Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjóri: Óli Bjöm Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Æskilegt mótvœgi Megineinkenni byggðaþróunar á íslandi hefur lengi ver- ið sókn fólks frá dreifðari byggðum landsins til þéttbýlis- ins á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun er um margt eðli- leg enda sækir fólk þangað ýmiss konar þjónustu sem ekki er annars staðar að fá. Þar er miðstöð stjórnkerfis, at- vinnulífs, menntunar og heilbrigðisþjónustu auk fjöl- breyttra möguleika til afþreyingar, fjöldi veitingastaða, kvikmynda- og leikhúsa. Því hefur raunar verið haldið fram að öflugt höfuðborg- arsvæði sé besta byggðavörn landsins. Væri það ekki fyrir hendi flyttist unga fólkið burt frá landinu. Það má til sanns vegar færa. Á þessu svæði fær vel menntað fólk störf við hæfi og borgarheildin, Reykjavík og nágrannasveitarfélög- in, mynda eftirsóknarvert umhverfi sem er svo mann- margt og fjölbreytt að það er í flestu sambærilegt við það sem þekkist í borgum í nágrannalöndum okkar. Það svæði sem einna helst er mótvægi við höfuðborgar- svæðið er Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Á Akureyri búa það margir, með tilheyrandi þjónustu, að svæðið getur að nokkru keppt við höfuðborgarsvæðið. Akureyri er því að- dráttarafl fyrir þá íbúa fjórðungsins, og raunar aðliggjandi fjórðunga, sem kjósa að sækja í þá þjónustu sem stærri þéttbýlisstaðir veita. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunn- ar var íbúafjölgun á Akureyri á liðnu ári vel yfir landsmeð- altali, eða 1,6 prósent, og hlutfallslega meiri en í Reykjavík þótt ekki nái hún sama hlutfalli og í stóru kaupstöðunum á höfuðborgarsvæðinu, Kópavogi og Hafnarfirði, en þar var fjölgun milli ára 3 prósent. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur lýst þvi yfir að æskilegt sé að í framtiðinni búi 30-40 þús- und manns á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Undir þá ósk er hægt að taka og vissulega væri það merki um innri styrk þjóðfélagsins myndaðist svo sterkur þéttbýliskjami með Akureyri sem miðpunkt. Svæðið gæti þá veitt betri þjónustu á öllum sviðum en nú er. Til þess að svo verði þarf þó að fjölga verulega því íbúar á Akureyri eru nú ríf- lega hálft sextánda þúsund, Dalvíkingar um tvö þúsund, Ólafsfirðingar um þúsund sem og íbúar í Eyjafjarðarsveit, auk annarra í minni þorpum og dreifbýli í grenndinni. Á Akureyri er öflugt sjúkrahús, framhaldsskólar og há- skólinn þar hefur virkað sem vítamínsprauta fyrir mennta- og atvinnulíf svæðisins. Á svipuðum nótum getur ríkið styrkt svæðið sem heild en áframhaldið er þó mest undir heimamönnum komið og því fólki sem valið er til forystu í sveitarstjórnarmálum. Fram hefur komið að þau bygging- arsvæði sem nú eru fyrir hendi á Akureyri verði uppurin árið 2015. Því ríður á að líta til lengri framtíðar og svo hef- ur meðal annars verið gert með skipulagningu svokallaðs Naustahverfis en þar er gert ráð fyrir 6 þúsund manna byggð. Akureyringar og nágrannar eiga því að geta litið björt- um augum til framtíðarinnar. Um leið og fólki fjölgar eykst þjónustan og verður fjölbreyttari og um leið