Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 4
22 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002 Sport DV Undanúrslit SS-bikarkeppni í kvennahandboltanum: Ætlaði ekki að tapa aftur - sagði Eyjastúlkan Dagný Skúladóttir eftir sigur á Haukum í Eyjum Bikarmeistarar kvennaliðs ÍBV komust í úrslitaleik SS-bikarsins eftir nokkuð sannfærandi sigur á Haukum, 21-19, eftir að hafa náö mest fimm marka forystu í seinni hálfleik. ÍBV er því enn taplaust í nýju ljónagryfjunni í Eyjum sem er enginn eftirbátur þeirra fyrri. Mikil stemning Það var mikil stemning i húsinu enda var öllu til tjaldað. Eyjamenn byrjuðu klukkutíma fyrir leik og hituðu upp. Kynningin á liðinu gaf svo tóninn fyrir leikinn og and- rúmsloftið rafmagnað, reyndar svo rafmagnað að eftir nokkurra mín- útna leik þurfti að gera hlé á leikn- um vegna þess að ljósin slökknuðu en því var kippt í liðinn fljótlega. Haukarnir komu greinilega bet- ur stemmdir til leiks en bæði lið gerðu sig reyndar sek um töluverða taugaveiklun í upphafi leiks. En þá var eins og leikmenn ÍBV hafi náð aö hrista úr sér hrollinn og fljótlega tóku Eyjastúlkur öll völd á vellinum. Mest náðu þær fjögurra marka forystu, 8-4 en ágætur leikkafli gestanna undir lok hálf- leiksins varð til þess aö munurinn í leikhléi var þrjú mörk, 12-9. ÍÐV í fluggírinn Gestimir byrjuðu svo á því að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og sá mun: ur hélst fyrstu tíu mínúturnar. í stöðunni 14-13 settu Eyjastúlkur hins vegar í fluggírinn, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu út um leikinn. Eyjaliðið var þrátt fyrir sigurinn ekki að spila sinn besta leik, sem segir líka hversu slæman dag ís- landsmeistararnir áttu. Sóknar- leikur beggja liðanna var ekki upp á marga fiska en munurinn lá kannski fyrst og fremst í því að Er- lingur Richardsson, þjálfari ÍBV, lét sömu átta leikmennina spila all- an leikinn á meðan kollegi hans, Gústaf Bjömsson, skipti leikmönn- um meira inn á sem varð til þess að liðið náði aldrei takti. Markveröirnir léku vel Bæði lið spiluðu hins vegar ágætan varnarleik og markveröir liðanna voru að verja mjög vel. Dagný Skúladóttir spilaði einn sinn besta leik með iBV í vetur, gerði sín mistök í sókninni en var áræðin og hélt áfram og spilaði frá- bærlega í vörninni. Þá er þáttur áhorfenda mikill og ekki óvarlega áætlað að stuðningur þeirra hafl gefið leikmönnum ÍBV þann kraft sem þurfti til aö klára verkiö. Ekta bikarleikur Dagný sagði eftir leikinn að sig- urinn hafi í raun verið nokkuð ör- uggur. „Þetta var alveg ekta bikar- leikur, mikil stemning en við vor- um samt nánast með þetta í hendi okkar allan tímann. Þær náðu að vísu að minnka muninn óþarflega mikið niður á tímabili en samt fannst mér við alltaf hafa undirtök- in. Ég persónulega hef þrisvar sinnum tapað fyrir þeim áður í undanúrslitum og ég var þess vegna ákveðin i að tapa alls ekki í þetta skiptið." „Við vorum í raun að elta þær allan leikinn en við náðum að narta aðeins í þær og náðum mun- inum niður í eitt mark á tímabili. Nýttum ekki tækifæriö Við nýttum hins vegar aldrei tækifærið þegar það gafst, þær voru að spila vel á meðan við vor- um að spila illa en svona er þetta