Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 47
55
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
X>v___________________________________________________________________________________________ íslendingaþættir
Stórafmæli
Sunnudagurinn 13. janúar
85 ára_________________________________
Svava Þorbjarnardóttir,
Öldugötu 33, Reykjavík.
75 ára_________________________________
Þórunn Guömundsdóttir,
Sóltúni 28, Reykjavík.
Bjarni Guömundsson,
Bæ 3, Drangsnesi.
70 ára_________________________________
Hermína Jónsdóttir,
Lönguhlíö 5g á Akureyri,
veröur sjötug mánud. 14.1. Af þvi
tilefni taka hún og fjölskylda hennar á
móti gestum í sal Hjálpræðishersins,
Hvannavöllum 10, laugardaginn 12.1 kl.
16.00-19.00.
Þórlaug Júlíusdóttir,
Suöurbraut 6, Hafnarfiröi.
Anna Ingólfsdóttir,
Hnaukum, Djúpivogi.
60 ára_________________________________
Kristmundur Sigurösson,
Seljabraut 42, Reykjavík.
Aldís Hjaltadóttir,
Lágabergi 9, Reykjavík.
Sóiveig Þ. Ásgeirsdóttir,
Stelkshólum 2, Reykjavík.
Hjörtur Guöbjartsson,
Hlíöarhjalla 41e, Kópavogi.
Sigurbjörn Einarsson,
Túngötu 8, Bessastaöahreppi.
50 ára_________________________________
Sigurður I. Ragnarsson,
Skúlagötu 74, Reykjavík.
Árni Ólafur Ingvason,
Kársnesbraut 61, Kópavogi.
Pálína Björk Jónsdóttir,
Dufþaksholti, Rangárvallasýslu.
40 ára_________________________________
Vífill Sigurösson,
Efstasundi 48, Reykjavík.
Hulda Sjöfn Ólafsdóttir,
Flúðaseli 61, Reykjavík.
Helgi Bjarnason,
Foldasmára 13, Kópavogi.
Bergþóra Ragnarsdóttir,
Miðvangi 104, Hafnarfiri.
Einar Brandsson,
Vesturgötu 123, Akranesi.
Guömundur S. Ásgeirsson,
Móholti 3‘, Isafiröi.
Rósa Fanney Friðriksdóttir,
Melavegi 8, Hvammstanga.
Þórir Þórisson,
Reykjum, Árnessýslu.
Jarðarfarir
Minningarathöfn um Ólaf Guttormsson,
Hólalandi 16, Stöðvarfirði, veröur haldin
í Fossvogskirkju miövikud. 16.1. kl.
15.00.
Ása G. Stefánsdóttir, Krummahólum 4,
Reykjavík, veröurjarösungin frá
Árbæjarkirkju mánud. 14.1. og hefst
athöfin kl. 13.30.
Jökull Már Bjarkason lést fimmtud.
3.1. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
laugard. 12.1. kl. 14.00.
Ólafur Hólmgeir Pálsson
múrarameistari, Starengi 94, veröur
jarösunginn frá Háteigskirkju mánud.
14.1. kl. 13.30.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáöu þér miöa 1800 6611 eöa á hhi.is
Smáauglýsingar
DV
550 5000
Hundrað ára____________________________
Fríður Sigurjónsdóttir
ljosmooir
Fríður Sigurjónsdóttir ljósmóðir,
Hrafnistu í Reykjavík, verður
hundrað ára á morgun.
Starfsferill
Fríður fæddist á Sandi í Aðaldal í
Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar
upp til 1906 er fjölskylda hennar
flutti að Einarsstöðum í Reykjadal
þar sem hún bjó til 1913. Þá fluttist
fjölskyldan að Litlu-Laugum i
Reykjadal.
Fríður var í unglingaskólanum
að Breiðumýri i Reykjadal 1921-22
og lauk ljósmóðurprófi frá Ljós-
mæðraskóla íslands 1933.