eftirsóknar- verð fyrir enn fleiri. Samúðarkveðjur til Þingeyrar Hugur landsmanna er hjá aðstandendum foreldranna ungu og drengsins sem fórust í brunanum hræðilega á Þingeyri í liðinni viku. Eftir lifir eldri sonurinn sem faðir- inn bjargaði áður en hann fórst við að reyna að bjarga konu sinni og yngra barni. Þorpið er sem lamað eftir sorg- arfréttina og þjóðin finnur til vegna harmleiksins. DV sendir aðstandendum öllum samúðarkveðjur. Jónas Haraldsson I>V Skoðun Hyggjum að heildarvanda Bindindissamtökin IOGT á íslandi áma landsmönn- um öllum gleðilegs árs og þakka hið liðna. Um leið skal þeim fjölmörgu þakkað sem veittu samtökunum dýrmætan stuðning á liðnu ári. Bindindissamtökin IOGT vilja heita á alla is- lendinga að berjast hinni góðu baráttu til varnar þeirri miklu vá sem víman skapar, til samstarfs í þeirri baráttu eru þau reiðubúin hvar og hvenær sem er. Við höfum nýlega hlustað á það að sala áfengis á nýliðnu ári hafi slegiö öll fyrri met og var þó af ærnu að taka, við höfum einnig séö fréttir af hreinni örtröð við áfengisverzlanir á gamlaársdag. En bjartsýn skulum við til atlögu leggja þrátt fyrir aö alltof margt sé ekki sem skyldi. í upphafi er það áfengisneyslan Við höfum einnig heyrt og lesið ummæli þeirra sem fást við meðferð- arstarf um sívaxandi vanda æ yngra fólks bæði af völdum áfengisneyzlu en ekki síður vegna neyzlu annarra vímuefna og jafnvel enn hættulegri. Þau ummæli eru ekki'til beinnar uppörvunar svo skelfilegar staðreyndir sem þau fela í sér, en þau eiga samt að hvetja til enn frek- ari átaka til forvarna, enn markvissari baráttu. Enn skal áherzla á það lögð sem er löngu staðfest að neyzla hinna ólöglegu vímuefna hefst nær undan- tekningalaust á áfengis- neyzlu og eins skyldi því ekki gleymt sem það fólk segir sem næst er vandan- um og við hann fæst, en þess dómur er ótvírætt sá að þrátt fyrir allt sé áfengið enn mestur skaðvaldur og ætti engum á óvart að koma. Það er þó hryggileg staðreynd að alltof margir ræða þennan vanda ein- göngu út frá ólöglegum vímuefnum og vissulega eru þau ógnvænleg, en sleppa alveg að minnast á undanfar- ann og skaövaldinn mesta, áfengið. Bindindið er best Ekki er síður hryggilegt að sjá og heyra þann linnulausa áróður sem uppi er hafður fyrir því að auka enn frjálsræðið i áfengismálum. Jafnvel „Við höfum nýlega hlustað á það að sala áfengis á nýliðnu ári hafi slegið öll fyrri met og var þó af æmu að taka, við höfum einnig séð fréttir af hreinni örtröð við áfengisverzl- anir á gamlaársdag. En bjartsýn skulum við til atlögu leggja þráttfyrir að alltof margt sé ekki sem skyldi.“ eru inni á Alþingi flutt mál sem eiga allt undir yfirskini einhvers óskil- að opna enn frekar allar flóðgáttir, greinds frelsis, þótt mönnum þar á Lífrænt eða starfrænt kynlíf virðist ekki eins „svöl“ núna og í upphafi. Hún þarfnast greinilega réttlætingar. Einn nektardansstaðurinn vildi gefa peninga til Mæðra- styrksnefndar og vinna þannig gegn því óorði sem súlustaðirnir telja sig búa við, ómaklega. Siðferði er samkomu- lagsatriði Fulltrúi borgarstjórnar impraði feimnislega á því í sjónvarpi að kannski mætti banna eitthvað af því sem fram fer á