Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 4
LAUGARDAGUR 12. JANUAR 2002
Fréttir
I>V
Formaöur Byggðastofnunar vill leigja út byggðakvótann:
Ný samstaða um gjör-
breytt stjórnkerfi
segir formaður Samfylkingar
„Á meðan byggðakvóti er við lýði
í þessari mynd tel ég sjálfsagt að
fara þá leið að láta greiða fyrir
hann,“ segir Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingar, um þá hug-
mynd Kristins H. Gunnarssonar,
þingflokksformanns Framsóknar-
flokksins og formanns Byggðastofn-
unar, að eðlilegt væri að bjóða út
byggðakvótann og leigja hæstbjóð-
anda í stað þess að færa völdum fyr-
irtækjum kvótann án endurgjalds.
Þessi yílrlýsing Kristins vekur
mikla athygli enda er hann einn af
valdamestu
mönnum annars
stjórnarflokk-
anna.
Byggðakvótinn
hefur víöa valdið
harövítugum
átökum og deil-
um enda verið að
úthluta verðmæt-
um sem nema 150
milljónum króna
árlega. Deilumar eru ekki aðeins á
milli eigenda fyrirtækja heldur hafa
Kristinn H.
Gunnarsson.
þær náð inn í
bæjarstjórnir.
Þannig geisa átök
innan bæjar-
stjórnar Vestur-
byggðar og á Fá-
skrúðsfirði er
tekist á innan
sveitarstjórnar
Búðahrepps.
Kristinn H.
Gunnarsson
benti á það í DV í gær að ekki væri
verjandi til lengdar að úthluta ein-
Ossur
Skarphéðinsson.
um slíkum veðmætum en hafna öðr-
um.
„Það gleður mig að það skuli vera
þungavigtarmaður í Framsóknar-
flokknum sem kemur fram með
þessa hugmynd sem er mjög í anda
þeirrar fiskveiðistefnu sem Sam-
fylking hefur fylgt. Þetta sjónarmið
Kristins sýnir að ný samstaða er að
myndast í stjómmálum um gjör-
breytt stjórnkerfi fiskveiða þar sem
byggt er á því grundvallaratriði að
rétturinn til að nýta auðlindina er
ekki ókeypis," segir Össur. -rt
Hella:
Eldur í fisk-
verkunarhúsi
Eldur kom upp í tveggja hæða
húsi á Hellu upp úr klukkan flmm í
gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli varð töluvért tjón í brun-
anum bæði á húsnæðinu sjálfu og á
fiskverkunartækjum sem þar voru.
Húsið, sem stendur við Þrúðvang
36, er tveggja hæða og kom eldurinn
upp á efri hæð þar sem er að finna
skrifstofur og fleira. Á neðri hæð-
inni var fiskverkun en það eru NG-
matvæli sem eru með starfsemi í
húsinu.
Það var íbúi í næsta húsi sem
fyrstur varð var við reyk i húsinu
og hafði samband við Neyðarlínuna.
Um fimmtán slökkviliðsmenn frá
Hellu og Hvolsvelli fóru á vettvang
og náðu þeir að ráða niðurlögum
eldsins upp úr klukkan sjö. Engin
slys urðu á fólki. Ekki er enn vitað
hvað orsakaði eldinn en menn frá
Löggildingarstofu fóru austur fyrir
fjalli í gær til að aðstoða við rann-
sóknina. -MA
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON.
Svartur reykur
Bilaður ketiH í Kjötmjölsverksmiðj-
unni i Hraungerðishreppi spúði
svörtum reyk út í loftið.
Svartur reykur
frá kjötmjölinu
í gærdag lagði þykkan svartan
reyk frá Kjötmjölsverksmiðjunni í
Hraungerðishreppi. Að sögn starfs-
manns í verksmiðjunni var skýring-
in sú að bilun hefði orðið í katli
verksmiðjunnar. Viðgerð stóð yfir
og seinni partinn í gær var búið að
komast fyrir vandamálið og reykur-
inn úr sögunni. -NH
Byggðakvótadeilan á Fáskrúðsfirði:
Varaoddviti harðneit-
ar aðild að innbroti
- segir Vaðhorn hafa brotið samning við Byggðastofnun
„Ég hef aldrei farið inn í neinn
gám á vegum Vaðhoms til að róta
í körum,“ segir Guðmundur Þor-
grimsson, varaoddviti sveitar-
stjómar Búðahrepps, vegna ásak-
ana eigenda byggðakvótafyrirtæk-
isins Vaðhoms ehf. um að hann og
fleiri hafi brotist inn i gám fyrir-
tækisins í því skyni að kanna
hvort fyrirtækið væri að flytja út
óunninn fisk sem veiddur væri úr
byggðakvóta.
