Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2002, Qupperneq 12
* 30
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2002
Rose vann í Suður-Afríku
Hinn 21 árs gamli
breski kylfingur Justin
Rose bar sigur úr býtum á
Dunhill-meistaramótinu í
golfl sem lauk í Jóhannes-
borg í Suður-Afríku í dag.
Rose lék hringina fjóra á
268 höggum eða 20 högg-
um undir pari, tveimur
minna en íslandsvinurinn
Retief Goosen og Martin
Maritz frá Suður-Afríku
og Mark Foster frá Bret-
landi sem léku allir á 270
höggum eða 18 höggum
undir pari vaUarins.
Dunhill-meistaramótið
í golfl er fyrsta mótið á
evrópsku mótaröðinni á
þessu ári og verður
spennandi að sjá hvort
Rose nær að fylgja eftir
góðri byrjun.
-ósk
Aöfaranótt laugardags
Indiana-Detroit .............93-96
Rose 31, Miller 20 (8 frák.) - Stackhouse
32 (8 stoðs.), Robinson 27, Jones 13.
Raptors-New Jersey...........89-77
Carter 23, Davis 17, Curry 15, Williams
10 (10 frák.), Williams 10, Clark 10 (13
frák.) - Kidd 19 (8 stoðs.), Martin 14, Van
Hom 13 (11 frák.).
Boston-Houston ............101-104
Pierce 38 (11 frák.), Walker 25 (11 frák.),
Strickland 15 - Francis 26 (15 frák., 10
stoðs.), Mobley 21, Griffin 19 (10 frák.),
Cato 14 (12 frák.).
Bucks-Orlando .............115-110
Allen 28, Cassell 26 (9 frák., 8 stoðs.),
Thomas 22 (8 frák.) - Miller 25, McGrady
22, Armstrong 18 (8 stoðs.), Grant 17.
Denver-Seattle ..............98-90
Lenard 27, Bowen 18 (12 frák.), Johnson
18 - Payton 25 (8 stoðs.), Lewis 19, Mason
16 (8 frák.), Baker 15.
Phoenix-Minnesota .........103-100
Marion 26 (10 frák.), Marbury 23 (8 frák.,
8 stoðs.), Outlaw 12 - Garnett 32 (14
frák.), Billups 26, Szczerbiak 22.
Sacramento-Golden State .. . 121-97
Webber 26 (8 frák.), Stojakovic 20,
Christie 16 - Jamison 24, Richardson 19,
Fortson 15 (12 frák.).
LA Clippers-Cleveland .... 109-103
Brand 24 (11 frák.), Richardson 22, Mich-
ael 19 (11 frák.) - Murray 24, Miller 24 (10
stoðs.), Ilgauskas 16.
Aðfaranótt sunnudags
San Antonio-LA Lakers .......91-98
C. Smith 21, Duncan 20 (15 frák.) -
Bryant 28, Medvedenko 12, Fisher 11.
Chicago-Washington...........69-77
Artest 14, Mercer 14, Fizer 10 - Witney
20, Jordan 16 (12 frák.).
Atlanta-Milwaukee..........107-116
Terry 24, Mohammed 24 (19 frák.), Abd-
ur Rahim 19 - Ray Allen 31, Mason 17 (8
frák.), CasseU 17 (9 stoðs.).
Philadelphia-New York .......97-89
Iverson 34, Mu,tombo 24 (16 frák.), Snow
15 - Sprewell 32 (8 frák.), Houston 25.
Charlotte-Toronto ...........89-91
CampbeU 22, Davis 18, Wesley 17 (9
stoðs.) - Carter 34, Davis 13 (8 frák.).
Detroit-Boston...............94-91
Stackhouse 28, WiUiamson 14 - Walker
28, Pierce 23 (9 frák.), Anderson 19.
New Jersey-Houston...........99-90
Van Hom 22, Kittles 21, WiUiams 11,
Kenyon Martin 11 - Norris 23 (8 frák.),
Thomas 21 (10 frák.), Mobley 16.
DaUas-Utah Jazz............106-103
Nowitzki 34, Nash 23 (9 stoðs.), - Malone
28, Stockton 24 (9 stoðs.), Padget 17.
Miami-Indiana ..............100-88
Jones 23, EUis 14, GUl 13 - Rose 21, MiU-
er 14, Harrington 14 (9 frák.).
Memphis-Orlando............103-119
Gasol 26 (17 frák.), Solomon 23, Fotsis 21,
Buford 12 (8 frák.) - McGrady 25 (10
frák.), Hudson 18, MiUer 16.
Portland-LA Clippers.......113-93
Stoudamire 29 (8 frák.), Patterson 16, -
Miles 20, Quintin Richardson 19.
Seattle-Denver .............104-77
Payton 25 (12 stoðs.), Lewis 17, Baker 15
(9 frák.) - Van Exel 28, Lenard 16,
HamUton 10 (12 frák.).
Golden State-Minnesota . .. 102-105
Jamison 23, Sura 23, Dampier 12 (8 frák.)
- Gamett 21, BUlups 21, Szczerbiak 20.