Fríður var ljósmóðir i Borgarnesi
1933-36, við Landspítalann 1936-37,
á Akureyri 1937-55 og á Sólvangi í
Hafnarfirði 1955-72.
Fjölskylda
Systkini Fíðar: Arnór f. 1.5. 1893,
d. 24.3. 1980, skólastjóri Alþýðuskól-
ans á Laugum og rithöfundur; Sig-
urbjörg f. 1894, dó tveggja ára; Unn-
ur, f. 13.7. 1896, d. 14.3. 1993, hús-
freyja á Laugabóli í Reykjadal;
Áskell, f. 13.3. 1898, d. 19.12. 1997,
bóndi og oddviti Laugafelli í Reykja-
dal; Dagur, f. 22.4. 1900, d. 10.2. 1978,
skólastjóri barnaskólans á Litlu-
Laugum; Sigurbjörg, f. 19.2. 1904, d.
14.8.1998, ráðskona á Litlu-Laugum;
Halldóra, f. 26.6. 1905, d. 10.4. 1994,
skólastjóri Húsmæðraskólans á
Laugum; Ingunn, f. 24.11. 1906, d.
20.5.1931; Ásrún, f. 16.7.1908, d. 13.4.
1984, hjúkrunarkona; Bragi, f. 9.11.
1911, d. 29.10. 1995, alþm., ritstjóri
Alþýðumannsins, bankastjóri og
skáld.
Uppeldisbróðir Fríðar var Gísli T.
Guðmundsson, f. 22.3. 1915, 1915, d.
30.11. 1991, systursonur Sigurjóns,
póstmaður í Reykjavík.
Fríður hefur borið velferð systk-
inabarna sinna mjög fyrir brjósti.
Allt fram á þennan dag hefur hún
fylgst vel með hvað á daga stórfjöl-
skyldunnar drífur og verið með all-
ar upplýsingar á reiðum höndum
um helstu viðburði í lífi hennar.
Vilji menn leita frétta af frændfólk-
inu er vísast að Fríður geti veitt
þær. Systkinabörn Fríðar eru þrjá-
tíu og fjögur og frá þeim kominn
mikill fjöldi afkomenda. Þau hafa
ætíð sýnt Fríði frændrækni en að
öðrum ólöstuðum fer þar fremst
Þórunn Bragadóttir, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, sem hefur
verið henni ómetanleg hjálparhella
hin síðari ár. Fríður bjó í eigin hús-
næði þar til fyrir tveimur árum að
hún flutti að Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar Fríðar voru Sigurjón
Friðjónsson, f. 22.9. 1867, d. 26.5.
1950, bóndi, oddviti, alþm. og skáld,
og k.h., Kristín Jónsdóttir, f. 22.10.
1867, d. 29.10. 1928, húsfreyja.
Ætt
Sigurjón var bróðir Guðmundar,
skálds og b. á Sandi í Aðaldal, fóður
Bjartmars alþm. og Heiðreks skálds.
Annar bróðir Sigurjóns var Erling-
ur, kaupfélagsstjóri og alþm. Systir
Sigurjóns var Áslaug, móðir Karls
fsfelds rithöfundar. Sigurjón var
sonur Friðjóns, b. á Sílalæk og
Sandi, Jónssonar, b. á Hafralæk,
Jónssonar, b. á Hólmavaði, Magnús-
sonar, ættföður Hólmavaðsættar
Jónssonar.
Móðir Sigurjóns var Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, b. á Sílalæk, Stef-
ánssonar, b. þar, Indriðasonar, ætt-
föður Sílalækjarættar, Árnasonar.
