Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 43
51
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
DV
Helgarblað
Wijk aan Zee 2002:
Kasparov hættir við þátttöku
Kasparov er hættur viö þátttöku í
Corus-alþjóðaskákmótinu I Wijk aan
Zee, Hollandi, og tekur Alexander
Morozevich sæti hans. Kasparov
veiktist af vírus í síöustu viku sem
þýðir að honum er ráðlagt að hvOast
næstu vikurnar. Þrátt fyrir að hann
hafi orðið að hætta við þátttöku að
sinni er mótið afskaplega vel skinað.
f A-riðli keppa: Alexander
Morozevich (Rússland), Michael Ad-
ams (England), Peter Leko (Ungverja-
land), Evgení Bareev (Rússland),
Loek Van Wely (Holland), Alexander
Khalifman (Rússland), Borís Gelfand
(ísrael), Rustam Kasimdzhanov (Ús-
bekistan), Dreev (Rússland), Alex-
ander Grischuk (Rússland), Joel
Lautier (Frakkland), Mikhail
Gurevich (Belgía), Jeroen Piket (Hol-
land) og Jan Timman (Holland). í B-
riðli eru: Ivan Sokolov (Bosnía-Her-
segóvína), Pavel Tregubov (Rúss-
land), Mikhail Krasenkow (Pólland),
Friso Nijboer (Holland), Yu (Kína),
John Van der Wiel (Holland), Almira
Skrypchenko-Lautier (Moldavía),
Stefanova (Búlgaría), Peng (Holland),
Harmen Jonkman (HoUand), Cuij-
pers (HoUand) og Werle (HoUand).
Kasparov hefur orðið efstur á þessu
móti 3 ár í röð en nú verður nýr sig-
urvegari krýndur. Vonandi er Kaspi
ekki að gefa neitt eftir sem skákmað-
ur og læknast sem fyrst.
Skákþing Bandaríkjanna
Vestur í Seattle fer fram meist-
aramót Bandaríkjanna með 56 kepp-
endum, þar af 12 konum. Þetta fyr-
irkomulag er nýstárlegt og mætti at-
huga að halda íslandsmót með
þessu fyrirkomulagi. En líklega tala
ég þar fyrir daufum eyrum?! En lít-
um á skemmtilega skák frá 2 fyrr-
verandi „andófsmönnum" í Sovét-
inu. Þeir hafa báðir verið búsettir
vel á annan áratug vestra þó Gulko
sé farinn að tefla misjafnar en oft
áður.
Hvítt: Borís Gulko (2601)
Svart: Alexander Shabalov (2606)
Nimzo-indversk vörn
Meistaramót Bandaríkjanna
(4) 08.01. 2002
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
e3 0-0 5. Bd3 d5 6. a3 Bxc3+ 7.
bxc3 dxc4 8. Bxc4 c5 9. Rf3 Dc7
10. Ba2 b6 11. 0-0 Rbd7 12. Bb2
Bb7 13. c4 Hfd8 14. Hel Hac8. Ein-
hvern tímann hefði Gulko tekið það
rólega og leikið 15. Hcl. En menn
segja að skákstíUinn verði óstýrilát-
ari fyrir vestan, hvassari og áhættu-
samari. En svona eru víst Bandarík-
in? 15. d5?! exd5 16. cxd5 c4 17. e4
b5 18. Rd4 De5 19. Df3 He8 20.
Habl.
Hér upphefst mikill skotbardagi
og sviptingar. En Shabalov hefur
löngum verið þekktur fyrir ílækjur
miklar, enda uppalinn í borg meist-
ara Tals, Riga í Lettlandi. 20. -
Rxe4 21. Rxb5 Dxd5 22. Rxa7 Hb8
23. Hedl De6 24. Rb5 Dg6 25. Dh3
Rdc5 26. Rc3.
Hér hefur Gulko sennilega talið
stöðu sína trausta en svartur lumar
á óvæntum leik. 26. - Rd2! 27.
Hbcl Ef 27. Hxd2 Dxbl fylgt af máti
með hrók í borðinu. 27. - Bc8! Set-
ur á tvo menn í einu, drottninguna
og biskupinn á b2. Sannarlega
óvænt uppákoma. 28. Bbl Rxbl 29.
