Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Side 4
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 Fréttir DV Spenna vegna ákvörðunar um aðferð við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokks: Leiðtogaprófkjör er enn talið líklegast - Júlíus Vífill metinn sigurstranglegri leiðtogi en Inga Jóna í nýlegri Galluplcönnun Samkvæmt nýlegri Gallupkönn- un sem gerð var á fylgi stóru fram- boðanna tveggja í borgarstjóm Reykjavíkur njóta Reykjavíkurlist- inn og Sjálfstæðisflokkurinn svo til nákvæmlega sama fylgis kjósenda. Könnunin, sem gerð var 10.-20. des- ember, tók líka til þess hvort þeirra Ingu Jónu Þórðardóttur eða Júlíus- ar Vífils Ingvarssonar væri líklegra til að leiða D-listann til sigurs. í ljós kom að flestir þeirra sem spurðir voru töldu Júlíus Vífil líklegri til sigurs en Ingu Jónu, eða rúm 42% um 550 svarenda, og rúmlega 30% töldu Ingu Jónu sigurstranglegri. Tæp 24% töldu að hvorugt þeirra væri líklegt til að leiða listann til sigurs og um 3% töldu bæði jafn lík- leg. Athygli vekur að um þriðjungur aðspurðra tók ekki afstöðu til þess- arar spurningar. Þessi könnun hefur ekki verið birt opinberlega frekar en aðrar svipaðar kannanir sem gerðar hafa verið, en samkvæmt heimildum DV var hún gerð fyrir Júlíus Vífil Ingv- arsson, sem eins og áður hefur kom- ið fram í DV hefur verið að velta fyrir sér möguleikum sínum á að leiða lista flokksins í borgarstjórn- arkosningunum í vor. í samtölum við menn sem standa nær Ingu Jónu Þórðardóttur í Sjálfstæðis- flokknum koma hins vegar fram miklar efasemdir um að þessar töl- ur gefi rétta vísbendingu um stöðu hennar meðal flokksmanna og stuðningsmanna flokksins. Enn hefur ekki verið ákveðiö hvaða aðferð Sjálfstæðisflokkurinn mun nota við að raða upp á listann, en eins og greint var frá í frétt DV í gær er búist við ákvörðun um það á fundi stjórnar fulltrúaráðsins í Reykjavík síöar í vikunni, en Mar- geir Pétursson vill lítið gefa upp um niðurstöður fyrir fram en vísar til ummæla sinna í DV í gær þar sem hann sagöi að greinilega hafi orðið vart við mikinn áhuga og baráttu- gleði hjá flokksmönnum. Birgir Guðmundsson fréttastjóri Leiötogaprófkjöriö líklegast Af samtölum við flokksmenn í höfuðborginni aö dæma gætir nú talsverðs taugatitrings vegna fram- boðsmálanna. Kemur þetta meðal annars fram í því að menn eru treg- ir til að koma opinberlega fram á þessu stigi og hafa uppi vangaveltur um stöðuna. Það breytir þó ekki því að víða er veriö að skipuleggja og er greinilegt að enn telja menn meiri líkur en minni á því að farið verði í svokallað leiötogaprófkjör. Uppstill- ing er þó síður en svo út úr mynd- inni og í raun ekki heldur hefð- bundiö prófkjör þó það sé nú talinn ólíklegasti kosturinn. Ljóst er að í röðum borgarfulltrú- anna sjálfra, ekki síst þeirra sem keppa aö því leynt eða ljóst að leiða listann í næstu kosningum, er próf- kjör sú leið sem flestir telja eðlilega. Viðmælendur blaðsins benda á þrennt sem mæli sérstaklega með prófkjöri. í fyrsta lagi er bent á að erfitt verði fyrir þann einstakling, sem taki að sér að leiða listann, að takast á við það hlutverk án þess að hafa fengið skýrt umboö til þess frá flokksmönnum. í öðru lagi sé hefð fyrir því hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík að velja á lista með próf- kjöri. I þriöja og síðasta lagi skipti Björn Bjarnason. Eyþór Arnalds. Inga Jóna Þórðardóttir. Júlíus Vífill Ingvarsson. Margeir Pétursson. Borgarstjórn Sjálfstæöismenn í borgarstjórn Reykjavíkur leggja ofurkapp á aö vinna borgina af Reykjavikurtistanum. Fyrsta skrefiö í þeim slag er aö koma sér saman um leiö til aö velja á framboðslistann. það máli fyrir þá frambjóðendur