Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 16
16 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V §j|í DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Bernd Koberling íslandsvinur nr. 1. Hann segir aö tengslin viö bókmenntaheiminn opni honum nýja sýn. „Þaö er svo margt í myndlistarheiminum sem fer í taugarnar á mér; græögi, heimska, yfirborösmennska og ýmislegt sem ég þoli varla lengur. “ Andstæðurnar í lífi og list Koberlings Bernd Koberling er spurður af ljós- myndaranum hvort hann sé á landinu í fyrsta skipti. „Nei, ég hef verið að koma og fara í tuttugu ár,“ segir lista- maðurinn og glottir. Hann er enn á ný kominn til íslands, nú til þess að halda sýningu í Listasafni Reykjavík- ur. Á sýningunni eru olíu- og vatns- litamyndir sem Koberling hefur unn- ið á árunum 1988 til dagsins í dag, en hann hefur bæði fengist við figúratíft og abstrakt málverk. Sýningin er sam- starfsverkefni Malmö Konstahall og Saarland Museum 1 Saarbrúcken i Þýskalandi. Um likt leyti og sýningin er opnuö kemur út hjá Máli og menn- ingu ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Tregahornið, sem Koberling hefur myndskreytt. Bókin kom fyrst út í Þýskalandi en myndir hennar eru meðal þeirra sem sýndar eru í Lista- safni Reykjavíkur. Aöskilin en nátengd Þegar Koberling er spurður um tengsl sín við Gyrði Elíasson og til- drög þess að hann myndskreytti Tregahornið, segir hann frá þessari áráttu sinni að mála skáldskap. „For- leggjari kom til min fyrir mörgum árum og benti mér á ljóð Snorra Hjartarsonar og spurði mig hvort ég vildi ekki mála myndir í þýsku útgáf- una af bókinni. Ég hafði unaðslega gaman af því, enda eru ljóð Snorra lit- rík og fógur. Fyrir tveimur árum kom svo út bók með ljóðum Baldurs Ósk- arssonar og myndum mínum. Það kom til vegna þess að ég þekki Baldur persónulega. Svo var mér réttur Gyrð- ir.“ Koberling segir að ekki þýði að gera sig listfræðingalegan í andlitinu þegar sagt er frá vinnu hans við bók- verkin. Fyrst og fremst sé það auðvit- að tilflnningin sem skipti máli. „Það er erfitt - verkin verða að vera fullkomlega aðskilin, en samt ná- tengd. Það er varla hægt að skýra það þannig að það hljómi rökrétt. Mynd- imar verða að vera sjálfsprottnar eins og ljóðin eru sjálfsprottin." - Og hvemig þóttu þér textar Gyrð- is? „Ég náði strax sterkum tengslum við þá. Ég barst með depurðinni og fegurðinni og losnaði ekki við þá til- fmningu að ég þekkti umhverfi text- anna. Þessar litlu trébryggjur og fjöll- in ..." segir Koberling dreyminn. Skýringuna á þeim sterku tengslum er ef til vill að finna í þeirri staðreynd aö Gyrðir Elíasson sækir umhverfi sagna sinna að hluta til austur á land, en þar var hann i sveit sem barn. Ko- berling hefur dvalið í Loðmundarfirði fleiri sumur en tölu verður á komið. Það var Dieter Roth sem kynnti hann fyrir fegurð Austfjarða, en áður hafði hann hrifist af norðrinu í Noregi. „Mér finnst langskemmtilegast að vera fyrir austan," segir myndlistar- maðurinn. „Ég hef prófað að dvelja fyrir vestan, en Vestfirðir komast ekki í hálfkvisti við Austfirðina. Kyrrðin sem skapast, fjöllin og náttúr- an öh. Þetta er ólýsanlegt." Græðgin í myndlistarheiminum „Sýningin hefur verið lengi í bí- gerð og það má segja að henni hafi seinkað um 12 ár,“ segir listamaður- inn og hlær. „Eins og ég get nú verið snar í snúningum get ég líka verið ákaflega hægur,“ segir hann. And- stæðurnar i lífi Bemds Koberlings era nefnilega miklar eins og í verkum hans. Þegar hann lónar ekki í eyði- flrðinum sem kenndur er við Loð- mund þá býr hann í Berlín. Hann seg- ir að þetta sé meðvitað val. Hann geti ekki dvalið á stöðum sem eru hvorki né. Annaðhvort verði hann að vera úti í náttúrunni eða hreinlega í ein- hvers konar borgarskrímslum. Mynd- irnar hans spanna líka allar stærðir. Þegar gengið er um sýninguna blasa við meira en mannhæðarhá verk í dökkum litum, en einnig litlar mynd- ir í ljósum litum. Þær stærstu eru svo stórar að það er líkamlega erfitt að fást við þær. - En hvað er fram undan? Fleiri bækur? „Já, ég er byrjaður að tala við enn einn íslenskan höfund, Sjón, um næstu bók,“ segir Koberling. „Þó að peningarnir séu miklu minni í bók- menntum heldur en myndlist, þá vil ég halda þessu áfram. Það er svo margt í myndlistarheiminum sem fer í taugarnar á mér; græðgi, heimska og yfirborðsmennska - og ýmislegt sem ég þoli varla lengur. Ég held samt áfram vegna þess að ég hef starf- að svo lengi við myndlist, en þessi tengsl við bókmenntimar eru mér mjög mikUvæg og veita mér aðra sýn. Sýningin verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag kl. 16. -þhs íslensk erfðagreining er það ís- lenskra fyrirtækja sem er hvað oft- ast í fréttum og nú síðast vegna kaupa eða samruna við stórt am- erískt líf- tæknifyrir- tæki. Sá sem stýrir frétta- flutningi af þessu merka fyrirtæki er gamalvanur fréttahaukur, Páll Magnússon sem sýnir lesendum á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Páll Magnússon. Fæðingardagur og ár: 17. júní 1954. Maki; Hildur Hilmarsdóttir. Börn: Eir, Hlín, Edda Sif og Páll Magnús. Bifreið: Pajero. Skemmtilegast að gera:________ Að veiða og vera með fjölskyldunni. Leiðinlegast að gera: Rífast við konuna mína. Uppáhaldsmatur: íslensk hreindýralund. Uppáhaldsdrykkur: Espressokaffi. Fremstur iþróttamanna: Roberto Carlos. Fallegasta kona utan maka: Dætur minar. Með eða móti ríkisstjórninni: Með. Hvern langar þig að hitta? Palla litla - son minn - fæ aldrei nóg af því. Uppáhaldsleikari:____________ Anthony Hopkins. Uppáhaldsleikkona:___________ Ingrid Bergman. Uppáhaldstónlistarmaður: Bubbi. Uppáhaldsrithöfundur: Sá sem skrifaöi Njálu. Uppáhaldsbók:________________ Njála. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Nelson Mandela. Besta teiknimyndapersónan: Tommi og Jenni (báðir). Eftirlætissjónvarpsefni: Dýralífsmyndir og fótbolti. Uppáhaldssjónvarpsstöð: National Geographic og Sýn. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sir Robin Day. Uppáhaldsskemmtistaður: íslensk erfðagreining. Hverju stefnirðu að?_________ Að vera sæmilegur maður. Hvað óttastu mest?___________ Að eitthvað slæmt komi fyrir börnin min. Hvaða eftirmæli viltu fá? Hann var sæmilegur maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.