Kristín var systir Bjöms, rit-
stjóra Fróða á Akureyri. Kristín var
dóttir Jóns, b. á Rifkelsstöðum,
Ólafssonar og Halldóru, systur Ein-
ars, alþm. i Nesi, langafa Gunnars
J. Friðrikssonar, fyrrv. formanns
VSf. Hálfbróðir Halldóru var Gísli,
faðir Garðars stórkaupmanns, afa
Garðars Halldórssonar arkitekts og
Garðars Gíslasonar hæstaréttar-
dómara. Þá var Gisli langafi Þórs
Vilhjálmssonar dómara. Annar hálf-
bróðir Halldóru var Ásmundur pró-
fastur, faðir Einars Morgunblaðsrit-
stjóra. Halldóra var dóttir Ásmund-
ar hins ættfróða, hreppstjóra á
Þverá, Gíslasonar, b. í Nesi. Móðir
Halldóru var Guðrún Björnsdóttir,
umboðsmanns í Lundi, bróður
Kristjáns ríka á Illugastöðum, fóður
Sigurðar á Hálsi, langafa Bjarna
Benediktssonar forsætisráðherra.
Níræð II Fimmtugur
Kristín Sigurðardóttir
Haraldur Hauksson
húsmóðir í Borganesi
læknir á Akureyri
Kristín Sigurðardóttir,
Borgarbraut 65A, Borgar-
nesi, er níræð í dag.
Starfsferill
Kristín fæddist á Þið-
riksvöllum við Hólmavík
og ólst upp á Drangsnesi
til átta ára aldurs og síð-
an á Akureyri. Hún
stundaði nám við Bama-
skólann á Akureyri.
Kristín var húsmóðir á Hólmavík
1931-52 og í Jafnaskarði í Staf-
holtstungum 1952-60 er hún flutti í
Borgarnes þar sem hún býr enn.
Fjölskylda
Kristín giftist Andrési Konráðs-
syni, f. 15.6. 1906, d. 4.5. 1994, verka-
manni og bónda, syni Konráðs Kon-
ráðssonar, f. 14.6. 1870, sjómanns i
Ólafsvík, og Jóhönnu Þórðardóttur,
f. 25.5. 1878, húsfreyju.
Börn Kristínar og Andrésar eru
Sæunn, f. 30.11. 1930, húsmóðir í
Vonarholti á Kjalarnesi, gift Sigurði
Sigurðssyni og eiga þau fimm börn;
Guðrún, f. 7.10. 1932, fyrrv. banka-
starfsmaður í Reykjavík, gift Magn-
úsi Hallfreðssyni; Konráð f. 7.10.
1932, framkvæmdastjóri Loftorku í
Borgarnesi, kvæntur Margréti
Björnsdóttur og eiga þau
fimm böm; Ari Gísli, f.
25.9 1938, d. 12.11. 1950;
Guðleif, f. 19.6. 1941, for-
stöðumaður í Borgarnesi,
gift Ottó Jónssyni og eiga
þau þrjú börn; Anna Mar-
ía, f. 5.8. 1948, hjúkrunar-
ráðgjafi í Noregi; Arn-
heiður, f. 6.11. 1950,
þroskaþjálfi í Noregi, og á
hún þrjú börn.
Systkini Kristínar, sammæðra:
Magnína Sveinsdóttir; Úraníus Guð-
mundsson.
Systkini Kristínar, samfeðra: Jó-
hannes Sigurðsson, látinn; Valdi-
mar Sigurðsson, látinn; Karítas Sig-
urðardóttir, dó ung; Ingibjörg Sig-
urðardóttir, rithöfundur í Sand-
gerði; Jenný Sigurðardóttir, búsett í
Sandgerði.
Foreldrar Kristínar voru Sigurð-
ur Óli Sigurðsson, f. 2.1.1875, bóndi
í Súðavík-Rúfeyjum, og Pálína Sam-
úelsdóttir, f. 10.6.1871, húsfreyja.
Fósturforeldrar Kristinar voru
Jón Jónsson, kennari á Drangsnesi,
og Anna Árnadóttir húsmóðir.