sem vilja leiða listann að valiö verði með próf- kjöri, einfaldlega vegna þess að talið er nær úti- lokað að Björn Bjarnason muni þá blanda sér í baráttuna. Hann muni ekki, sem einn af gamalreynd- ustu forustumönnum flokksins á landsvísu, fara að etja kappi við sveitarstjómarmenn í Reykjavík í prófkjöri. Enda hafa þeir þrír fram- bjóðendur sem líklegastir eru til að keppa um fyrsta sætið, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífíll Ingvars- son og Eyþór Arnalds, allir lýst sig fylgjandi prófkjöri - hvort heldur sem er leiðtogaprófkjöri eða hefð- bundnu prófkjöri. Ýmsir ókostir Gallar prófkjörs eru hins vegar margir og ekki virðist standa á tals- mönnum prófkjörs aö viðurkenna það líka. Sá ókostur sem flestir nefna fyrst vegna prófkjörs er að það sundri fólki óþarflega í aðdrag- anda kosninga og geti skilið eftir sig djúp sár. Þá sé það bæði dýrt og auk þess sé erfitt að fá fólk til að taka þátt í því. Leiðtogaprófkjör sé leiö til að lágmarka slíkan skaða en komi ekki í veg fyrir hann. Megin- vandinn hins vegar sem viðmælend- ur blaðsins sjá í tengslum við próf- kjör, hvort heldur sem það yrði leið- togaprófkjör eða heföbundið próf- kjör, er þó annars eðlis. Sá vandi snýr að því að þrátt fyrir að menn gangi í gegnum erfitt prófkjör geti komið upp sú staða að engin afger- andi niðurstaða fáist - að ekkert eitt leiðtogaefnanna hafi svo afgerandi stuðning að umboð leiðtogaefnisins geti talist ótvírætt. Skoðanakannan- ir, eins og sú sem sagt var frá hér að ofan, hefur einmitt aukið á þessa óvissu að dómi ýmissa viðmælenda blaðsins úr röðum sjálfstæðis- manna. Könnunin sýnir vissulega stuðning við Júlíus Vífil Ingvarsson og nokkru minni við Ingu Jónu Þóröardóttur. En þriöjungur að- spurðra tekur ekki afstöðu til þeirra, fjölmargir telja hvorugt þeirra augljósan kost og enginn veit hvort niðurstaðan hefði orðið önnur ef spumingin heföi í upphafi tekið til fleiri nafna en bara þessara tveggja. Þannig er ljóst að þeir sem vilja t.d. Eyþór Arnalds sem leið- toga telja þessa niðurstöðu litla vís- bendingu um raunverulega stöðu. Hins vegar er niðurstaða af þessu tagi áfall fyrir Ingu Jónu Þórðar- dóttur, einfaldlega vegna þess að hún er sitjandi leiðtogi en nýtur samt ekki þeirrar hylli og þess for- skots meðal almennra kjósenda, sem slík leiðtogastaða ætti að færa henni. Óskýr niðurstaða Það er því ekki síst hræðslan við að fara í gegnum átakamikið próf- kjör án þess að fá fram afgerandi niðurstöðu, sem virðist kynda und- ir hugmyndinni um að fara þrátt fyrir allt í gamaldags uppstillingu að þessu sinni. Það kemur ekki á óvart að það eru flokksmenn hrifn- ir af Birni Bjarnasyni sem sagðir eru hlynntir uppstillingarleiöinni, enda líklegra að hægt verði að kalla hann til í slikum tilfellum. Heimildarmönnum blaðsins ber hins vegar ekki saman um hvernig eða hvort uppstillingarsinnar eigi einhvern stuðning formanns flokksins. Það þarf í raun ekki að koma á óvart því Davíð Oddsson er í þröngri stööu og stígur því var- lega til jarðar. Annars vegar er Inga Jóna Þórðardóttir eiginkona Geirs Haarde, varaformanns flokksins, og hins vegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra og góður vinur og félagi til margra áratuga. En uppstillingarleiðin á sér fleiri rök sem ýmsir telja mik- ilsverð. Með uppstillingu er hægt að klæðskerasníða lista sem verður mun sterkari en sá listi sem fengist út úr prófkjöri. Við þessum rökum hafa talsmenn prófkjörs hins vegar svar á reiðum höndum því hið svo- kallaða leiðtogaprófkjör er í raun sambland af uppstillingu og próf- kjöri, því hugmyndin er að leiðtog- inn og kjörnefndin raði á listann í sameiningu. Langsótt en ... En þrátt