Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Síða 28
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrirt)esta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Enn einn hópurinn vill í borgarstjórn: Framboð and stæðinga flug- vallar í fæðingu - vilja forðast leiðtogalýðræði Hópur fólks sem lætur sig skipu- lagsmál í Reykjavík varða ætlar að bjóða fram til borgarstjómar Reykja- víkur í vor. Stofn- Orn Sigurösson. ' hópur hefur um hrið unnið að framboðinu og hyggst á næstunni kynna almenningi áform sin. Um er að ræða fólk sem óánægt er með framgang skipu- lagsmála í borg- inni. Áform eru uppi um að stofna þverpólitísk samtök á næstunni og hefja síðan niðurröðun á lista. Vand- ræðagangur hefur verið bæði hjá Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokki við að koma saman lista. Hjá sjálf- stæðismönnum eru það leiðtogamál- *in sem vandanum valda en Reykja- víkurlistinn glímir við aö samræma sjónarmið Vinstri grænna og ann- arra sem standa að framboðinu. Mik- il ólga er í borgarpólitíkinni og hafa aldraðir, öryrkjar og Frjálslyndi flokkurinn lýst áhuga til að bjóða fram. Þá er brotthlaupinn borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, Ólafur F. Ás- geirsson ákveðinn í að fara í framboð en ekki er ljóst með hverjum. Skipu- lagshópurinn er enn eitt aflið í þann suðupott sem borgarmálin eru. Meðal þess sem hópurinn er sam- mála um er að Reykjavíkurflugvöllur eigi að víkja. Um er að ræða fólk sem starfað hefur innan Samtaka um betri byggð en sjálf samtökin munu ekki bjóða fram. Einn aðstandenda væntanlegs framboðs sagði i samtali við DV í morgun að langvarandi óá- nægja hefði verið meðal aðstandenda framboösins með skipulagsmál borg- arinnar, aOt frá úthverfum inn að borgarmiðjunni. „Ætlun okkar var að bjóða fram við síðustu borgarstjórnarkosningar en það náðist því miður ekki því þá hefðum við hugsanlega náð að af- stýra frá ýmsum þeim skipulagsslys- um sem á okkur hafa dunið. Þar nefni ég þær hörmungar sem núgild- andi aðalskipulag hefur leitt yfir okk- ur og vísa til flugvallarmálsins og fleiri atriða. Skipulagsóreiðan er um alla borg,“ segir aðstandandi fram- boðsins sem vill ekki láta nafns síns getið vegna þess að enn hefur ekki verið gengið frá öllum lausum end- um varðandi framboðið. Ekki hefur verið ákveðið hver skuli leiða listann og segir heimildar- maður DV að áhersla verði lögð á að tryggja lýðræði með því að sem flest- ir haft áhrif á gang mála. Framboðið vilji forðast leiðtogalýðræði sem því miður hafi verið uppi innan núver- andi borgarstjórnarflokka. „Okkar framboð snýst um málefni en ekki fólk,“ segir hann. Meðal þeirra sem unnið hafa að framboðinu er Örn Sigurðsson arki- tekt og kunnur baráttumaður gegn staðsetningu flugvallarins í Vatns- mýrinni. Hann vUdi i morgun hvorki játa því né neita að framboðið væri í fæðingu. „Ég segi ekkert um málið á þessu stigi," sagði Öm. -rt Kaup deCODE á MediChem: Ákveðið skref - inn í lyfjaþróun Með þessum kaupum er deCODE að taka mjög ákveðið skref inn í lyfjaþróun," sagði PáU Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs ÍE, við DV í morgun um nýgerðan kaupsamning deCODE, móðurfélags íslenskrar erfðagrein- ingar, á fyrirtækinu MediChem Life Sciences sem er brautryðjandi i lyfja- ií%róun og þjónusturannsóknum fyrir líftækni- og lyfjaiðnaðinn. PáU sagði að þessi kaup væru handfost staðfesting á þeirri leið sem lE væri að leggja upp í, ásamt öðrum verkefnum sem hafa verið í gangi og lýst hefði verið á síðustu misserum. „Þetta hefur ekki átt sér mjög lang- an aðdraganda," sagði PáU. „Þetta tækifæri gafst, sem er mjög gott. Þetta fyrirtæki smeUpassar inn í þær áætlanir sem við höfum verið að gera á þessu sviði og við gripum gæsina þegar hún gafst.