Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gastt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 <rs»- ' J* Átök milli Orca-hópsins magnast: Nýtt tilboö væntanlegt - kyrrstöðusamningur bindur Jón Ásgeir r / K & ÐV-MYND BRINK Síöbúin jólakveöja Grafarvogsbúar fjölmenntu til síöbúinnar blysfarar og þrettándabrennu í gærkvöld. Hátíöarhöldunum lauk svo meö glæsilegri flugeldasýningu sem gladdi unga sem aldna. Utanríkisráðherra stefnt fyrir ólögmæta mismunun við ráðningu sýslumanns: Kolbrún krefur ríkis- sjóð um 7,5 milljónir - málareksturinn m.a. byggður á niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála „Ég á ekkert sökótt við Jón Ás- geir og ætla ekkert að svara þessu,“ sagði Jón Ólafsson kaupsýslumaður í samtali við DV í gærkvöldi. í frétt- um RÚV i gær- kvöldi sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, einn fjórmenn- inganna sem mynda ORCA-hópinn sem á um 20% í íslandsbanka, að fjar- stæða sé að raunverulegt tilboð hafi borist í hlut hópsins í bankanum. Ein- asta hafi tölvupóstur borist og það frá ótrúverðugum aðOum. Enn fremur sagði Jón Ásgeir að engin staðfesting hafi borist á því hverjir hinir hugsan- legu og þar með ótrúverðugu kaupend- ur séu, né hvemig þeir hyggist fjár- magna meint bankakaup. En em erlendir kaupendur að bank- anum til staðar eða ekki? Samkvæmt heimildum DV er svo og leituðu þeir til lögmannsstofunnar Logos og Jak- obs Möllers hrl. sem þar starfar. „Ég svara í engu svona spumingum og í því felst hvorki játun né neitun," sagði lögmaðurinn í samtali við blaðið í gær- kvöldi aðspurður um þetta. Hinir er- lendu kaupendur munu einnig njóta þjónustu virtrar lögfræðiskrifstofu í Atlanta í Bandaríkjunum. Eins og fram hefur komið seldi Eyjólfur Sveinsson blaðaútgefandi eignarhlut sinn í íslandsbanka á gaml- ársdag til ORCA-mannanna Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og Þorsteins Más Baldvinssonar. Fyrir milligöngu Jóns Ólafssonar hafa síðan borist tilboð í allan hlut hópsins í bankanum, sem menn kýta nú um hvort eigi sér stað í veruleikanum eða sé „leikrit“, svo Eldsvoöinn á Þingeyri: Útförin í dag Ungu hjónin og sonur þeirra sem fór- ust í hinum hörmulega eldsvoða á Þing- eyri þann 4. janúar síðastliðinn verða borin til grafar frá Þingeyrarkirkju í dag klukkan 14.00. Hjónin sem létust hétu Hreiðar Snær Línason og Ingibjörg Edda Guðmundsdóttir. Sonur þeirra sem einnig fórst var eins og hálfs árs og hét hann Leon Öm Hreiðarsson. Stofn- aður hefur verið styrktarsjóður fyrir þriggja ára son hjónanna sem komst lífs af úr brunanum. Hann heitir Anton Líni Hreiðarsson og er reikningurinn nr. 4500 við Sparisjóð Vestfirðinga. Blóm og kransar em vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinna látnu er bent á styrktarsjóðinn. -MA vitnað sé til þeirra orða sem Jón Ás- geir notaði í fréttum RÚV í gærvöldi. Skv. heimildum DV mun ORCA- hópnum hafa borist tilboð erlendis frá sem mönnum þótti ekki ásættanlegt. Var hinum erlendu aðilum gerð grein fyrir þvi og mun nú af þeirra hálfu vera unnið að breytingum á tilboðinu. Á það að liggja fyrir um eða eftir helg- ina. Þá er bent á að í gildi sé svokallað „Standstill agreement", eða biðstöðu- samningur, sem er undirritaður af þremur liðsmönnum ORCA-hópsins, þeim Eyjólfi, Þorsteini Má og Jóni Ólafssyni. Samningurinn, sem bindur hendur Jóns Ásgeirs, kveður á um að erlendur aðili hafi rétt til að gera til- boð í öll bréf hópsins og félaga sem tengjast þeim í Islandsbanka innan ákveðins tíma. Sá timi er ekki úti enn. í vikunni kom fram að Kaupþing Luxemborg er orðið fimmti stærsti hluthafi íslandsbanka með um 4,5% eignarhlut. Getum hefur verið leitt að því að þau kaup tengist þeim átökum sem nú eiga sér stað milli ORCA- manna. -sbs Kolbrún Sævarsdóttir lögfræðing- u krefur ríkissjóð um tæpar 7,5 milljónir króna í skaða- og miska- bætur vegna þess að utanríkisráð- herra horfði fram hjá henni við embættisveitingu sýslumanns á Keflavíkurflugvelli í apríl 1999. Hún telur ráðherra ekki hafa farið að stjómsýslulögum og viðhaft ólög- mæta mismunun þegar Jóhann Benediktsson var skipaður í stöö- una til 5 ára. Bótakrafan er byggð á þeim tekjumun sem orðið hefði á launum hennar í sínu þáverandi starfi, lögfræðings hjá Lögreglu- stjóranum í Reykjavik, og launum sýslumanns á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem Jóhann er skipaður. í málarekstrinum er ekki síst vís- að til þess að álit kærunefndar jafn- réttismála sé að ráðherra hafi með skipun sinni brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. 