Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Síða 27
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 DV 27 Helgarblað Sjónvarpsturninn í Shanghai Guðmundur Guðnason leigubílstjóri stillir sér upp á árbakkanum á Bund. í baksýn er sjónvarpsturninn sem gengur undir nafninu austurienska perlan og er fjögur hundruð sextíu og átta metra hár. Þeir sem vitja geta leigt sér herbergi í turninum en það er dýrt. Þegar horft er yfir borgina frá út- sýniskúlu austurlensku perlunnar, sem er fjögur hundruð sextíu og átta metra hár sjónvarpsturn, má sjá stór flutningaskip sigla inn í borgina eftir Huangpu-ánni og byggingarkranana á New Bund sem kemur til með að verða helsta flármálahverfi Asíu á næstu árum. í framtíðinni verður hæsta bygging í heimi á New Bund en framkvæmdir við hana hófust í ágúst 1997. Byggingin nefnist The Shanghai World Financial Center og á fram- kvæmdum við hana að ljúka árið 2004. Yuyuan-garðurinn Þrátt fyrir mikla uppbyggingu hef- ur gamli hluti bæjarins fengið að halda sér og verið gerður upp í sinni upprunalegu mynd. Þar er ótrúlega fallegur garður sem heitir Yuyuan sem þýðir friður. Emb- ætismaðurinn Pan Yun-Duan lét byggja garðinn fyrir rúmum fjögur hundruð árum handa foreldrum sín- um til að njóta friðar í ellinni, en fað- ir hans hafði gegnt því erfiða embætti að vera dóms- og refsingarmálaráð- herra í Shanghai-héraði. DV-MYNDIR V. HANSEN Sterk vestræn áhrif Allt frá því að Vesturlandabúar fóru að eiga viðskipti við Kína hefur Shanghai verið ein helsta hafnar- borg landsins og undir sterkum vest- rænum áhrifum. Á árunum milli 1920 og 1930 var borginni stjórnað af giæpaforingjum sem ráku hana í gegnum næturklúbba, hóruhús og ópíumbúlur. Garðurinn, sem er rúmir tveir hektarar að stærð, er kennslubókar- dæmi um kínverskan landslagsarki- tektúr, með stóru stöðuvatni, renn- andi lækjum, fossum og manngerðum klettum sem límdir eru saman með hrísgrjónum. Þar er líka að fmna skrautleg kínversk garðhýsi og bekki þar sem gott er að hvíla þreytta fætur og hlusta á niðinn í vatninu í skjóli frá skarkala borgarinnar. Einnig er hægt að fá sér ljúffengt te í fallegu, gömlu húsi og horfa á guilfiskana sem synda um í vatninu sem tilheyr- ir garðinum. Peace Hotel Fyrra kvöidið okkar í Shanghai fórum við að dansa á Peace Hotel sem á sér langa og skrautlega sögu. Peace er upphaflega tvö hótel sem sameinuð voru í eitt árið 1956, fyrir þann tíma var innangengt á milli hótelanna og þau höfðu sameiginlegan bar. Á stríðsárunum var hótelið afdrep þar sem starfsmenn sendiráða og blaða- menn vöndu komur sínar og eyddu nóttinni við drykkju. Sama djasshljómsveitin hefur leikið fyrir dansi á hótelinu frá ómunatíð og sumir hljóðfæraleikar- arnir eldri en elstu menn muna. í dag spilar Old Jazz Band aðeins fyrri part kvölds en yngri menn taka við klukkan ellefu. Hljómsveitin spilar eingöngu eftir pöntun en á borðum er að finna lagalista sem hægt er að panta lög eftir gegn ákveðnu gjaldi. Ef enginn pantar lag sitja meðlimir hljóm- sveitarinnar bara og horfa út í loft- ið. Fornminjar, forvitni og fimi Þjóðminjasafnið í Shanghai þykir með betri minjasöfnum í Kína enda stórt, vel skipulagt og hýsir ótrúlegan fjölda gripa. Það var mjög gaman að rölta um safnið og skoða muni frá öli- um tímum kínverskrar menningar og lesa um þá hluti sem vekja athygli. Ekki var síður gaman að babla við starfsmennina á safninu með handapati, brosi og grettum og reyna að gera þeim grein fyrir því hvaðan í heiminum við værum. Að lokum greip ég likan af jörðinni og sýndi af- greiðslustúlkunum í kafFiteríunni Is- land. Þær trúðu vart eigin augum og áttu reyndar enn erfiðara með að trúa því að einhver ætti heima svona norðarlega og væri hvorki Síberíubúi eða inúíti og skríktu í einum kór bingdaó, bingdaó - íseyjan Seinna kvöldið í Shanghai var far- ið á akróbatsýningu þar sem sýndar voru einhverjar þær ótrúlegustu lík- amskúnstir sem ég hef á ævi minni séð. Sumar æfingarnar og uppstilling- arnar voru þess eðlis að ég hefði ekki trúað þvi að hægt væri að beita mannslíkamanum á svoleiðis hátt. Óhugnanlegt en um leið heillandi. Jaði Búddha-hofið Það síðasta sem við skoðuðum í Shanghai var munkaklaustur sem hýsir hvíta Búddha-styttu úr jaði sem er rúmlega tonn á þyngd. Styttan er ótrúlega vel gerð og mikið augnayndi, ekki síst svipurinn á henni sem er á einhvem hátt lokkandi en um leið framandi. Satt best að segja fannst mér eins og styttan væri lifandi þeg- ar ég horfði í augun á henni en að hugur væri einhvers staðar annars staðar og að hún kærði sig kollótta um alla túristana sem komu í löngum röðum til að skoða hana. Vistarverur munkanna voru í litlu samræmi við glæsileika salanna þar sem þeir tilbáðu guði sína. Óteljandi myndir af jafn mörgum guðum voru í salnum þar sem munkarnir lágu á bæn og kyrjuðu möntrur. Svefnskáli munkanna hafði spart- verskt yfirbragð, lítið var um þæg- indi og hreint ótrúlegt hvemig menn- irnir gátu sofið á hörðum tréplötum með þunnar ábreiður, en þannig er víst máttur trúarinnar. -Kip Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. - 20. janúar Opið 17.-18. janúar kl. 14:00-20:00 19. - 20. janúar kl. 10:00-20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: (slensk - kínverska viðskiptaráðið, Kínversk- íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Islands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.