Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 51
LAUGARDAGUR 12. JANUAR 2002
59 C
DV
Helgarblað
Russell Crowe:
Betri í rúmi
en á
Leikarinn
Russell Crowe á
heldur á brattann
að sækja eftir síð-
asta ár. Öfugt við
það sem flestir
leikarar vilja þá
var það ekki
frammistaða hans
á hvíta tjaldinu
sem kom honum á
síður blaðanna á
liðnu ári heldur
miklu frekar
einkalíf. Hann virðist
r/*\
■0 -*
Meg Ryan
Hún svaf víst hjá
Russell Crowe á
gamla árinu.
þess vegna
standa sig mun betur í rúminu en á
hvíta tjaldinu.
Stærstu afrek hans á þessu sviði eru
sögð vera ástarævintýrið með Meg
Ryan sem varð samt ekki að neinu
nema nokkrum stolnum ljósmyndum
og sífelldum neitunum. Síðan er sagt
að hann hafi skriðið upp í til Nicole
Kidman sem er reyndar gömul
kærasta hans en það er reyndar
nokkuð sem hvorugt þeirra vill viður-
kenna.
Síðast en ekki
, síst er sagt að
Crowe hafi skriðið
upp í hjá svarkin-
um Courtney Love
sem er ekkja Kurts
Cobains eins og
margir vita. Crowe
og Love eyddu
saman nótt á hótel-
herbergi en Love
segir að þau hafi
grátið saman,
haldist í hendur og
farið með ljóð. Af
einhverjum ástæð-
um þykir þetta ekki sérstaklega trú-
verðug saga og almennt talið að þau
hafi eytt nóttinni í villtum ástarleikj-
um. Love elti Crowe á röndum í sam-
kvæmi skömmu seinna og síðar um
kvöldið náðist mynd af henni þar sem
hún var að reyna að troða sér inn í bíl-
inn til hans þar sem hann var á hálf-
gerðum flóttá úr téðu samkvæmi.
Courtney Love
Hún eyddi nótt á
hóteli með
Crowe en segir
aö þau hafi bara
hatdist í hendur
og lesið Ijóð.
Elizabeth Hurley:
Alsæl og ólétt
Ofurfyrirsætan Elizabeth
Hurley hefur oft verið í
fréttum vegna einkalífs síns,
ekki síst meðan hún bjó
með leikaranum Hugh
Grant. Ekki fór alltaf vel á
með þeim og ekki alveg
ástæða til að rifja öll þau
leiðindi upp. Þau skildu í
sæmilegu bróðerni og
Hurley tók upp ástarsam-
band við Steve nokkurn
Bing. Bing þessi er ekki
merkilegur pappír því þegar
Hurley tilkynnti honum um vænt-
anlegt barn, sem væri ávöxtur ást-
arsambands þeirra, lét hann sig
hverfa. Hann bar því reyndar við að
hann hefði líklega ekki verið eini
garðyrkjumaðurinn sem kom að
umræddum ávexti.
Elizabeth Hurley.
Hún er komin
fimm mánuði á
leið og er aisæi.
Hurley hefur sést á síð-
um blaðanna í London í
verslunarleiðöngrum mikl-
um þar sem hún dregur að
sér barnaföt, vagna, kerrur
og ýmist barnadót sem
verðandi mæðrum finnst
jafnan merkilegra en annað
þegar svona stendur á. Hún
er komin fimm mánuði á
leið og sýnist vera alsæl
þar sem hún rambar með
sína smávöxnu kúlu á mag-
anum milli búða.
Hurley segist ekki kvíða því að
ala barnið upp ein en henni til halds
og trausts er systir hennar, Katie,
sem er einnig á lausu um þessar
mundir eftir að hafa slakað sínum
eiginmanni fyrir borð, i óeiginlegri
merkingu þess orðs.
Joan Collins:
Giftist í fimmta sinn
Leikkonan Joan Collins
varð fræg um alla heims-
byggðina þegar hún lék
hina kaldlyndu Alexis í
sjónvarpsþáttunum Dynasty
sem margir komnir yfir þrí-
tugt gætu hugsanlega mun-
að eftir en blómatími þeirr-
ar sápu var um líkt leyti og
Dallas.
