Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 18
18 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Allir saman ókeypis - góðgerðatónleikar í Háskólabíói í fjórða sinn H j arðsmekkur Einar Báröarson Hann segist ætla aö hafa fremur hægt um sig á nýju ári og helga sig nýjum og breyttum lífsstíl eftir annasamt ár í sviösljósinu. eða sjálfstæði? lenda. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna vinnur ómetanlegt starf því þótt margir eigi stóra fjölskyldu sem veitir styrk kemur ekkert í staðinn fyrir þann skilning sem sér- þjálfað fólk getur veitt fjölskyidum þegar á bjátar. Það fer ekki eins vel hjá öllum og frænda mínum en ekki verður ann- að séð en hann hafi náð fullum bata.“ Hefði getað verið verra Einar var mjög mikið í sviðsljós- inu síðastliðið ár, bæði í tengslum við þátttöku íslands í Evróvisjón- söngvakeppninni og ekki síður i sambandi við Eldborgarhátíðina sem var um verslunarmannahelg- ina. Einar fékk sinn skammt af háði og spotti fyrir í nýlegu ára- mótaskaupi. „Mér fannst skaupið gott og með þeim betri sem ég hef séð en kom nokkuð á óvart hvað var mikið gert úr Evróvisjón en hafði nokkuð gam- an af. Halldór Gylfason er góður leikari og náði mér ágætlega og þeir hefðu sjálfsagt getað farið verr með mig.“ Meirihluta ársins sem var að líða var Einar í starfi sem markaðsstjóri hjá Vísi.is en hætti þar á haustmán- uðum og hefur starfað sjálfstætt síð- an í einstökum verkefnum. Hann er t.d. að vinna fyrir íslenska hljóm- plötuframleiðendur bæði meðan á jólasölunni stóð og mun tengjast af- hendingu íslensku tónlistarverð- launanna í byrjun febrúar. Þess má geta að plötusala mun hafa verið í sögulegu hámarki fyrir þessi jól. Bíó á bjórdaginn Heimildarmynd um Eldborgarhá- tíðina umdeildu verður frumsýnd 1. mars, daginn sem bjórinn var leyfð- ur á Islandi. Einar segir að það sé ekki vegna bjórsins að sá dagur varð fyrir valinu heldur hafi menn ekki viljað vera of nálægt frumsýn- ingu annarrar íslenskrar myndar, Gemsa, sem verður frumsýnd í byrj- un febrúar. „Ég ætla annars að hafa fremur hægt um mig á nýja árinu og hugsa meira um sjálfan mig andlega og líkamlega og gefa fjölskyldunni meiri tíma. Ég stefni að þvi að hafa þetta ár rólegra og yfirvegaðra en það síöasta." -PÁÁ Nicole Kidman Hún átti gott ár og nú biasir óskar- inn viö. Nicole Kidman: Átti frábært ár í upphafi ársins 2000 var Nicole Kidman enn þá gift Tom Cruise, ioks- ins orðin ófrísk eftir áralangar til- raunir en leikferill hennar var ekkert sérstaklega merkilegur. Nú ári seinna er hún einstæð móðir tveggja fósturbarna þeirra Cruise, eftir- sóttasta leikkona í Hollywood og fyr- irmynd svikinna kvenna um allan heim. Þetta er konan sem leggst ekki víl og vol þótt eiginmaðurinn yflrgefi hana heldur rís úr öskunni og flýgur á vit ævintýranna. Stuttu eftir skilnaðinn við Cruise missti Kidman fóstur og það gerði hana að hetju í augum kvenna og hún fékk samúð þeirra óskipta. Rauða myllan sem sumir töldu víst að myndi mistakast hefur reynst vera stærsti smellur ársins í kvikmynd- um. Menn eiga ekki orð yfir þessa stórkostlegu sjónrænu veislu þar sem öllum listformum er hrært af full- komnu áhyggjuleysi saman í bragð- góðan graut. Kvikmyndin