið að gagni í hernaði Bandaríkjanna í Afganistan. Bandaríski talibaninn John Walker er í haldi bandarískra .land- gönguliða í bækistöð úti í eyðimörk- inni suður af Kandahar. Yfirvöld hafa ekki enn ákveðið hvort Walker verður ákærður fyrir að vera í liði talibana. Kjarnorkusérfræðingar undir grun: Tengsl við bin Laden skoðuð Bandarísk yflrvöld eru að rann- saka nýjar leyniþjónustuskýrslur um tengsl pakistanskra kjarnorku- vopnasérfræðinga við talibana eða al-Qaeda hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, að því er banda- ríska dagblaðið New York Times hafði í gær eftir bandarískum og pakistönskum embættismönnum. Pakistanar handtóku og yfir- heyrðu fyrir rúmum mánuði tvo kjarnorkuvisindamenn sem höfðu tengsl við talibana og al-Qaeda. Hvorugur þeirra var þó talinn búa yfir þekkingu til að aðstoða hryðju- verkamenn við að smíða kjarnorku- vopn eða útvega þau. Bæði Bandaríkjamönnum og Pakistönum hafa síðan þá borist nýjar upplýsingar um hugsanleg tengsl vísindamanna sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu. Bandarísk yfirvöld segja upplýs- ingarnar nógu trúverðugar tií að þau hafi ástæðu til að vera áhyggju- full út af öryggi kjarnorkuvopna- áætlunar Pakistana. Pakistanskir embættismenn segja að George Tenet, forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, hafi farið fram á það í heimsókn til Pakistans fyrir rúmri viku að tveir pakistanskir vísindamenn yrðu yf- irheyrðir. Menn þessir hafa mikla þekkingu á kjarnorkuvopnaáætlun pakistanskra stjórnvalda. Það fékkst ekki staðfest hjá CIA. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að liðsmenn al-Qaeda séu á hött- unum eftir þó ekki væri nema frum- stæðu geislavirku vopni og öryggis- mál í Pakistan eru áhyggjuefni. Bandarískir ráðherrar halda uppi gagnrýni á Palestínumenn: ísraelar hafna boði harð- línumanna um vopnahlé borginni Haifa í ísrael. Þetta var fimmta sjálfsmorðsárás- in innan ísraels á tíu dögum og Ariel Sharon forsætisráðherra sagði að árásir á Palestínumenn kynnu að verða auknar. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Yass- er Arafat, forseti Palestínumanna, hefði tafið fyrir myndun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með því hvemig hann hefði brugðist við of- beldisaðgerðum harðlínumanna sem beinast gegn Ísraelsríki. „Ég held að það sé ekki spurn- ing,“ sagði Cheney í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina vestra. „Stað- reyndin er sú að þar til Arafat sýn- ir að honum er alvara að hafa hem- il á sjálfsmorðsárásum Palestinu- manna gegn ísraelum mun ekkert miða áleiðis." Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Palestinu- mönnum einnig tóninn í gær. Hann fordæmdi sjálfsmorðsárásir Palest- ínumanna sem særðu átta manns í ísrael í gær og sagði sveitum harð- línumanna að ofbeldisverk þeirra myndu ekki ganga af Ísraelsríki dauðu. Powell ítrekaði fyrri gagnrýni sína á Yasser Arafat og sagði að hann gæti gert meira til að binda enda á ofbeldisverkin. Öryggissveitir Arafats segjast hafa handtekið leiðtoga harðlínu- manna, að kröfu ísraela og Banda- ríkjamanna. Hárgreiðsla í Kabúl Afgönsk kona nýtur þess aö geta látiö dedúa viö háriö á sér á hárgreiðslu- stofu í Kabúl. Frá því talibanastjórnin í Afganistan var hrakin frá völdum hafa afganskar konur hægt og sígandi snúiö aftur til vinnu utan heimilisins og far- iö aö lifa sjálfstæöara lífi en áöur. Margar hverjar hytja sig þó enn frá toppi til táar þegar þær fara út á meöal fótks. íslamskar harðlínusveitir sögðu i yfirlýsingu, sem þær sendu frá sér í gær, að þær myndu stöðva öll of- beldisverk innan landamæra ísraels í eina viku ef ísraelski herinn léti af árásum sínum á Vesturbakkann og Gaza. Háttsettur ísraelskur embættis- maður vísaðí boðinu hins vegar á bug og sagði að ísraelar ættu ekki annarra kosta völ en að verja hend- ur sínar á meðan palestínsk yfir- völd stöðvuðu ekki ofbeldisverkin og handsömuðu þá sem bera ábyrgð á þeim. Ekkert lát var á ofbeldisverkum fyrir botni Miðjarðarhafsins í gær. ísraelskir hermenn skutu fjóra palestínska lögregluþjóna til bana. Nokkrum klukkustundum síðar sprengdi Palestínumaður sjálfan sig og særði átta manns á strætisvagna- biðstöð, fullri af hermönnum, nærri REUTERJHYND Ofbeldi á hernumdu svæöunum Patestínskur lögregluþjónn viröir fyrir sér bíl fjögurra félaga sinna sem ísraelskir hermenn drápu í gær. Ævintvrí fyrír fullorðna Hláturinn lengir itfi^ .FrAsagnarhittvr bókmrintw tinkmnnlst mf frjóu Imyndunmr* fíi og myndmáliO mf útfíúruðum og skrmut/egum tiknhmtml I mndm bmrrokktímm dm Im Bmrtm... ævintýrmlmg frisðgnln htldur Imsmndm við afnlð. Unsyfir lýkur -/* Sigriður Albertsdóttir DV *Húmorinn, krmummr i hvmrrl síðu. “ - Fréttablaðið. Bnn mln gmgnrýnmndmrósln I hnmppmgmt Óddu Ismbmllu. Salka skemmtilegar bmkur Dodge Durango SLT+ árg. 1999 til sölu, ekinn aðeins 17 þús. km, hvítur, leðurinnréttingar, allt rafdrifið, álfelgur, aksturstölva. Einn með öllu. Upplýsingar í síma 695 1787.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.