Collins er 68 ára gömul og
hreint ekki dauð úr öllum
æðum. Hún stefnir glaðbeitt
upp að altarinu í fimmta
sinn nú á næstu vikum,
nánar tiltekið á Valentínus-
ardaginn sem er óskadagur allra
elskenda. Þá verður henni við hlið
Joan Collins
Hún hefur náð
sér í nýjan eigin-
mann sem er
heilum 32 árum
yngri en hún er.
eiginmaður númer fimm en
sá er Percy nokkur Gibson
sem enginn kann nein deili
á önnur en að hann verður
næsti herra Collins.
Gibson er 36 ára gamall
og því 32 árum yngri en
Collins ef mér skjöplast
ekki þess meira í reikningi.
Collins giftist í fyrsta sinn
árið 1952 en það hefur þá
verið 12 árum áður en Gib-
son fæddist en það skiptir
ekki máli. Ástin er eilif og
spyr ekki um aldur, stétt né
stöðu, svo vitnað sé í orð
þjóðskáldsins sem ég man ekki
hvert er.
4
'S»
ókhald
Alhliða bókhaldsnám þar sem tekið er á
flestum þáttum bókhalds. Nemendur vinna
raunhæf bókhaldsverkefni úr viðskiptalífinu og
geta að námi loknu séð um bókhald smærri
fyrirtækja eða unnið í fjármáladeildum.
Bókhald 1
Námið er fyrir byrjendur og hentar þeim sem hafa áhuga á
að kynna sér eða starfa við bókhald.
Fjallað er um grundvallaratriði bókhalds, tilgang þess og hlutverk
bókarans. Farið er í dagbókarfærslur s.s. sölu og kostnað, viðskipti
við útlönd, kaup og sölu eigna og skuldabréfa- og veðlánaviðskipti.
Efnahags- og rekstrarreikningar gerðir. Farið í launaútreikninga og
skýrslur þeim viðkomandi. Meðferð virðisaukaskatts í bókhaldi og
útfylling á vsk-skýrslu. Kenndur er reikningsjöfnuður með einföldum
lokafærslum s.s. fyrirfram og ógreiddur kostnaður, tapaðar kröfur,
vextir, afskriftir tækja og áhalda og tilgangur þeirra. Nemendum era
afhent raunhæf fylgiskjöl og þeir látnir færa bókhald eftir þeim.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga
frá kl. 17:00 - 20:00
Kennsla hefst 28.janúar
Bókhald 2 (tölvubókhald)
Námið er fyrir þá sem hafa faglegan grunn
í bókhaldi og hafa áhuga á frekara námi.
í náminu læra nemendur flóknari þætti bókhalds
og tölvubókhalds. Tekið er fyrir m.a.
dagbókarfærslur, reikningsjöfnuður og vaxta-
og prósentureikningur. Þá er farið í lög og
reglugerðir um bókhald og virðisaukaskatt
og skil vsk-skýrslu. Nemendur fara yfir lög
um staðgreiðslu opinberra gjalda, gerð
launaseðla, mat á hlunnindum til tekna og
skilagreinar staðgreiðslu. Einnig er tekið fyrir
afstemmingar, fymingar, endurmat og
verðbreytingarfærslur, tekju- og eignaskattur
og skattaskil. Farið er í lestur ársreikninga og
verkefni í tölvubókhaldi færð samhliða yfir
námstímann.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 17:00 ■ 20:00
Kennsla hefst 29.janúar
Skráning í síma 588 5810
VIÐSKIPTA- OG
TÖLVUSKÓLINN
Faxafeni 10 -108 Reykjavík ■ Sími 588 5810
Bréfasími 588 5822 • framtid@vt.is ■ www.vt.is
S k Ó l i
V I
ðskiptalífsin
<5-
■HCKawasaki Island
þakkar Kawasaki-eigendum og iandsmönnum
öllum fyrir samstarfið á liðnu ári. Samstarfsaðilum
og stuðningsmönnum þökkum við sérstaklega
sigur í öllum flokkum íslandsmótsins í MotoCrossi.
1. sæti MotoCross A fl„ íslandsmeistari
Ragnar I Stefánsson
1. sæti MotoCross B fl„ íslandsmeistari
Sævar Benonýsson
1. sæti MotoCross liðakeppni, íslandsmeistarar
Team Frostfiskur-ProCircuit - Wind Bikewear.
Titlar koma og fara en Kawasaki stendur sig!
Skemmtum okkur saman á nýju ári!
Vélhjól & Sleðar - Kawasaki,
Funhöfða 19, sími 587 1135 www. biker.is
r