Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 16
16 Menning Lífsmynstur Enginn verður svikinn af þremur sýning- um sem nú hanga uppi í Gerðarsafni í Kópa- vogi, sýningu hjónanna Stevens Fairbairn og Margrétar Jóelsdóttur, Aðalheiðar Valgeirs- dóttur og Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þar sem undirritaður hafði afskipti af þeirri fyrstnefndu á frumstigi hennar er honum tæpast stætt á því að fjalla um hana á þess- um vettvangi. Verk þeirra Aðalheiðar og Hrafnhildar gefa hins vegar tilefni til ýmiss konar hugleiðinga. Myndlist í fljótu bragði virðist ekki ýkja margt sam- eiginlegt með þessum tveimur listakonum. Aðalheiður sleit listrænum barnsskónum í grafík; á að baki fjölda sýninga á þeim vett- vangi. Það var svo nýlega sem hún tók upp pentskúf og hóf að gera þau málverk sem hér eru sýnd. Hugmyndir að þeim eru „sóttar í hinn heillandi heim lífvísinda í bland við smásæjar myndir úr náttúrunni", að því er segir i skrá. Hrafnhildur hefur lagt gjörva hönd á ýms- ar listgreinar, pappírsmótun, þrykk, textíl og skúlptúr; hér treður hún upp með tvívíðum og þrivíðum verkum, gerðum með hör, vír, töpp- um, augnskuggum og varalit, svo fátt eitt sé nefnt. Sýning hennar nefnist því tvíræða nafni „Skoðun“, a.m.k. lætur listakonan skýrt og skil- merkilega í ljós þá skoðun að verk hennar fjalli um „konuna sem endurtekur...handverk aftur og aftur án sýnilegs tilgangs eða umbunar". Hringrás og tími Það er einmitt á vettvangi endurtekningar- innar sem þessar tvær annars ólíku listakonur mætast. í verkum sínum setur Aðalheiður af stað (lífs)mynsturgerð „án upphafs og endis“. Hrafnhildur raðar saman hundruðum flöskutappa, margþrykkir sama formið, ríður net, stór og smá, og fjölfaldar eins konar „hör- brjóstahöld". Sú staðreynd að lífræn endurtekning skuli nú vera orðin hluti af aðferðafræði margra listamanna er án efa afleiðing af þeirri póst- módemískri röskun viðmiðanna sem við höf- um upplifað undanfarinn áratug eða svo. Módemisminn gerði kröfur um skýrt gildismat í listinni; listamanninum var uppálagt að koma reiðu á óreiðuna, gera greinarmun á aðal- og aukaatriðum. Póstmódemisminn kippti stoð- um undan þessari kröfugerð, enginn einn þátt- ur listsköpunar er nú öðrum æðri; þannig verð- ur margbreytileikinn - óreiðan - eftirsóknar- verð í sjálfri sér. Af þessu leiðir óneitanlega meira frjálsræði, en um leið nokkuð svo erfið afstæðishyggja. Því ef ekkert eitt - markmið, formgerð, mótíf - er öðru „æðra“ í myndlist, þ.e. ef það gildir einu hvort maður gerir út á hið tragíska í líf- inu eða heimilislíf Mikka músar, á hvaða for- sendum velur listamaður sér efni til umfjöllun- ar? Fyrir Aðalheiði er endurtekningin eins kon- ar endurspeglun þess síkvika og breytilega líf- heims sem við lifum í og erum hluti af. Svo al- mennt orðað markmið kallar á sérstaka maler- íska snerpu og persónulega myndskipun til að gefa því nauðsynlegt vægi. Margt gott má segja um málverk listakonunnar; dráttlist hennar er fjörleg og litatónar aðlaðandi. En þegar upp er staðið tekst henni tæplega að eigna sér þetta malerí með afgerandi hætti; eins og stendur eru of margir listmálarar um hituna. Handverk Hrafnhildar er hins vegar svo áhugavert í sjálfu sér að maður kærir sig næst- um kollóttan um hvort það feli í sér ádeilur á „þá stöðluðu fyrirmynd eða fegurðarímynd sem haldiö er að okkur í íjölmiðlum", svo vitnað sé í sýningarkrá. Og þar sem hún beinlínis gerir verkið að ádeilu, sjá „Liposuction kills“, fer maður hjá sér (sömuleiðis við dáldið pínlega viðauka við myndheiti). En það ér heilmikið að gerast í þessum sérkennilegu verkum listakon- unnar sem ætti að skila sér út í þrívíddarlist hennar á næstu árum. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarnar standa til 20.12. Geröarsafn er opið alla daga nema mán. kl. 11-17. Vindasamur Verdi Lítið hefur verið rætt um byggingu tónlist- arhúss nýlega en tónleikagestum á hátíðar- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands sl. fostudag hlýtur að hafa oröið hugsað til þess þegar gnauðið í vindinum úti fyrir hliðardyr- um Háskólabíós ætlaði bókstaflega að kaffæra upphafsverkið, Giovanna d’Arco eftir Verdi. Hljómsveit og kór tókst þó að yfirgnæfa veð- urofsann þegar líða tók á tónleikana en gam- an verður þegar íslenskir áheyrendur geta farið að njóta tónlistarflutnings í þar til gerðu húsi, án truflunar frá slíkum umhverfishljóð- um. Gusturinn gerði forleikinn reyndar dálít- ið frumlegan og áhugavert var að sjá hvemig blásararnir hömuðust við að hafa betur en vindurinn. Hér var verið að halda upp á hundrað ára ártíð Verdis með tónlist eftir Verdi. Hljóm- sveitarstjóri var Garðar Cortes og auk Sinfón- íuhljómsveitarinnar komu. fram óperukórinn og tveir einsöngvarar, Elín Ósk Óskarsdóttir og Jón Rúnar Arason. Fyrri hluti tónleikanna bar léttara yfirbragð með tónlist að mestu leyti frá fyrra æviskeiði Verdis en síðari hlut- inn var dramatískari og endaði á nokkrum köflum úr óperunni Macbeth. Hljómsveit og kór náðu vel saman undir stjóm Garðars Cortes sem býr yfir smitandi krafti sem skil- aði sér yfir í flutninginn í heild. Víða náði hann að galdra fram magnaða stemningu með hárnákvæmum og vel mótuðum styrkleika- breytingum. Léttleikinn og hátíðarstemning- in i fyrri hlutanum komst vel til skila, svo sem í O Signore, dal tetto natio úr I lombardi og Gi arrrede festivi úr Nabucco, en fyrri hlutinn endaði á hinum fræga óperukór úr Nabucco, Va pensiero, sem var mjög vel sung- inn. Hljómur óperukórsins er þéttur og breið- ur og styrkur hans mikill þegar við á. Ólíklr einsöngvarar Seinni hluti tónleikanna hófst á tregafullum forleiknum að Attila sem gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom en hápunktur seinni hlutans hjá kór og hljómsveit var flutningur kaflanna úr Macbeth þar sem allt fór saman, glæsileg túlkun og tæknileg nákvæmni. Einsöngvararnir tveir voru nokkuð ólíkir en bæði eru óperuunnendum að góðu kunn, Jón Rúnar hefur að mestu starfað erlendis undan- farin ár og syngur þetta árið við óperuhúsið í Jón Rúnar og Elín Ósk Tónleikarnir voru í heild vel heppnaðir. Var einu sinni sendur niður fyrir myrkustu skóga Afríku, allt til óravídda eyðimarkanna í Mósambikk og Simbabve. Að fjalla um erflði álf- unnar, eilíf stríð og andstreymi. Það var óvenju- leg ferð og færði til í minni manns. Man þar miðjan dag. Það var úti í buskanum. Lengst undir himni skaparans. Þar sást til stöku strákofa, þurra trjáa og fjalla lengst í mjúkri mósku. Við hlið mér svartur maður á mínu reki og í grenndinni böm hans fáklædd og kona að kreista ber. Hann sat óvenjulega kyrr á hækjum sér, stilltur í fasi og talaði hægt. Þarna undir bældri eik á þurrum sléttum álf- unnar fórum við aö tala um hlutskipti manns. Rétt eins og ég kvaðst hann hafa haldið til höf- uðborgarinnar á unga aldri og freistað gæfunn- ar. Reynt fyrir sér í skóla og hafið síðar störf á prentstofu. Haldið samt heim að lokum - tekið við héraðinu aö foður sínum látnum, sjálfum þorpshöföingjanum. Heima er þar sem hugurinn býr, hugsaði ég Núrnberg. Hann hefur talsvert mikla rödd og skilaði erfiðum tæknilegum hlutum vel, til dæmis í hinni frægu Di quella pira, en túlkun hans var I heild nokkuð flöt og í talsverðu ósamræmi við litríka túlkun Elínar Óskar. Hún gæðir hvern tón sem hún syngur einstæöu lífi og minnisstæðir eru þeim sem á hlýddu tón- leikar hennar í Ými fyrr i vetur, þar sem hún söng snilldarlega dramtískar sópranaríur. Hér söng hún Pace, pace mio Dio úr La forza del destino og gerði það frábærlega. Elín Ósk og Jón Rúnar sungu saman Un di felice úr La Tra- viata og eins og fyrr segir var túlkun þeirra það ólík að dúettinn naut sín ekki alveg sem skyldi. Tónleikarnir voru í heild mjög vel heppnað- ir. Einsöngvarar og hljómsveit voru ákaft hyllt í leikslok og sungu nokkur aukalög og Garðar Cortes endaði tónleikana á því að láta áheyr- endur syngja með kórnum Va pensiero, sneri sér út í sal og stýrði öfugt af hljómsveitarstjóra- palli hinum fjölmörgu og ánægðu tónleikagest- um þetta stormasama kvöld. Hrafnhildur Hagalín með sjálfum mér á meðan ég heyrði þennan jafnaldra minn stikla stórum á sögu sinni - og svo gaut hann augunum á mig, sindrandi svört- um augum sem spurðu hvaðan ég væri. Mér kom það þægilega á óvart að hann vissi hvar ísland