þess- um svokölluðu súlustöðum og gott ef ekki staðina sjálfa. Ekki hafði bönn í tengslum við kynlíf fyrr borið á góma en spyrillinn varð strangur og hvass í bragði og spurði hvort borg- aryfirvöld ætluðu að ráðast með bönnum að persónulegum skemmt- unum almennings. Spurningin er einungis áhugaverð vegna þess hve vitlaus hún er. Að sjálfsögðu er siðferði samkomulags- atriði í hverju samfélagi. Það hafa alltaf ríkt boð og bönn um kynlif fólks, aðallega um það hver megi gera hvað með hverjum. Hver má horfa á hvað og hver má kaupa hvern. Og um það snúast súlustaðirnir. Hverjir halda þeim uppi? Ef konur, eldri borgarar, börn og blankir og/eöa áhugalausir karl- menn teljast ekki með“almenningi“, má vissulega segja að bann við súlu- stöðum snerti persónulegar skemmt- anir „almennings". „Náttúrulaust kynlíf" Á súlustöðum grunar marga að fram fari vændi, eiturlyfjasala og annað slíkt á bak við tjöld- in. Það er með öðrum orö- um vandinn. í vændi leyf- ist einhverjum einstak- lingum að ganga á rétt, vilja og sjálfsvirðingu ann- arra. Hver skilgreinir þann rétt og þann vilja er svo auðvitað flókið mál sem krefst lengri umræðu. Hins vegar ættu fáir að leggjast gegn vitsmuna- legri umræðu um klám- væðinguna sem nú fer yfir löndin því að hún er fyrir löngu gengin út í algjörar öfgar. Ég held að ég tali fyrir þó nokkurn hóp karla þegar ég segi að mér fmnst það óttaleg mæða og leiðindi að láta stöðugt elta mig meö tilboðum um einhvers konar „náttúrulaust kyn- líf‘. Þrívíðar súiudansmeyjar? Nú kem ég loksins aftur að upp- hafinu, það er að segja hinu rafræna og stafræna farsímakynlífstilboði. Því ekki að fylgja þeirri hugmynd al- mennilega eftir og setja upp súlu- dansstaði sem byggjast á sýndar- veruleika? Menn gætu þá kannski frábeðið sér þessar klámofsóknir í farsímum, tölvum og fjölmiðlum og á veggspjöldum og vísað öllu draslinu í sérstök klámhús þar sem hægt væri að horfa á þrívíddarmyndir af súlumeyjum og stelpumar sem eru núna að puða við þessa vitleysu gætu farið að gera eitthvað annað. Má ég benda borgárstjórninni á að hið kunna hús Perlan, sem einnig hefur verið kölluð sílíkonbrjóstið, gæti hentað vel til slíkra nota. Kristján Jóhann Jónsson Kristján Jóhann Jónsson rithöfundur Þriðja í jólum hentist Fréttablaðið inn á gólf tU mín með þær fréttir að nú yrði senn hægt að fá playboy- myndir af nöktum konum sendar í farsímann sinn. Þegar þessi sælutið rennur upp get ég með öðrum orðum gripið simann við kjötborðiö í ein- hverri kjörbúðinni og skoðað bert kvenfólk í „Leikdrengnum", ef drátt- ur verður á kjötsölunni. í DV mátti rétt fyrir jólin lesa tU- lögur um kynlífs- og nektarjól þar sem blaðamaður lét sig dreyma um kynsvaU í barrnálahrúgunni undir jólatrénu. Næst kemur trúlega uppá- stunga um að jólasveinarnir verði klámvæddir og þá verður væntan- lega byrjað á nöfnunum. Ég giska á að við heyrum þá um jólasveinana: PilsaUetti, LæraskeUi, Fjölþreifi, Brjóstakreisti, Súlumæni og Bróka- kræki, svo að hafm sé einhvers kon- ar endurvinnsla á ímynd gömlu þrjótanna. Ekki er þó víst að slík endursköp- un yrði vinsæl því að klámbylgjan „Því ekki að fylgja þeirri hugmynd almennilega eftir og setja upp súludansstaði sem byggjast á sýndarveruleika ? Menn gœtu þá kannski frábeðið sér þessar klámofsóknir í farsímum, tölvum og fjölmiðlum og á veggspjöldum og vísað öllu draslinu ísérstök klámhús....