Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
I
George W. Bush.
Rafsanjani gagn-
rýnir ásakanir
Bandaríkjaforseta
Akbar Hashemi Rafsanjani, hinn
áhrifamikli fyrrum forseti írans,
hefur gagnrýnt George W. Bush
Bandaríkjaforseta fyrir ásakanir
hans í garð íranskra yfirvalda um
að þau skjóti skjólshúsi yfir al-
Qaeda-liða Osama bin Ladens og
vinni gegn nýjum stjórnvöldum í
Afganistan. „Þessar ásakamir hans
eru eru ruddalegar og niðrandi,"
sagði Rafsanjani sem greinlega var
mikið niðri fyrir. „Bandarikjamenn
vaða uppi með frekja og halda
greinilega að þeir séu einir í heim-
inum. Forsetinn getur ekki leyft sér
að tala svona til þjóðar okkar,“ seg-
ir Rafsanjani og vitnar í orð Bush
frá þvi í gær þar sem hann sagði að
annaðhvort spiluðu íranir með
Bandaríkjunum eða á móti.
Skipulögðu árás-
ir á bandaríska
hermenn
Samkvæmt upplýsingum stjórn-
valda í Singapúr undirbjuggu
íslömsku hryðjuverkamennirnir sem
handteknir voru í síðasta mánuði
árásir á bandaríska hermenn sem
staðsettir eru i Singapúr. Sem dæmi
var sprengjuárás fyrirhuguð á fólks-
flutningabíl sem flytja átti hermenn
frá flotastöð til neðanjarðarlestar-
stöðvar í miðborginni og önnur á
bandarísk flutningaskip sem lágu við
festar í höfninni. Alls voru fimmtán
manns handteknir, en tveimur þeirra
var sleppt eftir yfirheyrslur. Sönnun-
argögn, m.a. á myndbandi, sem fund-
ust við handtökurnar, sýndu að árás-
irnar voru vel skipulagðar og aðeins
framkvæmdin eftir.
Afganskur lögreglumaður.
Þrjátíu þúsund
manns í nýju lög-
regluliði Afgana
Að sögn Yunus Qanooni, innan-
ríkisráðherra í nýrri ríkisstjóm
Afganistans, hafa afgönsk stjóm-
völd samþykkt reglur að skipan nýs
lögregluliðs landsins sem í upphafi
verður skipað um 30 þúsund manns
frá öllum 32 héruðum landsins. „í
fyrstu verða 100 manns kallaöir til
starfa frá hverju héraði og verða
þeir við þjálfun í heilan mánuð áð-
ur en þeir taka til starfa, en þeir
fyrstu munu sinna skyldustörfum
í höfuðborginni Kabúl,“ sagði
Qanooni.
Kasmírdeilan:
Sextán manns féllu í
átökum gærdagsins
REUTERMYND
Chirac heiörar minningu gamallar stríðshetju
Jacques Chirac Frakklandsforseti á smásteinóttri stétt í París á leiö til minningarathafnar um stríöshetjuna Marechal
Delatre de Tassigny, en í gær voru fimmtán ár liöin frá dauöa hans.
Að sögn S. Padmanabhan, hátt-
setts foringja í indverska hernum,
hefur ekkert lát orðið á árásum að-
skilnaðarsinna á síðustu þremur
mánuðum, þrátt fyrir baráttu að-
þjóðasamfélagsins gegn hryðjuverk-
um í heiminum, sem Pakistanar
taka þátt í.
„Það hefur lítið sem ekkert verið
aðhafst af hálfu pakistanskra yfir-
valda til að draga úr hryðjuverkun-
um í eigin landi,“ sagði Padmanab-
han og bætti við að indverskar ör-
yggissveitir hefðu fellt að meðaltali
um þrjú hundruð meinta hryðju-
verkamenn í hverjum mánuði síðan
í júní. „Þetta eru skelfilegar stað-
reyndir og ég vona að Musharraf
grípi sem fyrst í taumana með að-
gerðum í samræmi við baráttuna
gegn hryðjuverkum," sagði Pad-
manabhan sem bíður spenntur eftir
þjóðarávarpi Musharrafs sem hann
flytur væntanlega í dag.
Sextán manns, flestir félagar í
samtökum aðskilnaðarsinna í
Kasmír, féllu í skotbardögum milli
indverskra stjórnarhermanna og
kasmískra aðskilnaðarsinna í gær.
Sex þeirra féllu í skotbardaga í An-
antnag-héraði suður af borginni
Srinagar, en til átaka kom á svæð-
inu eftir að einn aðskilnaðarsinna
henti handsprengju að indverskum
herflutningabíl. Sprengjan hæfði þó
ekki bilinn og hlutust engar
skemmdir eða meiðsli af, að sögn
talsmanns indverska hersins.
Þá kom til skotbardaga í Kapran-
héraði í nágrenni Srinagar, þar sem
indverskur hermaður, óbreyttur
borgari og þrír aðskilnaðarsinnar,
þar af einn pakistanskur, féllu.
Að síðustu féllu fjórir aðskilnað-
arsinnar, einn indverskur
landamæravörður og óbreyttur
borgari í tveimur skotbardögum í
Valley-héraði.
Indverskur öryggisvörður
Indverskir öryggisveröir í Kasmír
hafa í mörg horn aö líta vegna
stööugra árása aöskilnaöarsinna.
Israelar leggja flug-
völlinn í Gaza í rúst
ísraelsku herjarðýturnar, sem í
gærmorgun réðust inn á aðþjóða-
flugvöllinn í Gaza í skjóli skrið-
drekasveitar, linntu ekki látum fyrr
en búið var að eyðileggja flugbraut-
ir vallarins, þrátt fyrir að þær hafi
ekki verið í notkun síðan ófriðar-
bálið kviknaði fyrir botni Miðjarð-
arhafs í september sl.