var á hnettinum og enn meir lyftist brúnin þegar hann kvaðst vera bærilega að sér í íslensku þorskastríðunum. Jú, vinur hans í höfuðborginni hefði unnið með íslendingi í Angólu og sá hefði starfað á islensku varðskipi í 200 mílna tætingnum. Hann spurði hvort við værum enn í stríði. Ég hugsaði mig um en sagðist halda að óvíða væri meiri friður en á íslandi. Hann taldi það gott. Friður væri fyrir mestu. Friður og ró. Svo horfðum við út á sléttuna. Sólin var kom- in yfir hádegisstað. Konan var enn að kreista ber. Börnin næsta nakin. Á mærum fátækustu landa heims. Þegar ég kvaddi sat hann enn á hækjum sér. Fullur friðar. -SER mannsgaman / vvyv Uti í buskanum MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 ________________________ÖV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Opnar vinnustofur Á Korpúlfsstöðum eru myndlistar- menn með vinnustofur og reka jafn- framt sýningarsal og lítið gallerí, Gall- erí Gorgeir. Núna á miðvikudaginn verða vinnustofurnar opnar gestum að skoða og spjalla frá kl.12 til 19. Lista- mennimir sem verða á staðnum eru Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðar- dóttir. Gengið er inn í miðburst Korp- úlfsstaða. Útkall í Djúpinu Bretar og íslend- ingar urðu agndofa er fréttist að einn mað- ur, Harry Eddom, hefði komist af þegar breski togarmn Ross Cleveland fórst í aftakaveðri Ísaíjarð- ardjúpi í febrúar 1968. Áhöfnin hafði þá ver- ið talin af í 36 klukku- stundir. Atburðurinn vakti heimsathygli og þótti með ólíkindum að maðurinn skyldi lifa af þær raunir sem hann mátti þola. 14 ára smaladrengur fann hann nær dauða en lifi. Um íjörutíu breskir fjölmiðlamenn komu til landsins, og slagsmál brutust út á Keflavíkurflugvelli og einnig á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði er frétta- menn kepptust um að fá að taka myndir af endurfundum Harrys og eiginkonu hans, Ritu, sem syrgt hafði mann sinn í á annan sólarhring áður en hin ótrúlega fregn barst. í bókinni Útkall i Djúpinu eftir Óttar Sveinsson er þessum atburðum í ísafjarð- ardjúpi lýst en þá börðust á fimmta hund- rað sjómenn við að halda skipum sínum á floti í ofviðri sem líkt var við Halaveðr- ið, tíu stiga gaddi og gífurlegri ísingu. Skammt frá þeim stað sem Ross Cleveland sökk strandaði togarinn Notts County. Einn úr áhöfn hans, Richard Moore, lýsir óhugnanlegum atburðum þar um borð og áhöfn varðskipsins Óðins segir frá því þegar tveir stýrimenn hættu lífl sínu tO að fara á litlum gúmbát í veð- urofsanum til að bjarga 18 mönnum úr áhöfn Notts County. Það ber til tíðinda í þessari bók að þar greinir Harry Eddom frá reynslu sinni, en til þessa hefur hann ekki viljað tjá sig um þessa örlagaríku atburði. Richard Moore af Notts County kom hingað til lands í síðasta mánuði til að þakka Óðins- mönnum lífbjörgina. íslenska bókaútgáf- an gefur bókina út. Þess má geta að í október kom út í Dan- mörku bókin Mayday, Mayday með aðal- sögunni úr bókinni Útkall á jólanótt sem Óttar gaf út 1999. Eins og íslenskir lesend- ur minnast segir hún frá dramatískri björgun fimm manna af Suðurlandi um jólin 1986. Kim Lembech og Carsten Berthelsen unnu danska textann en PP Forlag gefur út. í hita kalda stríðsins Nýja Bókafélagið hefur sent frá sér bókina í hita kalda stríðsins eftir Björn Bjarnason mennta- málaráðherra með úrvali blaðagreina hans um utanríkis- og alþjóðamál. Bjöm kemur svo víða við f þessum skrifum aö kalla má að bókin sé eins konar víðsjá kaldastriðsáranna á íslandi í ljósi þró- unar á alþjóðavettvangi. Fáir hafa íjallaö af meiri þekkingu um stefnu íslands í utanrikis- og öryggis- málum en Bjöm. Hann hefur skrifað um þau efni meö reglubundnum hætti í meira en aldarfjórðung, sem blaðamað- ur, embættismaður og stjórnmálamað- ur. Umsjón með útgáfunni hafði Jakob F. Ásgeirsson. Konur lesa Á síðasta bókaupplestr- arkvöldinu í Hlaðvarpan- um fyrir þessi jól í kvöld kl. 20.30 lesa Hildur Her- móðsdóttir úr Heilsubók konunnar, Inga Lára Baldvinsdóttir úr Ljós- myndarar á íslandi 1845-1945, Oddný Sen úr Medúsunni (sjá mynd), Sigrún Árnadótt- ir úr Hann var kaúaður „þetta“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.