The Others var síðan það sem flestir kalla óvænt- asti smellur sumarsins eða „sleeper hit“ eins og það er kallað í Hollywood. Þannig hefur þetta reynst vera afar gott ár fyrir Kidman og flestir telja víst að óskarinn bíði hennar á þessu ári. Það stendur mikið til í Háskóla- bíói á morgun. Þá ætla margar hendur að leggjast á eitt og halda tónleika í góðgerðaskyni. Tónleik- arnir hafa verið haldnir þrisvar sinnum áður að frumkvæði sama hóps og allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og langveikra barna. Að sögn Einars Bárðarsonar, sem er einn þeirra sem standa fyrir tón- leikunum, gefa allir vinnu sína, bæði listamenn og aðstoðarmenn, og undanfarin þrjú ár hafa safnast um sex milljónir samtals og í ár er vonast til þess að tveggja milljóna markinu verði náð. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og standa til 22.00. Forsala að- göngumiða er þegar hafin í Háskóla- bíói og kostar miðinn aðeins 2000 krónur. Á tónleikunum koma fram nokkr- ar af þekktustu og vinsælustu hljómsveitum landsins og einnig söngvarar. Þama verða söngvararn- ir Páll Rósinkranz, Svala Björgvins, Védís Hervör og Jóhanna Guðrún og hljómsveitimar Sálin hans Jóns míns, Jet Black Joe, Ný Dönsk, Á móti sól, írafár og í svörtum fótum. Sálin alltaf með Einar Bárðarson sagði í samtali við DV að Sálin hans Jóns míns hefði þá sérstöðu í hópnum að hafa komið fram á öllum tónleikunum. „Það má segja að þetta hafi farið vel af stað fyrir nærri fjórum árum þegar við héldum þetta í fyrsta skipti. Þá var Jóhannes Jónsson í Bónus kynnir á konsertinum og tókst afar vel upp. Annars er það nafni minn, Einar Björnsson, sem leigir út hljóðkerfi og ljóskastara, sem er lykilmaður í þessum undirbúningi en hann lánar mikið af tækjum og mannskap til að setja þau upp. Það sama má segja um Háskólabíói sem leyfir okkur að vinna þarna að vild og lánar fólk í miðasölu og þess háttar. Síðan gefa allir tónlistarmenn vinnu sína.“ Einar sagði að hugmyndin að tón- leikahaldi þessu hefði kviknað fyrir fjórum árum og kveikjan má segja að hafi veriö barátta ungs frænda Einars sem veiktist af krabbameini aðeins fimm ára gamall. „Ég VEir þá í námi erlendis en þetta snertir mann með öörum hætti þegar það kemur upp innan fjölskyldunnar. Þá kemst maður í nánari snertingu við þetta og skilur betur þarfir þeirra sem í þessu Umræðan um hvaða bækur selj- ast vel og hvaða bækur seljast illa er alltaf fyrirferðarmikil rétt fyrir og eftir jól. Hin síöari ár hafa ver- ið saman settir sérstakir vinsælda- listar sem upplýsa menn um þetta og gjarnan skapast auglýsingafár kringum tvær þrjár bækur sem hljómar einhvem veginn svona: „Fyrsta prentun uppseld! Önnur prentun á leið í verslanir!" eða „Önnur prentun uppseld! Þriðja prentun á leiö í verslanir!" Aug- lýsingar af þessu tagi eiga senni- lega að hvetja fólk til að fyllast skelfingu yfir því að það sé að missa af einhverju og fá það til þess að gripa veskiö og haska sér í næstu bókabúð. Enn í plastinu Siöasta jólavertíð er engin und- antekning hvað þetta varðar. Mik- il múgæsing skapaðist í kringum nokkrar bækur og svo fór að þær seldust í fleiri eintökum en áður hefur gerst. Engu er líkara en að þetta asnalega auglýsingatrix bókaútgefenda virki. Um leið og menn heyri að margir hafi keypt einhverja bók geri þeir umsvifa- laust það sama. Rökin eru: „Bókin hlýtur að vera góð fyrst allir eru að kaupa hana.