Áraneur í Austurdeildinni:
New Jersey (27 sigrar - 12 töp),
MUwaukee (25-13), Boston (23—16),
Toronto (24-17), Washington (19-18),
Detroit (19-19), Indiana (21-21),
Orlando (21-21), PhUadelphia (19-20),
Charlotte (18-21), New York (14-24),
Atlanta (13-26), Cleveland (13-27),
Miami (12-26), Chicago (8-31).
Árangur í Vesturdeildinni:
Sacramento (30-9), Minnesota (29-10),
LA Lakers (28-9), San Antonio
(27-11), DaUas (28-12), Utah (21-19),
Seattle (20-19), Phoenix (20-20),
Portland (20-20), LA Clippers (20-21),
Golden State (13-26), Houston (13-27),
Denver (12-27), Memphis (12-27).
KnattspyrnukonfeM
- frá Teiti Þórðarsyni í Valhöll
Teitur Þórðarson, þjálfari Brann í
norsku úrvalsdeildinni, bauð áhorf-
endum, sem mættu til að fylgjast
með Ofurbikarkeppninni um helg-
ina, upp á sannkallað knattspymu-
konfekt.
Ofurbikarkeppnin er fjögurra liða
mót sem nýliðar úrvalsdeildarinnar,
Válerenga, stóð fyrir í hinu glæsilega
knattspyrnuhúsi sínu, Valhöll í Ósló.
Auk Brann og Válerenga tóku Lille-
ström og sænska liðið Sundsvall þátt
í mótinu en í þjálfaraliði Lilleström
er Logi Ólafsson.
Brann tapaði reyndar 3-4 gegn
Válerenga í fyrsta leiknum þrátt
fyrir að komast í 0-2 eftir fimm
mínútur. Brann var án fjögurra
landsliðsmanna sinna auk þess sem
tvo aðra fastamenn vantaði í liðið.
Engu að síður sýndi liðið stórgóða
knattspyrnu og það var ekki fyrr en
Teitur hafði tekiö út sína bestu leik-
menn að Válerenga náði að krækja í
sigurinn.
Lilleström lék gegn sænska liðinu
Sundsvall á laugardaginn. Eftir
venjulegan leiktíma var staðan 2-2
en Svíarnir mörðu sigur, 5-6, í vita-
spyrnukeppni. Á sunnudeginum léku
síðan Lilleström og Brann um brons-
verðlaunin og er skemmst frá því að
segja að Brann sigraði, 8-1.
Teitur Þórðarson var að vonum
ánægður leik lærisveina sinna.
„Jú, ég er mjög ánægður með það
sem strákarnir sýndu. Við erum með
mjög ungt lið núna en það spilar vel
saman. Við erum búnir að eiga tvo
mjög góða leiki hér um helgina, án
fjögura landsliðsmanna, sem eru með
landsliðinu núna og spiluðum
skemmtilegan fótbolta. Við verðum
bara að vona að það haldi áfram þeg-
ar út í deildarkeppnina er komið”.
ífyrra settud þið markið hátt og
œtluðuó að ryðja Rosenborg af
toppnum. Geturðu sett markið jafn
hátt fyrir komandi timabil?
„Það er alltaf hægt að setja markið
hátt. En við verðum að bíða aðeins
með að ákveða markmið okkar núna.
Eins og ég sagði áðan verðum við
með mjög ungt lið í sumar. En við
ætlum okkur samt að vera með í bar-
áttunni um toppsætin og ég held að
við eigum að geta náð þvi. Við vorum
lengi með í baráttunni í fyrra en ein-
hverra hluta vegna hélt liðið ekki út
þá. Við verðum bara að vona að slíkt
komi ekki fyrir aftur núna.“
En er þaó ekki borin von þegar
fjárhagur liðsins er jafn bágbor-
inn og hann er?
„Þaö var ekki slæmum fjárhag að
kenna að úthaldið hjá okkur brást.
En vissulega værum við betur settir
með rýmri fjárhag og gætum keypt
þá leikmenn sem þarf til að styrkja
liðið enn meira.”
Logi Ólafsson, aðstoðarþjálfari
Lilleström, var ekki alveg jafn
ánægður með sína menn.
„Einhverra hluta vegna náðum við
ekki að sýna okkar bestu hliðar í
gær. Liðið náði ekki nógu vel saman
og gerði ekki það sem fyrir það var
lagt. Strákarnir eru mjög þungir
núna, eftir harðar æfingar, og leik-
urinn við Svíana bar því vitni.“
En hvaöa lið var þetta sem þið
senduó iít á móti Brann?
„Það var löngu ákveðið hjá okkur
að láta varalið okkar leika seinni
leikinn í þessu móti. Og það er varla
hægt að kalla þetta varalið því aðeins
einn af útileikmönnunum kemur til
með að vera með aðalliðinu í sumar.
Það var því ekkert óeðlilegt við að
tapa stórt fyrir Brann sem lék mjög
góða knattspyrnu i dag.“
-GÞÖ
Teitur Póröarson, hinn íslenski þjáifari Brann í Noregi.
