Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 17
17 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001__________________________________________ I>V _______________________________________ Menning Feigðarför Hvað er svona heillandi við norðurslóðir? Sumir þrífast hvergi annars staðar og una sér aldrei betur en I 30 gráðu frosti á rekís með ísbirni, rostunga og seli sem nágranna. Aðrir láta sér nægja að koma sér vel fyrir í þægilegum stól með bók í hendinni og kafFibolia eða viskíglas á borðinu við hliðina og láta hrífast af frásögnum heimskautafara og ævin- týrum þeirra. Vilhjálmur Stefánsson fullyrti að venjuleg- ur maður við þokkalega heilsu ætti að geta haft nóg að bita og brenna á norðurslóðum og komist af með góðu móti. Þessi fullyrðing er í besta falli ýkjur en líklega rakalaus þvætting- ur. Sagan af Karlukleiðangrinum er til sann- inda um það sem og fjölmargar aðrar slíkar um hrikaleg örlög pólfara og landkönnuða jafnt á norður- sem suðurskautinu. Bókmenntir_______ Fyrir þann sem ekkert þekkir til ferða um norðurslóðir nema það sem lesið verður af bókum kemur margt á óvart í frásögn Jenni- fer Niven af Karlukleiðangrinum í bókinni ís- herrann, einkum lélegur undirbúningur ferð- arinnar. Ekki virðist hafa verið leitað sérstak- lega að þátttakendum sem höfðu reynslu af norðurslóðum og hópurinn fékk litla sem enga þjálfun, enda kom i ljós þegar í harð- bakkann sló að menn áttu i mestu vandræð- um með að vinna saman. Lesandinn hlýtur að velta fyrir sér hvað leiðangursstjórinn Vil- hjálmur Stefánsson var að hugsa. Þó að nógir Öármunir væru til ráðstöfunar eftir að kanadíska ríkisstjórnin kom að málinu er allt gert með ódýrasta hætti. Skipið Karluk var bæöi gamalt og illa fallið til að sigla um norð- urslóðir því það var ekki styrkt sérstaklega til siglinga í ís. Annar undirbúningur var líka í skötulíki, hlífðarklæðnaður lélegur, notaður og ónógur, verkstjórn lítil sem engin, birgða- stjórnun í óreiðu og þau matvæli sem pöntuð voru óhentug, jafnvel hættuleg. Hvað skipulagsleysið varðar virðist ekki Vilhjálmur Stefánsson landkönnudur Fær ekki fögur eftirmæli í bók Jennifer Niven. eingöngu við Vilhjálm að sakast heldur einnig við Bartlett skipstjóra en hann virðist bæði hafa verið lélegur mannþekkjari og skort leið- togahæfileika þótt hann sýndi fádæma hug- rekki og þol þegar á reyndi. Nú voru það eink- um ævintýramenn af ýmsu tagi sem á þessum tíma réðust í ferðir á norðurslóðum og vera má að undirbúningur leiðangra hafl oftar en ekki verið í þessum dúr. Ef svo er þá skýrir það óneitanlega þá miklu mannskaða sem urðu í rannsóknarleiðöngrum á heimskauta- svæðunum. I ísherranum er það Vilhjálmur Stefánsson sem er skúrkurinn og er fátt tínt til honum til varnar. Ef marka má bókina var hann athygl- issjúkur og með mikilmennskubrjálæði. Hann yfirgaf leiðangurinn fljótlega ásamt þeim sem hann þurfti á að halda en setti hina á guð og gaddinn. Engu líkara en hann hafi hreint ekki ætlað öðrum úr leiðangrinum að koma til baka, eða að minnsta kosti verið nokk sama um þá. Ef svo hefur verið þá skilur lesandinn af hverju allt var gert með sem ódýrustum hætti. Vilhjálmur var alla tíð fáorður um Karluk- leiðangurinn og verður því að sitja uppi með það að þar eru aðrir til frásagnar. Því hefði verið full ástæða fyrir höfund að fara ofan í saumana á viðhorfum hans. En því miður virðist höfundur leggja meira upp úr æsilegri frásögn en vönduðum vinnubrögðum og í slíkri frásögn hentar Vilhjálmur vel sem skúrkur. Hér er athyglinni beint að áhöfn Karluks en í leiðangri Vilhjálms voru tvö önn- ur skip og við fáum lítið að vita hvað áhafnir þeirra höfðu fyrir stafni né heldur Vilhjálmur sjálfur. Lesandinn saknar þess óneitanlega að hafa ekki næga yfirsýn yfir allt sviðið. Það er fengur að því að fá á íslensku vönd- uð þýdd fræðirit og mættu forleggjarar gera meira af slíku. Því miður fellur ísherrann þó ekki í þann flokk. Þýðing Rúnars Helga Vign- issonar er smekkleg og á góðu máli og sama má segja um hönnun