Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 3
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002 21 DV Sport Leikmaður helgarinnar: Ruud van Nistelrooy, Man. Utd Ruud van Nistelrooy sést hér í leiknum gegn Blackburn um helgina. Reuters Manchester United fékk í sum- ar annað tækifæri til að næla í Ruud van Nistelrooy frá PSV Eindho'æn en það er ekki oft sem van Nistelrooy þarf annað tækifæri tO að finna netmöskva andstæðinganna. van Nistelrooy hefur reynst hverrar krónu virði af 2,8 millj- arða kaupverði United og hefur gert 22 mörk í fyrstu 28 leikjum sínum með liðinu. Hann setti met í ensku úrvalsdeildinni um helgina með því að skora i áttunda deildarleiknum i röð en alls hefur kappinn skorað að minnsta kosti eitt mark i síð- ustu tíu leikjum Manchester- liðsins eða alls 16 mörk síðan í í tíu leikjum í röö upphafi desember. United hefur líka unnið alla þessa tíu leiki, ekki síst fyrir mörkin 16, og rifíð sig þar með upp úr lægð- inni og alla leið upp á topp ensku úrvals- deildarinnar. Þess má geta að andstæðingar United hafa gert átta mörk í þessum tíu leikjum eða helmingi færri en van Nistelrooy. Fyrir ári síðan var staðan þó ekki eins björt hjá þessum marksækna Hollendingi. Kappinn var þá að ná sér af hnémeiðslum sem allt eins gátu bundið enda á feril hans. Hann meiddist á fáránlegan hátt á æfingu Ruud van Nistelrooy Fæddur: 1. júlí 1976 (25 ára). Hæð: 188 cm. Þyngd: 80 kg. Lið: FC Den Bosch, SC Heerenveen, PSV Eindhoven, Man. Utd. Landsleikir/Mörk: 12/4. þegar United var um það bil að ganga frá kaupum á honum og ekkert varð úr kaupun- um þá. van Nistelrooy náði sér að þessum meiðslum og kom aftur inn í lið PSV í mars- mánuði og tvö mörk hans komu liðinu í bik- arúrslitin og sýndu að hann hafði ekki glatað markskónum sínum og sigrast á þessum alvarlegu hné- meiðslum. van Nistelrooy skoraði alls 57 mörk í 67 deildarleikjum fyrir PSV og Alex Ferguson vissi vel hvað hann gæti notað svo marksækinn leik- mann á Old Trafford. Nistelrooy virð- ist líka finna sig vel undir mikilli pressu, hann skoraði tvö mörk í fyrsta úrvalsdeildarleiknum og þegar Manchester var 0-2 undir í bikarnum og Ferguson ætlaði að hvila Ruud bað hann að fara inn á. van Nistelrooy gjörbreytti leiknum, skoraði tvö mörk og United vann 3-2 sigur og fór áfram í bikarnum. van Nistelrooy samdi við Manchester til fimm ára og að þeim tíma liðnum gætu félagsmetin hafa fallið hvert af fætur öðru og þessi stóri og stæðilegi Hollendingur verið orðinn goðsögn á Old Trafford. Hann hefur alla kosti framherjans og sér- hæfir sig í þeim þætti leiksins sem vinnur leiki og titla, það er að skora mörk og það nóg af þeim. -ÓOJ Frábær sig- ur Lokeren Lokeren vann í dag glæsilegan sigur, 4-2, á útivelli gegn hinu geysisterka liði Club Brúgge i belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson, Auðun Helgason og Rúnar Kristinsson voru allir í byrjunarliði Lokeren sem er í 6. sæti deildarinnar. -ósk Wenger sendir skýr skilaboð Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur þegar hafnað hugsanlegu boði Real Madrid í Frakkann Pat- rick Vieira. Fyrr í vikunni bárust fregnir þess efnis að Spánverjarnir væru tilbúnir að reiða fram 50 milljónir punda fyrir Vieira sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni heims. „Til hvers að eiga fuOt af pening inn á bankabókinni ef að liðið er ekkert," sagði Wenger. -esá Tilfinningarík- ur sigur WBA West Bromwich Albion heiðraði minningu Jeff Astle með 1-0 sigri á Walsall á laugardag. Lárus Orri Sigurðsson lék allan leikinn. Astle dó þann dag, 59 ára að aldri, en hann lék 1 10 ár í framlínu WBA. Þegar Jason Roberts skoraði • sigurmark leiksins lyfti hann upp treyju sinni og var hann í bol sem bar mynd af Astle og tileinkaði honum þannig markið. -esá Jimmy Floyd Hasselbaink, leikmaöur Chelsea, skorar sitt annað mark gegn West Ham. Christian Dailly (til vinstri) og Tomas Repka koma engum vörnum viö. Reuters Ostoðvandi Robert Pires fagnar marki sínu gegn Leeds. Reuters - Eiður Smári og Jimmy Floyd Hasselbaink áttu þátt í öllum 5 mörkum Chelsea gegn West Ham Tveir leikir voru háðir í ensku úr- valsdeildinni i gær. Annars vegar vann Chelsea stórsigur á West Ham og þriðja Lundúnarliðið, Arsenal, sótti eitt stig til Leeds. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink virðast vera óstöðvandi og eitt allra heitasta sóknarparið á Bretlandseyjunum í dag. Eiður skoraði sjálfur 2 mörk og lagði upp 2 til viðbótar - annað fyrir Hasselbaink sem skoraði sjálfur 2 mörk. Síðasta mark leiksins gerði Finninn Mikael Forssell. Chelsea og West Ham munu aftur leiða saman hesta sína í vikunni en þá mætast þau í 4. umferð ensku bik- arkeppninnar. Það lítur því ekki vel út fyrir Glenn Roeder og lærisveina hans þvi í ofanálag við allt annað fékk Paolo Di Canio að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir að traðka á Jody Morris. __________________ Hver veit nema að hann hafi kvatt West Ham á þennan leiðinlega máta en hann er enn sterklega orðaður við Manchester United. Jermaine Defoe náði að klóra í bakkann fyrir West Ham sem dugði þó skammt. „Þetta var góð frammistaða, við lékum vel,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, eftir leik. „Leikmenn eins og Paolo di Canio, Michael Carrick og Joe Cole eiga marga góða kosti en það á einnig við um leik- menn eins og Gianfranco Zola, Eið Guðjohnsen and Jimmy Hassel- baink.“ Eiður Smári var valinn maður leiksins af Sky sjónvarpsstöðinni. Daufur leikur á Elland Road Bæði Leeds og Arsenal mistókst aö minnka forskotið á Manchester United þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í daufum leik með mörkum frá Robbie Fowler og Robert Pires. Ástralski framherji Leeds, Mark Viduka, virtist í leiknum gefa Mart- in Keown olnbogaskot en fyrr um daginn hafði David O’Leary, stjóri Leeds, gefið það út að sínir leikmenn væru heiðarlegir og spiluðu drengi- lega knattspyrnu. Viduka heimtaði svo vítaspyrnu á 80. mínútu þegar hann skallaði í handlegg Patrick Vieira en erfði ekki erindi sem erf- iði. Úrslit leiksins eru í samræmi við gengi hans, litlaust 1-1 jafntefli, sem voru sjálfsagt óskaúrslit Manchester United og Newcastle sem sitja þvi enn í 1. og 2. sæti ensku úrvalsdeild- arinnar. Watford og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í 1. deildinni í gær og kom Heiðar Helguson inn á sem varamaður á 16. mínútu. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.