“ bæ ætti a.m.k. að vera ljós sú hræði- lega ánauð sem þessi vímuvaldur sem aðrir geta skapað og skapa svo skelfílega mörgum. Og viðbrögðin við hinum ólöglegu eiturefnum eru jafnvel þau að þá sé ráðið bara að leyfa þau og lögleiða, þótt bergmál þeirrar ósvinnu hafi sem betur fer ekki borizt inn í sali Alþingis. Það eitt er okkur sæmandi að taka heildstætt á vandanum, undanskUja þar engin vímuefni, heldur snúa okk- ur að þeim staðreyndum sem hvar- vetna blasa við um órofasamhengið í aUri vímuefnaneyzlu. Við drögum enga dul á það að okk- ur þykir bindindið bezt og má ég þá vitna til fyrirsagnar á ágætri grein Steingríms J. Sigfússonar í tilefni af Bindindisdegi íjölskyldunnar „Ör- uggastir eru þeir sem aldrei byrja“. En auðvitað viljum við sem bezt samstarf og samvinnu við aUa þá sem af einlægni vUja setja hlutina í rétt samhengi og vUja af raunsæi og festu takast á við vandímn og þó fyrst og síðast finna hinar beztu leið- ir tU sem árangursríkastra forvarna. - Göngum bjartsýn og baráttuglöð mót nýju ári og umfram aUt saman. Helgi Seljan Betra heilt en vel gróið „Forvamir og efling lýðheUsu er nátengd umræðu um heUsu- gæslu. Menn gera sér æ betur grein fyrir mikUvægi þess að grafast fyrir um eðli og orsök sjúkdóma og heUsufarsvanda með það fyrir augu betra sé heUt en vel gróið. Þetta er helsta markmið íslenskrar heUbrigð- isþjónustu, en það hefur hamlað að formlegt forvarnarstarf hefur verið mjög dreift og lítU samvinna mUli þeirra sam hafa sinnt forvömum ... Nú er unnið að því að sameina krafta aUra sem sinna forvömum og betri lýðheUsu í LýðheUsustöð. Hugmyndir um hana munu líta dagsins ljós innan tíðar og hefur heUbrigðisráðherra boðað frumvarp þess efnis á vorþingi. Þörfm fyrir samvinnu á þessu sviði er öUum ljós.“ Siguröur Guömundsson landlæknir, í Læknablaöinu. Ávísun á blómlegt mannlíf „80% landsmanna gera sér glögga grein fyrir því aö það er rangt að ráð- ast á það blómlega í undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar. Smábátaút- gerðin á að vera öflug, hún veitir ör- yggi í atvinnulífi hinna dreifðu byggða, er ávísun á blómlegt mannlíf og beitir veiðiaðferðum sem vemda lífríki sjávar. Þá skUar afli triUukarla hærra útflutningsverði en hjá skipum sem landa aflanum einu sinni í mán- uði, auk þess sem veiðamar eru stundaðar á bátum sem eru smíðaðir hér á landi. Hátt hlutfaU aflaverðmæt- isins rennur því ekki beint til er- lendra skipasmíðastöðva." Örn Pálsson, framkvstj. Landssamb. smábátaeigenda, í Brimfaxa. Spurt og svaraö Eykur það líkur á að af stóriðjuframkvœmdum á Austurlandi verð /hlutíir Nufóm'tmiií ueróur juerri? Einar Már Sigurðarson, þingmaður Austlendinga: Einsýnt að álver rísi „Það að Norðmenn séu tU- búnir að skoða að eiga stærri hlut í álveri við Reyðarfjörð en áður hefur verið rætt um sýnir í hnotskurn já- kvæðan áhuga þeirra gagnvart þessu verkefni. Sömuleiðis eru íslenskir fjárfestar jákvæöir - og verkefnið aUt komið á beina braut eftir að nið- urstaða umhverfisráðherra liggur fyrir. AUtaf má deUa um hversu stór eignarhluti einstakra aðila á að vera og i raun er engin leið fyrir leik- mann að mynda sér nákvæma skoðun þar á. Meginmálið er hins vegar þetta: að borð fyrir báru virðist vera í aUri fjármögnun og umræð- an bendir til að einsýnt sé að álver rísi.