bókarinnar. Sérviskuleg- ar aftanmálsgreinar fóru í fyrstu í taugarnar á undirrituðum en þær sleppa til þegar les- andinn er búinn að átta sig á kerfinu sem er notað. Guðmundur J. Guðmundsson Jennifer Niven: Isherrann. Hin afdrifaríka sjóferð Kar- luks. Rúnar Helgi Vignisson þýddi. PP forlag 2001. Myndabók um Björk Þessa dagana er Smekkleysa að dreifa býsna sérstæðri bók um Björk - þeirri fyrstu sem unn- in er i samráði við hana sjálfa. Þetta átti upphaf- lega að vera myndabók með broti af ljósmyndun- um sem teknar hafa verið af henni síðan fyrsta sólóplatan hennar, Debut, kom út, en hugmyndin þróaðist áfram og bætt var við textum eftir ýmsa helstu samstarfsmenn hennar á liðnum áratug. Enn eru þó myndir í öndvegi og má þar sjá myndir eftir marga fremstu ljósmyndara heims, bæði af Björk og aðrar myndir sem þeir ánafna henni í bókinni. Bókin er byggð þannig upp að í fyrsta hluta eru myndir af Björk eftir um þrjátíu ljósmynd- ara, margar afar sérstæðar og aiiar sýna glöggt hvilíkt þing hún er fyrir góða ljósmyndara. Fyr- irsæta á heimsmælikvarða - ekki síður en söng- kona. Annar hluti bókarinnar heitir „Words“ (Orð) og eru textar eins og yfirskriftin bendir til. Þar er skemmtilegast samtal Bjarkar og náttúrufræð- ingsins og sjónvarpsmannsins Davids Atten- borough sem Jefferson Hack skráði. Kannski kemur einhverjum á óvart það sem Björk^/' segir í lok þess. Hún er að segja sir Dav-/^ id frá viðtali sínu við tónskáldið \ Stockhausen sem er iðinn við að leika V. tónlistina sína fyrir áhugamenn og út- \ skýra hana til að vera viss um að þeir \. skilji hana. Svo bætir hún við: „Ég held að \ ég hefði vel getað verið kennari og sagt fólki \ frá alls konar tónlist. Þegar ailt kemur til alls \ verður maður að velja sinn stað í veröldinni." ' Þriðji hlutinn ber yflrskriftina „4 pages for Björk“ (Fjórar blaðsíður handa Björk) og þar búa 16 listamenn til efni handa söngkonunni, hver um sig á fjórum síðum. tslendingar í þeim hópi eru Haraldur Jónsson sem birtir stutta texta, Sjón, einnig með texta, m.a. úr Augu þin sáu mig, og Gabríela Friðriksdóttir með skondnar teikn- Björk séð af Juergen narvi \ Teller ) Á bókarkápu er texti um Björk eftir Stép- ■: ■ ' hanie Cohcn. \ ingar. Meðal erlendra listamanna i þessum hópi má nefna Stéphane Sednaoui sem birtir ljósmyndir frá Tíbet, Graham Mass- ey og Inez van Lamsweerde. Það eru Little-i Ltd. og Björk Overseas Ltd. sem gefa bókina út. Bókmenntir______________’___________________________ . : . . -i Leitin aö norninni í sögunni Andinn í Miklaskógi segir frá því þegar Benedikt búálfur ætlar að ná í Dídí, vin- konu sína, úr mannheim- um til að sýna henni lit- brigði Sólfossa á sumarsól- stöðum. En Dídí er miður sín því að litli bróðir henn- ar, Arnar Þór, er týndur. Brátt kemur í ljós að Arnar hefur vilist inn í Áifheima og lent í því að vera stunginn af broddpukki en það eru illar skepnur í þjón- ustu vondrar galdranornar. Þeir sem eru stungnir af broddpukkum sofa í þúsund ár og Benedikt búálfur og Daði dreki þurfa að taka á honum stóra sínum til að bjarga málunum. Þetta er þriðja bókin um Benedikt búáif og Daða dreka sem búa í Álfheimum. Þeir eru fé- lagar en ákaflega ólikir, Benedikt er smávax- inn og hefur alltaf ráð undir rifi hverju, Daði er stór og ógurlegur en samt alltaf ósköp hræddur. Slíkar andstæður eru oft spaugileg- ar og svo er einnig hér. Dídí er aftur á móti maður en vinur álfa. Hún fann Benedikt í hús- Hiö illa stefnir í makieg málagjöld Mynd Ólafs Gunnars við Andann í Miklaskógi. inu sínu en hann sér um að passa það. Þau þrjú fara í mikinn leiðangur til að finna vondu galdranornina og lækningu við þúsund ára svefninum. Nokkrir endar eru enn lausir í sögulok og margt mætti kannski skýra betur, t.d. af hverju andinn breyttist í tré. En sagan er mjög spennandi: illmennin eru vond og góða fólkið gott og Benedikt reynist úrræðagóður að venju. Myndirnar eru lifandi; einfaldar, dregnar skýrum dráttum og litríkar. Benedikt minnir á spjátrungslegan aðalsmann á mynd- unum og