bara. Þetta eru tvö bestu lið lands- ins í dag aö mínu mati, ég hefði viljað mæta ÍBV í úrslitaleiknum en ekki undanúrslitum. Leikurinn frá því í fyrra situr í okkur og við vorum staðráðnar í að koma hing- að og vinna en það bara gekk ekki upp. Við vorum ekki að fá þessi hraðaupphlaup sem hafa verið að gefa okkur svo mikið í vetur, þær voru snöggar til baka og náðu að loka á okkur og við náðum ekki að vinna okkur út úr því,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka. -jgi Hart barist Herdís Sigurbergsdóttir sést hér í heljargreipum Heiðu Val- geirsdóttur (til hægri) og Evu Bjarkar Hiööversdóttur, leik- mönnum Gróttu/KR. Margrét Vilhjálmsdóttir (6), Stjörnunni, fylgist meö baráttunni. A minni myndinni má sjá mann leiksins, Öllu Gokorian, en hún fór á kostum í gær og skoraöi 10 mörk af þeim 19 sem Grótta/KR skoraði auk þess að eiga fjölda stoösendinga í leiknum. Grótta/KR vann leikinn og mæt- ir ÍBV í úrslitum bikarkeppninn- ar. DV-myndir ÞÖK Alla allt i ollu - gerði út um leik Gróttu/KR og Stjörnunnar nánast upp á sitt einsdæmi ÍBV-Haukar21-19 0-1, 3-2, 84,8-8, (12-9), 12-10,14-13,18-13, 20-18, 21-19. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Dagný Skúladóttir 6(10), Anna Pérez 5/2 (11/2), Theodora Visokaite 4 (10), Ingibjörg Jónsdóttir 3 (5), Andrea Atladóttir 2 (5), Isabel Ortis 1 (7), Elísa Sigurðardóttir (1). Hraóaupphlaupsmörk: 3 (Dagný 3). Viti: Skorað úr 2 af 2. Fiskuó viti: Andrea, Dagný. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18/1 (37/2, hélt 10, 49%, 2 víti í stöng og eitt yf- ir). Brottvisanir: 8 mínútur. Haukar: Mörk/víti (skot/víti): Hanna G. Stefáns- dóttir 5 (9), Hárpa Melsteð 4 (8), Brynja Steinsen 3 (6/1), Theíma Arnadóttir 2 (4), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (5/2), Nína K. Bjömsdóttir 2/1 (14/2), Sonja Jónsdóttir 1 0). Hraóaupphlaupsmörk: 6 (Harpa 3, Hanna 2, Sonja) Viti: Skorað úr 1 af 5. Fiskuö vítú Brynja 3, Harpa 2. Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 17 (38/2, hélt 9, 45%). , Brottvísanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Bjarni Viggósson og Valgeir E. Ómarsson (8). Gœúi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 700. Maður leiksins: Dagný Skúladóttir, ÍBV Grótta/KR-Stjarnan 19-16 I- 0, 2-2, 4-2, 64, 6-6, (7-7), 8-7, 9-9, II- 11, 13-13, 15-15, 18-15, 19-16. Grótta/KR: Mörk/viti (skot/víti): Alla Gokorian 10 (15/2), Ágústa Edda Bjömsdóttir 3 (4/1), Edda Hrönn Kristinsdóttir 2/2 (5/3), Eva Björk Hlöðversdóttir 2 (6), Kristín Þórðardóttir 1 (1), Amela Hegic 1 (5/1), Heiða Valgeirsdóttir (4). Hraóaupphlaupsmörk: 2 (Ágústa, Alla) VitU Skorað úr 2 af 7. Fiskuð viti: Ágústa 2, Amela 2, Eva 2, Heiöa. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 13 (29, hélt 8, 45%). Brottvisanir: 4 mínútur. Stiarnan: Mörk/víti (skot/víti): Halla María Helgadóttir 5 (8), Ragnheiður Stephensen 4 (7), Herdís Sigurbergsdóttir 3 (5), Anna Bryndís Blöndal 2 (2), Margrét Vilhjálmsdóttir 2 (4), Kristín Jóhanna Clausen (2), Jóna Margrét Ragnarsdóttir (5). Hraóaupphlaupsmúrk: 1 (Halla María). Viti: Engin. Varin skot: Jelena Jovanovic 19/3 (38/5, hélt 12, 50%, 1 víti í stöng, 1 framhjá). Brottvísanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (8). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 350. Maður leiksins: Alla Gokorian, Gróttu/KR Undanúrslitaleikur Gróttu/KR og Stjörnunnar í bikarkeppni kvenna var æsispennandi. Leikurinn var í algjörum jámum nánast allan leikinn og var jafnt á öllum tölum frá stöðunni 6-6 þar til tæpar tvær mínútur voru eftir en Grótta/KR hafði þá sigið fram úr og vann svo leikinn, 19-16. Alla Gokorian spilaði stóra rullu í leiknum. Hún hefúr nú verið að skriða saman undanfarið eftir eríið meiðsli og skoraði nú síðast 6 mörk í naumum tap- leik gegn Eyjastúlkum í deildinni og svo 4 gegn Fram nokkmm dögum síðar. í gær skoraði hún meira en helming marka Gróttu/KR, 10, og það sem meira er að hún átti beinan þátt i 9 af 10 síð- ustu mörkum síns liðs í gær. Eins og áður segir var leikurinn í jámum framan af. Þegar tæpar tvær mínútur vom eftir komust heimamenn loksins aftur í tveggja marka forystu í leiknum. Það sem gerði það mögulegt var að Margrét Vilhjálmsdóttir hafði skotið yfir úr góðu færi úr hominu skömmu áður en Fanney Rúnarsdóttir, markvörður Gróttu/KR sem lék sinn fyrsta leik vetrarins í gær, hafði verið henni og stöllum hennar óþægur Ijár í þúfu. Hinum megin á vellinum var mark- vörður Stjömunnar, sem fyrr, að verja eins og berserkur. Jelena Jovanovic hélt sínum mönnum í leiknum þar til hún gat hreinlega ekki meir og hefði ekki við hennar notið hefði sigurinn orðið mun stærri. Hún varði til að mynda fyrstu þrjú víti leiksins og var Edda Hrönn Kristinsdóttir sú eina til að skora fram hjá henni á vítalínunni en 5 af 7 vítum Gróttu/KR fóm forgörðum. Alla hefur verið meidd frá síðasta vetri og hefur smátt saman verið að komast í fyrra form. Hún hefur skorað alls 16 mörk í 4 leikjum í vetur auk 10 markanna um helgina. Leikmenn beggja liða léku vel í gær, þá sér í lagi vamarlega séð. Halla Mar- ía Helgadóttir var óhrædd við að taka af skarið í sóknarleik Stjömunnar, sér í lagi undir lok leiksins og var ánægjulegt að sjá það. Ragnheiður Stephensen átti ágætan leik og kom Herdís Sigurbergs- dóttir sterk inn á köflum. Þá átti Ágústa Edda Bjömsdóttir mjög góða spretti í leiknum og var ásamt Evu Björk Hlöðversdóttur og Eddu Hrönn hörð í hom að taka í vöm- inni. „Þetta var 110% baráttusigur,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Gróttu/KR, eftir leik í gær. „Þegar það vom 5 mínútur eftir hefði sigurinn getað dottið báðum megin og datt hann okkar megin sem betur fer og vil ég þakka Stjörnunni fyrir góðan og skemmtilegan leik. Við hefðum átt að klára þennan leik í fyrri hálfleik en Jelena var að vetja virkilega vel eins og Fanney var að gera okkar megin. Við töluðum um þetta í hálfleik og reyndum að laga þetta af fremsta megni og Edda kemur sterk inn í vítin í síðari hálfleik. Fanney var að spila sinn fyrsta leik í vetur og kom hún mjög vel út úr hon- um. Hún hefur barið sig áfram síðustu tvær vikur en það verður að koma í ljós hvert framhaldið verður, það er alls óvíst. En það verður gaman að mæta ÍBV I úrslitum, þær hafa titil að verja en við ætlum og við komum til með að gera allt til að taka þann titil af þeim.“ -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.