“ 1 Kári Amór Kárason, Lífeyrissjóði Norðurlands: Ætti að verða viðráðanlegra „Það liggur í augum uppi að því stærri sem hlutur Norð- manna er aukast líkumar á að af framkvæmdum verði. Mönnum þykir eðlilegt að hlutur Norsk Hydro verði stór því fyrirtækinu er ætlað að selja bæði aðfóng tU álversins sem og af- urðir þess. Eitt af vandamálunum í ferlinu hefur verið hve íslensku fjárfestunum er ætlað að leggja mikið tU þessa verkefnis en því minni sem sá hlutur verður þeim mun viðráðanlegri ætti hann að verða. Fjárfestar hafa engar ákvarðanir tekið í þessu máli heldur fylgst með þróuninni. Málin ættu að fara að skýrast nú þegar úrskurð- ur umhverfisráðherra liggur loks fyrir." Jakob Frímann Magnússon tónlistamaður: Markaðurinn rœður för „Ef umrætt verkefni er raun- verulega traust og arðbær fjár- festing munu fjárfestar keppast um það. Hagsmunir hins almenna fjárfestis eru hins vegar ólíkir hagsmunum þess sem fær einkarétt á að selja fyrirtækinu hráefni og aö dreifa og selja fuUunna vöru þess eins og Norsk Hydro ætlar sér. Þó íslenskir fjárfestar óski þess að Norsk Hydro hætti sér lengra í fjárfestingum hér er það fyrst og síðast hinn almenni og alþjóðlegi fjármagnsmarkaður sem á að ráða for.“ Haraldur Haraldsson athafnamaður: Allt betra en Norðmenn „Reynsla allra þeirra sem átt hafa viðskipti við Norðmenn er sú að þeir eru óalandi, óferjandi og í raun mjög iUt við þá að eiga. í mínum huga er alveg ljóst að aUir eru betri en Norðmenn og því skil ég hreinlega ekki hvers vegna íslendingar eru áfjáðir í að byggja álver fyrir austan i samvinnu við þá. Mun affarasælla væri aö aUt álverið yrði í eigu Norðmanna en ekki miðað við 49% eignarað- ild þeirra því þá stjórna þeir fyrirtækinu auðvitað að vUd og geta sviðið íslendinga eins og þeim sýn- ist. Ég er enginn spámaður um hvort álver verður byggt fyrir austan - en best hefði ég talið að aðrir kæmu þar að málum en Norðmenn." Áhugi er fyrir því að eignarhluti Norsk Hydro í álveri við Reyöarfjörð verði allt að 49% en áður var rætt um allt niður í fiórðungshlut Norðmanna. ELDFLAUGA VARNARKERFI ~ Það cr gott og^ blessað, en getur það skannað innritaðan farangur? ttUMtUC JWH (fp U .o t (ýtöpe- W9T- efTÍWke umh semcez Þorskstofninn er arðlaus Fyrir stuttu skýrðu stjórnvöld frá því að kvóti yrði aukinn örlítið í nokkrum fisktegund- um svo sem ufsa o.fl. þannig að útflutnings- tekjur myndu aukast um líklega 6 milljarða. Þetta væri m.a. byggt á svo- kallaðri „fiskifræði sjó- mannsins" sem ætti nú að byrja að hlusta meira á. Þetta er gott og bless- að svo langt sem það nær. Því er sleppt og Lúðvík Gizurarson hæstaréttariögmaöur að stórum hluta og stofninn fór að rétta við. Lífskraftur sjávar endurnýjar stofna Greinarhöfundur hélt svo áfram í skóla. Þar las hann m.a. um þá