fyrir að uppstillingar- leiðin virðist hafa verið að vinna á upp á síðkastið meta flestir við- mælendur stöðuna þannig að leið- togaprófkjör verði ofan á hjá full- trúaráðinu á fimmtudag. í því sam- bandi er bent á, bæði í gamni og al- vöru, að fari svo að það prófkjör skili ekki skýrri niðurstöðu sé enn tækifæri - og að sumra dómir jafn- vel eðlilegra tækifæri - til að kalla til utanaðkomandi aðila, sem vænt- anlega yrði Björn Bjarnason. Rétt er að undirstrika að viðmælendur sem þekkja til í Sjálfstæðis- flokknum töldu þessa hugmynd nokkuð langsótta en virtust þó hafa heyrt af henni og velt henni fyrir sér. Hugmyndin er í raun einföld og er nánast stæling á uppstilling- artaktík Reykjavíkurlistans. Þá yrði fyrsta sætið á lista flokksins gert að sérstöku virðingarsæti og sá sem þar yrði gæti orðið forseti borgarstjórnar ef listinn ynni borg- ina. Hins vegar yrði 8. sæti listans sérstakt baráttusæti þar sem borg- arstjóraefnið tæki sæti, sem hugs- anlega yrði þá Björn Bjarnason. Uppleggið væri þá að kjósa milli borgarstjóraefna sem bæði væru i baráttusætum. Einn sigurvegari Langlíklegasta niðustaðan hins vegar að dómi viðmælenda blaös- ins sem tengjast Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík er sú að stjórn full- trúaráðsins muni leggja til við hið fjölmenna fulltrúaráð flokksins í Reykjavík aö farið verði í leiðtoga- prófkjör. Niöurstaðan úr því verði síðan látin gilda og hinn nýi for- ingi muni sjá til þess að velja með sér lið sem hann treystir og efast ekki um umboð hans sem oddvita. Eða eins og einn viðmælandi blaðs- ins orðaði það: Það gæti vissulega orðið lítill munur á mönnum í leið- togaprófkjöri, en það verður samt bara einn sem vinnur. 3UJJ ^íij'-ífsvw REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 16.00 Sólarupprás á morgun 11.07 Síðdegisflóð 14.16 Árdegisflóð á morgun 03.02 15.20 11.16 18.49 07.35 mmm: Búist við stormi Suðvestan 13-18 og snjó- eöa slydduél um vestanvert landiö í dag en léttskýjaö noröaustanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast á Austfjöröum. Gengur í sunnan 18-23 meö rigningu og hlýnar vestan til í kvöld. nga Hvasst í fyrramálið Sunnan 18-23 austan til en lægir vestan til í 10-15 upp úr hádegi. Rigning vestan- og sunnan til en skýjaö og úrkomulítiö noröaustan- lands. Hiti 0-3 stig. Veðrið n Fimmtudagur SgSpýi Föstudagur Laugardagur -$> ■$> Hití 0° tii 8° Vindur: 8-13 ‘V* S 8-13 og rlgning. Htti 0-8 stig. Hvesslr og kólnar. Hití 0° tii 3° Vindur: 7-12 SV og él en úrkomulitiö austan tll. Kólnandi veóur og víöa vægt Hiti 0” til 3° Vindur: 7-12 m'& SV oí «1 en úrkomulítlö austan tll. Kólnandi veöur og viöa vægt frost. frost. hp? TT77? m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 16-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 mm.P AKUREYRI hálfskýjaö 4 BERGSSTAÐIR skýjaö 3 BOLUNGARVÍK haglél 2 EGILSSTAÐIR léttskýjað 3 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 1 KEFLAVÍK snjóél 3 RAUFARHOFN léttskýjaö 2 REYKJAVÍK snjóél 2 STÓRHÖFÐI snjóél 3 BERGEN alskýjaö 5 HELSINKI skýjaö 0 KAUPMANNAHOFN alskýjað 2 OSLO skýjaö -8 STOKKHOLMUR þokumóöa 0 ÞÓRSHÖFN hálfskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 2 ALGARVE léttskýjaö 10 AMSTERDAM alskýjað 2 BARCELONA þokumóöa 5 BERLÍN þokumóða 0 CHICAGO léttskýjaö -6 DUBLIN skýjaö 7 HALIFAX snjókoma -1 FRANKFURT skýjað 1 HAMBORG alskýjað 2 JAN MAYEN skafrenningur -2 LONDON mistur 5 LUXEMBORG skýjaö -1 MALLORCA skýjað 8 MONTREAL heiðskírt -11 NARSSARSSUAQ snjókoma -3 NEW YORK skýjaö -3 ORLANDO heiöskírt 5 PARÍS skýjaö 2 VIN alskýjaö 0 WASHINGTON léttskýjaö -2 WINNIPEG heiöskírt -2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.