Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002 23 Sport Tap gegn Dönum en jafntefli gegn heimsmeisturum Frakka: Lærdómsríkir lands- leikir í Danaveldi íslenska landsliðið í hand- knattleik lék tvo síðustu lands- leiki sina fyrir EM í Svíþjóð í Danmörku um helgina. Á fostu- daginn mættu íslendingar Dön- um og á sunnudaginn lék ís- lenska liðið við heimsmeistara Frakka Guömundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var sáttur við leik sinna manna þegar öll kurl komu til grafar í leikjunum tveimur þegar DV-Sport náði tali af honum í gær. Bjarni stóö sig vel „Danaleikurinn var mjög slakur af okkar hálfu. Leik- menn virkuðu þungir og þreytt- ir og við sáum eiginlega aldrei til sólar í leiknum. Varnarleik- urinn var ömurlegur og sókn- arleikurinn lítið skárri. Ég er þó ánægður með tvennt í þeim leik. Við sýndum mikinn karakter með því að ná að jafna leikinn á tímabili í seinni hálf- leik auk þess sem Bjarni Frostason stóð sig mjög vel í markinu. Danimir eru með gíf- urlega sterkt liði og það er eng- in skömm að tapa fyrir þeim. Þessi leikur sýnir okkur líka að ef við spilum ekki okkar besta leik þá eigum við litla sem enga möguleika gegn sterkum þjóð- um,“ sagði Guðmundur. Vörnin sterk gegn Frökkum „Frakkaleikurinn var miklu betri. Vörnin var mjög góð, sem og markvarslan, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur miöað við það að franska vömin er ein sú sterkasta í heimi. Við fengum mörg hraðaupphlaup og í raun er ég mjög ánægður með leik- inn gegn heimsmeistumm Frakka. Ég notaði nánast alla leikmennina í leiknum gegn Frökkum og úrslitin i leiknum sýna mér og öðmm að breiddin í liðinu er mikil.“ „Þessir tveir leikir eru geysi- lega lærdómsríkir fyrir okkur. Nú höfum við nokkra daga til að fara yfir það sem betur má fara og laga það. Ég get ekki verið annað en sáttur við liðið eins og það er í dag. Við höfum séð það í undanfórnum leikjum að við getum gert góða hluti gegn sterkustu þjóðum heims. Til að það gerist þurfum við hins vegar að eiga toppleik. Það er ekkert annað sem dugir. Ég vona bara að liðið verði tilbúið á fóstudaginn því möguleikam- ir eru til staðar ef menn ná að sýna sitt rétta andlit," sagði Guðmundur Guðmundsson. Slakt gegn Dönum íslenska liðið lék gegn Dön- um á fóstudagskvöldið og beið lægri hlut, 28-24. Danska liðið var með undirtökin nær allan leikinn og var íslenska liðið undir í hálileik, 16-12. íslend- ingar komu þó sterkir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu met- in, 19-19. Lengra komst liðið þó ekki og Danir sigu aftur fram úr og unnu að lokum, 28-24. Ólafur Stefánsson var marka- hæstur í íslenska liðinu með átta mörk en alls komust eliefu leikmenn íslenska liðsins á blað. Aðrir markaskorar voru: Ró- bert Sighvatsson 3, Dagur Sig- urðsson 2, Gústaf Bjarnason 2, Patrekur Jóhannesson 2, Rúnar Sigtryggsson 2, Einar Örn Jóns- son 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Gunnar Berg Viktorsson 1, Sigfús Sigurðsson 1 og Sigurð- ur Bjamason 1. Góöur varnarleikur í gær mættu íslendingar liði heimsmeistara Frakka. Leikur- Guöjón Valur Sigurösson tryggöi íslenska liðinu jafntefli gegn heimsmeisturum Frakka i gær. inn endaði með jafntefli, 22-22. Það var Guðjón Valur Sigurðs- son sem tryggði íslendingum jafntefli með marki þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. íslenska liðið byrjaði betur gegn því franska í leikn- um í dag og leiddi framan af. Þegar líða tók á hálfleikinn jafnaðist leikurinn og var stað- an í háfleik 12-12. í seinni hálf- leik voru Frakkar með frum- kvæðið lengst af og leiddu á tímabili með þremur mörkum en með öguöum leik tókst ís- lenska liðinu að jafna leikinn undir lokin eins og áður hefur verið lýst. Patrekur Jóhannesson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk, Ólafur Stef- DV-mynd ÞÖK ánsson, Sigfús Sigurðsson og Gústaf Bjarnason skoruðu fjög- ur mörk hver, Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk og Einar Örn Jónsson, Halldór Ingólfsson og Rúnar Sigtryggs- son skoruðu eitt mark hver.