De3 Bb7 O-l.
Sævar
Bjarnason
skrifar um
skák
Skákþátturinn
Svíinn Ulf Andersson var um ára-
bil stigahæsti skákmaður Norður-
landa og er enn í fremstu röð. Á
sterku skákmöti í Pamplona á
Spáni vann hann sigur á Englend-
ingnum Stuart Conquest á sinn sér-
staka hátt.
Hvítt: UÍf Andersson (2601)
Svart: Stuart Conquest (2601)
Slavnesk byrjun.
Pamplona Spáni (6), 2.1. 2002
1. RÍ3 d5 2. d4 c6 3. c4 dxc4 4.
e3 Be6?! Svona hálf-„Benónýskur“
leikur, frumlegur. Þeir hafa verið
að reyna þetta, ungu mennirnir, en
Ulf er þrautreyndur í svona ævin-
týrum. Hann einfaldlega einfaldar
taflið og lætur sér nægja aðeins
betra tafl eða jafntefli ef það bregst
að kreista fram eitthvað bitastætt.
5. Rc3 b5 6. a4! b4 7. Re4 Rf6 8.
Rc5! Bd5 9. Bd2 e6 10. Hcl Bxc5
11. dxc5 Ra6 12. Bxc4 Rxc5 13.
Bxb4 Db6.
Nú hefur „Uffe“ fundist málin
vera farin að flækjast dálítið. Hann
einfaldar taflið. 14. Bxc5! Dxc5 15.
Bxd5 Dxd5. Sterk staða og veikt
peð á c6. Það er óþarfi að gera stutt
jafntefli strax. 16. 0-0 0-0 17. Dc2
Hfc8 18. Hfdl Da5 19. h3 h6 20.
Hd4 Hab8 21. Hc4 c5 22. Re5 Hb4.
Það eru fleiri en' Magnús Aléx-
andersson sem hafa bent á áhrifa-
mátt þess'að „fimmfalda" í línvfjinf,;
Hvítur nær-núwinningsstöðu a^ém-
faldan hátt! 23.' Hxc5! Hxc5 Z4.
Dxc5 Dxc5 25. Hxc5 Hxa4 26.
Hc8+ Kh7.
það er athyglisvert hversu
áreynslulaust þessi staða kom upp.
Og nú fellur peð og þá þarf ekki að
spyrja að leikslokum: 27. Rxf7
Hal+ 28. Kh2 Ha2 29. Hh8+ Kg6
30. Re5+ KÍ5 31. Rd3 e5 32. Hb8
a6 33. Hb6 Ha5 34. f3 h5 35. e4+
Kg6 36. Kg3 Kf7 37. Hb7+ Kf8 38.
Kh4 1-0.
FIDE janúar - Elo-listinn 2002
Kasparov (2838) og Kramnik (2809)
eru enn í fyrsta og öðru sæti þrátt
fyrir að hafa aðeins teflt 4 kappskák-
ir hvor á móti öðrum undanfarna
mánuði og þær voru ekki reiknaðar
til stiga. Anand (2757) heldur áfram
að lækka á stigum og nálgast nú
næstu menn fyrir neðan sig töluvert
en heldur þriðja sætinu. Michael Ad-
ams (2742) nær fjórða sætinu aftur,
rétt á undan Alexander Morozevich
(2742) sem er fimmti. Veselin Topa-
lov (2739) er sjötti. Keppendurnir sem
tefla um heimsmeistarptitlil FIDE nú
í janúar eru svo næstir. Ponomariov
nær einu af 10 efstu sætunum í fyrsta
skipti og er stigahæstur Úkraínubúa
með 2727 og hækkar úr 2684. Hann er .
