Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 11
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002 29 Sport JDV Veiöimaöur rennir fyrir fisk í Flekkudalsá. DV-mynd PPP Skotfélag Reykjavíkur: Aðstaðan inni að leysast „Það er allavega að rofa til með inniæflngamar hjá okkur, við fáum aðstöðu í nýja íþrótta- húsinu í Grafarvogi. Þessu var lofað á fundi í Grafarvogi og það verður staðiö við það. Síðan skulum viö sjá hvað gerist með aðstöðuna úti, það vandamál þarf líka að leysa,“ sagöi Guð- mundur Kr. Gíslason, félagsmað- ur í Skotfélagi Reykjavíkur, í samtali við DV-Sport í vikunni. Útiaöstaöan enn óviss Loksins virðist rofa til með æfingar innanhúss en útiaðstað- an er enn þá óviss. Það mál verð- ur vonandi í höfn fyrir kosning- ar í vor. Það eru orðin næstum 24 ár síðan Skotfélag Reykjavíkur var stofnað af nokkrum mektar- mönnum í Reykjavík. Fyrst til að byrja með var æfð skotfimi við Tjörnina, þar sem heitir Skothúsvegur. Ýmislegt hefur gengið á í sögu félagsins en síð- an 1995 hefur hallað verulega undan fæti hjá félaginu. Þá missti félagið aðstöðu sína í Laugardalshöll sem hugsuð var til uppbyggingar loftbyssu- greina. Þarf fulla lausn í máliö Árið 1996 missti félagið líka aðstöðu sína í Baldurshaga. Fyr- ir tveimur árum missti félagið síðan aðstöðuna i Leirdal. Að- stöðuleysi hefur verið vandamál Skotfélags Reykjavíkur núna í nokkur ár, staða sem er algjör- lega óviðandi. Málið er kannski að leysast aö hluta en það þarf fulla lausn í það. Allir eiga rétt á að æfa sig, sama i hvað íþrótt það er. -G. Bender Veiðimenn eru farnir að kaupa sér leyfi fyrir sumarið: Fékk fimm væna birt inga en enga riúpu veiðimaður veiddi 5 væna birtinga í rjúpnaveiðitúrnum „Það hefur gengið vel að selja veiðileyfl í Flekkudalsá næsta sum- ar en við eigum nokkur tveggja daga holl þó enn þá eftir,“ sagði Jón Ingi Ragnarsson, einn af leigu- tökum árinnar, í samtali við DV- Sport. Það eru Laxmenn sem eru með Flekkudalsá á Fellsströnd á leigu. „Veiðimenn virðast vera ánægðir þó aðeins sé veitt á flugu og margir sleppa þeim fiski sem þeir veiða aftur í ána. Þó er engin skylda að gera það. Þegar veiðin hætti síðasta haust sáum við laxa víða í hyljum hennar og það hefur örugglega sitt aö segja þegar fram liða stundir. Hópurinn sem veiddi hjá okkur breyttist þegar eingöngu var leyfð fluga en margir halda tryggð við ána. Við byrjum veiðina 1. júlí og veiðum til 10. september. Ódýrasti dagurinn kostar 18.800 krónur en sá dýrasti 28.800 krónur. Veiðin gekk bara vel í sumar sem leið þó að maður vilji alltaf veiða fleiri laxa,“ sagði Jón Ingi í lokin. Byssan var aðeins meö til aö sýnast Veðurfarið hefur verið ótrúlega gott síðustu vikurnar, rjúpnaveiðin var ekki góð en einn og einn silung- ur bjargaði málunum. Það kom heldur betur i ljós núna rétt fyrir jólin. Veiðimaður einn fór til rjúpna skömmu fyrir jól en fékk litið. Fáar rjúpur sáust á ferli en einn og einn silungur sást skjótast i hyljum ár- innar. Veiðimaðurinn fór að kanna þetta betur og sá að þetta var sjó- birtingur, nýkominn í ána. Nú voru góð ráð dýr, stangirnar komnar upp á hillu fyrir löngu og aðeins byssur í bílnum. Hann reyndi enn um stund að skjóta rjúpur en ekkert gekk, fuglinn var alls ekki til staðar. Hann lagði af stað heim með aðeins eina rjúpu í skottinu en aftur var farið næstu helgi með byssu og stöng í skottinu. Byssan var aðeins til að sýnast, stöngin var aðalmálið. Það var ekki eytt tíma í að leita að rjúpum heldur haldið beint að hylnum þar sem fiskurinn var síð- ustu helgi og rennt. 