Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002
27
Sport
• i
Sigruðu með yfirburðum
- tíu körfuboltastrákar fóru til Englands og kepptu þar á móti
Tíu leikmenn Koberboger
International Basketball Club
(K.I.B.C.), undir stjóm Sæmundar
Karls Jóhannessonar þjálfara,
sneru heim á gamlársdag frá Eng-
landi. Þar tóku þeir þátt í fimm liða
móti sem haldið var dagana 28.-30.
desember í Gloucester á Englandi.
Liðin sem kepptu á mótinu auk
K.I.B.C. voru Team Gloster Jets frá
Gloucester, Bristol Bombers frá
Bristol, Tamar Valley Cannons frá
Plymouth og BBC Jeugd Gentson
frá Gent í Belgíu. Lið Koberboger er
skipað leikmönnum á aldrinum 16
til 18 ára úr KR, UMFG, ÍA og Þór á
Akureyri.
Hefur starfaö í fjögur ár
Liðsmenn voru þeir Erlendur Þór
Ottesen ('83, lA), Finnur Stefánsson
('83, KR), Jón Hrafn Baldvinsson ('84,
KR), Pétur Ingi Kolbeins ('84, Þór,
Ak.), Ragnar Daði Jóhannsson (’84,
UMFG), Davíð Páll Hermannsson
('85, UMFG), Eggert Daði Pálsson ('85,
UMFG), Finnur Magnússon ('85, KR),
Grétar Örn Guðmundsson ('85, KR)
og Jens Guðmundsson ('85, KR).
K.I.B.C. hefur starfað í íjögur ár
og farið með fjölda íslenskra ung-
linga á æfingabúðir í Bandaríkjun-
um og tekið á móti tveimur erlend-
um drengjaliðum sem keppt hafa á
íslandi. Síðast voru það Gloster Jets
sem söttu okkur heim sumarið 2001.
Gistu á heimilum
andstæðinganna
Þá voru 12 leikmenn liðsins og
fararstjórar hýstir á heimilum leik-
manna og þjálfara Koberboger.
Team Gloster Jets endurguldu gest-
ristni K.I.B.C. og buðu til þessa jóla-
móts þar sem drengirnir fengu inni
á heimilum leikmanna og þjálfara.
Ferðin gekk í alla staði frábærlega
og ekki skyggði frammistaða ís-
lenska liðsins á ánægjuna. -Ben
íslenska unglingalandsliöiö í karate:
Gerði góða
ferð til London
- Andri og Sólveig komust á verðlaunapall á opna enska unglingameistaramótinu
Framfarir
- hjá íshokkífólkinu
U-20 ára landslið íslands í ís-
hokkí lauk fyrir helgi þátttöku á
heimsmeistaramóti III. deildar
sem fram fór í Belgrad í
Júgóslavíu. Liðið lék fjóra leiki,
tapaöi stórt fyrir Eistlandi og
Júgóslavíu en sigraði Búlgara og
með þeim sigri tryggði liðið sér
þátttöku að ári i sömu keppni.
Síðasti leikurinn var gegn S-Afr-
íku og þar var keppt um 5. sæt-
ið á mótinu og tapaði ísland
þeim leik naumlega, 4-3.
ísland er nýliði á alþjóðlegum
vettvangi í íshokkí en þetta er
fimmta árið sem við höldum úti
landsliði sem telst ekki mikið
hjá alvöru hokkíþjóðum en Al-
þjóöa Íshokkísambandið (IIHF)
var stofnað árið 1908. Island hef-
ur sýnt gríðarlegar framfarir á
skömmum tíma og nú þegar
skotið mörgum löndum aftur fyr-
ir sig sem hafa búið við sam-
keppnishæfa æfinga- og keppnis-
aðstöðu jafnvel svo áratugum
skipti.
Frá því ísland hóf þátttöku
hafa liðin (senior, u-20 og u-18)
verið í sömu stöðu og lið margra
annarra þjóða, s.s. Tyrklands,
Lúxemborgar, S-Afríku og Nýja-
Sjálands, að þurfa að berjast fyr-
ir lífi sínu í neðstu sætum
neðsta riðilsins en örlög þeirra
sem í síðasta sætinu lenda hafa
verið þau að detta út úr keppn-
inni og öðlast ekki þátttökurétt
að nýju fyrr en að tveimur árum
liðinum.
Blessunarlega höfum við náð
aö halda okkur inni en að þessu
sinni kveður við annan tón.
Með sigrinum á Búlgaríu
tryggði ísland sér 6. sæti. Efstu 6
þjóðirnar færast upp um deild
en neðstu tvö verða áfram í 3.
deild ásamt fleiri þjóðum sem
allar bíða eftir því að hefja
keppni eftir að hafa áður dottið
út.
Þaö má því segja að þetta
marki tímamót í sögu íþróttar-
innar hér á landi að nú, í fyrsta
skiptið frá því ísland setti saman
sitt fyrsta landslið fyrir um 5 ár-
um, erum við ekki í neðstu deild.
8 þjóðir verða nú í 3. deild en
ljóst er að dvölin í 2. deild verð-
ur ekki auðveld. Stefnan er hins
vegar skýr, ísland er komið í 2.
deild til að vera. -Ben
íslenska unglingalandsliðið i kara-
te gerði góða ferð til London um
siðustu helgi þar sem Opna enska
unglingameistaramótið (u-21 árs) fór
fram. I liðinu voru Andri Sveinsson,
Fylki, Jón Viðar Amþórsson, Sól-
veig Sigurðardóttir, Bragi Pálsson og
Steinn Stefánsson, öll úr Þórshamri.
Skemmst er frá því að segja að
Andri og Sólveig náðu góðum ár-
angri á mótinu. Sólveig náði öðru
sæti í kata 16 til 21 árs en í flokknum
voru 14 stúlkur. Keppt var eftir nýju
útsláttarkerfi þar sem keppt er i riðl-
um og þurfti Sólveig því að fara fjór-
ar umferðir áður en úrslit fengust.
Andri keppti í -75 kg flokki 16 og
17 ára en skemmst er frá því að segja
að baráttan þar var mjög hörð. Átján
Umsjón
Benedikt Guðmundsson
keppendur mættu til leiks og náði
Andri þriðja sæti eftir harða rimmu
við þýska landsliðsmanninn Willi
Bruzki.
Mótið var í heild mjög sterkt og
mátti sjá lið frá mörgum af sterkustu
þjóðum Evrópu í greininni. Evrópu-
þjóðirnar eru að búa keppnisfólk sitt
undir Evrópumeistaramót unglinga
sem fer fram i Þýskalandi 15.-17.
febrúar næstkomandi. Var þetta
fyrsta keppnisferð unglingalands-
liðsins en þess má geta að þjálfari
þess er Ingólfur Snorrason. Næst á
dagskrá hjá keppnisfólkinu er Ung-
lingameistaramót Islands i kumite
(bardagahlutanum) sem fer fram
laugardaginn 2. febrúar í Smáranum
í Kópavogi. -Ben
Á myndinni til vinstri eru keppendurnir sem fóru til London. Taliö frá vinstri:
Bragi Pálsson, Steinn Stefánsson, Jón Viöar Arnþórsson, Andri Sveinsson og
þeir halda á Sólveigu Siguröardóttur. Á myndinni fyrir ofan eru Andri og Sólveig
með verölaunapeningana sem þau unnu til á mótinu. DV-myndir Ben