10 stigum hærri en Vassilí ívantsjúk
sem hefur lækkað niður í 2717. (Ein-
vígi þeirra á að byrja um miðjan
mánuðinn.) Shirov nær aftur inn á
meðal 10 efstu eftir að hafa lækkað
örlítið á undanförnum listum, með
2715. Peter Leko (2713) fer úr 5. sæti í
10. Aðrir athyglisverðir skákmenn:
Kiril Georgiev fellur úr 18. sæti í 33.,
Michal Krasenkow er kominn í 55.
sætið eftir mikið fall á stigum frá
aprílmánuði, Macieja skilar sér aftur
á meðal 100 stigahæstu í 72. sætið,
Baklan einnig í það 74., Zdenko
Kozul kemur inn í 77. sætið. Banda-
ríkjamaðurinn Shabalov nær aftur
inn i 79. sætið. Það eru nokkrir sem
ná inn á 100 stigahæstu í fyrsta
skipti. Hannes H. Stefánsson (2604) er
í 83. sæti og þriðji stigahæsti Norður-
landabúinn. Ioannis Papaioannou
(2601) er í 85. sæti. Glek nær inn aft-
ur á 100 stigahæstu í 86. sætið, Epis-
hin (2599) nær einnig inn aftur eftir
að að hafa tapað yflr 100 elo-stigum á
sex mánuðum! Undrabamið Teimour
Radjabov nær loks inn á meðal 100
stigahæstu. Hann byrjaði árið með
2483 en er núna með 2599. Líklega á
hann eftir að hækka enn meira á
komandi misserum. Lajos Portisch
(2596) er kominn aftur meðal 100
stigahæstu eftir nokkurra ára fjar-
veru. Peter Heine Nielsen (2642) er
efstur Norðurlandabúa í 47. sæti.
Annar Dani, Curt Hansen, er í 71.
sæti. Svíinn Ulf Andersson er í 97.
sæti með 2598. Þeir sem detta af lista
þeirra 100 stigahæstu eru m.a. Jaan
Ehlvest (fellur úr 2626 í 2589), Gil-
berto Milos og John Nunn detta allir
út af listanum yfir 100 stigahæstu.
Einvígi Hannesar og Shorts
Því lýkur nú um helgina og skora
ég á skákáhugamenn að taka þátt í
líflegum umræðum um skák í Ráð-
húsi Reykjavíkur, eins og þær um-
ræður voru hvað bestar í gamla
daga! 5. skákin hefst í dag, kl. 17, og
6. og síðasta skákin verður tefld á
morgun og byrjar kl. 14. Aðgangur er
ókeypis.
íslandsmót barna
Sverrir Þorgeirsson sigraði á ís-
landsmóti barna. Sverrir hlaut 8
vinninga af 9 mögulegum. Annar
varð Ásgeir Mogensen með 7,5 vinn-
inga. Þessir tveir verða fulltrúar ís-
lands í e-flokki Norðurlandamótsins
í skólaskák sem fram fer i Danmörku
um miðjan febrúar. Ólafur Evert
Garrí Kasparov
Veiktist af vírus og var ráölagt
aö hvílast.
sigraði í undankeppni um annað sæt-
ið í d-flokki og verður þar fulltrúi ís-
lands ásamt Atla Frey Kristjánssyni.
Skákþing Reykjavíkur
Eftir 2 umferðir hafa 7 keppendur
tvo vinninga en það eru: Stefán
Kristjánsson, Björn Þorfinnsson, Sig-
urður Páll Steindórsson, Júlíus Frið-
jónsson, Haraldur Baldursson, Lenka
Ptácniková og Sigurður G. Daníels-
son. í 3. umferð mætast m.a.: Stefán-
Sigurður Páll, Júlíus-Björn, Harald-
ur-Lenka og Sigurbjörn J. Bjömsson
og Sigurður G. Daníelsson. Keppend-
ur eru um 56 talsins.
I UTON
1,16 viu ÞtGftR
Þfl VIHVUfb
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fððu þér miða í 800 6611 eða á hhi.is
Einfaldleikinn er lika fagur og
tækjasalur og sund
á sama stað
í Hafnarfirði og Kópavogi
Kortið gildir i sal og sund á þeim staðsemþaðer keypt.
AÍIIr starfsmenn Nautiiuseru menntaðir íþróttakennarar.
Hver einstaklingur fær leiðsögn í tækjunum i byrjun og
sérsniðna æfingaáætlun.
Panta þarf tímann með fyrirvara.
Wáraaidurstakmark.
Árskort á tilboði
21.990 kr.
(1.833 kr. á mánuði)
Athugið tilboðið gildir til 20. janúar 2002
Nautilus á íslandi
Sundlaug Kópavogs sími 570 0470 og Suðurbæjarlaug Hafnarfirði sími 565 3080