Kristín tekur á móti gestum í dag
í samkomusalnum Borgarbraut 65
A, Borgarnesi, eftir kl. 15.00. Hún af-
þakkar vinsamlega blóm og gjafir.
Haraldur Hauksson, sér-
fræðingur í skurðlækning-
um við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, Eikar-
lundi 22, Akureyri, verður
fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Haraldur fæddist á Ak-
ureyri og ólst þar upp
fyrstu árin en síðan í
Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1972, embætt-
isprófi í læknisfræði frá HÍ 1978,
stundaði framhaldsnám í Falun og
Malmö í Svíþjóð 1981-89, öðlaðist
sérfræðileyfi í almennum skurð-
lækningum á Islandi 1985, í Svíþjóð
1986 og í æðaskurðlækningum sem
undirsérgrein á íslandi 1991.
Haraldur hefur verið sérfræðing-
ur á handlæknisdeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri frá 1989,
var kennari við Hjúkrunarskóla Is-
lands 1978-79 og er kennari við
hjúkrunarbraut HA frá 1991.
Haraldur sat í Starfsmannaráði
FSA 1991-95, var formaður í tvö ár,
sat í stjórn læknaráðs FSA 1992-96,
hefur gegnt nefndarstörfum á veg-
um þess, var gjaldkeri Læknafélags
Akureyrar 1995-96 og ritari Æða-
skurðlækningafélgs íslands frá 1997.
Fjölskylda
Haraldur kvæntist
25.8. 1979 Sigrúnu Krist-
jánsdóttur, f. 31.8. 1954,
læknaritara. Hún er
dóttir Kristjáns Bjarna-
sonar og Mekkínar
Guðnadóttur, bænda í
Sigtúnum í Eyjafjarðar-
sveit.
Böm Haralds og Sig-
rúnar eru Kristín Þóra,
f. 4.5. 1979, háskólanemi í Álaborg,
en sambýlismaður hennar er Jón
Gunnar Benjamínsson; Laufey Sig-
rún, f. 16.8. 1982, nemi við MA;
Þórný Linda, f. 28.9. 1985, nemi við
MA.
Systkini Haralds: Jóhann Svanur
Hauksson, f. 21.12. 1953, lögfræðing-
ur hjá Lögreglunni í Reykjavík; Ei-
ríkur Hauksson, f. 4.7. 1959, tónlist-
armaður og kennari í Frederiksstad
i Noregi; Laufey Sigrún Hauksdótt-
ir, f. 22.4. 1961, sjúkraþjálfari við
Landsspítalann, Grensásdeild;
Haukur Hauksson, f. 23.12.1963, sál-
fræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Haralds: Haukur Ei-
ríksson, f. 30.8. 1930, d. 25.9. 1963,
blaðamaður við Morgunblaðið, og
Þórný Þórarinsdóttir, f. 22.3. 1931,
kennari í Reykjavík.
Henný Hermannsdóttir
danskennari, Lautasmára
51, Reykjavík, verður
fimmtug á morgun.
Starfsferill
Henný fæddist í
Reykjavík. Hún hefur
dansað frá því hún man
eftir sér. Á bamsaldri og
unglingsárunum stundaði
hún nám í samkvæmis-
dönsum hjá fóður sínum jafnhliða
tólf ára námi í klassískum bcillet og
jassballet við Þjóðleikhúsið. Eftir
gagnfræðapróf stundaði hún nám í
danskennslu á íslandi, við Carlsens
Institut í Kaupmannahöfn 1967, í
London 1968 og aftur í Carlsens
Institut þar sem hún lauk prófum.
Hún kenndi síðan dans við Dans-
skóla Hermanns Ragnars til 1997.
Henný starfaði hjá Loftleiðum við
flugafgreiðsluna á Keflavíkurflug-
velli 1971-74, var flugfreyja hjá Loft-
leiðum og síðar Flugleiðum 1973-82
með hléum, rak tískuverslun í
Reykjavík í fimm ár og
var fararstjóri hjá Sunnu
á Mallorca sumarið 1977.