Eigendur Vaðhorns segja í
greinargerð sinni vegna ásakana
um misnotkun byggðakvóta að
Guðmundur varaoddviti hafi verið
kallaður til af forsvarsmönnum
annars fyrirtækis á staðnum,
Skútuklappar, til að róta í fiskikör-
um sem biðu þess í gámi að véra
flutt úr landi. Þar var um að ræða
óunninn fisk en slíkur útflutning-
ur úr byggðakvóta er algjörlega
bannaður. I greinargerðinni segir
að umræddur fiskur hafi veriö að
mestu steinbítur, sem ekki er inn-
an byggðakvótans. Aflinn hafi ver-
ið af bátnum Friðriki Steinssyni
SU 254 og ekki tilheyrt byggða-
kvóta í úthlutun til bátsins: „At-
hæfi forsvarsmanna Skútuklappar
og formanns byggarráðs, Guð-
mundur Þorgrímssonar, jafngildir
að okkar mati innbroti," segir í
greinargerð og tilgreint er að það
hafi verið tilkynnt lögreglu.
Ekki heyrt af kæru
„Ég hef ekkert heyrt af lögreglu-
rannsókn á þessu máli sem til-
greint er. Þá hef ég ekki skoðað
fisk frá byggðakvótafyrirtækinu,"
segir Guðmundur og telur vera um
róg að ræða.
Úthlutun Byggöastofnunar á veiðiheimildum ýmist tilefnz stríðs eða friðar:
Bölvun byggðakvótan
- tiigmilljónir færðar vöidum fyrirtækjum á silfurfati
kvymt'ír af útbiutun OfitKi*-
kv'rt.11 þvi ekynl art Hjáipu bjrKSrtMT'
VAuju í vnaOa. «- reum-mJHuL. \
lUDUm '.ftoðum hrtúr rryulaD of*-
' sú aft i s'.ört í*rw aó k-.'Aflnn
áuni atvinnu og þar ni'ft -luidn
.ftiaerti þrt Iieftir haan -wftíft UWfcl
viiTxiniDg.'u- ci rtáfii.XL
kvMtm. mm þo ttbt **Vkí tstíuil.
awtiniutaafirar
Byggöakvóti veldur usla
Eins og greint var frá í DV í gær veldur byggöakvótinn harðvítugum deilum
víða. Á Fáskrúðsfiröi ganga ásakanir á báöa bóga.
Hann segir byggðarráð hafa far-
ið rækilega i saumana á því hvort
Vaðhom hafi skilað á land þeim
afla sem krafist er í samningnum
um byggðakvótann. Niðurstaðan
sé ótvíræð: „Fyrirtækið stóð ekki
við samning um að vinna 300 tonn
af fiski.“
Guðmundur hefur krafið
Byggðastofnun skýringa á þvi að
ákveðið var að láta hið brotlega
fyrirtæki enn hafa byggðakvótann
þvert á yfirlýstan vilja sveitar-
stjórnar Búðahrepps.
„Við kröfðumst þess að byggða-
kvótinn yrði auglýstur að nýju í
ljósi þess að samningurinn var
brotinn. Ekkert var á það hlustað,"
segir hann.
í DV í fyrradag staðhæfði Þóra
Kristjánsdóttir, einn eigenda Vað-
homs og hreppsnefndarmaður í
minnihluta, að fyrir mistök starfs-
manns Atvinnuþróunarfélags
Austurlands hafi verið kveðið á
um að fyrirtækið landaði 300 tonn-
um út á 113 tonna byggöakvóta.
Hún sagðist aldrei hafa boðið
nema tvöföldun byggðakvótans.
„í samningnum sem undirritað-
ur er af forvarsmanni Vaðhorns
segir skýrt að landað verði 300
tonnum til vinnslu hér. Við það
var ekki staðið," segir Guðmund-
ur.
Hann segist hafa fengiö þá skýr-
ingu munnlega frá starfsmanni
Nýsis sem annast ráðgjöf vegna
kvótans að ekki hefði verið hægt
að svipta Vaðhorn kvótanum
vegna þess að þá hefði verið brotið
gegn fyrirtækinu þar sem fleiri
byggðakvótafyrirtæki hefðu brotið
samninga. Ekki væri hægt að mis-
muna fyrrtækjum.
„Ég bíð eftir skriflegum skýring-
um,“ segir Guðmundur.