ósk KR? Skaginn eða Fýlkir - segir Veigar Páll Gunnarsson Framherjinn Veigar Páll Gunnarsson, sem lék með norska liðinu Strömsgodset á síðasta ári, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð þriggja af stærstu liðum Símadeildar karla. ÍA, KR og Fylkir hafa öll gert hon- um tilboð og segist Veigar aetía að ákveða sig á næstu dögum hvar hann muni leika næsta sumar. „Ég hef ekki ákveðið mig. Ég á enn eftir að fá saminginn frá ÍA í hendumar en um leið og hann kemur þá mun ég fara yfir alla samninga og ákveða næsta skref í framhaldi af því. Þetta eru allt stór félög og það er ljóst ég verð í góðum höndum hvar sem ég enda. Ég hafði áhuga á því að spila með Stjömunni og beið eftir tilboði frá þeim en þar breyttust allar forsendur þegar Amór Guðjohnsen ákvað að hætta sem þjálfari. Stjarnan er út úr myndinni og valið stendur á milli KR, Skagans og Fylkis," sagði Veigar Páll Gunnarsson í samtali við DV-Sport i gærkvöldi. Langt er síðan KR og Fylkir gerðu Veigari Páli tilboð en hann hefur dregiö félögin á svari lengi. DV-Sport hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þolinmæði forráðamanna beggja Reykjavíkurliðanna sé á þrotum og munu þau krefja hann um svar strax á morgun. Veigar skoraði 2 mörk í 15 leikjum í Noregi í fyrra en hann hefur einnig skorað 3 mörk í 27 leikjum fyrir Stjörnuna í efstu deild. -ósk Þær hofðu trúna - sagði Hlynur Jóhannsson, þjálfari KA/Þórs KA/Þór-Fram 19-24 1-0, 1-3, 5-5, 9-6, (10-8), 11-8, 11-11, 15-15, 15-18, 18-20,18-24, 19-24. KA/Þór: Mörk/víti (skot/viti): Ásdís Sigurðardótt- ir 7 (11/1), Ebba Brynjarsdóttir 4 (8), Martha Hermannsdóttir 3/1 (8/1), Inga Dís Sigurðardóttir 3/2 (8/3), Ása Maren Gunn- arsdóttir 1 (1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Þórhildur Björnsdóttir (6). Hradaupphlctupsmörk: 1 (Katrín). Viti: Skorað úr 3 af 5. Fiskuö viti: Ebba 2, Ásdís 2, Ása. Varin skot: Selma Malmquist 14/1 (38/3, hélt 6, 37%). Brottvisanir: 10 mínútur (Sandra Jóhannesdóttir rautt spjald á 14. mín). Fram: Mörk/víti (skot/viti): Guðrún Þóra Hálf- dánardóttir 5 (9), Björk Tómasdóttir 5/1 (9/1), Svanhildur Þengilsdóttir 4 (5), Katrín Tómasdóttir 4/1 (6/2), Díana Guðjónsdóttir 2 (2), Þórey Hannesdóttir 2 (3), Jóna Bima Óskarsdóttir 1 (1), Rósa Guðmundsdóttir 1 (1), Inga María Ottósdóttir (8). Hraóaupphlaupsmörk: 4 (Svanhildur 2, Díana, Þórey). Viti: Skorað úr 2 af 3. Fiskuö viti: Rósa, Þórey, Inga María. Varin skot: Guðrún Bjartmars 13/1 (32/4, hélt 5, 41%). Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson (7). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 80. Maður leiksins: Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór KA/Þórs-stúlkur þurfa að bíða enn eftir fyrsta sigri vetrarins þrátt fyrir að hafa verið yfir stóran hluta leiksins gegn Fram á fóstu- dagskvöldið. Fram vann leikinn að lokum með fimm marka mun, 19-24. „Þær höfðu fengið stig í vetur og höfðu með því trúna til að ná í fleiri en við höfðum hana ekki,“ sagði Hlynur Jóhannsson, þjálfari KA/Þórs, eftir leik en hann varð að að bregðast við óvæntu fráhvarfi Elsu Birgisdóttur sem meiddist fyr- ir leikinn og síðan aö missa Söndru Jóhannesdóttur út af með rautt spjald en Sandra fyllti skarð Elsu í leiknum. Leiknum var flýtt vegna þess að sömu lið mættust einnig í ung- lingaflokkaleik þessa helgi en þann leik unnu KA/Þór en nánast allir leikmenn meistaraflokksins eru gjaldgengir í unglingaflokk. „Þær byrjuðu einfaldlega miklu ákveðnari," sagði Þór Bjömsson, þjálfari Fram, um leikinn. „Við vorum einfaldlega seinni í gang og vorum alltaf skrefmu á eftir. Það var í raun gott að vera ekki meira en tveimur mörkum undir í hálf- leik. Svo kom þetta í síðari hálfleik um leið og við löguðum vörnina. Þá fórum við að fá hraðaupphlaup og fleira í þeim dúr.“ Diana Guðjónsdóttir lék sinn fyrsta leik í langan tíma og er óð- um að braggast. „Ég setti hana í hlutverk leik- stjórnanda og skilaði hún því hlut- verki nokkuð vel. Sóknarleikurinn lagaðist töluvert við það og við fór- um að stjórna leiknum betur,“ sagði Þór. Liðin verma tvö neðstu sæti deildarinnar, Fram með 6 stig en KA/Þór er enn án stiga. -ÓÓJ/esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.