Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Blaðsíða 10
> 28
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002
Sport_____________________________________pv
Gríðarleg þátttaka í Aquarius-vetrarhlaupunum í vetur:
„Við bíðum ennþá
eftir vetrarhlaupinu “
- segir Pétur Helgason, aðstandandi hlaupsins, og vitnar þá í einmuna tíð í vetur
Frá Aquarius-vetrarhlaupi. Pétur vonast eftir því aö þaö fari nú loksins fram alvöru vetrarhlaup, en einmuna tíö í vetur og síöasta vetur hafa gert þaö aö
verkum aö ekkert slíkt hefur fariö fram ennþá i þessari hlaupakeöju.
Aquarius-vetrarhlaupið, sem sló
svo rækilega í gegn í fyrra, hefur
haldið velgengni sinni áfram í vetur.
í fyrra voru að jafnaði um 70 kepp-
endur sem tóku þátt i hverju hlaupi
en í síðasta hlaupi var þetta tvöfald-
ur sá íjöldi. Það er því ljóst að þörf-
in fyrir þetta hlaup var töluverð í
hlaupaflóru íslendinga enda hafa
hlauparar tekið því opnum örmum.
Pétur Helgason, annar aðstand-
andi hlaupsins, er gríðarlega ánægð-
ur með þátttökuna. „Þetta er með
stærri hlaupum sem haldin eru þó
að sumarhlaupin séu tekin með í
þetta líka. Það fer kannski dálítið
eftir samanburði því mörg hlaup
bjóða upp á mismunandi vegalengd-
ir á meðan við erum einungis með
10 km. En við erum alveg í skýjun-
um yfir því hvað þetta hefur gengið
vel. Og það er ekki nóg með að við
séum að fá svona marga heldur er-
um við einnig að fá bestu
hlauparana.“
Pétur viðurkennir þó að einstakt
tíðarfar síðustu tvo vetur eigi sinn
þátt í þessari aðsókn. „Við fengjum
örugglega ekki svona mikia aðsókn
ef tíðarfarið færi eðlilegt miðað við
árstíma. En ég skynja það að fólk er
mikið aö hreyfa sig og hlaupa núna
vegna hagstæðs tíðarfars og það er
ekkert annað að gerast í hlaupunum
en þetta.“
Pétur segir að enn hafi ekki farið
fram hlaup í dæmigerðu vetrar-
veðri. „Við erum ennþá að bíða eftir
vetrarhlaupinu. Síðasti vetur var
mjög góður og þessi hefur jafnvel
verið enn betri. Þó að það hafi kom-
ið snjór í byrjun vetrar var hann
farinn rétt áður en fyrsta hlaupið
byrjaði. í fyrra var reyndar
nokkrum sinnum kalt þannig að það
myndaðist klaki á stígunum vegna
þess að leysingavatn fraus."
Sá fjöldi sem hefur tekið þátt í
þessu hlaupi hefur skapað eitt lítils
háttar vandamál. „Það má eiginlega
segja að stígarnir séu orðnir of
þröngir fyrir allan þennan fjölda
þannig aö það er spuming hvort
maður verður að fara að biðja borg-
ina um að breikka stígana!"
Pétur segir að þó að gott sé að
hafa þessa tíð í hlaupum hafi hann
ekkert á móti því að fá einhvem
snjó. „Mín vegna má alveg snjóa.
Það er bara hluti af því að vera með
hlaup um vetur. Það væri mjög gam-
an að fá eitt alvöru vetrarhlaup en
það virðist bara ekki ætla að koma,“
segir hann að lokum.
Þess má að lokum geta að ágætir
tímar eru að nást í þessu hlaupi.
Sveinn Margeirsson bætti brautar-
metið í síðasta hlaupi og hljóp þá á
tímanum 33:07. Næsta hlaup fer
fram 14. febrúar og verður safnast
saman við Árbæjarlaug eins og
venjulega. -HI
Brekkurnar -
vinir hlaupara
Margir hlauparar líta á brekkur
sem óvini og eru sífellt að leita að
einhverri flatneskju til að hlaupa á
(sem er frekar vonlaust á íslandi).
Oft bölva hlauparar í hljóði þegar
jörðin undir þeim er allt í einu
ekki í alveg beinni linu og menn
þurfa að fara að stunda hlaup upp
á við í miðju hlaupi.
Auðvitað er það ekkert vafamál
að brekkur hægja á manni. Það
gerir þyngdarlögmálið. Og það
dapurlega er að lögmál eðlisfræð-
innar gera það ómögulegt að
græöa jafnmikið á að hlaupa niður
brekkur og maður tapaði á því að
hlaupa upp þær. En þrátt fyrir
þetta ættu hlauparar að líta já-
kvæðum augum á brekkurnar. Það
verða allir að hlaupa einhverjar
brekkur hvort eð er og því ekki að
nota þær þá til að fá meira út úr
hlaupunum?
Ef menn fella hlaup upp brekkur
inn í líkamsræktina er það ekkert
ósvipað og að stunda styrktarþjálf-
un án þess að þurfa að fara í lík-
amsræktarstöðina. Menn styrkjast
á því að leggja meira á fæturna.
Góð leið til að nota kannsi 200-600
metra brekku er að hlaupa upp
hana á fullri ferð og skokka síðan
rólega niður hana til þess að fá
smáhvíld. Þessi æfing hjálpar bæði
til við styrk og hraða fótanna.
Margir hlauparar eiga það til að
festast í ákveðnu mynstri í hlaup-
unum. En menn verða að hafa í
huga að fjölbreytni í þjálfun hjálp-
ar manni að skipta um gír og
hlaupa vel við mismunandi aðstæð-
ur. Skreflengdin skiptir þarna
einnig miklu máli, sérstaklega þeg-
ar maður vill hlaupa fram úr öðr-
um hlaupara á síðustu metrum
hlaupsins en það skiptir þó enn
meira máli að því leyti að maður
getur ráðið sjálfur með hvaða
hraða maður hleypur, óháð lofts-
lagi, veðráttu eða keppni.
Þess vegna eru brekkur í raun og
veru bestu vinir hlauparanna. Ekki
forðast þær, leitaðu þær uppi og
mundu að þær gera þig að betri
hlaupara.
(Byggt á grein eftir Woody
Green.)