“ -JSS FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 2002 DV-MYND BRINK Haröur árekstur varö í gær Kona sem ók fólksbíl og lenti í hörðum árekstri viö jeppa á gatnamótunum í gær liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Enn eitt alvarlegt slys á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar: Gatnamótin þarfn í ast endurhönnunar; - í ljósi þess að bílum er gjarnan ekiö á 90 km hraða Yfírlögregluþjónn í Reykjavík segir að ljóst sé að gatnamótin Suðurlandsvegur/Breiðholtsbraut, á móts við Rauðavatn séu hættu- leg og þarfnist endurhönnunar. Þar varð alvarlegt umferðarslys í gærkvöld, dauöaslys á síðasta ári og fjölmörg önnur alvarleg slys hafa orðið þar á síðasta áratug. Kona sem ók fólksbifreið og lenti í hörðum árekstri við jeppa- bifreið á gatnamótunum í gær- kvöldi liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hún var að aka bílnum inn á Suðurlandsveg þar sem áreksturinn viö jeppann varð. Við áreksturinn kastaðist fólksbifreið- in upp á umferðareyju og skemmd- ist mikið. Þurfti að beita klippum tækjabíls slökkviliðsins til að ná konunni út úr bifeiðinni. Hún var meðvitundarlaus og talin alvar- lega slösuð. Ökumaður jeppabif- reiðarinnar var einnig fluttur á slysadeOd en reyndist lítið slasað- ur. Mjög harðir árekstrar hafa orð- ið á þessum gatnamótum og m.a. dauðaslys. Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn segir að þegar slys verða við gagnamótin þá verði þau gjaman alvarleg. Hann er þeirrar skoðunar að gatnamótin þurfi að endurhanna - ekki síst með hliðsjón af Breiðholtsbraut- inni þar sem bílar sem hafa stað- næmst eru að komast inn á til að taka hægri eða vinstri beygju. Geir Jón bendir á að þarna sé 70 km hámarkshraði. Hins vegar sé tilhneigingin gjarnan sú að bílar sem ekið er úr norðri, það er úr áttina frá Esjunni og áleiðis aust- ur fyrir fjall, séu gjarnan komnir á 90 km hraða þegar komið er að gatnamótunum. „Þar eru menn einfaldlega búnir að setja sig í gír- inn austur." Þegar bílar komi svo frá Breiðholtsbraut og ætli að aka tO vinstri séu þeir sem eru á leið- inni austur komnir að gatnamót- unum fyrr en hinir telja. „Þarna á sér stað misræmi í hraðaskynjun," segir Geir Jón. Gatnamótin eru auk þess var- hugaverð með hliðsjón af því að bOar sem koma að austan eru gjarnan enn á 90 km hraða eftir að hafa ekið í hæstu gírum eftir Suðurlandsvegi i tOtölulega lang- an tíma. Geir Jón bendir á að þeir bOar eigi að vera komnir niöur í 70 km hámarkshraða en á því verði misbrestur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni ligg- ur fyrir að Vegagerð ríkisins er að endurhanna umrædd gatna- mót. -Ótt * VERÐUR 0FFRAM309? Viðvörunarkerfi Orkustofnunar í gang í morgun: •• Hugsanlegt hlaup i Jokulsá Talið er hugsanlegt að hlaup kunni að vera að hefjast í Jökulsá á Fjöllum, en viðvörunarkerfí Vatna- mælinga Orkustofnunar fór í gang í morgun og var kaOaður út vatna- mælingamaður tO að kanna málið. Miklir vatnavextir hafa verið á há- lendinu að undanfómu og kom tals- vert flóð í Jökulsá í fyrradag en í morgun kom aftur gusa þar sem vatnið í ánni óx mjög verulega mið- að við vetrarrennsli. Að sögn Áma Snorrasonar, for- stöðumanns Vatnamælinga hjá Orkustofnun, sendi vöktunarkerfi - vatnamælingamenn kallaðir út stofnunarinnar út viðvörun í morg- un og voru menn ræstir út tO að fylgjast með þessu á mOli kl. 6 og 7 í morgun. „Kerflð er þannig að það hringir inn í Neyðarlínuna ef ein- hverjir miklir vatnavextir verða og síðan ræsir Neyðarlínan út vatna- mælingamann tO þess að taka út stöðuna. Og ef eitthvað raunverulegt er á ferðinni er fylgst með því, en ef það er folsk viðvörun þá er það sleg- ið af,“ segir Árni. Hann sagði að vissulega væri hugsanlegt að viðvörun kerfisins væri tOefnislaus og að eitthvað hefði bOað, en hann sagði að það myndi koma í ljós fljóUega þegar líða færi á morguninn. í morgun var ekki ljóst hversu miklir þessir vatnavextir væru en búist er við því að um hlaup kunni aö vera að ræða. Að- spurður hvemig áin myndi hegða sér ef um hlaup væri að ræða sagði Ámi að það tæki e.t.v. um hálfan dag þar tO þess yrði vart á Gríms- stöðum og eitthvað lengur þar tO það kæmi niður í Öxarfjörð. Því má gera ráð fyrir að ef um hlaup er að ræða yrði þess orðið vart í byggð síðdegis og í kvöld. -BG inerHiuélin fyrirfagmenn og fyrirtæki, heimili og skóta, fyrir röð og reglu, mlg nýbgiauegl 14 • sfmi S54 4443 • if.ls/raíport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.