Ekki náðist í Stefán Þórarinsson,
starfsmann Nýsis, sem annaðist
ráðgjöf vegna byggðakvótans. -rt
íslandsbanki:
Verðbréfaþing þógult
Bréf í íslandsbanka hafa hækkað
nokkuð í verði síðan Jón Ólafsson,
einn hluthafa í bankanum og banka-
ráðsmaður, skýrði frá meintum
áhuga útlendinga sem vildu kaupa
allstóran hlut Orca-hópsins í bank-
anum. Til skoðunar er hvort bréfin
hafi verið „töluð upp“ í gengi til að
meira fáist fyrir þau án þess að inn-
stæða hafi verið fyrir kauptilboð-
inu. Bréfin hækkuðu um 3% sl.
föstudag í miklum viöskiptum og
hafa heldur stigið síðan.
Fagmenn benda á að yfir-
leitt séu litlar hreyfingar í
jafnstórum fyrirtækjum og
íslandsbanka og því verði
3% hækkun að teljast um-
talsverð.
Eins og DV hefur greint
frá átti Verðbréfaþing fund
með einum Orca-meðlimn-
um, Eyjólfi Sveinssyni, fyr-
ir helgi, m.a. vegna mis-
Rnnur
Sveinbjörnsson.
vísandi upplýsinga á gengi
á söluhlut Eyjólfs til Þor-
steins Más Baldvinssonar
og Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar. Ekki liggur hins
vegar fyrir hvort Verð-
bréfaþing hefur óskað eft-
ir fundi meö Jóni Ólafs-
syni.
Finnur Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóri Verð-
bréfaþings, vill ekki tjá sig
um málið en almennt ber þinginu
að láta Fiármálaeftirlitið vita ef
þingið telur að lög eða reglur séu
brotnar. Finnur vildi ekki svara
hvort þingið hefði komið ábending-
um áfram til Fjármálaeftirlitsins.
DV hefur eftir öðrum heimildum að
yfirvöldum þyki málið þess eðlis að
skoða verði nánar.
Framkvæmdastjóri Fjármálaeftir-
litsins vill ekki tjá sig um málið.
-BÞ
iUÍ‘dE;'sí]Í! JjmíúW
REYKJAVlK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.11
Sólarupprás á morgun 10.59
Síödegisflóö 18.01
Árdegisflóö á morgun 06.24
rw?
Veðrið í
15.29
11.07
22.34
10.57
Svalast á Vestfjörðum
Suðlæg átt, 5-8 m/s, skýjað og víða
lítils háttar súld eða rigning sunnan-
og vestanlands en léttskýjað á
Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig,
svalast á Vestfjöröum.
Hiti nálægt frostmarki
NA 10-15 m/s á Vestfjörðum en
annars hæg suölæg eða breytileg
átt. Hiti nálægt frostmarki og
snjókoma noröan til, hiti 1-6 stig og
rigning sunnan til.
Mánudaqur Þriðjudagur Miðvikudagur
O Hití 1° Ö 0 °„°„° o o Hiti 1° ^ll^°
til 6“ til 4° tiI4°
Vindur: 10-15"* Vindur: 10-15""» Vindur: S-13°VB
* \£
NA 10-15 m/s á Vestfjöröum en A 8-13 annars staöar. Hiti viö frostmark og snjókoma noröan tll en hiti 1-6 stig og rigining sunnan til. A- og NA-átt veröa ríkjandi um allt land. Víöa veröa él og reikna má meö vægu frostl. A-átt og snjókoma sunnan til en skýjaö noröan tll og vægt frost.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinnlngsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinnlngskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
Veðrið kl. 12
AKUREYRI léttskýjað 2
BERGSSTAÐIR léttskýjaö -2
BOLUNGARVÍK snjóél 2
EGILSSTAÐIR snjókoma 0
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -1
KEFLAVÍK slydduél 3
RAUFARHÖFN skýjaö -3
REYKJAVÍK slydda 2
STÓRHÖFÐI skúr 3
BERGEN súld 5
HELSINKI alskýjaö 0
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 0
ÓSLÓ þoka -5
STOKKHÓLMUR 3
ÞÓRSHÖFN rigning 8
ÞRÁNDHEIMUR alskýjað 3
ALGARVE þokumóöa 14
AMSTERDAM súld 3
BARCELONA léttskýjaö 10
BERLÍN þokumóöa -5
CHICAGO alskýjað 1
DUBLIN rigning 10
HALIFAX léttskýjaö 0
FRANKFURT súld -5
HAMBORG þokumóöa -1
JAN MAYEN skafrenningur 4
LONDON þokumóöa 1
LÚXEMB0RG þokumóöa -2
MALLORCA skýjaö 15
MONTREAL alskýjað 2
NARSSARSSUAQ léttskýjaö -14
NEWYORK rigning 6
ORLANDO heiöskírt 7
PARÍS alskýjaö 6
VlN skýjaö -1
WASHINGT0N rigning 8
WINNIPEG heiöskirt -8
ÓU.l )L¥!j x>.Vt ffiuiffi’Jli ’JA'i iLlÍ'lA.'IiÍfJffiLjiSEa