Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Qupperneq 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002
Útlönd
Harmur kveðinn að Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og konu hans:
Nýfædd dóttir lést í
örmum foreldranna
Mikill harmur er nú kveðinn að
Gordon Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, og eiginkonu hans eftir
að tíu daga gömul dóttir þeirra lést
í örmum foreldra sinna á sjúkra-
húsi í Edinborg í Skotlandi í gær.
Hinn fimmtugi Brown og eigin-
konan Sarah, sem er 37 ára, höfðu
setið við beð dóttur sinnar, Jennifer
Jane, frá því á föstudag þegar hún
fékk alvarlega heilablæðingu.
Jennifer Jane fæddist 28. desember
síðastliðinn, sjö vikum fyrir tím-
ann, og vó aðeins rúmar fjórar
merkur. Hún var því einfaldlega of
veikburða til að þola blæðinguna.
Heilablóðfall er algengur fylgikvilli
við fyrirburafæðingar.
Jennifer Jane var fyrsta barn for-
eldra sinna.
Brown hjónin yfirgáfu sjúkrahús-
ið tæpri klukkustund eftir að dóttir
þeirra lést, án þess að ræða við
fréttamenn.
REUTER-MYND
' Harmleikur Gordons Browns og Söruh
Gordon Brown, fjármálaráöherra Bretlands, og Sarah, eiginkona hans, yfir-
gefa sjúkrahúsiö eftir aö tíu daga gömul dóttir þeirra lést í örmum þeirra.
Jennifer Jane var flutt á nýbura-
deild konunglega sjúkrahússins í
Edinborg frá sjúkrahúsi nærri kjör-
dæmi Browns á föstudag eftir að
venjubundin ómskoðun leiddi heila-
blæðinguna í ljós.
Fljótlega kom i ljós að barnið var
alvarlega veikt og talsmaður hjón-
anna staðfesti að stúlkan hefði ver-
ið skírð á sjúkrahúsinu á sunnu-
dagskvöld.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, var mjög brugðið þegar
honum voru færð tíðindin austur í
Afganistan og sendi hann fjármála-
ráðherra sínum innilegustu samúð-
arkveðjur sínar.
„Ég finn svo mikið til með Gor-
don og Söruh. Ég veit hversu mjög
Gordon hlakkaði til að verða faðir,“
sagði Blair í Afganistan í gær. „Ég
veit hversu stolt þau voru af Jenni-
fer Jane og að það hefðu orðið henni
yndislegir foreldrar."
Charies Bishop
Fjölskylda Bishops segist ekki skilja
hvaö kom yfir drenginn þegar hann
ákvaö aö fljúga á stórhýsiö í Tampa.
Fjölskylda
Charles Bishops
niðurbrotin
Julia Bishop, móðir drengsins sem
flaug kennsluflugvélinni inn í stórhýsi
Bank of America i borginni Tampa á
laugardaginn, segir syni sínum hafa
verið mjög annt um Bandaríkin og hún
skilji því ekki hvað hafi komið yflr
drenginn sinn. „Fjölskyldan er gjör-
samlega niðurbrotin," sagði móðirin í
yfirlýsingu í gær og bætti við að hún
hefði engar skýringar á þessum
hræðilega atburði.
Að sögn Karenar Johnson, ömmu
drengsins, hefur Qölskyldan alltaf stutt
aðgerðir Bandaríkjanna gegn bin
Laden og samtökum hans og þvi sé af-
staða drengsins óskiljanleg. „í sorg
okkar þökkum við guði fyrir að enginn
annar fórst eða slasaðist," sagði amm-
an.
‘1
L—
//> W' Æ9> * htffrtfiriTiii
/ S í mf .
li/ ÁMm
REUTER-MYND
Börn í Soweto rekin af heimllum sínum
Þúsundir fátækra fjölskyldna voru reknar úr hreysum sem þær höföu reist sér í borginni Soweto vestur af Jóhannes-
arborg í Suður-Afríku í gær. íbúar Soweto höföu kvartaö yfir því að fólkiö, sem bjó ólöglega, heföi kynt undir auknum
glæpum í borginni. Hér má sjá þrjú börn bíða viö aleigur fjölskyldunnar eftir brottreksturinn.
REUTER-MYND
Eduardo Duhalde
Argentínuforseti reynir hvaö hann get-
ur til aö blása nýju lífi í efnahaginn.
Argentínustjórn
reynir að jarða
verðbólgudraug
Stjórnvöld í Argentínu, sem los-
uðu sig um helgina úr spennitreyju
Bandaríkjadollars, reyndu í gær að
koma í veg fyrir að gengisfelling
pesans myndi endurvekja verð-
bólgudraugirin og kynda enn frekar
ólgubálið í landinu.
Eduardo Duhalde, sem þingið
valdi til að gegna forsetaembættinu
til loka næsta árs, nam úr gildi fast-
gengisstefnuna gagnvart Banda-
ríkjadollar, þar sem einn dollari
jafngilti einum pesa, og felldi geng-
ið til að örva útflutning og hleypa
nýju lífl í efnahag landsins.
Almenningur óttast nú mjög að
verðbólga svipuð þeirri sem geisaði
á níunda áratug síðustu aldar fari
aftur á kreik.
Efnahagsmálaráðherra Argent-
inu fór þess á leit við verslanir að
þær hækkuðu ekki verð á vörum
sínum og hvatti neytendafélög til að
vera á varðbergi gagnvart verð-
hækkunum.
Berlusconi lýsir
stuðningi við ESB
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, sem um helgina skipaði
sjálfan sig í sæti utanríkisráðherra
Ítalíu eftir að Renato Ruggiero sagði
af sér embætti, ítrekaði í gær stuðn-
ing ítala við Evrópusambandið og
sagðist taka fullan þátt í samstarflnu
innan þess.
Ruggiero, sem er mikill Evrópu-
sinni og fyrrum einn af forystumönn-
um WTO, Alþjóða verslunarráðsins,
sagði af sér eftir deilur sem blossuðu
upp innan ítölsku rikisstjórnarinnar
í kjölfar innleiðingar evrunnar og sá
Berlusconi sig tilneyddan til að gefa
út stuðningsyfirlýsingu við ESB eftir
að Evrópuráðherrar Frakka, Þjóð-
verja og Belga höfðu lýst miklum
áhyggjum yflr óeiningunni innan
ítölsku ríkisstjórnarinnar. Sagði
forsætisráðherrann það skoðun sína
að farsælli framtíð Ítalíu vær best
borgið innan ESB.