Eyðileggingin á flugvellinum
hófst stuttu eftir að Bush Banda-
ríkjaforseti sagðist vera farinn aö
gruna að vopnin sem ísraelsmenn
uppgötvuðu í skipi á Rauðahafi í
síðustu viku hefðu verið ætluð til
hryðjuverka í Miðausturlöndum.
Bush sakaði þó Yasser Arafat
ekki um beinan þátt í vopnamálinu
eins og Ariel Sharon, forsætisráð-
herra ísraels, hefur ítrekað gert, en
sagði þó að sönnunargögn bentu til
að palestínsk stjómvöld væru við-
riðin málið.
Gælt viö byssuna
ísraelskur hermaöur gælir viö
skriödrekabyssuna sína eftir aö hafa
skotiö nokkrar íbúöabyggingar í rúst
í Rafah-flóttamannabúöunum.
Að sögn Iman Farris, talsmanns
ísraelska hersins, var eyðilegging
flugvaUarins og íbúðarbygginganna í
Rafah-flóttamannabúðunum í fyrra-
dag ekki bein hefndaraðgerð heldur
aðeins viðvörun til palestínskra yfir-
valda rnn það hvað geti gerst og hvað
muni gerast haldi hryðjuverkin
áfram.
Flugbrautirnar í Gaza höfðu ný-
lega verið gerðar upp, eftir svipaðar
aögerðir ísraelmanna í desember sl.,
en í gær réðust jarðýtur ísraela
einnig að samgönguleiðum til Rafah-
búðanna og grófu þær í sundur.
Palestinsk yfirvöld gagnrýndu að
vonum aðgerðirnar og sögðu að þær
gerðu ekki annað en auka á ofbeldið.
Þá tilkynntu ísraelsk yfirvöld að
níu Palestínumenn hefðu verið
handteknir í gær, flestir grunaðir
um aðild að vopnasmygli, þó ekki í
sambandi við vopnaskipið.
Stoiber kanslaraefni KD
Edmund Stoiber verður næsta
kanslaraefni Kristilegra demókrata-
flokksins í þingkosningunum sem
fram fara í Þýskalandi í september
nk. Þetta kom fram i ávarpi Angelu
Merkel, formanns flokksins, á
flokksstjórnarfundi sem haldinn
var í Magdeburg í gær, en þar til-
kynnti Merkel að hún gæfi ekki
kost á sér í slaginn gegn Gerhard
Schröder.
Samdráttur hjá Ford
Ford-bílaverksmiðjurnar i Banda-
ríkjunum, sem eru þær næst-
stærstu í heiminum, hafa tilkynnt
að til standi að loka fimm af verk-
smiðjum þeirra í Norður-Ameríku,
sem þýðir að allt að 22 þúsund
manns missa vinnuna. Bill Ford,
nýr framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, segir þetta sársaukafulla
ákvörðun en nauðsynlega vegna
samdráttar í sölu og mikils taps á
rekstri síðasta árs.
Börnin aftur í skólann
Skólar á miðju
óróasvæðinu í
Belfast á Norð-
ur-írlandi voru
opn-aðir aftur í
gær eftir tveggja
daga látlausar
óeirðir, þar sem
um 40 lögreglu-
menn hafa
slasast. Að sögn
séra Aiden Troy,
talmanns stjórnvalda, var ákveðið
að opna skóla strax og endi var
bundinn á óeirðirnar. „Því fyrr því
betra og vonandi er þetta yfirstað-
ið,“ sagði Troy.
r ,
h
Rússneskt gjaldþrot
Síðustu frjálsu og óháðu sjón-
varpsstöðinni í Rússlandi, TV-6,
verður lokað samkvæmt úrskurði
gerðardóms í Mosku í gær. Stöðin,
sem náði til flestra svæða Rúss-
lands, var úrskurðuð gjaldþrota.
Var það niöurstaöa dómsins að því
bæri að loka henni. Úrskurðurinn
hefur verið gagnrýndur og hann
sagður enn ein tilraun Vladimirs
Pútíns til að hafa áhrif á umfjöllun,
en aðaleignadi stöðvarinnar, Boris
Berezovsky, fyrrum Kremlverji, er
einmitt þekktur fyrir gagnrýni sína
á Pútln.
Powell styður Israela
Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Banda-
ríkjanna, styður þá
kröfu ísraelsmanna
að palestínsk yfirvöld
L’Tms' handtaki þá sem
I stóðu að meintu
Ay I vopnasmygli um
M Rauðahaf og að réttað
verði yfir sökudólgunum. Powell
lýsti einnig yfir stuðningi við sið-
ustu aðgerðir ísraela og sagði þær
aðeins varnartilburði gegn aðgerð-
um Palestínumanna. „Ef Arafat ger-
ir ekki eitthvað í vopnamálinu mun
það hafa alvarlegar afleiðingar í
samskiptum okkar viö hann,“ sagði
Powell sem væntanlega heldur til
Afganistans næstu daga.
Hart fékk 5 ára dóm
Bretinn Gary Hart, sem olli járn-
brautarslysinu í Selby i Yorkshire í
austurhluta Englands, þar sem tíu
manns létu lífið, var í gær dæmdur
í fimm ára fangelsi af breskum rétti
í Leeds fyrir gáleysislegan akstur.
Slysið varð 12. febrúar í fyrra og
missti Hart stjórn á Land Rover-
jeppa sínum eftir að hafa sofnað
undir stýri, með þeim afleiðingum
að bíllinn festist á járnbrautartein-
unum um leið og hraðlest bar að.
Við áreksturinn kastaðist hún í veg
fyrir flutningalest sem kom á móti.