1 rökstuðningi ráðu- neytisins fyrir ráðningu Jóhanns í embættið kom fram að áhersla hefði verið lögð á að nýr sýslumað- ur á Keflavíkur- flugvelli hefði þekkingu á Schengen-sam- starfinu, reynslu af starfi við lög- regluembætti, góða tungumála- kunnáttu og reynslu af samskiptum við stjórnvöld annarra landa. Ráðu- neytið greindi frá því að Jóhann hefði haft yfirburðaþekkingu á Schengen-samstarfinu enda hefði það ráðið úrslitum við val á manni til að gegna embættinu. Kolbrún haföi hins vegar mikla reynslu af lögfræðistörfum tengdum lögreglu- málum og málarekstri fyrir dómi. Hún hafði starfað hjá Borgarfógeta- embættinu, sem nú er Sýslumaður- inn í Reykjavík, verið dómarafull- trúi við Héraðsdóm Reykjavíkur og var lögfræðingur sem rak fikniefna- mál fyrir dómi fyrir Lögreglustjór- ann i Reykjavík. Hún rak einnig eigin málflutningsstofu í 2 ár. Kolbrún vísaði máli sínu til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að hún væri að minnsta kosti jafnhæf Jó- hanni Bendediktssyni til að gegna sýslumannsstöðunni á Keflavíkur- flugvelli. Með vísan til þess hefði ráðherra brotið gegn jafnréttislög- um. Jafnframt var þeim tilmælum beint til utanrikisráðherra að við- unandi lausn yrði fundin á málinu sem Kolbrún gæti sætt sig við. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um slíka lausn hefur það ekki verið gert. Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Búist er við að dómur gangi innan 3-4ra vikna. -Ótt Ógnaði lögreglu með sveðju Karlmaður á þrítugsaldri var hand- tekinn í gærmorgun í íbúð á Hring- braut eftir að hafa ógnað lögreglu með stórri sveðju. Maðurinn er grun- aður um að hafa ekið á bilageymslu- hurð í vesturbænum og við það eyði- lagt hana. Tilkynning um ákeyrsluna barst rétt fyrir hádegi og var í fram- haldi af því farið á heimili manns sem lögreglan hafði grunaðan um verknaðinn. Þar ógnaði maðurinn lögreglumönnunum með sveðju. Þeim tókst að yfirbuga manninn og var hann handtekinn. -MA Banaslys í Kömbum Banaslys varð í Kömbum í mjög hörðum tveggja bUa árekstri seint á níunda tímanum í gærkvöld. Fimm manns voru í bUunum og einn var látinn þegar blaðið fór í prentun. Aðr- ir voru iUa slasaðir. Allt tUtækt lög- reglu- og sjúkralið bæði frá Selfossi og úr Reykjavík fór á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. -sbs Einn lést í bílslysi Banaslys varð á KísUveginum mUli Mývatns og Húsavíkur, á sjöunda tím- anum f gærkvöld. Saman rákust fólks- bUl og jeppi á blindhæð. Karlmaður sem ók fólksbUnum lést. Farþegar í fóUis- bílnum, kona og bam, auk ökumanns jeppans voru fiutt á sjúkrahús. -sbs Jón Ólafsson. Lettar stunda ljótan leik: Lögregla leitar dollarasvindlara Lögreglan í Reykjavík leitaði í gærkvöldi nokkurra útlendinga sem grunaðir eru um að hafa verslað fyrir falsaða 50 dollaraseðla á nokkrum stöðum í borginni. Fölsuðu seðlamir eru í vörslu lög- reglu og að sögn varðstjóra eru þeir afar faglega falsaðir og líta við fyrstu sýn út fyrir að vera ekta. Upp komst um svikin þegar ár- vökull bankastarfsmaður veitti því athygli að tveir dollaraseðlar voru með sama númerinu. Komið hefur í ljós að mennirnir hafa haft haft við- komu víða um borgina og sinnt smálegum viðskiptum með hinum fólsuðum seðlum. „Þeir eru enskumælandi, töluðu saman sin I milli líklega á rúss- nesku, en sögðust vera Lettar," sagði Jón Ólason, aðalvarðstjóri Lögreglunnar í Reykavík, við DV í gærkvöldi. Hvatti hann verslunarfólk til þess að vera á varöbergi gagnvart er- lendum viðskiptavinum sem fram- vísuðu Bandarikjadölum sem gjald- miðli. -aþ/SBS Meö falsaöa seöla Varöstjórinn meö seölana - en hvar eru svindlararnir? r mámlk fyrlr fagmenn og fyrlrtæhl, heimiliog sKóta, fyrir röð og regtu, mlg ogþig, | hýbýlauegl 14 • simi 554 4443 • if.ls/rafport Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.