Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V §j|í DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Bernd Koberling íslandsvinur nr. 1. Hann segir aö tengslin viö bókmenntaheiminn opni honum nýja sýn. „Þaö er svo margt í myndlistarheiminum sem fer í taugarnar á mér; græögi, heimska, yfirborösmennska og ýmislegt sem ég þoli varla lengur. “ Andstæðurnar í lífi og list Koberlings Bernd Koberling er spurður af ljós- myndaranum hvort hann sé á landinu í fyrsta skipti. „Nei, ég hef verið að koma og fara í tuttugu ár,“ segir lista- maðurinn og glottir. Hann er enn á ný kominn til íslands, nú til þess að halda sýningu í Listasafni Reykjavík- ur. Á sýningunni eru olíu- og vatns- litamyndir sem Koberling hefur unn- ið á árunum 1988 til dagsins í dag, en hann hefur bæði fengist við figúratíft og abstrakt málverk. Sýningin er sam- starfsverkefni Malmö Konstahall og Saarland Museum 1 Saarbrúcken i Þýskalandi. Um likt leyti og sýningin er opnuö kemur út hjá Máli og menn- ingu ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Tregahornið, sem Koberling hefur myndskreytt. Bókin kom fyrst út í Þýskalandi en myndir hennar eru meðal þeirra sem sýndar eru í Lista- safni Reykjavíkur. Aöskilin en nátengd Þegar Koberling er spurður um tengsl sín við Gyrði Elíasson og til- drög þess að hann myndskreytti Tregahornið, segir hann frá þessari áráttu sinni að mála skáldskap. „For- leggjari kom til min fyrir mörgum árum og benti mér á ljóð Snorra Hjartarsonar og spurði mig hvort ég vildi ekki mála myndir í þýsku útgáf- una af bókinni. Ég hafði unaðslega gaman af því, enda eru ljóð Snorra lit- rík og fógur. Fyrir tveimur árum kom svo út bók með ljóðum Baldurs Ósk- arssonar og myndum mínum. Það kom til vegna þess að ég þekki Baldur persónulega. Svo var mér réttur Gyrð- ir.“ Koberling segir að ekki þýði að gera sig listfræðingalegan í andlitinu þegar sagt er frá vinnu hans við bók- verkin. Fyrst og fremst sé það auðvit- að tilflnningin sem skipti máli. „Það er erfitt - verkin verða að vera fullkomlega aðskilin, en samt ná- tengd. Það er varla hægt að skýra það þannig að það hljómi rökrétt. Mynd- imar verða að vera sjálfsprottnar eins og ljóðin eru sjálfsprottin." - Og hvemig þóttu þér textar Gyrð- is? „Ég náði strax sterkum tengslum við þá. Ég barst með depurðinni og fegurðinni og losnaði ekki við þá til- fmningu að ég þekkti umhverfi text- anna. Þessar litlu trébryggjur og fjöll- in ..." segir Koberling dreyminn. Skýringuna á þeim sterku tengslum er ef til vill að finna í þeirri staðreynd aö Gyrðir Elíasson sækir umhverfi sagna sinna að hluta til austur á land, en þar var hann i sveit sem barn. Ko- berling hefur dvalið í Loðmundarfirði fleiri sumur en tölu verður á komið. Það var Dieter Roth sem kynnti hann fyrir fegurð Austfjarða, en áður hafði hann hrifist af norðrinu í Noregi. „Mér finnst langskemmtilegast að vera fyrir austan," segir myndlistar- maðurinn. „Ég hef prófað að dvelja fyrir vestan, en Vestfirðir komast ekki í hálfkvisti við Austfirðina. Kyrrðin sem skapast, fjöllin og náttúr- an öh. Þetta er ólýsanlegt." Græðgin í myndlistarheiminum „Sýningin hefur verið lengi í bí- gerð og það má segja að henni hafi seinkað um 12 ár,“ segir listamaður- inn og hlær. „Eins og ég get nú verið snar í snúningum get ég líka verið ákaflega hægur,“ segir hann. And- stæðurnar i lífi Bemds Koberlings era nefnilega miklar eins og í verkum hans. Þegar hann lónar ekki í eyði- flrðinum sem kenndur er við Loð- mund þá býr hann í Berlín. Hann seg- ir að þetta sé meðvitað val. Hann geti ekki dvalið á stöðum sem eru hvorki né. Annaðhvort verði hann að vera úti í náttúrunni eða hreinlega í ein- hvers konar borgarskrímslum. Mynd- irnar hans spanna líka allar stærðir. Þegar gengið er um sýninguna blasa við meira en mannhæðarhá verk í dökkum litum, en einnig litlar mynd- ir í ljósum litum. Þær stærstu eru svo stórar að það er líkamlega erfitt að fást við þær. - En hvað er fram undan? Fleiri bækur? „Já, ég er byrjaður að tala við enn einn íslenskan höfund, Sjón, um næstu bók,“ segir Koberling. „Þó að peningarnir séu miklu minni í bók- menntum heldur en myndlist, þá vil ég halda þessu áfram. Það er svo margt í myndlistarheiminum sem fer í taugarnar á mér; græðgi, heimska og yfirborðsmennska - og ýmislegt sem ég þoli varla lengur. Ég held samt áfram vegna þess að ég hef starf- að svo lengi við myndlist, en þessi tengsl við bókmenntimar eru mér mjög mikUvæg og veita mér aðra sýn. Sýningin verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag kl. 16. -þhs íslensk erfðagreining er það ís- lenskra fyrirtækja sem er hvað oft- ast í fréttum og nú síðast vegna kaupa eða samruna við stórt am- erískt líf- tæknifyrir- tæki. Sá sem stýrir frétta- flutningi af þessu merka fyrirtæki er gamalvanur fréttahaukur, Páll Magnússon sem sýnir lesendum á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Páll Magnússon. Fæðingardagur og ár: 17. júní 1954. Maki; Hildur Hilmarsdóttir. Börn: Eir, Hlín, Edda Sif og Páll Magnús. Bifreið: Pajero. Skemmtilegast að gera:________ Að veiða og vera með fjölskyldunni. Leiðinlegast að gera: Rífast við konuna mína. Uppáhaldsmatur: íslensk hreindýralund. Uppáhaldsdrykkur: Espressokaffi. Fremstur iþróttamanna: Roberto Carlos. Fallegasta kona utan maka: Dætur minar. Með eða móti ríkisstjórninni: Með. Hvern langar þig að hitta? Palla litla - son minn - fæ aldrei nóg af því. Uppáhaldsleikari:____________ Anthony Hopkins. Uppáhaldsleikkona:___________ Ingrid Bergman. Uppáhaldstónlistarmaður: Bubbi. Uppáhaldsrithöfundur: Sá sem skrifaöi Njálu. Uppáhaldsbók:________________ Njála. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Nelson Mandela. Besta teiknimyndapersónan: Tommi og Jenni (báðir). Eftirlætissjónvarpsefni: Dýralífsmyndir og fótbolti. Uppáhaldssjónvarpsstöð: National Geographic og Sýn. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sir Robin Day. Uppáhaldsskemmtistaður: íslensk erfðagreining. Hverju stefnirðu að?_________ Að vera sæmilegur maður. Hvað óttastu mest?___________ Að eitthvað slæmt komi fyrir börnin min. Hvaða eftirmæli viltu fá? Hann var sæmilegur maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.