Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 10
10 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 Tvennar forkosningar Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera það ekki endasleppt. Forystukreppa þeirra hefur tekið á sig margvíslegar myndir á siðustu mánuðum og ekkert lát virðist vera á þeirri myndasögu. Nú í vikunni skýrðust framboðsmál flokksins að nokkru en þó ekki meira en svo að allur al- menningur stendur eftir og er litlu nær. Að hætti stór- meistarans sem stýrir fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik var valinn fremur flókin leið til að velja á lista ílokksins, sem alls óvíst er að leiði til sáttar í flokknum. Engin leið er að sjá hver stendur uppi sem drottning eða kóngur i borgarstjórnarflokknum eftir miðtaflið sem fram undan er. Þess er vænst að eitruð peð tefji ekki enda- taflið og að fórnir hafi ekki eftirmál, en ljóst má vera að sigurvegarinn hefur óskorað umboð til að hrista upp í borgarstjórnarliði flokksins og freista þess að leiða hann til sigurs í borginni eftir átta ára hlé frá völdum. í þetta sinn verða tekin af tvímæli um hver eigi að verða oddviti flokksins í borginni - og var þar tími til kominn. Sú leið sem fulltrúaráðið kynnti á fimmtudag er um margt forvitnileg. Hún hefur kosti og galla eins og svo mörg mannanna verk. í reynd felst í henni nokkur áfellisdómur yfir gömlu prófkjörsaðferðinni sem á sínum tima þótti gefa góða mynd af vilja fólksins en hefur á seinni árum fengið á sig óorð. Þar vegur þyngst að kostn- aður við prófkjör var farinn úr böndum og kappið á tiðum meira en svo að flokksmenn hefðu þolað það. Ný leið var því ekki einasta eðlileg heldur og kærkomin. Ákvörðun stjórnar fulltrúráðsfélaganna felur í sér tvennar forkosningar og má vart á milli sjá fyrir áhuga- menn um pólitík hvor verður forvitnilegri. Annarsvegar er 1400 manna fulltrúaráð flokksins beðið um að stinga upp á tveimur til fjórum nýjum nöfnum sem eru talin sóma sér á ofanverðum lista flokksins í vor. Hinsvegar er stefnt að kosningu á milli þeirra sem treysta sér til að leiða flokkinn í kosningunum i maí, einskonar forystu- prófkjör. Lítill og titrandi tími er til stefnu. Þessar tvennar kosningar þýða tvennt. Þær hreinsa til á toppnum og hleypa nýju og súrefnisríku blóði í borgar- stjómarflokkinn. Stjórn fulltrúaráðsins viil breyttan lista. í þvi felst nokkur gagnrýni á núverandi borgarstjómar- fulltrúa flokksins - og að sönnu réttmæt, enda almælt meðal þeirra sem gerst fylgjast með borgarmálefnum að þessir fulltrúar flokksins hafi ekki náð að stilla saman krafta sína á síðustu árum. Stjómarandstaðan hafi á tíð- um verið ómálefnalegt tuð og hálfgerð hentistefna. Þessi vinsældakosning, ef svo má kalla, verður einkar forvitnileg í ljósi þess að hún mun ekki síst mæla það sem kallað hefur verið „blái fiðringurinn“. Hér er átt við leyndan og ljósan áhuga Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra á að fara fram og leiða listann til sigurs i borg- inni sem faðir hans stjórnaði með myndarbrag á síðustu öld. Ekki er að efa að borgarstjóradraumar Björns em mörgum sjálfstæðismönnum mjög að skapi - og ljóst að hann nær langt í þessu kjöri. Og það telur. Björn flutti með sér ferskleika inn i íslenska pólitík þeg- ar hann sagði skilið við þróttmikla blaðamennsku sina á miðjum fimmtugsaldri. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa vaxið jafn hratt í starfi og Bjöm á einum áratug. Ráðherra- tíð hans hefur verið einkar farsæl og i ráðuneyti sínu hefur hann komið meiru í verk en flestir fyrirrennarar hans. Auð- vitað eru ekki allir sammála afdráttarlausum skoðunum hans, en Björn þorir að taka af skarið. Það er pólitík. D-listi þarf slíkan styrk - og getur vart án hans verið. Sigmundur Ernir DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjóri: Óli Björn Kárason Aéstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur,.auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl viö bá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Kynferðisofbeldi Jóhanna S. Sígþórsdóttir blaðamaöur Aldrei hafa fleiri einstaklingar leitað til neyðarmóttöku Landspít- alans í Fossvogi heldur en á síðasta ári. Þangað leitar fólk sem orðið hefur fyrir nauðgun eða kynferðis- legri áreitni af einhverjum toga. Á þeim tíma sem neyðarmóttakan hefur starfað hafa að meðaltali um hundrað manns leitað þangað ár- lega. Nú brá svo við að rúmlega hundrað og þrjátíu manns komu þangað á síðasta ári, eins og DV hefur íjallað um. Þessi tala ein og sér gefur tii kynna að kynferðislegt ofbeldi hafl aukist til muna á milli ára. Svo þarf þó alls ekki að vera. Sem bet- ur fer er þjóðfélagið orðið miklu opnara hvað varðar upplýsingar af þessu tagi. Gera má ráð fyrir að hærra hlutfall þeirra sem verða fyrir kynferöislegu ofbeldi leiti sér aðstoðar heldur en áður. Neyðar- móttakan hefur verið vel kynnt og vinnur geysigott starf. Þar fá þolendur aðstoð lækna, sálfræð- inga og lögfræðinga. Þar er lagður grunnur að því að hjálpa fómar- lömbum til að fóta sig eins og best getur orðið eftir slíkt áfall sem kyn- ferðislegt ofbeldi er. Þar er að fá að- stoð til handa þeim sem vilja leita réttar síns á hendur gerendum. Áður máttu þolendur rogast með „skömm sína“ og djúp sár sem aldrei greru. Nú fær fólk faglega aðstoð á breiðum grunni. Sú aðstoð hvetur til þess að fórnarlömb leiti sér aðstoðar. Þetta er góði flöturinn á vondu máli. er þó sá að allur þorri ungs fólks í dag er gott og efnilegt. Þetta er kynslóðin sem vinnur að því að leggja lífsgrunn sinn. Þetta er ungt, lífsglatt fólk, sem nýtur Harðara ofbeldi Hitt er svo staðreynd að ofbeldi hefur harðnað og hópnauðgunum fjölgað. Langstærstur hluti þeirra sem verða fyrir kynferðislegu of- beldi eru ungar stúlkur. Ofbeldis- mennirnir reiöa til höggs þegar þeir telja aðstæður hagstæðastar, svo sem á útihátíðum, oftast gegn ölvuðum stúlkum. Spurt hefur verið við hverju þær geti eiginlega búist. Þær gangi um hálfberar og ögrandi og beinlínis hvetji karlmenn til „dáða.“ Það er rétt að ungt fólk klæðir sig frjálslegar heldur en áður. Það á bæði við um stráka og stelpur. En hver segir að þau séu að gefa út á sig veiðileyfi þótt þau séu í þröngum og flegnum fotum? Það hafa allir einstakling- ar sinn rétt. Rétt til að lifa lífinu án þess að þurfa að gera ráð fyrir hugsanlegu áreiti og árásum of- beldisseggja. Svo einfalt er það. Mikilvægasti þátturinn i þessu Fullsaddur ehf. hlutafélag á heimilinu. „Ég hefði nú haldið það,“ hélt ég áfram og enn æstari en fyrr. „Ég veit ekki betur en ég og þú,“ sagði ég og benti á konuna, „rekum þetta heim- ili með öllu þvi sem fylgir. Þurftum við ekki að kaupa þetta húsnæði, innrétta það og halda því síðan við? Við kaupum mat ofan í okkur og af- kvæmin og ekki má gleyma bílun- um sem viö rekum og greiðum fyr- ir stórfé, einkum í ríkissjóð. Það er ekki eins og það sé lúxus að eiga sér bíltík til þess að koma sér á mifli staða. Við ættum raunar að stofna þetta hlutafélag saman, mín kæra. Það þarf ekki stórkostlega nafnabreytingu til. Það gæti ein- faldlega heitið Fullsödd - bæði tvö ehf.