DV-mynd GPO
Hörmulegur heimkomuleikur
Það var mikil spenna í loftinu í
Union Center í Chicago þegar
Michael Jordan mætti í Höllina til
að spila sinn fyrsta leik þar síðan
1998. Spennan virtist síðan verða
leikmönnum hreinlega ofviða því
leikurinn var hrein hörmung,
heimamenn rétt sluppu við metið
yfir lélegustu skotnýtingu sögunnar
og Michael Jordan klikkaði á 14 af
21 skoti og tapaði 9 boltum að auki.
„Ég mæti styttum af mér þegar ég
kem í höllina þannig að það er
aldrei hægt að líta á þennan leik
sem einn af hinum. Það var alltaf
ljóst að þessi stund yrði sérstök,“
sagði Jordan sem áleit þetta
erfiðasta leik sinn á ferlinum.
Washington vann að lokum leikinn
með átta stigum, 69-77, og með því
jöfnuðu þeir fjölda sigurleikja
tímabilsins á undan þrátt fyrir að
eiga enn 45 leiki tO góða. Tapið var
aftur á móti það 200. hjá Chicago
síðan að Jordan lagði skóna á
hilluna í seinna skiptið.
LA Lakers vann’ stórslaginn við
San Antonio þrátt fyrir að Shaquille
O’Neal léki ekki með vegna
leikbanns. Kobe Bryant skoraði 17
af 28 stigum sínum í seinni hálfleik.
Lakers vann 2 af 3 leikjum sem
O’Neal missti af vegna þess
leikbanns sem hann hlaut í kjölfar
Chicago-leiksins. Alls hefur Lakers
unnið fimm af þeim átta leikjum
þar sem miðherjinn stóri og sterki
hefur þurft að hvíla í vetur.
Tvö lið í Austurdeildinni sem
byrjuðu veturinn illa eru bæði aö
braggast. Allen Iverson skoraði 34
stig í íjórða sigurleik Philadelphia í
röð, 97-89, á New York Knicks en
76ers-liðið hefur nú unnið sjö af
síðustu níu leikjum og 24
sóknarfráköst í þessum leik sýna að
liðið er farið að minna á
Austurstrandarmeistara síðasta árs.
Iverson er nú efstur í stigaskorun
og stolnum boltum í deildinni, alveg
eins og í fyrra.
Hitt liöið er Miami Heat sem
vann einnig fjórða leik sinn í röö á
Indiana, 100-88, og Pat Riley, sem
margir álitu að væri búinn að missa
starfið, er að takast að snúa við
málunum í Miami. Indiana hefur
aftur á móti tapað fimm leikjum í
röð. -ÓÓJ
12 borgir
- á HM 2006 í Þýskalandi
Skipuleggjendur heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu, sem haldið
verður í Þýskalandi árið 2006, munu
tilkynna þann 15. apríl næstkomandi
hvaða 12 borgir verða gestgjafar móts-
ins. Þónokkrar borgir hafa þegar boð-
ið sig fram til þess að vera ein af þeim
12 borgum sem valdar verða og ljóst
að úr nógu er að velja og slagurinn
harður. Þær borgir sem þegar hafa
boðið sig formlega fram eru Berlín,
Bremen, Dortmund, Dússeldorf,
Frankfurt, Gelsenkirchen, Hamburg,
Kaisers-lautern, Köln, Leipzig,
Leverkusen, Mönchengladbach,
Múnchen, Núrnberg og Stuttgart.
-esá
Verkefnin streyma til Leifs Garöarssonar körfuknatt- + leiksdómara:
Dæmir stórleik á Italíu
Leifur Garðarsson,
körfuknattleiksdómari úr
Haukum, hefur staðið sig
vel í þeim leikjum sem
hann hefur fengið frá
FIBA í vetur og er enn að
fá fleiri verkefni.
Leifúr hefur nú dæmt
10 leiki við góðan orðstír
og fékk fyrir helgina út-
hlutað 11. og 12. leiknum.
Annar þeirra er stórleik-
ur Montepaschi Siena frá
Ítalíu og Sarthe Baket frá
Frakklandi, í Evrópu-
keppni bikarhafa. Hinn
leikurinn er kvennaleikur
Parma frá Ítalíu og Val-
enciennes frá Frakklandi
en leikimir fara fram 5.
og 6. febrúar á Ítalíu.
Þann 16. janúar síðast-
liðinn dæmdi Leifúr leik
BC Fuenlabrada frá Spáni
og Elan Chalon frá Frakk-
landi en meðdómari hans
þá var ítalinn Stefano
Cazzaro en hann er mjög
virtur körfuknattleiks-
dómari sem hefúr mikla
reynslu í boltanum
og hefur dæmt í úr-
slitum Evrópumóta.
Meö þessum tólf
leikjum hefur Leifur
stimplað sig inn í
dómaraheiminn i
Evrópu og ef marka
má góða dóma um
hans frammistöðu að
undanfórnu er alveg
eins víst að verkefnin
haldi áfram að
streyma inn fram á
vorið. -ÓÓJ
Leifur Garöarsson dómari.