1 öðru kasti var fiskur á og síðan veiddist hver fisk- urinn af öðrum hjá veiðimanninum. Það merkilega við allt saman var að það var 14. desember og rjúpnatím- inn var á fullu en ekki sjóbirtings- tíminn. Alls veiddust 5 fallegir sjó- birtingar en engin rjúpa.-G. Bender Opna ástralska í tennis: Tveir Svía - komnir í 8 manna úrslit Það var lítið um óvænt úr- slit í fjórðu umferð í einliða- leik kvenna á Opna ástralska meistaramótinu i tennis en umferðin hófst í gær. Bandaríska stúlkan Venus Williams bar sigurorð af Magdalenu Maleevu frá Búlgaríu, 6-0 og 6-3. Martina Hingis frá Sviss rúllaði yfir Amöndu Coetzer frá Suður- Afríku, 6-1 og 6-0. Monika Sel- es fór léttu leiðina í 8 liða úr- slitin því andstæðingur henn- ar, hin spænska Anabel Med- ina Garrigues, þurfti að hætta í fyrsta setti vegna meiðsla. Adriana Serra Zanetti frá ítal- íu tryggöi sér einnig sæti í 8 manna úrslitum með því að leggja Martinu Sucha frá Slóvakíu að velli, 6-1 og 7-5. Monika Seles mætir löndu sinni Venus Williams í 8 manna úrslitum. Tveir Svíar eru komnir í 8 manna úrslit einliðaleiks karla á Opna ástralska meist- aramótinu í tennis eftir leiki næturinnar i fjórðu umferð. Jonas Björkman vann Eng- lendinginn Tim Henman í þremur settum, 6-2, 7-6 og 6-4. Landi hans, Thomas Johans- son, vann Rúmenann Adrian Voinea í fjórum settum, 6-7, 6-2, 6-0 og 64. Austurríkis- maðurinn Stefan Koubek bar sigurorð af Fernando Gonzalez frá Chile eftir að Gonzalez þurfti að hætta vegna meiðsla. Tékkinn Jiri Novak sigraði Slóvakann Dominik Hrbaty í fjórum settum, 64, 6-2, 5-7 og 6-2. í dag mætast Bandaríkja- maðurinn Pete Sampras og Rússinn Marat Safm í leik um sæti í 8 manna úrslitum. -ósk Jonas Björkman sló Englendinginn Tim Henman út á Opna ástralska meistaramótinu i tennis í gær. Reuters Kristinn enn í vandræðum Hápunktur heimsbikar- keppninnar á skiðum var um helgina þegar keppt var i Hanakambsbrautinni i Kitzbúhel i Austurríki. Tveir íslendingar voru á meðal þátttakenda í svig- keppninni í gær og komust þeir hvorugir vel frá keppn- inni enda féllu báðir í fyrri ferðinni. Er þetta þriðja keppni Kristins á skömm- um tíma sem hann fellur út í fyrri ferðinni. Sigurvegarinn í sviginu var heimamaðurinn Rainer Schönfelder sem var aðeins að vinna sína aðra keppni á ferlinum. Hann var 19 hundraðshluta úr sekúndu á undan landa sínum, Kili- an Albrecht. Þriðji var svo Banda- ríkjamaðurinn Bode Miller. Á laugardaginn vann Stefan Eberharter brunkeppnina og var aðeins sjónarmun á undan Norð- manninum Kjetil Andre Aamodt sem fann þó sára- bót í því að hafa unnið tví- keppnina. í öðru sæti í henni var annar Norðmaður, Lasse Kjus, og þriðji varð Austur- rikismaðurinn Michael Walchhofer. Stórsvig kvenna á laugar- dag vann Michaela Dorf- meister en keppt var í Berchtesgaden í Þýska- landi. Á eftir komu Stina Hofgard Nilsen frá Noregi og Genevieve Simard frá Kanada. Tvær konur, Kristina Koznick frá Bandaríkjun- um og Marlies öster frá Sviss, deildu efsta sætinu i sviginu í Bischofswiesen en þriðja varð hin króatíska Janica Kostelic. Árangur hennar er ánægjulegur fyr- ir hana enda átt við mikil meiðsl að stríða. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.