“ „Það verða einhverjir að borga skattana," sagði kon- an, „ella getum við hvorki haldið uppi heilbrigöis- né menntakerfi, svo ekki sé minnst á öryggisatriði eins og lögregluna. Varla viltu sleppa þessum þáttum?“ „Mér finnst i raun helvíti hart,“ sagði ég og var enn 1 ham, „að ég þurfl að standa undir þessu einn - með þessum örmu launa- þrælum sem svipað er kom- ið fyrir. Hvað með alla iðnaðar- mennina sem vinna svart og svína svo á okkur á hverju götuhorni á stóru jeppunum, svo ekki sé nú minnst á þá sem fela kostnaðinn í fyrirtækj- um og lifa eins og greif- ar þótt þeir séu opin- berlega á miklu lægra kaupi en ég.“ Til þess að leggja áherslu á orð mín reif ég greinina úr blaðinu, krumpaði hana saman, henti henni í gólfið og traðkaði á henni. Auðvitað á maður ekki að gera slíkt þegar svo virðuleg- ur embættismaður sem rikisskattstjóri á í hlut en nauð- syn brýtur lög. Lögga eða Batman „Fáðu þér kaffi, maður, og reyndu aðeins að róa þig,“ sagði konan og hafði greinilega áhyggjur af sálar- ástandi skattgreið- andans. „Það fróðlegt að vita hve stóran hluta Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri „Nú er nóg kornið," sagði ég, „þetta verður ekki liðið lengur. Nú geri ég sjálfan mig að hlutafélagi. Geir er alveg að fara með mig.“ Konan horfði á mig í nokkurri undran enda er ég ekki vanur að ræða hagfræðileg mál á heimilinu. „Þekkjum við einhvern Geir, elsk- an mín?“ spurði hún róandi. Hún sá að ég var svo æstur að hætta var á að blóðþrýstingurinn færi upp úr öllu valdi. „Þekkjum við einhvern Geir!“ hrópaði ég. „Við þekkjum hann kannski ekki beint en hann er samt niðri í hverjum koppi og hverri kirnu á þessu heimili. Við megum ekki gera nokkurn skapaðan hlut án þess að hann reki nefið í það og rukki okkur svo ofan í kaupið. Ég er að tala um fjármálaráðherrann og engan annan. Sástu hvað legáti hans sagði í blaðinu?" sagði ég, greip málgagnið glóðvolgt og vitn- aði í ríkisskattstjórann: „Öll gæði sem mönnum áskotnast í lifinu eru skattskyld." Svo mörg voru þau orð. „Hvur andskotinn er hér í gangi?“ hrópaði ég enn og hristi blaðið framan í konuna, eins og þetta væri henni að kenna. „Ætlar hann að ná hundrað og tí- kalli af hverjum hundraðkafli sem maður vinnur sér inn? Fyrir utan almenna skattpíningu á mér sem launamanni á nú að seilast í hvað eina sem rekur á mínar íjörur, hvort sem það er peysugarmur, áskrift að Mogganum eða farsíma- ræfill sem ég brúka af illri nauð- syn. Hingað og ekki lengra. Hér eft- ir legg ég nafn mitt niður og heiti í skattskrám þeirra kumpána Fullsaddur efh. Ég las það nefnilega fyrr í vikunni að einstaklingur í rekstri greiddi 13-19 prósent lægri skatta ef hann myndaði einkahluta- félag um reksturinn.“ Fullsödd - bæöi tvö „Þú ert nú ekki í neinum rekstri, góði minn,“ sagði konan og sá mann sinn enn ekki fyrir sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.