Henný var kjörinn
Miss Young International
á samnefndri fegurðar-
samkeppni í Tokyo 1970
og fór í þriggja mánaða
sýningarferð til Ástralíu í
kjölfar þess. Hún er einn
af aðalstofnendum Módel-
samtakanna og starfaði
við tískusýningar hér á landi i
u.þ.b. tuttugu ár.
Henný situr í stjórn Danskenn-
arasambands Islands og starfar í
ýmsum nefndum á vegum Dans-
ráðsins.
Fjölskylda
Fyrsti maður Hennýjar er Guð-
mundur S. Kristinsson, f. 28.12.1936,
d. 22.1. 1993, flugafgreiðslumaður.
Dóttir Hennýjar og Guðmundar
er Unnur Berglind, f. 3.12. 1977,
danskennari og háskólanemi, en
sambýlismaður hennar er Ilhan
Erkek veitingamaður.
Annar maður Hennýjar er Gunn-
ar Árnason, f. 14.2.1957, d. 23.5.1997,
sýningarstjóri.
Sonur Hennýjar og Gunnars er
Árni Henry, f. 26.9. 1982, mennta-
skólanemi, en sambýliskona hans
er Jórunn Jónsdóttir menntskóla-
nemi og er sonur þeirra Alexander
Svavar, f. 7.12. 2000.
Eiginmaður Hennýjar er Baldvin
Berndsen, f. 27.2. 1943, fram-
kvæmdastjóri. Foreldrar hans:
Ewald Berndsen, f. 1918, d. 1998,
framkvæmdastjóri í Reykjavík, og
k. h., Jóhanna Sigríður Baldvins-
dóttir, f. 1918, húsmóðir.
Börn Baldvins eru Baldvin Örn, f.
1962, maki Berglind Helgadóttir og
eiga þau tvö börn; Jóhanna Sigríð-
ur, f. 1964; Ragnar Baldvin, f. 1976;
Margrét Lára, f. 1979; Ewald, f. 1981.
Bræður Hennýjar: Arngrímur, f.
l. 12. 1953, stjórnarformaður ís-
lenskra ævintýraferða; Bjöm, f.
26.8. 1958, rekstrarfræðingur.
Foreldrar Hennýjar: Hermann
Ragnar Stefánsson, f. 11.7. 1927, d.
10.6. 1997, danskennari í Reykjavík,
og k.h., Unnur Ingeborg Arngrims-
dóttir, f. 10.1. 1930, danskennari og
framkvæmdastjóri Módelsamtak-
anna. Sambýlismaður Unnar er
Gunnar Valgeirsson flugvirki.
Ætt
Hermann var sonur Stefáns
Sveinssonar frá Hvammstanga,
verkstjóra á Kirkjusandi, og Rann-
veigar Ólafsdóttur.
Unnur er dóttir Arngríms, skóla-
stjóra Melaskólans, Kristjánssonar,
b. á Sigríðarstöðum, bróðir Helgu,
móður Jóns Péturssonar, prófasts á
Kálfafellsstað. Kristján var sonur
Skúla, b. á Sigríðarstöðum, Krist-
jánssonar og Elísabetar Þorsteins-
dóttur. Móðir Elísabetar var Guð-
rún Jóhannesdóttir, b. í Leyningi,
Halldórssonar. Móðir Arngríms var
Unnur Jóhannsdóttir, b. á Skarði í
Grýtubakkahreppi, Bessasonar.
Móðir Unnar Arngrimsdóttur var
Henny Othelie, f. Helgesen, í
Bergen, húsmóðir.
Henný er í París á afmælisdag-
inn.
Fimmtug_________________________________ '___________________
Henný Hermannsdóttir
danskennari í Reykjavík