fullyrðingu Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings, að maðurinn kæmist oft ná- lægt því að ofveiða fiskistofna og næstum útrýma þeim. Við þessu væri aðeins eitt ráð og það væri fiskifriðun. Svo væri lífmagn og frjósemi sjávar ekki rætt að hægt er að auka útflutningstekjur af fiskafurð- um um 60 milljarða á ársgrundvelli en ekki 6 milljarða eins og nú er gert. Nýir 60 milljarðar í tekjur koma af þorskstofni í hámarksstærö. Þá er hægt að veiða 400.000 tonn af þorski árlega. Nú er veiðin 190.000 tonn. Friðun á þorski vantaöi 1939 Höfundur þessarar greinar hlust- aði daglega á „fiskifræði sjómanns- ins“ árið 1939 þegar hann dvaldi á Norðfiröi sem drengur sumarlangt. Spegilsléttur Norðfjörður baðaði sig í yndislegu sumar- veðri dag eftir dag. Sjómenn kvörtuðu samt mikið undan er- lendum togurum og raunar innlendum líka. Þá sagði „fiski- fræði sjómannsins" á Norðfirði, að þorsk- urinn væri í útrým- ingarhættu vegna of- veiði. Það var nokk- uð til í því. Sjómenn í Neskaupstað töluðu um mikla veiði fyrri ára en nú væri þorsk- urinn næstum horf- inn. Greinarhöfund- ur hafði samúð með skoðunum þeirra. Vonandi myndu þess- ir sjómenn ekki missa vinnuna vegna þess að þorskurinn væri ofveiddur, út- dauður og horfinn. Svo kom stríðið. Með heimsstyrjöld- inni 1939-1945 fóru næstum allir erlendir togarar af miðunum hér við land. Þorskur- inn var því friðaður mikið að nánast kraftaverk færi í gang ef veiði væri hætt eða dregið nægilega úr henni. Þá segði „flskifræði sjómannsins", að fiski- stofn eins og t.d. þorskstofninn við ísland færi að stækka á ný og næði fljótt fullri stofnstærð. Og þetta gerð- ist í stríðinu 1939-1945. Þorskurinn í útrýmingarhættu Lítið er orðið um stóran hrygning- arþorsk sem getur dregið úr eðlilegri endumýjun og nýliðun. Menn verða bara að hlusta á þá einfóldu ráðlegg- ingu Bjarna Sæmundssonar fiski- fræðings, að nægileg friðun mun ein veita öflugu lífríki sjávar við ísland aftur tækifæri til að gera það krafta- verk að rétta sjálft við þorskstofn- inn, ef hann bara fær frið sbr. reynsluna frá 1939-1945. - Opinberir aðilar neita í dag að taka á þessu vandamáli. Þorskveiöar okkar aröiausar í dag Halda má því fram með fullum rökum, að núverandi þorskveiðar séu arðlausar fyrir þjóðarbúið. Vegna fyrri ofveiði og brottkasts á smáþorski er leyfileg þorskveiði komin niður í 190.000 tonn. Gæti annars verið 400.000 tonn árlega. Mest allar daglegar tekjur af þorski fara í rekstur á of stórum og of dýr- um fiskiskipum. Sé um tekjuafgang að ræöa fer hann í afborganir og vexti af 200 milljarða skuld útgerðarinnar sem er að meirihluta í gjaldeyri. Þorsk- veiðar okkar skila því ekki gjaldeyri í dag inn í bankana til sölu. Bankana vantar gjaldeyri og gengið fellur. Þetta þarf að stöðva. Tekjulausar fiskveiðar felldu alltaf gengið fyrr á árum. - Líka núna. Lúðvík Gizurarson „Sé um tekjuafgang að rœða fer hann í afborganir og vexti af 200 milljarða skuld útgerðarinnar sem er að meirihluta í gjaldeyri. * Þorskveiðar okkar skila því ekki gjaldeyri í dag inn í bankana til sölu. Bankana vantar gjaldeyri og gengið fellur. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.