“ Það má segja að þeir sem ganga í liö með hundruöum og hlaupa út í bókabúð til þess að kaupa bók sem allir eru að kaupa, séu búnir svokölluðum hjarðsmekk. Þeir nenni ekki að koma sér upp eigin smekk eða grennslast fyrir um hvaða smekk sá sem þiggur af þeim bókargjöf hefur heldur fylgi bara hjörðinni. Ég fór að hugsa um þetta um daginn þegar ég reyndi að fá fólk til þess að segja mér hvað þvi hefði fundist um vinsælustu bæk- ur síðustu vertíöar, sem flestir höfðu fengið í jólagjöf. Öfl voru svörin á einn veg. Annaðhvort hafði fólk ekki komið þvi í verk að lesa bækurnar eða það hafði hreinlega skilaö þeim! Margir höfðu ekki fengið bæk- umar í jólagjöf heldur keypt sér þær i desember af einskærum bók- Margir höfðu ekki fengið bœkumar í jólagjöf héld- ur keypt sér þœr í desem- ber af einskœrum bók- menntadhuga. Einhvem veginn virtist manni púðrið til að lesa þessi tímamótaverk vera farið úr mönnum eftir áramót. Þeir sögðust hafa byrjað á þeim og lesið einverjar síður, en svo sett þœr upp í hillu. Aðrir viður- kenndu að nefndar met- sölubækur vœru enn í plastinu. menntaáhuga. Einhvern veginn virtist manni púðrið til að lesa þessi tímamótaverk vera farið úr mönnum eftir áramót. Þeir sögð- ust hafa byrjað á þeim og lesið ein- verjar síður, en svo sett þær upp í hillu. Aðrir viðurkenndu aö nefnd- ar metsölubækur væru enn í plast- inu. Gyrðir eða prósak? Þær bækur sem lifa með þjóð- inni eru kannski einhverjar allt aðrar en þær sem æðinu ollu. Fyrst og síðast er það nefnilega notagildið sem öllu máli skiptir. Sennilega geta metsölubækur síð- ustu jóla verið undir sömu lögmál settar og önnur snögg æði hvað þetta varðar. Fótanuddtækið, sem var svo heillandi blátt og gaf fyrir- heit um vellíðan, reyndist of flókið og illa smíðað og skilaöi eigendum þess engu nema þreytu og pirr- ingi. Fótanuddtækiö lenti út í skúr vegna þess að það reyndust engin not fyrir það. Notagildið getur verið misjafnt eftir bókum og eftir mönnum. Há- lendishandbókin eftir Pál félaga minn rokseldist vegna þess að notagildi hennar er augljóst og ósvikið. Fólk þarf á þessari bók aö halda ef það ætlar aö ferðast á fjöllum. Bækur sem hægt er að leita aftur og aftur í - bækur sem eru bæði uppflettirit og skemmti- lesning eins og Rokksaga Dr. Gunna munu líka reynast mörgum vel. Sagði svo ekki Páll Baldvin í dómi um bók Gyrðis Næturluktina að landlæknir ætti að útdeila henni í stað prósaks? Fyrir Páli Baldvini er texti Gyrðis því geð- hjálp og kannski er það hjálpin sem flestir þurfa á að halda. Marg- ir munu líka vera þannig saman- settir að þeir lita á lestur sem hreint sáluhjálparatriði. Þeir smjatta á orðum, dást að tungu- máli og stíl og fara nærfærnum höndum um síður. Þetta eru þeir sem hafa helst not af listilega skrifuðum skáldsögum og fogrum ljóðum. Þeir sem eru búnir hjarösmekk ættu að athuga að hver maður þarf sjálfur að kafa inn í sig og finna hvaöa bók hann hefur mest not fyrir. Annars fer fyrir bókunum eins og blessuðum fótanuddtækj- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.