Daði iðulega í grenndinni með áskapaðan sauðarsvip. Leiðangur Benedikts og félaga er sýndur á korti fremst og aftast í bókinni og gefur það sögunni ævintýralegan blæ í anda bóka Tolkiens. Benedikt búálfur bregst ekki aðdáendum sínum frekar en fyrri daginn. Atburðarásin er hröð og skemmtileg og Andinn í Mikla- skógi gefur fyrri bókum um Benedikt búáif ekkert eftir. Katrín Jakobsdóttir Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Benedikt búálfur. And- inn I Miklaskógi. Mál og menning 2001. Meiri sálmaspuni Þeir sem misstu af Sálmum jólanna í Hall- grímskirkju 17. nóvember geta andað léttar því vegna flölda áskorana halda Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnars- son organisti sérstaka aukatónleika í Hall- grímskirkju á miðvikudagskvöldið kl. 20.30. Þar kynna þeir nýjan geisladisk; Sálma jól- anna og leika lög sem tengjast aðventu, jólum og áramótum. Elstu lögin eru frá miðöldum en hið yngsta er aðeins sex ára gamalt. Hér í DV sagði Ólafur Stephensen um tón- leikana: „Andrúmsloftið i þessari stóru kirkju, þar sem hljómur orgelsins fyllti út í hvern krók og kima, var hreint út sagt magn- að. Þetta kom ekki sist fram í flutningi þjóð- lagsins „Sjá himins opnast hlið“ sem hreif áheyrendur með sér á flug um furðuheima sem tónlistin ein getur boðið til.“ Konur, flokkar og framboð Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Konur, flokkar og framboð eftir Svan Kristjánsson og Auði Styrkársdóttur. Þar greinir frá rannsókn sem höfundar gerðu á framboðsaðferðum íslenskra stjórnmálatlokka í kaupstöðum við byggða- kosningarnar 1998 og alþingiskosningarnar 1999. Þeirri skoðun hefur verið varpað fram að líklegra sé að konur veljist í framboð í stórum kjördæmum en smáum og frekar hjá stórum flokkum en litlum. Einnig hefur heyrst að hlutfallskosningakerfi (eins og það islenska) sé hagstæðara konum en meirihlutakerfi. Þá er stundum rætt um að það sé auðveldara fyr- ir konur sem og aðra nýliða að komast í ör- ugg sæti ef „flokksmaskínan“ eða „flokkseig- endafélög" komi sem minnst nálægt vali á frambjóðendum og því séu prófkjör betri leið. Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að þessar skoðanir eigi sér litla stoð í veruleik- anum. Pólitískur vilji skiptir höfuðmáli varð- andi framgang kvenna í stjórnmálum. Flokk- arnir hafa lokaorðið i frambjóðendavali, og hjá þeim liggur ábyrgðin. Víg Kjartans Söguspekingastifti hefur gefið út Víg Kjartans Ólafssonar eftir Júlíönu Jónsdóttur (1838-1917). Þetta er sorgarleikur í ein- um þætti, byggður á frá- sögn Laxdæla sögu af ör- lögum þeirra Guðrúnar og Kjartans. Víg Kjartans Ólafssonar er elsta leikritið sem varðveist hefur eftir ís- lenska konu, samið og sviðsett í Stykkis- hólmi veturinn 1878-79. Einnig er það fyrsta íslenska leikritið sem gert er eftir íslenskri fornsögu. Leikritið er til í einu handriti í Landsbókasafni Islands og hefur ekki áður komið út á prenti. Helga Kress prófessor bjó leikritið til prentunar og ritar inngang. Þar segir hún m.a.: „Þótt leikritið beri nafn Kjartans Ólafssonar, flallar það fyrst og fremst um Guðrúnu Ósvífursdóttur. Bygg- ing þess miðast við hana og fer i hring, leik- ritið endar eins og það byrjar, á sömu sviðs- mynd með Guðrúnu einni. /.../ Þessi hring- laga tími /.../ er talinn einkenna tíma kvenna og mál skáldskaparins, andstætt línuréttum tíma karla og hinu almenna tungumáli samfélagins." Háskólaútgáfan dreifir bókinni. Óvissukvöld I kvöld verður „Óvissukvöld" í Listaklúbbi Leikhúskjallarans þar sem fjölmargir lista- menn koma fram og flytja tónlist úr óvæntri átt. Kannski kemur KK ... kannski Rússíban- ar, Geirfuglar, Jóel Pálsson, Sigurður Flosa- son - en kemur Megas? Það er spurningin. Leikreglurnar eru þær að tónlistarmenn- irnir mega ekki leika lög sem þeir hafa leik- ið áður opinberlega þannig að óvissan er ekki bara fyrir gesti heldur líka tónlistar- mennina. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og tón- leikarnir heflast kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.