Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 27
39 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001__________________________________________ DV Tilvera Tombólukrakkar í bíó Um 150 tombólukrakkar, börn sem hafa safnað fé með tombóluhaldi á þessu ári, mættu í Laugarásbíó í gærkvöldi á myndina Pétur og kötturinn i boði Rauða kross Islands og Laugarásbíós. Með þessari sýningu, sem haldin var á degi sjálfboðaliðans 5. desember, vildi Rauöi krossinn þakka krökkunum aðstoðina. Söfnunarfénu, um 250 þúsund krónum, verður varið til að styrkja athvarf fyrir götubörn i Mósambík. HljómpiOtur MORE* MORE GJæsiha: síini 5H8 KOM) Jnin ú imiM’inuHi. Tískuverslunin Smnrt Grímsbæ v/ BdstaBaveg, 111 U I I sími 588 8488 Gott úrval af fallegum fatnaði, st. 36-52 Loðnir inniskór gráir/sebralitaðir Spariskór 15% afsl. af nýjum vörum til jóla Guitar Islancio - III ★★★ Einfaldleikinn í hávegum hafður Þaö er 1 raun ekki mikið hægt að skrifa um þennan þriðja geisladisk tríósins Guitar Islancio. Róið er á sömu mið og á hinum tveimur. Þó má segja að þessi hérna likist meira fyrsta diskinum. Viöfangs- efnið er sem fyrr íslensk þjóðlög og eitt lag sem segja má að öðlast hafi igildi þjóðlags, Við lítinn vog eftir Pál ísólfsson. Tvö frumsamin lög eftir Björn Thoroddsen fylgja með, Gárur og Kvöldljós. Frábær sóló hjá höfundinum í því síðara sem er með fyrstu fjóra tónana úr Besame mucho en eftir það allt önnur Ella, stutt og laggott. Ásamt Gunnari Þórðarsyni og Jóni Rafnssyni hef- ur Björn hér hitt á æð sem gefur vel af sér. Virðingin fyrir efninu kemur berlega i ljós. Engir óþarfa stælar í gangi og einfaldleikinn í hávegum hafður þar sem við á. Helst að hægt sé að finna að sveifluútsetningu á Stóð ég úti í tungsljósi sem hljómar dálítið an- kannalega í eyrum þeirra sem vel þekkja lagið. Sem er öll íslenska þjóðin. Þorraþræll virkar betur að þessu leyti, í aðeins hraðari takti. í nokkrum lögum er skotið inn blús- kenndum riffum sem tengja þau vissulega við nútímann eða sið- ustu öld í það minnsta en um slík tilþrif sýnist eflaust sitt hverjum Diskur III er fullur af geislandi spilagleði eins og hinir og það skil- ar sér heldur betur. Sjaldgæft er að músik sem flokka má undir djass hafi náð viðlíka alþýðuhylli sem þessi. Áhrifamestu lögin eru þessi hægu; Bíum, bíum bamba, Sumri hallar og Hættu að gráta hringagná. Þess má geta að þeir fé- lagar hafa komið fram á tónleikum víða erlendis sem og innanlands og staðið sig með sóma sem mús- íkalskir fulltrúar lands og þjóðar. Má kannski segja að Guitar Islancio sé orðin hálfgerð þjóðar- gersemi. Ingvi Þór Kormáksson Ýmsir flytjendur - 25 ára ★★★ í baráttunni í aldarfjóröung Geimsteinn er orðinn elsta starf- andi hljómplötuútgáfan hér á landi og hefur sent frá sér hátt í eitt hundrað titla. Flytjendumir koma úr hinum ýmsu geirum tónlistar- lífsins. Það sést best á yfirlitsút- gáfu fyrirtækisins, fimmtíu laga grip á tveimur geislaplötum sem gefinn hefur verið út í tilefni af- mælisins. Þeim er þetta ritar þótti vissu- lega á sínum tíma að nokkrir sem sluppu i gegnum nálarauga stjórn- enda Geimsteins ættu ekki erindi á hljómplötu. Þeir hverfa í fjöldann eftir því sem titlunum fjölgar og reyndar þarf ef til vill að endur- skoða slíka afstöðu í ljósi þess að nú orðið er hægt að gefa út nánast hvað sem er með litlum tilkostn- aði. Kannski er það einungis til marks um framsýni Rúnars Júlíus- sonar og fjölskyldu hans að gefa ýmsum listamönnum tækifæri sem borin von var að ættu eftir að skila nokkru í kassann. Þegar Geimsteinsútgáfan varð sextán ára var gefinn út tvöfaldur diskur með yfirliti þess athyglis- veröasta sem fyrirtækið hafði látið frá sér fara. Síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í textanum, marg- ar plötur bæst í sarpinn og því var sannarlega tími kominn til að end- urtaka leikinn. Ásgeir Tómasson Sígrænt eðaltré (Hæsta gæðaflokki frá skátunum prýðir nú þúsundir (slenskra heímila. » 10 ára ábyrgð t*. Eldtraust i* 12 staerðir, 90 - 500 cm i*. Þarf ekki að vökva Stálfótur fytgir f*. íslenskar leiðbeiningar i* Ekkert barr að ryksuga í* Traustur söluaðili r* Truflar ekki stofublómin ?*, Skynsamleg fjárfesting }„ 1 o Dd§§S ©©fcxiefteBfÐg Bandolag Islenskra skóta r 4 Skrifstofuvörur með 20% afslætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.